Alþýðublaðið - 18.06.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.06.1940, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNI 194ö Öll prentun fljótt og vel af hendi leyst. Alþýðuprentsmiðjan h.f. ÞRIÐ JUDAGUR Næturlæknir er Kjartan Ólafs- son. Lækjargötu 6 B, sími 2614. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Ströndin blá“, eftir Kristmann Guð- mundsson, XVII. Sögulok. (Höfundurinn.) 21,00 Hljómplötur: „Föðurland mitt“, tónverk eftir Smeta- na. 21.45 Fréttir. Dagskrárlok. „Jörð“, annað hefti fyrsta árgangs er nýkomið út. Flytur það fjölda greina um ýmis konar efni. Meðal þeirra, sem rita í heftið. eru Sig- urður Einarsson docent, Lúðvíg Guðmundsson skólastjóri, Sigfús Halldórs frá Höfnum. Jón Magnús- son skáld, Þorsteinn Jósefsson rit- höfundur, Jón Þorleifsson málari og Ragnar Ásgeirson. Þá er enn fremur sönglag eftir Emil Thor- oddsen við kvæði Gríms Thomsens, „í Svanahlíð" og margar myndir. Ritstjórinn er Björn O. Björnsson. Börn. sem sótt hafa um sumardvöl á barnaheimili Vorboðans, komi til læknisskoðunar í Líkn kl. 8% í fyrramálið (miðvikudag). Forðum í Flosaporti. Revyan Forðum í Flosaporti hef- ir nú verið sýnd 15 sinnuip. fyrir fullu húsi. í ráði mun að leikurinn verði sýndur enn einu sinni vegna óska er ráðamönnum leiksins hafa borizt þar um. Happdrætti Menntaskólans. í gær var dregið í happdrætti Skólasels Menntaskólans í Reykja- vik hjá lögmanni og kömu upp þessi númer: 4682 útvarpstæki, 330 hringferð méð Esju kringum land, 249 vikudvöl á Laugarvatni, 2375 peningar 100 krónur, 285 bílferð til Akureyrar, 1823 1 tonn af kol- um, 2379 stóll og borð, 3773 svefn- poki, 1508 skíðaskór, 3508 pening- ar 50 krónur, 2321 hálft skippund af saltfiski, 1554 málverk eftir Kjarval. 3500 peningar 25 krónur. ÍÞÖKUFUNDUR í kvöld. Guð- mundur R. Ólafsson talar um Madame Curie. Notað fiEnlmr Og til sölu. Upplýsingar í síma 2551. FORNSALAN, Hafnarstræti 18, kaupir og selur ný og notuð húsgögn, lítið notuð karlmanna- föt o. fl. Sími 2200. Plöntur og grænmeti selt dag- lega frá kl. 9—12 á daginn við Steinbryggjuna og á laugardög- um einnig á torginu við Njálsg. og Barónsstíg. 1 Böm, sem sótt hafa um sum- ardvöl á barnaheimilum Vorboð ans komi til læknisskoðunar í Líkn kl. 8V2 í fyrramálið, miðvd. Alþýðuprentsmiðjan h.f., Alþýðuhúsinu, Hverfis- götu 8—10. Sími 49«5. 3050 lindarpenni og 416 peningar 25 kr. Vinninganna sé vitjað til Valdimars Sveinbjarnarsonar. Bergþórugötu 23. Knattspyrnumóti Hafnarfjarðar er nýlokið milli Fimleikafélags Hafnarfjarðar og Haukar. Leikar fóru þannig. að Fimleikafélag Hafn arfjarðar vann mótið í öllum flokkum. í I. flokki 9:6 mörkum. II. flokkí 8:3 og III. flokki 4:2 mörkum. ÖBaur umferfl; fiapleikur aiiað kvðld lilli Vikiigs og fi.R. 0NNUR umferð Reykjavík- urmótsins í knattspyrnu hefst á morgun með kappleik milli K. R. og Víkings. Á fimmtudaginn keppa svo Valur og Fram. Eins og kunnugt er vann Vík- ingur K. R. í fyrri umferð með 3 mörkum gegn engu. Verður nú fróðlegt að sjá hvort