Alþýðublaðið - 20.06.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.06.1940, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAG 2§. JÚNÍ 194« MÞÝBUBLAÐIÐ Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. I fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4S02 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (hei-ma) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H.J. Vegna fátæku barnanna. Tf RAMKVÆMDANEFND- IN, sem hefir undanfarið starfað ásamt fjölmennu full- trúaráði frá um 9 félögum hér í bænum, að því að koma börn- um héðan úr Reykjavík í sveit í sumar, hefir nú ákveðið að efna til almennrar fjársöfnunar hér í bænum um næstu helgi. Áður hefir verið skýrt frá því, að framkvæmdanefndin telur að hún þurfi um 70 þús- undir króna alls til þess að koma þeim börnum í sv.eit, sem sumardvalar er óskað fyrir. Þetta er mikið fé, en tryggt er að margir leggjast á eitt til að útvega það og gera þar með mögulegt að útvega börnunum góða sumardvöl um tveggja mánaða skeið að minnsta kosti. r Ríkisstjórnin hefir ákveðið að leggja fram nokkra fjárupp- hæð og þó að Reykjavíkurbær hafi enn ekki gert samþykkt um neina sérstaka upphæð, þá er víst að bæjarráð mun hafa ákveðið að leggja fram nokkuð fé. Þá_ mun nefndin hafa fengið vilyrði fyrir stuðningi úr sjóð- um, sem stofnáðir haí'a verið og starfa að ýmsu leyti í líkum til- gangi. Loks kemur svo hin almenna fjársöfnun hér um næstu helgi og kemur þá til kasta hvers ein- asta Reykvíkings um stuðning við þetta mikla nauðsynjamál. Framkvæmdanefndin hefir eins og kunnugt ér auglýst eftir dvalarstöðum fyrir börn hjá bændum upp til sveita. í fyrstu komu tilboð afar dræmt, en eft- ir að nefndin fékk í lið með sér presta og aðra kunna menn hefir heldur meira borizt af til- boðum. Hefir því verið hægt að útvega þó nokkuð mörgum börnum dvöl á heimilum. En þetta nægði ekki. Hér var um svo mikinn fjölda barna að ræða, að heimili til sveita gátu ekki uppfyllt þörfina, enda munu þau nú vera búin að taka á 3. þúsund börn til sín. Framkvæmdanefndin mun því hafa ákveðið að taka nokkra stóra alþýðuskóla og ætla að reka þar barnaheimili í sumar. En skilyrði éru einmitt mjög góð í alþýðuskólunum að reka þar barnaheimili á sumrum með góðum árangri. Líklegt er að börnin fari um næstu mánaðamót og er því ráðlegra fyrir foreldra að fara að hugsa fyrir útbúnaði barna sinna. I dag munu og kennarar koma á heimilin og fá frekari upplýsingar en áður voru gefn- ar. Annars veltur mjög á undir- tektum almennings um næstu helgi hvernig fer um þetta mál, því að svo mörg foreldri geta ekki greitt fyrir dvöl barna sinna. En hvernig sem undirtektirn- ar verða, þá má segja það, að þeir menn, sem starfað hafa að þessu undanfarið, hafa unnið mikið og erfitt starf og ber sér- staklega að fagna því, að marg- ir kraftar hafa verið sameinaðir um það að hrinda því í fram- kvæmd. Hér hafa undanfarin ár starfað allmörg félög, sem hafa viljað hjálpa börnunum. Hefir hver félagsskapur út af fyrir sig rekið sjálfstæða starf- semi og er ekki nema líklegt að minni árangur hafi orðið ein- mitt vegna þess. Nú hefir tekizt að sameina svo að segja öll þessi félög og virðist allt benda til þess, að það sé heppilegast fyrir þessa starfsemi einnig í framtíðinni. Getur þá framkvæmdanefnd slíks allsherjar