Tíminn - 08.03.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.03.1963, Blaðsíða 2
Þann 3. man hófst „Rag week" í London, og þá gerSu um 1000 brezkir stúdentar „innrás" f Tower.turninn. Eftlr aS hafa teklS lífverSina í turninum fasta og lagt undir sig Hvíta turninn, sungu þeir og hrópuSu og skutu eldflaugum af þaki turnsins. Hér sést hópur af stúdentum þjó'ta aS inngangi þessa fræga mannvirkis. VERKFALLID í TOWER-TURNI Lundúnabúar kippa sér ekki mikið upp við verkföll nú orðið, þar sem mikill fjöldi verkfalla og verkfallshótana hefur dunið yfir þá síðustu árin, en ein verkfalls- hótun skaut þeim þó nýlega skelk í bringu, og það þó ekki væri nema um fámennan hóp manna að ræða. Það voru hinir 38 „Yeomen Warders“, varðmennirnir í Tower-turninum, sem heimtuðu launahækkun, ella mundu þeir leggja niður vinnu. í þessu tilfelli var nefnilega um að ræða gamla siðvenju, þetta var hópur manna, sem í mörg ár hafði stundað vinnu sína möglunarlaust og framkvæmt reglulega hinar hátíðlegu at- hafnir sínar. Ef þessir menn færu í verkfall, væri allt komið í kalda kol. En til allrar hamingju var hægt að semja á siðustu stundu, og það yfirvöldunum í hag, þar sem launahækkunin var 1 s. og 3 p. á dag, og nú gengur allt sinn vanagang í Tower-turninum. Einkennisbúningurinn Þeir eru fáir Lundúnafararn- ir, sem ekki hafa skoðað Tower- vcrðina sór til mikillar ánægju. Margir rugla þeim samt saman við hina almennu lífverði, sem gegna miklu hlutverki í öllum konunglegum hátíðahöldum, og sem Gilbert og Sullivan skrifuðu vinsælustu ópeiettur sínar um. Það er samt engin ástæða til að skammast sín fyrir að rugla þessum heiðursmönnum saman, þar sem Lundúnabúar gera það oft og tíðum sjálfir. Ástæðan er sú, að einkennisbúningar þeirra beggja eru nauðalíkir, þ.e. í Tudor-stíl með barðastórum hatti, pipukraga, útsaumuðu vesti, hnésíðum buxum, skóm með spennu og sverði. Þannig hefur þessi búningur verið óbreyttur síðan á dögum Henrys 6., og guð hjálpi þeim, sem eitthvað vildi breyta hon- um. Lífverðitnir ganga einnig undir naíninu „beefeaters“, en það uppnefni stafar af því, að i gamla daga þjónuðu þeir til borðs í „the Buffet“ í St. James Palace, og orðið' buffeticr, buff- þjónn, varð í hugum fólksins að beefeaters. Tími blóðsúthellinga Tower hefur breytzt um margt, frá því að fyrsti lífvörðurinn hélt þar innreið sína. Það var á fjórtándu öld, og nafn hans var John O’London. Það er sérkenni- legt nafn, og í dag er það notað sem nafn a vikublað. Á þeim tímum var Tower not- aður fyrir fangelsi, og rithöf- undurinn Victor Hugo skrifaði um hann, að enginn þekkti mann kynssöguna betur en böðullinn í Tower. Nú er Tower ekki annað en sambland af safni og sögulegum minnisvarða, og lífverðirnir, sem hótuðu verkfalli eru mjög frið- samir menn. En margir af hinum gömlu siðvenjum þeiira minna mjög á fortíð turnsins, þannig að sá sem skoðar turninn er óþægi- lega minntur á þær blóðsúthell- ingar og pyndingar, sem þar áttu sér áður stað. Lyklarnir Sérkennilegasta athöfnin fer fiam í „the Bloody Tower“, blóð- turninn, sem er mjög óhugnan- legur að sjá. Þar er sagt, að Gloucester, siðar Richard III. hafi látið myrða hinn unga kon- ung Edward V. og bróður hans hertogann af York Það var sorgarleikur, sem bæði rithöfund ar og málarar hafa gert sér mat úr. Athöfn þessi er „The Cere- mony of the Keys“. Eini inngang urinn í blóðturninn er vindubrú, og þar fer lyklaafhendingin fram á hverju kvöldi kl. 9,30 eftir ensk um tíma. Svo hátíðleg er lyklaafhending in í hugurn Englendinga, að þeg- ar verðir turnsins hótuðu verk- falli, þá lofuðu þeir að fram- kvæma samt sem áður lyklaaf- hendinguna, af virðingu fyrir drottningunni. Hróp í myrkrinu Einn foringi og fjórir óbreytt- ir lifverðir framkvæma þessa at- höín, og einn þeirra ber Ijósker, eins og rafmagnið hafi ekki kom ið til sögunnar enn þá. Vindubrúnni er lokað, og líf- verðimir fimm ganga