Alþýðublaðið - 29.06.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.06.1940, Blaðsíða 3
SMfGARDAGUR 39. JCNf 1949. ALÞYÐUBLAÐIÐ áLÞÝÐUBLAMÐ Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. 1 fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (h«lma). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgðtu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (hehna) Sellandsstíg 16. 4903: Vil'hj. S. Vilhjálm*- son (heima) Brávallagötu 90. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H.J. Árás Rússa á Rúmeníu. Hergagnafranleiðsla Breta nargfðlduð síóan i aprfl! Skýrsla Herberfs Morrisons. JJ ERBERT MORRISON, BALKANSKAGINN, sem að minnsta kosti í þrjá aldar- fjórðunga hefir með réttu verið kallaður „órólega hornið í Ev- rópu,“ hefir aldrei þessu vant verið eitt rólegasta hornið í henni síðan yfirstandandi stríð hófst. En nú hefir Rússland með árás sinni á Rúmeníu rifið niður þær stíflur, sem hingað til hafa varið Balkanskagaþjóðirn- ar fyrir blóðbaðinu, og þess verður héðan af varla langt að bíða, að sömu hörmungarnar gangi yfir þær og þjóðirnar norður í Evrópu, austan frá Rússlandi og vestur að Atlants- hafi. Nú þegar búa Ungverja- land og Búlgaría, sem hafa Þýzkaland að bakhjarli, sig undir það, að notfæra sér þá neyð, sem Rúmenía hefir kom- izt í við árás Rússa að austan, til þess að ráðast að henni að norðvestan og sunnan, í von- inni um það, að hún sé nú verr við búin að verja sig þar, en áður. Blaði Rússa hér, Þjóðviljan- um, finnst það ekki tiltökumál þótt Rússland ráðizt á Rúmeníu og steypi Balkanskaganum þar með út í hörmungar ófriðarins „Sovétríkin krefjast þess, að Rúmenía láti af hendi Bessara- bíu og hluta af Bukovinu, rúss- nesku löndin, sem Rúmenar hertóku eftir heimsstyrjöldina" — þannig sagði Þjóðviljinn gær frá hinni ragmennskulegu árás Rússlands á Rúmeníu, eft ir að Frakkland, annar stærsti bandamaður hennar, hefir verið að velli lagður af Hitler, — og hinn, England, hefir í svo mörg horn að líta, að útséð er um það, að henni geti borizt nokkur hjálp gegn hinum rússn. ræn- ingjaher. „Rússnesk lönd“! Jú, Rússland lagði Bessarabíu undir sig með báli og brandi árið 1812, sem þá tilheyrði Tyrk- landi, þó að Rúmenar væru þar rniklu fjölmennari, en nokkurt annað þjóðarbrot, og hélt hér- aðinu þangað til í lok heims- styrj aldarinnar, þegar það gerði uppreisn gegn Rússum og ákvað að sameinast Rúmeníu af því, að Rúmenar voru þá enn, þrátt fyrir þjóðerniskúgun Rússa, — eins og þeir eru líka í dag, lang- fjölmennastir allra þjóðarbrot- anna, sem héraðið byggja. — Þetta heitir á máli Þjóðviljans „rússneskt land,“ af því að það var hertekið af Rússakeisara í eina öld! ■ ísland endurheimti sjálfstæði sitt einnig í lok heimsstyrjald- arinnar eftir margra alda yfir- ráð Dana. Hvað myndi Þjóðvilj- inn hafa sagt, ef Danir hefðu kært sig um og haft aðstöðu til þess í dag, að heimta ísland aft- nr og leggja það undir sig með hervaldi? Myndi hann hafa sagt, að Danmörk væri að heimta „danskt land,“ sem ráð- ið hefði verið undan henni í lok heimsstyrjaldarinnar? Eða er það aðeins Rússland, sem hefir tilkall til hvers þess land- skika, sem það hefir einhvern tíma kúgað undir hervald sitt? En hvaða tilkall ætti Rússland fyrir því til Bukovina? Hún til- heyrði Austurríki fram til loka heimsstyrjaldarinnar. En hve- nær 1 sögunni hefir hún verið „rússneskt