Alþýðublaðið - 20.06.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.06.1940, Blaðsíða 2
FIMMTUÐAG 2§. JÚNÍ 1§4« ALfYÐUBLAÐIÐ framfieiðslin árslns 1939. Þeir kaupmenn og samvinnufélög, sem selt hafa gærur af framleiðslu ársins 1939 til útlendra eða til innlendra iðn- fyrirtækja, eða eiga gærur enn í sínum vörzlum, skulu senda Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu eftirgreind- ar skýrslur fyrir 15. júlí n.k.: 1. Yfirlýsingu um hverja einstaka afskipun til útlanda og afhendingu til innlendra iðnfyrirtækja, ásamt söluverði vörunnar fob. íslenzkri höfn. a. Yfirlýsingunni skal fylgja staðfest vigtarvottorð | löggiltra vigtarmanna. b. Sölureikningur, staðfestur af Gjaldeyrisnefnd eða banka yfir þær gærur, sem sendar hafa ver- t ið til útlanda. c. Yfirlýsing frá afgreiðslu þess skips, er flutt hef- ir gærurnar til útlanda. d. Yfirlýsing iðnfyrirtækis um verð og magn keyptra gæra. 2. Vottorð löggiltra vigtarmanna um óseldar gæru- birgðir af framleiðslu ársins 1939. Framangreindar yfirlýsingar skulu gefnar að viðlögð- um drengskap. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 19. júní 1940. Hraðferðir alla daga Blfreyðastoð Afeiireyrar. Bifrelðastðð Steinðórs. ------- UM DAGINN OG VEGINN------------------ Bréf frá bónda í sveit um Ríkisútvarpið, fréttalesturinn og aðra starfsemi þess. Rukkari spyr um þýzka konsúlatið. Trjáplöntur frá Ameríku til gróðursetningar hér. -------ATlíUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ------- Hárnet fín og gróf. NIEVA og PIGMENTAN sólarolíur. Sportkrem. Hreinsunarkrem. Dagkrem. Sitroncoldkrem. Tannkrem og rakkrem. BREKKA Ásvallagötu 1. Sími 1678 TjarnarMöin Sími 3570. DRENGJAFÖT, matrósaföt, jakkaföt, frakkar. Sparta, — Laugavegi 10, sími 3094. FORNSALAN, Hafnarstræti 18, kaupir og selur ný og notuð húsgögn, lítið notuð karlmanna- föt o. fl. Sími 2200. austur un? iand í strandferð mánudaginn 24. þ. m. kl. 12 á miðnætti. Vörumóttaka föstu- dag. Pantaðir farseðlar sækist fyrir hádegi á mánudag. Plöntur og grænmeti selt dag- lega frá kl. 9—12 á daginn við Steinbryggjuna og á laugardög- um einnig á torginu við Njálsg. og Barónsstíg. UR SVEIT skrifar ,.Bóndi“ mér eftirfarandi bréf, og er það skrifað áður en París féll í hendur Þjóðverja: ,.Oft. þegar bent hefir verið á það, sem aflaga hefir far- ið hjá útvarpinu, hafa stjórnendur þess skoðað það sem áreitni eða of- sókn á hendur sér. Þetta álít ég rangt og óheppilegt, því öllum er annt um útvarpið og enginn vill missa það. Ef aðfinnslur koma, eru þær eflaust í flestum tilfellum frambornar vegna þess, að viðkom- anda er annt um útvarpið og vill bæta úr þeim misfellum, er hann telur vera á rekstri þess.“ „TVENNT ER ÞAÐ sérstaklega, sem ég tel að ráða þyrfti bót á hið allra bráðasta. Það er fyrst og fremst óstundvísin við fréttaflutn- inginn. Á ég þar sérstakleg'a við hádegisfréttirnar. Þær byrja ýmist klukkan 12,20 eða 12,30 og allt þar á milli. Þetta er alveg ótækt. Þær eiga alltaf að byrja á sama tíma. Það er margur, sem ekki vill missa af hinum erlendu fréttum. en hefir hins vegar ekki tíma til að hlusta lengur en þörf gerist. Vil ég þar sérstaklega benda á þá, er vinna á sjónum. Ætti að veitast auðvelt að bæta úr þessu, og vænti ég þess fastlega að það verði gert.