félagsskapar starfað allt árið að undirbún- ingi og fjársöfnun og er áreið- anlegt að með því fyrirkomu- lagi verður árangurinn miklu meiri. Vitanlega á þessi starfsemi fyrst og fremst að vera fyrir börnin af hinum fátækari heim- ilum, þau þurfa fyrst og fremst hjálpar við. Foreldri, sem geta greitt fyrir dvöl barna sinna, gera það, og það er einmitt vegna hinna barnanna, sem efnt er til fjársöfnunarinnar um næstu helgi og það er vegna þeirra, sem heitið er á alla að veita þessu máli góðan stuðn- ing. Bæstaréttarmðl út af Skemmtilegnr lelkur mllll K. R. og Viklngs. -------- Nú l&efir Víkimgur s|ö stig og mestar líkuruar til að vinna. IGÆR var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í málinu: Kristján Eggertsson gegn bæj- arstjóra Akureyrar.f. h. hæjar- sjóðs. Krafðist bæjarstjórn Akur- eyrar úrskurðar fógeta um það, hvar heimilsfang Kristjáns Eggertssonar skyldi talið, hvort heldur á Akureyri eða í Gríms- ey, en þar vildi hann hafa heim- ilisfangið. Úrskurðaði fógeti heimilis- fangið á Akureyri og staðfesti Hæstiréttur úrskurðinn. Theodór Líndal hrm. flutti málið fyrir Kristján, en Jón Ás- björnsson hrm. fyrir Akureyr- arbæ. Loftvarnabæklingurinn er nú kominn út. Eru það leið- beiningar fyrir alménning um það, hvernig beri að haga sér, ef loft- árás ber að höndum. im ÖGULEIKAR Víkings ^ •*" til að vinna Reykja- víkurmótið jukust enn í gær- kveldi, þó að jafntefli yrði við K. R. Víkingur hefir nú 7 stig, Valur 4 og K. R. 0. Ef Víkingur tapar einum leik, en Valur vinnur hins vegar alla 3 leikina, sem félagið á eftir að keppa, þá vinnur Valur. Kappleiknum í gærkveldi lauk þannig, að ekkert mark var sett. Má þó telja að réttlátt hefði verið að K. R. hefði unn- ið með einu yfir. K. R. lék undan allmiklum vindi fyrri hálfleikinn og lá knötturinn alla jafna á vallar- helmingi Víkinga. Sigurjón Jónsson lék nú með K. R. og munaði vel um hann, og Anton var í marki. Var lið K. R. því mun betra en í þeim leikjum, sem félagið hefir háð í sumar. Nýju mennirnir í meistaraliði K. R., Þórður Pétursson og Skúli Þorkelsson, voru mjög duglegir. Síðari hluta seinni hálfleiks dró nokkuð úr áhuga K. R., en vörnin bilaði þó ekki og sóttu Víkingar þó fast fram, enda léku þeir undan vindi. Vörnin hjá K. R. var miklu betri en sóknin, eða réttara sagt baklínan var betri en framlín- an. í framlínunni voru beztir Óli B. Jónsson og Haraldur Gíslason. Haraldur gerði þó mörg axarsköft í gærkveldi, og ber á því að fát komi á hann upp við mark andstæðinganna. H. G. er hins vegar harður og eldfljótur. Ef hann væri örugg ur að sama skapi, væri hann einhver skæðasti framherji, sem við eigum völ á. K. R. lék nú miklu betur en fyrr í sumar. Víkinga vantaði Gunnar Hannesson, en Skúli Ág. stóð sig prýðilega í vörninni. Fram- lína Víkinga var nú ekki eins skæð og í fyrri leikjum. Isebarn er ákaflega hættulegur og sýndi það nokkrum sinnum í gær- kveldi. Sama má segja um Þor- stein. Ef til vill hefir það verið hraðinn og krafturinn í K. R., sem varð þess valdandi, að Vík- ingar komust aldrei í jafn á- kveðna sóknarstöðu og í leikn- um á móti Val um daginn. Allur leikurinn var bráðfjör- ugur, nokkuð harður og helzt um of, en dómarinn hélt honum niðri með miklum strangleik. Það var hægt að sjá það í gær- kveldi, að kappleikur getur verið skemmtilegur