Alþýðublaðið - 29.06.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.06.1940, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 2«. JÚNI 194«. Drentun fljótt og eridi leyst. Aipyðuprentsmiðjan h.f. Alþýðuprentsmiðjan h.f., Alþýðuhúsinu, Hverfis- götu 8—10. Sími 4905. LAUGARDAGUR Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. t ÚTVARPIÐ: 20 Fréttir. 20,30 Upplestur: Kona útlagans í Hveradölum, II. (Árni Óla blaðamaður). 20.55 Hljómplítur: a.) Lagaflokkur eftir Bizet. b) 21.20 Vínarvalsar. 21,35 Danslög. (21.45) Fréttir. 23 Dag- skrárlok. SUNNUDAGUR^ Helgidagslæknir er Björgvin Finnsson, Laufásvegi 1, sími 2415. Næturlæknir er Pétur Jakobs- son, Leifsgötu 9, sími 2735. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 12—13 Hádegisútvarp. 19,30 Hljómplötur: Rósabrúðurin. tón- verk eftir Gretry. 20 Fréttir. 20,30 Danshljómsveit Bjarna Böðvars- sonar leikur og syngur. 21 Erindi: Járnið, sem barizt var um í Nar- vík (Jón Magnússon fil. kand.). 21,25 Hljómplötur: Kórlög eftir Handel. 21,45 Fréttir. 21,55 Dans- lög. 23 Dagskrárlok. MESSUR Á MORGUN: f fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2 séra Sveinn Ögmundsson og dr. theol. séra Eiríkur Albertsson pre- dika. í dómkirkjunni kl, 11 sr. Bjarni Jónsson. Engin síðdegismessa. í fríkirkjunni kl. 2 séra Árni Sigurðsson predikar. í Hafnarfjarðarkirkju kl. 2 séra Gísli Skúlason prófastur og séra Þorsteinn Björnsson predika. í kaþólsku kirkjunni í Landa- koti: Lágmessa kl. 6 V2 árd. Há- messa kl. 9 árd. Engin siðdegis- guðsþjónusta. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Guðbjörg Gissurard., Hringbr. 70, og Vilhelmbérg Gúð- jónsson. sjómaður, sama stað. Sigurborg Sigurðardóttir Dvergasteini í Hafnarfirði, móð- ir Emils Jónssonar vitamálastjóra, ér 75 ára í dag. Forðum í Flosaporti verður nú leikið annað kvöld (sunnudag) kl. 8V2. Hefir verð að- göngumiða vegna fjölda óska ver- ið lækkað, svo nú er hægt að sjá þessa skemmtilegu revyu fyrir 2 krónur. íþróttamót Austurlands fer fram að Nesi við Norðfjörð nú um helgina. ' tveggja daga fyrirvara. Enn er hægt að útvega nokkrum börnum vist á góðum sveitaheimilum í Norðurlandi. Aðstandendur yngri barna (3—7) ára er eindregið bent á að hægt er að fá víst á dagheimilum Sumargjafar, en- Sumargjöf rekur eins og kunnugt er ágæt dagheimili, — Vesturborg. Grænuborg og Austurborg. Uppl. lýsingar gefa forstöðukonur heim- ilanna. Tímarit um leik húsmál; NÝTT timarit um leikhússmál hefir hafið göngu sína, og er Haraídur Björnsson ritstjóri þess. í ávarpi til lesendanna er sagt, að b'íaðinu sé aetlað að „reyna aö skapa grundvöll að aukinni fræðslu og meiri stólningi al- mennings á góðri leiklist í land- inu og á hlutverki hennar til menningarauka fyrir hina ís- lenzku þjóð.“ Ennfremur er ritinu ætlað að flytja greinar um kvikmyndir og útvarpsleikrit. Reykjavikttrmétið: Valnr og Vfbingnr heppa ð morgnn. ANNAÐKVÖLD kl. 81/2 keppa Valur og Víkingur, og velt- ur á þessum leik, hvort öll von sé úfi fyrir Val um að vinna mótið. í fyrri umferðinni vann Víking- ur Val með 4 : i. Kom það al- roenningi alveg á óvart. Nú mun Valur hafa fullan hug á því að reka af sér sliðruorðið og hefna grimmiiega þessara ófara, en Víkingar munu hins vegar hafa fullan ásetning um að sigra Val jafn eftirminnilega og síðast. Áður en leikurinn hefst, eða kl. 8,15, fer fram keppni í kú’uvarpi og eru 5 þátttakendur í henni. Milli hálfleikjanna fer fram keppni í kassaboðhlaupi stúlkna, og taka 8 stúlkur þátt í því. í gærkveidi keppti K. R. við K. A. og varð jafntefli, 3 :3. Framkvæmdastjórn Rauða Kross íslands og barna- verndarráðs biðja þessa getið: Sumarheimili Rauða Krossins taka til starfa næstu daga. Brott- för hvers hóps verður auglýst með 1950 manns hafa lært að sgnða á Álafossi. Revyan 1940. í Flosaporft verður vegna fjölda óska leikið fyrir LÆKKAÐ VEEÐ. Annað kvöld (sunnudag) ld. 8.30. — Aðgöngumiðar frá kr. 2.00 seldir í dag kl. 4—7. Sími 3191. SIGURJÖN PÉTURSSQN á Álafossi bauð í g,ær blaða- mönnum að sjá sýningar drengja úr Iþróttaskóla hans og kynnast starfi skólans. Það eru nú rúm 16 ár síðan