Tíminn - 08.03.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.03.1963, Blaðsíða 3
m Fer Krustjoff á fund páfu? NTB-Vatíkanið, 8. marz. Atlsjubei, aðalritstjóri Izvestia og tengdasonur Krustjoffs, átti í dag hálfrar stundar langt vi3- tal við Jóhannes páfa, og er talið að þelr hafl m.a. rætt um hugs- anlega heimsókn Krustjoffs til páfagarðs. Adsjubei hefur verið í heim sókn á Ítalíu að undanförnu og í dag afhenti hann páfa friðar laun við hátíðlega athöfn í Vatíkaninu. Páfi flutti þakkar- ræðu við það tækifæri og sagði meðal annars að kaþólska kirkj an væri hlutlaus í alþjóðamál- um. Ag lokinni athöfninni áttu þeir með sér einkaviðræður páfi og Adsjubei, og er sagt að páfi hafi leitt hann um höll sína. Talið er að í viðræðunum hafi verig nefnt, að hugsanlegt væri að Krustjoff kæmi í heim sókn til Ítalíu og gengi þá fyrir páfa, en Krustjoff hefur enn ekki endurgoldið heimsókn Gronchis fyrrum ítalíuforseta, en hann heimsótti Moskvu ekki alls fyrir löngu. Þá' hefur ihaldsblað eitt í Róm það eftir heimildum í páfagarði, að Giovanni Urbani kardínáli vinni nú að undirbún ingi fundar þeirra Krustjoffs og Kennedys í Rómaborg, en Kennedy mun koma í heimsókn til ítalíu síðar á þessu ári. II Tempo segir, ag Krustjoff hafi átt hugmy-ndina að heimsókn tengdasonar síns til Ítalíu, og sé trúlegt að hann muni sjálfur hafa í hyggju að eiga leynileg- ar einkaviðræður við páfa, en traustar heimildir í páfagarði vara þó við, að búast við stór tíðindum í þessu sambandi. Helander-málinu slegið á frest Jóhannes páfi OAS myrðir banka stjora í París NTB-París, 7. marz. í dag skutu OAS-menn bankastjóra að nafni Henri Lafond til bana í París. Litlu síðar var hringt heim til Alain de Rotschilds baróns og hon- um hótað lífláti. Lögreglan telur að OAS-menn hafi drepið Lafond og hafi morð hans verið hugsað sem aðvörun til annarra bankastjóra. De Rotschdd barón, sem hótunina fékk fáeinum ! reglan hefur fundið. Morðinginn klukkustundum eftir morðið, er at mjög þekktri fjármálamanna- ætt og einn af bankastjórum Rotsc hildsbankans. Lögreglan tclur að OAS-hreyfingin hafi reynt að hafa fé út úr fjármálamönnum í París, en vitað er að hreyfingin stendur tæpt fjárhgslega og haldið að sjóð- ir hennar hafi minnkað um fimm sjöttu á síðasta ári. Lafond vísaði hins vegar harðlega á bug öllum fjárkröfum frá OAS. Við rannsókn á morðinu hefur það komið í ljós, að tilræðismað- uiinn notaði svartan bíl, sem lög- er sagður vera um fertugt og bar dökk gleraugu og skegg, sem trú- lega er falskt. Hann kom að La- fond, þar sem hann sat í bíl sínum og skaut mörgum skotum inn í bíl- inn. En áður en hann hóf skot- hriðina, spurði hann kurteislega: — Er þetta ekki herra Henri La- fond? — Lafond grunaði ekkert og svaraði játandi og þar með voru örlög hans ráðin. NTB-Stokkhólmi, 7. marz. Málinu gegn Dick Helander biskupi, sem taka átti upp að nýju frestað að beiðni ákæruvalds- ins. Mun málið ekki koma fyr- ir rétt fyrr en 16. apríl og er búizt við að réttarhöldin muni taka fimm mánuði. Þýzkir hóta Dönum A'ðils-Kaupmamiahöfin, 7. marz. Hamborgarblaðið Die Welt seg- ir meðal annars í sambandi við væntanlega útfærslu fiskveiði- landheligi Grænlands úr þremur í tólf mílur: Taki sambandsstjórn- málið upp í Kaupmannahöfn, Þessi ákvörðun var tekin í dag í Stokkhólmi, eftir að Helander hafði lýst sig andvígan frekari frestun málsins. Lögfræðingur , _ , , , , | hans rökstuddi þá afstöðu með 19. þ.m. hefur nu verið þv^ ag þag