að blóð- turninum þar sem þeir eru stöðv- aðir af dyraverðinum, sem hróp- ar: ■ — Halt, hver kemur þar? Fyrirliðinn svarar: — Lykiarnir. — Hvers lyklar? — Lyklar Elísabetar drottn- ingar. — Komið nær, lyklar Elísa- betar drottningar. Það er öllu óhætt. Dyravörðurinn hneigir si.g fyr- ir lyklunum, og fyrirliði lífvarð- anna gengur fram fyrir fylgdar- menn sína, lyftir tudorhattinum og hrópar: — Guð verndi drottninguna. Framh. á bls. 15. Þetta er einn af lífvörSum turnsins, liinum frægu „beefeaters". ♦ Þau eru lík skötuhjúin hérna á myndinni, og það eru ekki bara slaufurnar, sem gera það að verk um, heldur eru þau bæði jafn eyrnaprúð. Hinn ameríski hár- greiðslumeistari, Julius Caruso og annað tízkufólk í Bandaríkjunum i.ru sammála um það, að þessi .eyrnagreiðsla" — hárið er tekið lokka yfir eyrun, — verði hæst- nióðins á þessu vori. Caruso segir ■nn fremur, að hundar verði fyrir Riyndir að fleiri tízkuhárgreiðsl- um á þessu ári. „Tapsigur“ Þ'a'ð er skemmtilegt að lesa skrif stjórinarbilaðanna um Iðju kosningarnar. Þau hrósa stór- kostlegum sigri. Sannleikurinn er sá, að Listi Iðjustjómar- innar tapaði 50 atkvæðum en hiuir listarnir uiiinu samtals um 100 atkvæ'ði. Það er nú all- ur siguriinn. Seni sagt einn tap- sigurinn enn. Er vonandi að í- haldið vinni fleiri slíka sigra. Það miðar í rétta átt á meðan. Þiað er athyglisvert, að íhalds blöðin minnast ekki á krata í sambiandi við Iðjukosningarn- ar. Þau skrifa eins og þeir séu bara ekki til lengur a.m.k. að það taki því ekki að minnast á þá. Það er listi Sjálfstæðis- manna, sem sigraði. Þetta er kannski ekki svo fráleitt. Flest virðist nú benda til þess, að kratar séu að dcyja í fanginu á Sjálfstæðisflokknum. Ef til vill hafa Sjálfstæðismcnn séð dauðamörk Alþýðuflokksins í Iðjukosningunum og það sé í rauninni hinn mikli „sigur“, sem íhaldsblöðin eru að guma af. „Kostaðu hugínn at herða . . . “ Alþýðublaðið reynir að harka af sér í dauðateygjum flokksins og virðist staðráðið í að sýna æðruleysi í banaleg- unni. Eru kratar teknir að kveða öfuigmælavísur sér til hugarhægðar. Alþýðublaðið segir og vitnar til úrslitanna í Iðju: „Það bendir allt til þess, að Framsóknarmenn séu nú á undianhaldi, sérstaklega í kaup stöðunum og í Reykjavík“. Hér er hraustlega til orða tekið. En meðal annarra oiða, vildi Alþýðublaðið ekki vera svo vænt, að upplýsa, hvað Alþýðu- flokkurinn telur sig eiga mörg atkvæði í Iðju? „Víðsýni“ Einars . . . f síðasta Reykjavíkurbréfi heldur Bjarni Benediktsson á- fram að lofa Einar Olgeirsson fyrir víðsýni. Finnst mönnum sem ást Bjiarna á Einari sé að verða æði mikil, þegar hann treystir sér í slíkar ástarjátiU- ingar beint ofan í skrif Þjóð- viljans um njósnamálið og um- mæli Einars um það. Einar hefur verið að bisa við það allia sína ævi, að koma hcr á kommúnisma. Varla getur „víð. sýnin“ falizt í þvi sérstaklega. Sennilega felst víðsýni Einars í þvj að dómi Bjarna, að jafn- framt og jafnhliðia því að Ein- ar hefur verið að bisa við að koma kommúnisma yfir þjóð- ina, hefur hann ætíð verið boð- inn oig búinn að vinna með í- haldinu og rétt því ómetanlega hjálparhönd, þegar mikið hef- ur legið við, eins og t.d. þegar vinstri stjóminni var steypt fyrir tilverknað þeirra fóst- bræðra. . . . og Bjarna En fyrst farið er að tala um víðsýni á annað borð, þá er | rétt að geta þess, að okkur finnst Bjarni ckki síður „víð- sýnn“ en Einar. Bjami sér vítt um, sér vel í allar áttir og ótal plön oig fyrirætlanir í öll- um áttum. Það fer alveg eftir þvj hvert hann snýr sér, hvað hann sér og Bjarni er fljótur a'ð snúa sér, ef svo ber undir, þótt hann sé almcnnt talinn heldur þunigur á bárunni. Þannig sér hann „Þjóðfylkingu Framsókniar og koinma" i einni áttinni, baráttu Framsóknar fyrir að komast í stjórn með 1 Sjálfstæðisflokknum í annarri i og svo frv. R TÍMINN, föstudaginn 8. marz 1963 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.