Alþýðublaðið - 18.06.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.06.1940, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNI 1948 ALÞÝÐUBLIBIÐ Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. 1 fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJ AN H.J. Skráin yfir hin vangoldnu útsvör MORGUNBLAÐIÐ lét í ljós megna óánægju yfir því fyrir helgina, að bæjarráð Reykjavíkur skuli hafa „opnað almenningi nokkurt útsýn inn á þrengra svið málefna bæjar- ins“, eins og það komst að orði, með því að „láta gera skrá yfir „helztu vanskilamennina“ í bænum og fá óvönduðum blöð- um í hendur til áróðurs og mannskemmda* ‘ (!). Þessi orð voru skrifuð í til- efni af því, að Tíminn og Al- þýðublaðið leyfðu sér að gera hina nýju skrá bæjarráðsins yf- ir vangoldin útsvör að umtals- efni og birta úr henni nöfn þeirra, sem mest eiga ógreitt af eldri útsvörum. Morgunblaðið telur, eins og sjá má á orðum þess, birtingu þessara stærstu skuldunauta á skránni vera gerða „til áróðurs og mannskemmda". Við því er aðeins það að segja, að margir af þeim mönnum, sem nefndir voru, eru hátekjumenn og stór- efnaðir menn, sem áreiðanlega eru mjög vel færir um það að greiða útsvör sín skilvíslega, miklu færari um það en allur fjöldi þeirra sex þúsund manna, sem eru á skránni, og birtingin á nöfnum þeirra er því ekki að- eins algerlega makleg gagnvart þeim sjálfum, heldur og nauð- synleg til þess, að gefa bæjar- búum nokkra hugmynd um sleifarlág, ef ekki hreina og beina hlutdrægni innheimtunn- ar á útsvörunum, ef almenn vitund um slíkt ástand mætti verða til þess að skapa nokkurt aðhald fyrir forráðainenn bæj- arins í framtíðinni. Sú vanþóknun, sem Morgun- blaðið lætur í ljós á því, að „opna almenningi nokkurt út- sýn inn á þrengra svið málefna bæjarins“, er mjög eftirtektar- verð og einkennandi fyrir hugs- unarhátt yfirstéttarinnar, sem fer með völdin í Reykjavík. Hvers vegna skyldi almenning- ur ekki mega fá þær upplýsing- ar um innheimtu útsvaranna, sem í skránni yfir hin ógreiddu útsvör felast? Ef það væri satt, sem Morgunblaðið heldur fram, að „tregðan við útsvarsgreiðsl- una sé yfirleitt", og einnig í þeim tilfellum, sem tilfærð voru eftir skránni í Tímanum og Alþýðublaðinu, „ekki trassa- skap að kenna“, heldur því, „að menn geti ekki risið undir byrð- inní“, þá er sannarlega ekki sjáanlegt, hver ástæða er fyrir Morgunblaðið, að vilja láta halda skránni leyndri fyrir al- menningi, né heldur, hvaða „mannskemmdir“ geta verið í því að birta hana. En sannleikurinn er sá, að allur almenningur hér í bæ veit tiltölulega vel, hverjir færir eru um, að standa í skilum með útsvör sín og hverjir ekki. Og þó að það sé vissulega rétt að mjög margir þeirra, sem á skránni eru, eigi af efnahagsleg- um ástæðum erfitt með að greiða hin háu útsvör og „geti“ jafnvel „ekki risið undir byrð- inni“, þá á það áreiðanlega ekki við um þá hátekjumenn og stór- eignamenn, sem tilfærðir voru úr skránni í Tímanum og Al- þýðublaðinu. Sú staðreynd að þeir hafa ekki staðið í skilum með útsvör sín, og það jafnvel eldri útsvör en frá síðasta ári, stafar að minnsta kosti í mörg- um tilfellum annaðhvort af „trassaskap“ þeirra, sVo að orð Morgunblaðsins sé við haft, eða af sleifarlagi, ef ekki hlut- drægni innheimtunnar. Það er allt of vel kunnugt, hve mörg útsvör eru innheimt hér í bænum hjá fátæku fólki með lögtökum eða hótunum um lögtök, til þess, að forráðamenn bæjarins hafi nokkuð því til af- sökunar, að fjöldi hátekju- manna og stóreignamanna skuli fá að skulda útsvör sín árum saman, án þess að lögtök séu gerð hjá þeim, svo að ekki sé talað um