værj réttmæt krafa af I hálfu Ifelanders, að hann þurfi ekki lengur að lifa f þeirri óvissu, sem jafnörlagaríkt mál hefur í för með sér. Með tilliti til aldurs hans og heilsubrests er þetta mannúðarkrafa, sem ekki er hægt að hafna nema af mjög sterkum ástæðum, segir lögfræðingurinn. Ákæruvaldið hefur farið þess á leit við dómstólinn, að málinu verði frestað, þar eð í ljós hafi komið svo mörg merkileg atriði tengd málinu, að nauðsyn sé á nýrri lögreglurannsókn, áður en réttarhöldin geti hafizt. Lögfræð- ingur Helanders heldur því hins vegar fram, að lögreglurannsókn- in geti farið fram samtímis mél- flutningnum. Hann bendir meðal annars á, að ný frestun leiddi til þes'S, að málið kæmi ekki fyrir fyrr en í fyrsta lagi [ haust og líklegast ekki fyrr en einhvern tíma á næsta ári. Helander var ákærður og dæmd ur fyrir að hafa skrifað nafnlaus níðbréf um mótframbjóðendur sína við biskupskosningar í Strangnas árið 1952. Árið eftir dæmdi héraðsrétturinn í Uppsöl- ............. i um hann frá embætti af þessum Þýzkalands. Þýzkir fiskveiðimenii ^ sökumj 0g 1954 staðfesti yfirrétt- hafa til þessa ekki mótmælt þess] ur þann dóm Árig 1960 ákyað ín getur hún bent á það, að ekki ein- ungis 18% danskra landbúnaðar- afurða, heldur einnig 46% dansks fiskútflutnings fer til Vestur- um innflutningi, þar eð ekki hefur verið hægt að fullnægjia markað-| inum án innflutnings. En við þetta skref, sem Danir ætla að taka,! mun togaraútigerðin, sem hefur við ærinn tilkostnað oig að nokkru leyti með hjálp ríkis'lána, nýskaip- að flota sinn í nýtízkuleg verk- smiðjuskip, liætta að bera sig, þar eð það hefur í för með sér að ó- kleift verður að fá nægilegt afla- magn af nýjum og frosnum fiski til að stainda undir kostnaðinum. Framhald á 15. siðu. Á sunnudaglnn létu sex menn lífið I Siegen í Þýzkalandi, þegar þriggja hæða hús sprakk í loft upp vegna gas- sprengingar. Myndin er af björgunarsveitunum, sem komu á vettvang og eins og ráða má af myndinni voru lík hinna látnu klstulögð á staðnum. (UPI) RUSSAR REYNA AÐ NEYÐA BRETA TIL NJÓSNASTARFA Brezka utanríkisráðuneytiS skýrði frá því í kvöld, að Rúss- ar hefðu gert tilraun til að neyða starfsmann einn í sendi ráði Breta í Moskvu til að OAS-stöð íMunchen NTB-Munchen, 7. marz. Ritstjóri þýzka myndablaðsins Revue, hefur verið sviptur stöðu sinni, þar eð hann stóð í nánu- sambandi við OAS-hreyfinguna frönsku. Hann hafði leigt litla í- búð í Munchen, og var látið sem hún væri skrifstofa fyrir fyrirtæki að nafni Teamstar, en þar var raunverulega miðstöð OAS-sam- takanna. stunda njósnir fyrir sig. Sú tilraun mistókst þó, en mað-; urinn var engu að síður send- ; ur heim til London. Maðurinn, sem hlut á að máli heitir Ivar Rowsell og er flutn- ingamaður sendiráðsins. Hann er 47 ára ag aldri. Starfsmenn leyni þ.lónustu Sovétríkjanna höfðu i rcynt að fá hann til njósnastarfa ! og hótað að gera opinbera vissa : þætti einkalífs hans að öðrum kosti. Rowseli skýrði hins vegar sendiherranum strax frá málinu og ákvað hann að Rowsell og kona hans skyldu þegar í stað halda W Bretlands. Roswell hefur verið starfsmað- ur utanríkisþjónustu Breta síðan árið 1960 og verið í Moskvu síðan í maí í fyrra. Hann og kona hans komu til London í fyrri viku ^ Sendiráðið í Moskvu segir. a? : hann hafi múið heim að eigin ósk, og að utanríkisráðuneyti Sovét- I ríkjanna hefði verið bent á málið. IIMINN, föstudaginn 8. marz 1963 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.