K. R. getur staðið sig betur annað kvöld. Nú verður Anton í marki. Félögin hafa nú stig eins og hér segir, þegar síðari umferð byrjar: Víkingur 6 stig, Valur 4 stig, K. R. stig og Fram ekk- ert stig. BREZKU SAMNINGARNIR. (Frh. af 3. síðu.) nefndunum, en líklegt er að fundir hefjist nú með þeim og samningum verði lokið fljót- lega. Að venju á síldveiði nú að fara að hefjast og ríður því á að einhver lausn fáist á þessum samkomulagstilraunum. ERIC LIDDELL. (Frh. af 2. síðu.) búast við að Liddell gefist upp og verði að hægja ferðina, en Erik lætur engin merki þess á sér sjá. Þegar 60 m. eru í mark, verður Svisslendingurinn Imbach að hætta; hann hnígur niður á braut- inni. Fitch reynir af ákafa að ná Liddell, en án árangurs. Bretinn er greinilega tveimur metrum á undan Bandaríkjamanninum, þeg- ar í markið kemur. Liddell er yf- irlætislítill og fer sér í öllu ró- lega. Á sunnudaginn á hann að flytja stólræðuna í skotsku kirj- unni í París. Þegar Union Jack er dreginn að hún á fánastögn sig- urvegarans og God save the Kink var leikið, stanzaði maðurinn, sem hafði gert föðurlandi sínu og kon- ungi þennan heiður, og draup höfði og þakkaði þeim, sem veitt hafði honum kraftinn. Árið eftir fór Eric Liddell til Kína. Þar er hann trúboði, þessi maður, sem er einhver mesti hlaupari frá náttúrunnar hendi, — sem saga íþróttanna þekkir. TILBOÐ BRETA Frh. af 1. síðu. loknu. Þá var það og tekið fram, að um allt Bretaveldi væri nú ver- íð að æfa landher og flugher til þess að taka þátt í stríðinu. En á meðan skyldi franski herinn verjast í Frakklandi eða annars staðar, ef þörf krefði. Að endingu var svo fyrir- mælt, að hið nýja sambandsríki snéri sér-til Bandaríkja Norður- Ameríku með áskorun um að veita því ótakmarkaðan stuðn- ing með hergagnasendingum og öðrum nauðsynjum til hernað- arins. Það var tekið frám í frásögn brezka útvarpsins, að ekki væri kunnugt, að nei^t svar hefði.bor izt frá Frökkum við þessu til- boði Breta. STRIÐIÐ I FRAKKLANBI Frh. af 1. sí&u. yfir hersveitúm Frakka, að þær yrðu umkringdar og neyddar til þess að gefast upp. Vestast, þar sem Bretar berj- ast með Frökkum, er barizt sunn- an við Signu, frá Rouen til Chartres. Við fljótið Loire í Mið-Frakklandi er barizt umhverf is Orieans og þar hafa verið gerð gagnáhlaup af Frökkum með allgóðum árangri. Þriðju vígstöðvarnar ná nú allt til svissnesku landamæranna og er ástand franska hersins þar mj'ög alvarlegt. Þar hafa Þjóð- verjar nú tekið Dijon og Besan- con. Á f jórðu vígstöðvunum;, í Alpa- fjöllunum, er her Frakka heill og ósigraður og Italir hafa þar enga árás reynt Þjóðverjar segjast víða vera komnir inn í Maginotlínuna að austan og norðan og meðal ann- ars hafa tekið hið rammbygða vígi Metz. Bretar ganga inn á Bil lergagnakanp Frafcka. í fregn frá NewYork segir, að fjármálamenn í Wall Street hafi fengið áreiðanlega vitneskju um, að Breíar muni taka í sínar hend- ur öll hergögn, sem Bretar og Frakkar hafa keyþt sameiginlega í Bandaríkjunum. Ennfremur er tilkynnt að Bretar