land,“ þó aldrei væri nema í þeim skilningi, sem Nikulás annar lagði og Stalin leggur í þau orð. Byggist til- kall Stalins til hennar ef til vill á því, að hersveitir Nikulásar annnars hertóku héraðið og héldu því í nokkra mánuði í heimsstyrjöldinni? Máske Þjóð- viljinn vildi svara því? Hér skal vissulega engin til raun gerð til þess, að fegra stjórn Rúmeníu á þeim héruð um, sem um er að ræða. Hún hefir áreiðanlega ekki verið nein fyrirmynd. En þegar annað þeirra hefir heldur kosið eymd ina í Rúmeníu en ánauðina sam fara ennþá meiri eymd í Rúss landi, og hitt ekki svo vitað sé nokkurn tíma látið í ljós þá ósk að vera ,,frelsað“ af „félaga Stalin,“ þá er sannarlega erfitt að sjá, hvaðan Rússlandi kem- ur siðferðislegur, frekar en sögulegur réttur til þess að sölsa þau undir sig. Það eru ýmsar bollaleggingar uppi um það í dag, hvaða áhrif árás Rússa á Rúmeníu muni hafa á vináttu Hitlers og Stal- ins. En það er engin ástæða til að ætla, að Stalin hafi með árás- inni hætt sér út í nokkuð ann- að en það, sem hann hafði leyfi til frá Hitler, síðan þeir gerðu vináttusamning sinn í Moskva í haust. Og' meðan hann gerir ekki annað en það, sem Hitler hefir leyft honum, þarf hann ekki heldur að óttast Mussolini, þó að frá honum hafi heyrst stór orð um að Ítalía myndi ekki þola „rússneska kommúnism- ann“ á Balkanskaga. (Hve mik- ill munur skyldi vera á honum og ítalska fasismanum og þýzka nazismanum í dag!) En það er þar fyrir ekkert óhugsanlegt, að árekstrar á Balkanskaga geti í framtíðinni, og það ef til vill ekki fjarlægri framtíð, orðið Hitler kærkomið tilefni til þess að þakka Stalin fyrir „hlutleys- ið“ með því að senda nokkrar skriðdrekasveitir og sprengju- flugvélar til tilbreytingar aust- ur á bóginn. Ef til vill er Stalin sjálfur nú farinn að fá eitthvert hugboð um það. En það væri þá helzt til seint, og ástæðulaust að ætla, að hann hafi nú nokkra hinn þekkti leiðtogi A1 \ þýðuflokksmeirihlutans í bæjarstjórn Lundúnaborgar, sem nú er hergagnabirgða- ráðherra í ráðuneyti Churc- hills og gegnir því sama þýð- ingarmikla embættinu og Lloyd George í síðustu heims styrjöld, áður en hann varð forsætisráðherra, skýrði neðri málstofu brezka þings- ins í fyrrad. frá hinni gífurl. aukningu hergagnafram- leiðslunnar, sem orðið hefir síðan hann tók við yfirstjórn hennar fyrri hluta maímán- aðar. Morrison sagðist vitanlega ekki geta gefið nákvæmar upp- lýsingar, en nefndi þó nokkur dæmi, sem sýna að aukningin í hinum einstöku greinum her- gagnframleiðslunnar nemur á þessum stutta tíma frá 35 og upp í 420%. Þannig hefir framleiðslan á skriðdrekum aukizt síðan í apríllok um 115%, framleiðslan á ýmsum fallbyssutegundum um 50—228%, ýmsum smærri vopnúm 49—186% og skotfser- úm 35—420%. -— Þá- gat Mor- risson þess, að 19. júní hefði verið byrjað að framleiða nýtt vopn, sem ætlast væri til að yrði framleitt í milljónatali og hefði þegar fyrstu vikuna verið framleitt af því 250 þúsundir. Takmarkið er sókn. Þessi dæmi eru gleðilegur vottur um aukna framleiðslu sagði Morrison, því að fram- leiðslan hefði áður fyrr ekki aukizt nóg, en nú væri stöðugt haldið nær því marki, að fram leiðslan kæmist á það stig, að viðunandi væri. Hann kvaðst ekki taka þetta fram af því, að hann ætlaðist til neins lofs sjálfum sér til handa — þetta væri að þakka verkamönnum og góðri samvinnu þeirra og fram- leiðenda, og