þó að eng- in mörk séu sett. Ef til vill reið það baggamun- inn um jafnteflið, að Schram var ekki strax í upphafi fyrri hálfleiks settur í sóknina. Hann á að vera í framlínu í fyrri hálf- leik og sérstaklega þó ef leikið er undan vindi. Hins vegar á hann að vera í vörn í síðari hálfleik, þegar gera má ráð fyr- ir, að liðið sé farið að þreytast. Birgir meiddist og varð að ganga úr leik eftir óviðeigandi og þjösnalega viðureign við markmann Víkinga langt úti á velli. Var dæmd hendi á mark- manninn fyrir — og er það mjög óvenjulegt. í kvöld eigast við Valur og Fram, og má búast við mjög skemmtilegum leik. Nazistar ætlaðu að brjótast tii valda í Druguay. Þjzka sendisveitin er flæht i málið. ¥ URUGUAY í Suður-Amer- íku hefir komizt upp um stórkostlegt samsæri nazista, sem þýzka sendisveitin þar tók þátt í, án þess að skeyta um skyldur sínar sem sendisveit erlends ríkis. Sagt er, að búið hafi verið að undirbúa stofnun Gestapo, þ. e. lögreglu að þýzkri fyrirmynd, er taka átti til starfa, er nazist- ar hefðu náð Uruguay á sitt vald. Allir st.uðningsrhenn nazista áttu að fá hernaðarlega þjálfun og voru æfingar byrjaðar. í ráði var, þegar nazistar hefðu náð völdum, að banna alla pólitíska flokka nema nazista. Sendisveitin er sökuð um að hafa smyglað áróðursritum inn í landið. Enn fremur var smygl- að inn miklu af kvikmyndum. Ýmsir embættismenn í Urugu- ay eru sagðir flæktir í málið. Flestir Uruguaymenn, sem við það eru riðnir, eru af þýzkum uppruna. Spánska stjómin tilkynnir, að komizt hafi upp um samsæris- áform gegn Francostjörninni. Að- albækistöðvar samsærismanna, sem nutu stuðnings erlendis frá, voru Zaragossa, Barcelona og Valenoia og einnig í Madrid bar nokkuð á starfsemi þessari. ■'V’M mm M&4, . - mm, ■www- forsætisráðherra Hermanns Jónassonar f. h. ríkis- sjóðs, dags. 14. júní 1940 og tilnefningu yfirmanns brezku herdeildanna á íslandi, hafa undirritaðir Major W. G. Mason, captain P. Buckland, Krist- ján Bergsson fyrv. forseti Fiskifélags íslands, pró- fessor ísleifur Árnason og hrm. Lárus Fjeldsted,. verið skipaðir í matsnefnd til þess að meta allar greiðslur', er ágreiningi valda út af leigu á hús- um, lóðum ,skipum, bátum.o. fl. og kröfur fyrir hvers konar tjón og spjöll og kostnað út af notk- un brezku herdeildanna á íslenzkum eignum í sambandi við hernámið. \ Matsnefndin skorar því á alla þá hérlenda menn, er hlut eiga að máli, að leggja kröfur sínar fyrir nefndina til úrskurðar. Kröfurnar sendist til formanns nefndarinnar, Lárusar Fjeldsted hrm., Hafnarstræti 19 í Reykja- vík, ásamt greinargerð, að svo miklu leyti sem hann ekki þegar áður hefir meðtekið þær. Árnesingamétlð verður haldið á Þingvöllum sunnudaginn 23. þ. m., og hefst með guðsþjónustu kl. ll f. h. Biskup íslands, Sigurgeir Sigurðsson, predikar. Á eftir flytur mag. Sig. Skúlason ræðu á Lögbergi. Sameiginlegt borðhald. — Söngur. — Ræðuhöld — og svo DANS. Lagt á stað frá Reykjavík kl. 8V2 f. h. Farseðlar hjá Guðjóni Jónssyni, Hverfisgötu 50, tilkynnist fyrir föstudag. Árnesingar! Fjölmennið á þennan fornhelga stað. * ÁRNESIN G AFÉL AGIÐ. Blfreiöaverksfæðl Tryggva Ásgrimssonar Frakkastíg — Sknlagötu — Síml 4748. Aftlar bifrelðavftögerðlr fram* kvæmdar flfétf og veft. Hleð rafgeyma. Sanngjarnt verð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.