muni auka mjög hergagnakaup sín þar og kaupa þar öll þau hergögn, sem Bandaríkin geta í té látið. Hergagnakaupanefnd Banda- manna í Bandaríkjunum hefir þegar keypt þar hergögn, aðal- lega flugvélar, fyrir yfir 400 mill- jónir sterlingspunda. Flugvélum, sem Bretar kaupa í Bandaríkjunum, verður bráð- lega fiogið beint til Bretlands. Er verið að ganga frá breyting- um á hlutleysislögum Banda- ríkjanna til þess að heimila þetta. Yfirgnæfandi meirihluti ít- alskra íbúa í Montevideo hefir hylt Roosevelt Bandaríkjafor- seta sem höfuðleiðtoga frjáls- borinna og frelsiselskandi manna, og einnig hafa ítalir þessir sent Churchill skeyti og harmað þátttöku ítala í stríð- inu. Tveir nazistar, sem hafa komið mjög við sögu í Banda- ríkjunum, Kuntze og Elmer, hafa verið handteknir. Báðir voru leiðtogar í German-Ameri- can Bund, eða þýzk-ameríska sambandinu. Hvaða sakir eru á þá bornar er ekki kunnugt. gSGAMLA BIOB 1 w nyja bio mm Leikskólini. Flóttinn M Spáni. Spennandi og viðburðarík amerísk kvikmynd. Aðal hlutverkin leika: LUISE RAINER og amerísk kvikmynd frá FOX, er gerist á Spáni um það leyti er borgarastyrj- öldin brauzt þar út. Aðal- hlutverkin leika: LORETTE YOUNG og PAULETTE GODDARD. I DON AMECHE. f. „BORRAH MINEVITCH“. Jarðarför föðursystur minnar, Kristínar Bjarnadóttur, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 19. júní og hefst með húskveðju klukkan 1.30 að heimili hinnar látnu, Norður- braut 21. Hermundur Þórðarson. LEIKFÉLAG REYKJAVIKUR. Stnndam m stnndem ekki Sýning annað kvöld klukkan 8V2. Aðgöngumiðar frá 1,50 stykkið Seldir frá kl. 4—7 í dag. 6Ú! Eeti sjálfstæða !Í- 09 SkÓílDliStOf H I HAFNARSTRÆTI 23. Bið viðskiptamenn að athuga, að frá kl. 3—6 hefi ég hrað- vinnu með þrem mönnum og vélum þennan mánuð á enda. Virðingarfyllst. FRIÐRIK P. WELDING. ♦ --------------------------------------- -- I Til Oreðavatns og Borgaroess um Hvalfjörð, Dragháls og Skorradal alla fimmtudaga, Iaugardaga og mánudaga. FRÁ BORGARNESI: Alla föstudaga, sunnudaga og þriðju- daga. BIFREIÐASTÖÐIN GEYSIR. — Símar 1633 — 1216. EYSTRASALTSLÖNDIN Frh. af 1. síðu. þýzka útvarpinu í morgun, að Smetona, forseti Lithaua, og fleiri stjórnmálamenn frá Lit- hauen, sem flýðu inn yfir landa- mæri Þýzkalands á sunnudags- nóttina, til þess að falla ekki í hendur Rússum, hefðu verið teknir fastir af þýzku yfirvöld- unum í Königsberg, og sendi- herra Þjóðverja í Moskva verið látinn tilkynna sovétstjórninrli það. Fregnir úr öðrum áttum herma, að Smetona og félagar hans muni verða fluttir aftur til Lithauen og framseldir Rúss- um þar. Ýmsir stjórnmálamenn í Lettlandi, sem ætluðu að flýja til Þýzkalands undan innrás Rússa, eru sagðir hafa hætt við það, er þeir fréttu um handtöku Smetona og félaga hans. Rússar hafa nú sett hinar löglegu stjórnir af í öllum Eystrasaltslöndunum og látið mynda þar nýjar stjórnir, skip- aðar verkfærum þeirra. Öll löndin eru nú full af rússnesku herliði. — ÚTBREIÐIÐ ALÞÝÐUBLABIÐ —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.