hefði hvorirtveggju í hvívetna fylgt leiðbeiningum löngun til þess að reita Hitler til reiði. Úr því að hann kaus heldur vináttu hins þýzka naz- istaböfðingja í fyrrahaust, þeg- ar honum stóð þó til boða bandalag við England og Frakk land, þá er ekki síður ástæða fyrir hann, að vilja koma sér vel við Iiitler nú. Hitt er anna'ð mál, hve lengi Hitler kærir sig um hlutleysi hans og vináttu, og hvað ske kynni, ef England skyldi reynast erfiðara, en hann áætlar í dag, og hungrið færi að sverfa að sökum hins brezka hafnbanns. Óhugsandi væri það þá ef til vill ekki, að honum kynni að hugkvæmast að skreppa austur til Ukraine til þess að ná sér í kornið þar, eins og fyrirrennarar hans, Vil- hjálmur annar og Ludendorff, í lok heimsstyrjaldarinnar. Og hvað gerir Stalin þá? ríkjunum. Undanfarnár vikur hefir verið samið um kaup á hráefnum og skotfærum í Kan- ada fyrir um 5 milj. stpd. í Ástralí* væri framleitt mikið af skámmbyssum og fleiri smá- vopnum og í Indlandi hefði rík- isstjórnin gert ráðstafanir til aukinnar hergagna- og skot- færaframleiðslu. Morrison þakkaði verka- mönnum áhuga þeirra og fórn- fýsi og kvað þá hafa komið fram af festu og hugrekki, þegar loffr- árásir voru gerðar, en fáum eða engum störfum væri þá hættulegra að sinna. Þegar Morrison hafði loki|S máli sírfu, hófst fundur fy#. luktum dyrum. og ar. Herbert Morrison. fyrirskipunum stjórnarinn- # Morrison kvað nauðsynlegt að miða að framleiðslu í sem stærstum stíl. Menn mættu ekki miða um of við heimsstyrjöld- ina. Yfirstandandi styrjöld væri henni gerólík. Það mætti held- ur ekki miða við þarfir tímans, sem er að líða, heldur yrði að horfa fram í tímann og miða framleiðsluna við það, að ekki' yrði alltaf barizt í varnarað- stöðu, heldur að sókn yðri hafin. Þá vék Morrison að því, að nauðsynlegt væri að afla sem mestra hráefna, ef England yrði að halda út langa umsát. Það væri betra að hafa of mikið af hráefnum en of lítið. Samning- ar hafa verið gerðir, sagði hann, um mikil hráefnakaup í Banda- MiUð lol um Merrisn. Brezku blöðin fagna því, hve stjórnin hefir sýnt mikla festu og dugnað í vígbúnaðarmálun- um, en einkum beinist athygli þeirra að ræðu þeirri, sem Her- bert Morrison birgðamálaráð- herra flutti í neðri málstof« þingsins í gær. „Daily Telegraph“ segir um ræðu Morrison’s: „Morrison er alltaf sjálfum sér líkur. Hann hefir alla kosti beztu brezkra stjórnmálamanna og hann hefir þann hæfileika að geta hrifið aðra með sér til auk- ins starfs og meiri kjarks og bjartsýni. Þjóðin getur verið þess fullviss, að þau mál, sem undir hann heyra, eru í góðum höndum.“ „Daily Express“ ségir: „Yfirlit það, sem Morrison gaf og þær tölur, sem hann birti, sýna betur en langar ræð- ur, hvert feikna átak hefir ver- ið gert.“ Sjúkrasamleg Rejfkjaviknr tilkynnir Sökum vaxandi dýrtíðar hefir Sjúkrasamlag Reykja- víkur neyðst til að ákveða ^ hækkun á iðgjöldum til samlags- ins um krónur 0.50 á mánuði frá ög með 1. júlí n. k. Verður hið almenna iðgjald því kr. 4.50 á mánuði, en kr. 9.00 fyrir þá, er greiða tvöfallt iðgjald. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR. 1 Akranes-Svipaskarð - Borgarnes. Bllferúlr FJéra daga vikunnar. Upplýsingar í Borgarnesi: Bifreiðastöð Finnboga Guðlaugssonar. í Reykjavík hjá STEINDÓRI. Magnús Gunnlaugsson, Akranesi. ÚTBREIÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.