“ „ANNAÐ ER ÞAÐ við frétta- flutninginn, sem mér finnst í meira lagi athugavert, og' það er, að við fáum aldrei fréttir frá París. Hvernig stendur á þessu? Frakkar eru sá styrjaldaraðilinn, sem einna mest mæðir á um þessar mundir. og þó eru engar fréttir teknar það- an. Um miðbik fyrra mánaðar komu fréttir teknar frá París nokkrum sinnum og töldu ýmsir þær ekki síður athyglisverðar en þær, er teknar voru frá London. Heyrt hefi ég því borið við, að starfsliði útvarpsins væri þannig háttað, að ekki væri hægf að ná fréttum á frönsku. SÍíkt álít ég ekki vansalaust fyrir útvarpið. Mun margur hafa ætlað, að með hinum fyrirhuguðu breytingum á starfsliði útvarpsins, sem auglýst- ar voru svo oft í aprílmán. s.l., væri meðal annars meiningin að bæta úr þessu, en því miður hafa menn þar orðið fyrir vonbrigðum.“ „ÞETTA ER ÞVÍ óskiljanlegra, þar sem vitað er, að kostur mun hafa verið mjög vel hæfra starfs- krafta, til að taka þennan frétta- flutning að sér. Kostnaðarauki þurfti þetta enginrt að verða fyrir útvarpið, því að skaðlausu hefði mátt fella niður eitthvað af frétta- flutningi frá London eða Berlín. sem nam hinum frönsku fréttum og maður með frönskuþekkingu fráleitt neitt verri starfsmaður til annarra verka eða kostbærari á vinnu sinni en ýmsir aðrir, er starfa hjá útvarpinu. Allir hljóta að Verða mér sammála um, að- bæta þurfi úr þessu og Hægt sé að' bæta úr þessu. Hví þá ekki að gera það strax?“ „RUKKARI" skrifar á þessa: leið: „Ég leyfi mér' hér með að- spyrja þig um, hvort þú getir frætt mig um, hvort það sé nokkur hér í bænum, sem borgi reikninga fyr- ir þýzka konsúlatið, því það eru: án efa margir hér í bænum, sem eiga reikning á það og starfsfólk þess, og væri það stór greiði fyrir okkur rukkarana, e.f þú gætir gert svo vel að athuga það fýrir okkur.“' SÆNSKI KONSÚLLINN hefir' tekið að sér að gæta hagsmuna* Þjóðverja hér, en hvort það nær til greiðslu á reikningum eða þess •háttar veit ég ekki. „ÁLFUR ÚR HÓL“ skrifar: „Undanfarin vor hefir þó nokkuð verið flútt hingað til lands af norskum trjáplöntum, öllum þeim,, sem trjárækt unna og einhvern skerf hafa hlotið af þessum plönt- um, til hinnar mestu ánægju. En styrjöldin hefir í vor stöðvað1 þennan flutning með öllu, eins og. svo margt annað. Þess vegna fór ég að hugleiða, hversu ánægjulegt hefði verið að eiga nú völ á trjá- plöntum frá Norður-Ameríku. en þaðan hafa plöntur öðru hvorue Frh. á 4. síðu. 19. Sakamálasafla eítir Seamark ósigrandi — Og"ég hefi ekbi í hyggju að skýra yður frá því. En ég ætla að gefa yður tækifæri til að sleppa héðan. Minnist nú þess, að þér eigið ágætt heimili, góða konu og yndislega dóttur. Snúið nú við, áður en allt er orðið um seinan. Wiilard Lyall dró þungt andann, en hann hélt á- fram að miða á brjóst Valmon Dains. — Pað er ágætt, sagöi hann. — En það hefir engin áhrif á mig. Ég hefi fyrir löngu tekið ákvörðun. Og orð yðar hafa engin áhrif á mig. En ég er yður þákklátur fyrir það, að þjónar yðar skuli ekki vera heima. En allt hjal yðar um þáð, að ég komist ekki lifandi út úr þessu húsi er þýðingarlaust. Ef hægt er að komast inn, þá er hægt að komast út. Það er bersýnifegt, finnst yður það ekki. Hlustið nú á mig, Valmon Dain. Ég ætla ekki að myrða yður. Pér fremjið sjálfsmorð. Dain andvarpaði. Lyall stóð á barmi glötunarinnar. Ef hann hleypti af skammbyssunni, þá var hann dauð- ur maður. Pað var aðeins Valmon