hitt, hve mörg þau til- felli munu vera, að þeim sé að endingu algerlega sleppt við greiðslu þeirra. Það skyldi þó aldrei vera vit- undin um þetta, sem gerir það að verkum, að Morgunblaðinu er svo illa við að „opna almenn- ingi nokkurt útsýn inn á þrengra svið málefna bæjar- ins“, eins og gert hefir verið með skránni yfir hin vangoldnu útsvör? Frá háskólavígslunni í gær. \T ÍGSLA Háskólabygging ® arinnar fór fram með miklum hátíðleik. Við Háskólann og veginn frá Hringbraut blöktu fánar við húna, en lúðrasveit lék lög af tröppum hússins. íþróttamenn komu í mjög glæsilegri fylkingu að Háskól- anum kl. 2,25. Var í fylking- unni fjöldi ungra manna og kvenna í íþrpttabúningum og voru margir fánar bornir í fylk- ingunni. Þegar fylking íþróttamanna kom að anddyri Háskólans, tók rektor Háskólans, í hópi Há- skólakennarannaýá móti henni. Ben. G. Waage forseti í. S. í. flutti Háskólanum nú árnaðar- óskir íþróttamanna, en íþrótta- menn hylltu skólann síðan. — Að því loknu þakkaði rektor árnaðaróskir íþróttamanna og óskaði þeim allra heilla. Vígsla háskólans hófst síðan stundvís- lega kl. 2,30 og var allri athöfn- inni útvarpað. Allir Háskólakennararnir sátu á upphækkuðum palli í öndvegi í hátíðasalnum, en bak við þá á veggnum var fagur ís- lenzkur fáni úr silki. Stúdent- ar þeir, sem útskrifuðust í gær, sáíu beggja megin hins upp- hækkaða palls, en aðrir gestir svo á bekkjunum. Athöfnin hófst með því að sunginn var fyrsti þáttur há- tíðaljóða eftir Jakob Jóh. Smára, en Emil Thoroddsen hafði samið kantötu við ljóðin. Þá tók rektor til máls og flutti aðalvígsluræðuna. Rektor lauk ræðu sinni með því að láta þá ósk í ljós, að Háskólinn mætti verða íslenzku þjóðinni til blessunar í starfi hennar og bar- áttu, síðan ávarpaði rektor for- sætisráðherra og afhenti þjóð- inni Háskólabygginguna. Forsætisráðherra talaði þá. Hann sagði meðal annars, að hlutverk Háskólans eigi ekki aðeins að vera að varðveita arf íslenzkrar menningar, heldur og að vaxta hann og efla. Hann kvað ITáskólann eiga að vera í Uppbót á llfrarblntlnn. —----.....— SamKomnlap milli sjömanoa op útperðarmanna. OÍÐASTLIÐINN föstudag ^ varð samkomulag á fundi kauplagsnefiidar milli fulltrúa sjómanna og útgerðarmanna um að útgerðarmenn greiddu frá 1. jan. s.l. jafnháa dýrtíðar- uppbót á lifrina og greidd hefir verið á hið fasta mánaðarkaup á sama tíma. Eins og kunnugt er kröfðust sjómenn þegar s .1. haust að lifr- arhlutur háseta hækkaði í hlut- falli við þá, verðhækkun, sem orðið hafði á lifrinni. Útgerðar- menn neituðu hins vegar að verða við þessu á þeim grund- velli að lifrarþúknunin væri samn ingsbundin og lögfest eins og fasta kaupið. Sjómenn litu þó ekki þannig á, en kauplagsnefnd vísaði frá sér að kveða upp úr- skurð á þeim grundvelli, að það væri ekki hlutverk hennar að úrskurða slíkt. Um þetta fékst heldur ekki sam komulag milli aðila þegar samið var um áhættuþóknunina. Hins vegar náðist samkomulag um þetta á föstudag, eins og að framan getur. Útgerðarniönnum ber nú að borga hásetum kr. 2,52 á hvert lifrarfat frá 1. jan. til 1 .apríl s. 1. og kr. 4,41 á hvert fat frá 1. apríl til 1. júlí. Frá 20. apríl s. 1. skiptist upp- bótin ekki nema á 13 menn, í stað þess að áður var skift milli allra sem tóku lifrarhlut, en þeir voru frá 17 og upp i 24. Fimmtug er í dag frá Kristín Jónsdóttir, Grettisg. 