Tíminn - 08.03.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.03.1963, Blaðsíða 1
? ? * - benzín efla diesel HEKLA 57. fbl. — Föstudagur 8. marz 1963— 47. árg. LUMA ER LJÓSGJAFlf MB-Reykjavík, 7. marz. — Um daginn komst netabátur frá Patreksfirði i sæmilegan afla út af Bjargtöngum og var þar að huga að netum sínum. Bar þar þá aa' togara á norðurleið og mun togara- mönnum hafa þótt forvitni- legt að reyna þar sem bátur- inn var, og lé'tu trollið fara. Seglr svo ekki af veiðum, en tólf tímum seinna voru 27 tog Framh. á bls. 15 FANN UPP VEL, SEM IÐIR Á HANDFÆRI KNUDSEN AÐ „SKJOTA" A HKL — BAKSIÐA Sýningar á Myndirnar eða heima nýjum kvikmyndum eftir Ósvald Knudsen eru að hefjast. F réttamenn sáu nýju myndlrnar hans { gær, og þótti hafa tekizt vel. — eru fjórar. Ein þeirra er um Halldór Kilian Laxness, eina Nóbelsverðlaunaskáldið okkar. Sú mynd er tekin af HKL á ferðalögum að Gljúfrasteini. Á myndinn hér að neðan er Ósvaldur að kvikmynda Laxness við heimkomuna frá Stokkhólmi. FENGU TOGARAFARM AF I NOTINA MB-Reykjavík, 7. marz Aflaskipið Víðir II. úr Garði hefur að öllum líkindum í dag fengiö stærsta kast, sem sögur fara af í þorskanót. Enginn veit með vissu, hversu mikið var í nótinni, því Ægir karl- inn fékk megnið af því aft- ur, en það sem var í pokanum náðist og var nálægt 35 tonn- um. Skipið fékk þetta stóra kast í Reykjanesröstinni, en þar er erfitt að athafna sig, eins og gefur að skilja. Gekk illa að ná nótinni inn og mun hún eitthvag hafa rifnað í viðureigninni, en Víðir kallaði á aðra báta til aðstoðar. Voru nokkrir þeirra komnir á vettvang, um það er lauk. Voru menn á einu máli um það, að magnið hefði verið gífurlegt. Heyrzt hefur að sumir hafi gizkað! á upp undir tvö hundruð tonn, | en þótt alltaf sé varlegt að trúa I sögum um þann sem sleppur, er, cngum blöðum um það að fletta, að magnig hefur verið mikið! , Blaðið hafði í kvöld tal af Víði Sveinssyni, skipstjóra át Víði II.; Hann var nógvær að vanda og tsldi ekki unnt að segja til um þag með nokkurri vissu, hvert magn hefði verið í nótinni, en! mikið hefði það verið. Hann kvað sig og skipverja sína telja það hefði verið mu'n meira en^ stóra kastið á dögunum,. 'er þeir fengu 76.5 tonn. Þeir fundu þorskatorf- una nú með lóoningum, án þess ?ð lóða á loðnu. Þarna virtist eng in loðna vera, aðeins þorskatorfa. Hafa þeir Víðismenn ekki áður fundið slíka þorskatorfur á þorska nótavéiðunum. „Þag er erfitt að segja, hversu mikið' var í nótinni", Framh a bls 15 MB-Reykjavík, 7. marz. íslenzkur hugvitsmaður, Jón Þórðarson, verkstjóri á Reykja lundi, hefur fundið upp vél, sem notuð er á handfæraveið- um og hefur gefið mjög góða raun, þar sem hún hefur ver- ið reynd, Virðist hún geta sparað vinnuafl við „skakið" um helming. Vélar þessar taka að miklu leyti vig störfum hásetans. Þær slaka færinu út i vissa lengd og síðan fylgist maður með því, hvort bit- ig hefur á. Þegar fiskur er á, þarf ekki annað en koma við handfang þá dregur i?élin fiskinn upp í yfir borðið og stanzar þá sjálfkrafa, byrtur. Vélin er þanig útbúin, að Komi yfir visst átak á línunni, slakar hún sjálfkrafa á, þannig, að fkki er hætta á, að íærig slitni f>c einnig tekur hún slaka af. Einnig er hægt að setja í sam- band þannig útbúnað, að þegar fiskur bítur á og kippir í færið, dregur vélin sjálfkrafa upp fær- \T: Þessu er þó nær ómögulegt að koma við á sjó, þar eg báturinn hlýtur £lltaf að kippa nokkuð í færið, séu um öldur að ræða. Einn maður getur gætt tveggja tiJ þriggja slíkra véla, og mað'ur sá, er reynt hefur þessar vélar, skipstjórinn á Kristínu, RE-45, hef ur gefig þeim mikil og góð með- mæli og telur manninn geta dreg- íð helmingi meira með slíkum vél- um en án þeirra. Þess skal getið, að vélar, er gegna sama hlutverki, hafa verið á boðstólum hér fyrr. Þær eru af erlendri gerð, en munu miklu dýr ari en hin innlenda uppfinnng, sam er vökvadrifin, kemur til með að verða. Mun a. m. k. verða helm ingsmunur á vei'ði hennr og sumra erlendra tækja af svipað'ri gerð. Jón mun nú hafa í huga að hefja framleiðslu á þesari uppfinningu sinni og mun það ráðast fljótlega og þá verðui nánar skýrt frá henni hér í blaðinu. FL UTTIR iNN MB-Reykjavík, 7. marz. I dag var flugstjórn í gamla flugturninum á Reykjavíkur- flugvelli hætt og síðasti hluti starfseminnar fluttur yfir í nýja flugturninn. Var þar um að ræða Flugvallar og aðflugs- stjórn Reykjavíkurflugvallar. Hingað til hefur allri um- ferð um Reykjavíkurflugvöll sjálfan svo og aðflugi að hon- um verið stjórTiað úr gamla flugturninum. Þar hafa ag stað aldri verið tveir menn á vakt og þeir liafa „tekið við" flugvél unum, er þær áttu skammt eí. ir til flugvallarins, gáfu þeim Framhald a 15 siíli Mynd þessa tók RE, þegar verið var að leggja síðustu hönd í nýja flugturninum. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.