sundkennsla hófst að Álafossi, en í 10 ár hafa verið haldin stöðug námskeið á hvérju sumri. Hafa aðallega ungir drengir og ungar stúlkur lært þar, en eldra fólk hefir verið þar líka. Alls bafa 1950 manns stundað sund- nám á Álafossi. Mun aldur þeirra, sem þarna byrja að fleyta sér, vera 6—68 ár! — Um þessar inundir lýkur námskeiði, sem 24 drengir hafa tekið' þátt í. Kenn- arar voru Unnur Claessen og Klara KÍængsdóttir. Drengirnir hafa tekið miklum framförum í öllu, sem þarna er kennt: íþrótt- um, heilbrigðu liferni og drengi- lQgri framkomu. í gær var, eins og menn vita, norðaustan garður og kuldi, en engu að síður steyptu strákarnir sér í útilaug- ina og létu bárurnar ekkert á sig fá. Þeir eru og eiga að vera ís- lénzkar hetjur, sagði Sigurjón. SLYS I ÖLAFSFIRÐI Frh. af 1. síðu. og tvö börn. Guðmundur Jó- hannsson, 20 ára, einhleypur, 0g Björn Þór Sigurbjörnsson, 19 ára. Var hann fyrirvinna móður sinn- ar. Þessir menn voru allir til heimilis í Ólafsfjarðarkauptúni. f fyrrakvöld voru slædd upp úr ólafsfjarðarhöfn lik Núma Ingímarssonar og Björns Þórs Sigurbjörnssonar. Lík Guðmund- ar Jóhannssonar er enn ófundið. SLYS Á HJALTEYRI Frh. af 1. síðu. ist hann mikið. Er hann brotinn á vinstri handlpgg og vinstri lær- legg, svo og mjaðmargrindin. SJÚKRASAMLAGIÐ Frh. af 1. síðu. verulega hækkun á Iðgjöldum. Þá hafa lyf hækkað í verði og sum verulega. Okkur hefir að vísu tekizt að draga allverulega úr lyfjakostnaði með ýmsum ráð- stöfunum, sérstaklega hvað hin svokölluðu „patentlyf" snertir." — Hve margir greiða nú ið- gjöld til Sjúkrasamlagsins? „Þeim fer stöðugt fjölgandi, og er það voítur um vaxandi vin- sældir þessarar starfsemi. Gjaldendurnir eru nú yfir 20 þúsúnd, og yfiríeitt innheimtast iðgjöldin mjög vel.“ RCMENÍA Frh. af 1. síðu. afskiptalaust. Landsvæði það, . sem Rússar hafa nú tekið í Rúmeníu, er 17 þúsund fermilur að stærð, og í- búatala þess er um 4 milljónir. Árás Rðssa ekki stefnt gep Þjóðverjnra Brezka blaðið „Manchester Guardian" sagði í gær, að Rúss- ar hafi nú fengið framgengt þeim kröfum, sem þeir höfðu í huga, þegar þeir sömdu við Þjóðverja s. 1. haust, þ. e. kröfum þeirra um yfirráð við Eystrasalt og við Svartahaf. „Manchester Gardian" ta!di, að fyrir Rússum hafi vakað að nú yfirráðum yfir allbreiðu belti aila leið frá Eystrasalti til Svartahafs, belti, sem væri milli Vestur-Evrópu og Rússlands. Blaðið taldi fávíslegt að á- lykta, að hér sé um ráðstafanir að ræða, sem beint sé gagn Þýzka’andi, og muni athafnir Rússa ekki vekja gremju Hitlers. Stalin sé að visu að gera tilraun tíl þess að auka vald Rússa og afia þeiin nýrra landa, hann sé að reyna að byggja sér virki til notkunar í framtíðinni, en um hana sé allt í óvissu. Hitler telji sig hafa fullt athafnafrelsi og ef- ist ekki um, að hann geti gert það, sem honum sýnist síðar meir, við þessi „virki" Rússa. Útbreiðið Alþýðublaðið. GAMLA BIO ■ i ■ NYJA BIO n Afar spennandi amerísk leynilögreglumynd með LLOYD NOLAN og GLADYS SWARTHOUT. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. Spilt æska. (Dead End). Joel McCrea, Sylvia Sidney, Aukamynd: Omstan við Narvik. Hernaðarmynd, er sýnir brezka flotann leggja til atlögu við Narvík í Noregi. Börn fá ekki aðgang. Þökkum hjartanlega alla samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför konunnar minnar, Ragnhildar Magnúsdóttur. Páll Briem Jónsson og ættingjar, Suðurgötu 39, Hafnarfirði. ^ í Iðnó i kvðld Mnnið hina ágætu hl|ömsveit i IÐNÓ Aðgöngumiðar á kr. seldir frá kl. 9. MOk fttfV ÐANSIÐ I KVÖLD ÞAR SEM FJÖLDINN VERÐUR. Ölvuðum mönnum baniiaður aðgangur, Danslefknr í Alþýðuhusinu við HYerfisgötu annað kvöld — sunnudag- inn 30. júní. Hljómsveit undir stjórn Fritz Weisshappel. Aðgöngumiðar frá kl. 7 annað kvöld, j Danzaðir verða bæði gömlu og nýju danzarnir. Kaupgreiðeednr 1 Eejlpti eru enn á ný beðnir að skila í bæjarskrifstof- urnar n. k. mánudag skýrslum um starfsfólk sitt, þeir sem ekki hafa gert það. Borgarstjórinn. VutaMkn Forvextir á víxlum lækka úr 6í 6% frá 1. júlí. SparlsjðAor Reykjaviknr og nápreoHis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.