31 A. forystu um allt andlegt líf þjóö- * arinnar og veita henni vald og kraft til að sigra í baráttunni fyrir efnalegu sjálfstæði sínu. Þetta gerði hann með því að taka vísindin í þágu þjóðarbú- skaparins. ’Síðan árnaði hann stofnuninni allra heilla. Þá talaði forseti heimspeki- deildar, próf. Sigurður Nordal. Hann lýsti því yfir, að heim- spekideildin hefði kjörið próf. Guðjón Samúelsson húsameist- ara ríkisins heiðursdoktor deildarinnar. Lýsti rektor síð- an kjöri hins nýja doktors og afhenti honum kjörbréf hans. Að þessu loknu hófust ávörp fulltrúa erlendra ríkja. Fyrstur talið Fr. la Sage de Fontenay sendiherra Dana og talaði á lat- ínu, þá aðalræðismaður Norð- manna, Bay, þá aðalræðismaður Svía, Otto Johanson, og þá að- alræðismaður Finna, Ludvig Andersen. Mr. Howard Smith, sendiherra Breta, talaði því næst á latínu og afhenti hann rektor ávarp frá háskólanum í Cambridge. Þá talaði aðalræð- ismaður Frakka, M. Yoillery, en að lokum flutti prófessor Guð- brandur Jónsson ávarp frá Há- skólanum í Dublin, og mælti hann á latínu. Nú var sunginn síðasti hluti hátíðaljóðanna, en síðan flutti rektor ávarp á lat- ínu, en að lokum var sunginn þjóðsöngurinn. Að vígsluathöfninni lokinni skoðuðu gestirnir hið undur- fagra hús, og kom það í ljós að menn dásömuðu þá snilli, sem þar kemur fram í hvívetna. í gærkveldi kl. 6—10 var Há- skólinn hafður opinn til sýnis almenningi. Aðsóknin var af- skaplega mikil og varð að loka húsinu hvað eftir annað. Er þess að vænta, að almenningur fái fleiri tækifæri til að skoða þetta fagra musteri. Kapellan vígð. Á laugardaginn kl. 2 fór fram vígsla IJáskólakapellunnar og framkvæmdu þeir vígsluna Sig- urgeir Sigurðsson biskup og Magnús Jónsson próf. Laust fyrir kl .2 tóku gestir þeir er boðnir voru til vígsl- unnar að koma og var þeim jafn- harðan vísað til sætis í kapell- unni. Prestar í skrúða, biskup- ar og aðrir þeir er þátt tóku Samnmgarnir við Breta. Fyrirmæli frá brezku stjórn- inni til fulltrúa sinna. SAMKOMULAGSUM- LEITANIR milli við- skiptanefnda Islendinga og Breta hafa legið niðri og mun það stafa af því að brezka nefndin hefir beðið eftir frekari fyrirmælum frá stjórn sinni. Var því þó lýst yfir, að Mr. Harris fulltrúi Breta hefði fullt umhoð til samninga. Á laugard. munu hafa komið skilaboð frá brezku stjórninni og hafði það þau áhrif, að ráð- herrar, sem ætluðu úr bænum á sunnudaginn. Stef. Jóh. Stef- ánsson, Hermann Jónasson og Ólafur Thors, hættu við það, og sat ríkisstjórnin lengi dags á fundum með íslenzku samn- inganefndinni. Að svo stöddu liggja ekki fyrir neinar upplýsingar um það, hvernig útlitið er, eða í hverju skilaboð brezku stjórn- arinnar til nefndar sinnar hafa verið fólgin. í gær var enginn fundur með Frh. á 4. síðu. í sjálfri vrgsluathöfninni söfriuð- iust saman í annari stofu og hóífst þaðan skrúðganga í kapelluna, er athöfnin skyldi byrja. Fremstir í skrú'ðgöngunni gengu Hermann Jónasson, kennslumálaráðherra, próf. Alexander Jóhannesson. Þá Jón biskup Helgason og þvínæst prestar tveir og tveir saman. Þá hófst önnur skrúðganga og fór fyrstir tveir biskupssveinar í prestsskrúÖa, þvínæst biskup og próf. Magnús Jónsson, báðir í fullum skrívða, því næst fjórir prestar, klæddir rikkilínum, þeir vígslubiskup, séra Bjarni Jóns- son, séra Friðrik Hallgrímsson. prófastur, séra Árni Sigurðsson, fríkirkjuprestur og séra Sigurð- ur Einarsson. Báru þeir gripi kirkjunnar, og afhentu biskupi og próf. Magnúsi Jónssyni, fyrir altari. Að því búnu hófst athöfnin og fór hún mjög hátíðlegafram. Reykjavik — Aknreyri. Hraðferðlr alla daga Bffreyðastöð Akureyrar. Bifreiðastðð Steindórs. Nýtt kvennablað hefur göngu sína á morgun. Sölubörn, komið á Fjölnisveg 7 í fyrramálið 19. þ. m„ kl. 9 eða á 10. tímanum. — Á sama tíma í verzlun Valdimars Long, Hafnarfirði. — Há sölulaun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.