Dain, sem vissi, hvernig þessi skammbyssa var útbúin. — Lyall ,sagði hann. — Ég hefi gert þaö, sem í mínu valdi stóð, til þess að forða yður frá því að steypa yður í glötun. —- En ég hefi skammbyssnna, hreytti Lyall út úr sér. — Og hún verður hanabitinn yðar. Skiljið þér ekki, hvað ég á við, maður? Ég get ekki sagt yður meira, án þess að fórna mínu eigin lífi. Og hvað sem um mig má segjia, þá er ég þó enn þá með sæmilega fullu viti, og mér dettur ekki í hug að fórna lífi mínu fyrir annan eins þorpara og þér eruð. En það er blóð á höndunum á yður. Pér hafið tvö mannslíf á samvizkunni. , — Hvað eigið þér við? spurði Lyall undrandi. — Ég á við það, að í morgun lögðuð þér skipanir yðar fyrir Tansy, skartgripasalann. Og mennirnir báð- ir, sem eru í viðorði með þér, verða drepnir. Og þér hafið líf þeirra beggja á samvizkunni. i — Hvað er það úr einkalífi mínu, sem þér hafið ek-ki vitað um? hreytti Lyall út úr sér. — Pað er mj-ög lítið, sagði Dain rólega. — Ég heyrði allt samtal (yðar og Tansys. 1 gærmorgun fenguð þér skeyti, þar sem yður var óskað til ham- ingju með vissa ákvörðun, sem þér höfðuð tekið. Sú ákvörðun var ekki tekin meir en klukkutíma áður en þér fenguð skeytið. Og þetta skeyti hafði þau áhrif á yður, að það leið yfir yður í fyrsta skipti á ævinni. Er það satt eða ekki? Álítið þér enn þá, að ég sé að gera að gamni mínu. — Hvað eigið þér við? — Ég á við það, að þér skulið bara reyna að myrða mig. Það flýtir aðeins fyrir dauða yðar sjálfs. Skjótið ög það er úti um yður. — Þér eruð furðulega hugrakkur. — Eg þarf ekki aö v-era hugrakkur. Þér þurfið aftur á íífóti á hugrekki að halda. Ég hefi sagt það marg- oft, að hér verð-ur framið sjálfsmorð. Og þ-að eruð þér, sem fremjið það. — Pér gerið mig ekki hræddan með svona þvaðri. Ég er ekki fæddur í gær. Látið yður ekki detta í hug, að þér hafið áhrif á mig með þessum prédik unum. -- Hvers óskið þér? Miskunnar? Það er þýðingar- laust. — Miskunnar! Látið yður ekki detta í hug, að þér hafið tækifæri til að sýna miskunnsemí. — Hvorugur okkar hefir tækifæri til að sýna misk- unnsemi, sagði Dain. — .Lögr-eglunni hefir þegar verlð> gert aðvart. — Lögreglunni? sagði Lyall undrandi. — "Ég skrifaði lögreglunni nafnlaust bréf í gær- kveldi m-eð síðasta pósti. Og lögreglan veit, hver morðinginn er, ef ég finnst myrtur. Ég endurtek ]>að,. að yður er ekki undankomu auðið. — Pér Ijúgið. Þér eruð ennþá einu sinni að reynæ að gera mig skelfdan. En yður tekst það ekki. En ég vil fá að vita, hvernig þér hafið komist að leynd-ar- málum mínunl. — Það fáið þér aldrei að vita. Dain horfði meðs* mesta fyrirlitningarsvip á Lyájl. — Pér viljið ekki skýra mér frá því? — Nei. Lyall hóf skammbyssuna og miðað-i henni á andlit Dains. Hiaupið var nærri því fast við enni Dains. Daim horfði á Lyall og augu hans kvikuðu ekki. — Ætlið þér að leysa frá skj-óðunni? hreytti Lyalí út úr sér. — Ég h-efi ekkert meira að segja yður, annað ere það, að þér eruð að fremj-a sjálfsmorð. Krampadrættir fóru um andlit Lyalls. — Pá eruð þér glataður maður, hvæsti hann út á: milli t-annanna. Svo hleypti hann af skammbyssunni og í sama; bili kvað við hræðilegt angistaróp í herberginu. Það var eitthvað -kynlegt við þetta skammbyssu skot. Hljó-ðið var undarlegt og blossinn stóð aftur úr byssunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.