Tíminn - 10.03.1963, Qupperneq 8

Tíminn - 10.03.1963, Qupperneq 8
S jötugur: Stefán Jónsson námsst jór Stefán Jónsson, námsstjóri, einn af kunnustu skólamönnum l2ndsins, er sjötugur í dag. Mörgum vina hans mun finn- ast það með ólíkindum, því að svo vel ber Stefán þennan ald- ur og svo lifandi er hann í starfi - rlnu, að mörgum yngri væri sómi að. Minnisstæð eru mér fyrstu kynni mín af Stefáni Jónssyni. Það var að áliðnu sumri 1933 að gest bar að garði á æskuheimiii mínu. Það var skólastjórinn í Stykkishólmi, ungur maður, létt ur í tali og ljúfur í öllu viðmóti. Það var nokkuð liðið á nótt er við feðgar hættum að ræða við gestinn. Það hafði borið á góma, að ég hafði ákveðið að fara i kennaraskólann næsta haust, var það þó með hálfum huga, að ég hugðist færast svo mikið í fang. En eftir viðræðurnar við Stefán varð ég bjartsýnni og fannst til nokkurs að vinna að nema við þá stofnun, er Stefán minntist af svo miklum hlýhug, og ef vel gengi að fylla þá stétt, er svo ágætur maður tilheyrði. Eg held að það hafi ekld verið nein tilviljun að fyrstu kynni mín af Stefáni höfðu þessi á- hrif á mig. Það er án efa sterk- ur þáttur í fari Stefáns að hafa jákvæð áhrif á það unga fólk, er hann umgengst. Atvikin hafa svo hagað því þannig, að kynni okkar Stefáns hafa\orðið nokkru meiri á síð- ustu árum. Hann hefur komið á hverjum vetri í skólann til mín og þá að jafnaði talað við neméndur og ávallt haft eitthvað gott að flytja og náð eyrum unglinganna. Engan hef ég vit- að lagnari á að tala um við- kvæm mál við unglinga, þannig að það vekti umhugsun þeirra og jákvæða afstöðu. Starfsdagur Stefáns Jónsson- ar er orðinn langur. Eftir að hafa kennt í nokkur ár bæði fyr ir og eftir nám í kennaraskól- anum var Stefán skólastjóri i Stykkishólmi í 27 ár. Svo náms- stjóri til skiptis í nær þremur landsfjórðungum í meira en 20 ár. Slíkt ævistarf, með jafn miklum ágætum af hendi leyst, er þrekmönnum til likama og sálar einum fært. Með náms- stjórastarfi sínu hefur Stefán náð til meiri fjölda fólks en títt er um einn einstakling og tví- mædalaust haft mikil og góð áhrif á kennslu- og uppeldis- mál þjóðarinnar á síðustu ára- tugum. Kunnugt er, að víöa í dreif- j býlum byggðum landsins er j ýmsu mjög ábótavant í kennslu- ' málum. Úr mörgum vanda hef- uir Stefán orðið að greiða og viðkvæm mál að leysa, en það hefur hann gert af lipurð og festu þess manns, er glögga yf- irsýn hefur um sitt svið, og veit að hverju ber að stefna. Með vökulu auga hefur Stefán fylgzt með fjölda ungs fólks, sem með gagnfræða- eða lands- próf eingöngu hefur orðið að takast á hendur kennslu í dreif býlinu og leiðbeint því og leitt fyrstu sporin á næsta erfiðri braut, er margur þroskaðri hef- ur átt fullt í fangi að feta. Og oft hefur munað handleiðslu námsstjórans, að góður árang- ur hefur orðið af starfi byrj- andans. Stefán hefur i námsstjóra- starfi sínu mjög beitt sér fyrir að leysa þau vandkvæði, sem eru á skólamálum sveitanna, og þá einkum að sameina byggðar- 8 lög um byggingu og rekstur heimavistarskóla, sem talin er sú tegund skóla, er bezt henti dreifbýlinu og bezt geti jafnað þann aðstöðumun, sem sveita- börn eiga við að búa. Nú eru að rísa upp í hans ungdæmi mynd- arlegir heimavistarskólar og aðrir í Undirbúningi, sem vænt- anlega verða griða- og gróðrar- staðir vaxandi æsku ,starfandi í anda Stefáns Jónss'onar, sem ungur tileinkaði sér hugsjónir ungmennafélaganna og hlaut sína fyrstu skólamenntun í lýð- skóla Sigurðar Þórólfssonar að Hvítárbakka. Þegar Stefán Jónsson litur til baka yfir farinn veg, má hann vel við una. Miklu og góðu dagsverki hefur hann skilað í þágu þjóðar sinnar. Og enn hef ur hann óskert starfsþrek og leiftrandi áhuga fyrir að koma sem mestu í verk, áður en hann verður að lúta lagabókstafnum og láta af störfum. En það er gæfa Stefáns að eiga sér gott heimili og áhugamál, sem hann getur unnið að, þótt hann verði að láta af námsstjórastörfum. Stefán hefur sem kunnugt er njjkið fengizt við ritstörf, bæði þyðingar barna- og unglinga- bóka og skrifað mikið í blöð og tímarit. Allt ber það hinn ljúfa svip æskulýðsleiðtogans og upp- alandans, sem hefur helgað æsku landsins allt sitt starf. Á þessum merku tímamótum í ævi Stefáns óska ég honum og fjölskyldu hans til hamingju og vona að honum endist enn um sinn þrek til að vinna að hugð- armálum sínum. fslenzkri kenn arastétt óska ég þess, að hún megi á hverjum tíma eiga í sín um röðum marga jafnoka Stef- áns Jónssonar. Ólafur H. Kristjánsson. Sjötugur: Guðmundur Sveinsson . fulltrúi, Sauðárkróki Sjötugur: JON EIRIKSSON hreppstjóri, Skeidháholti Á morgun er sjötugur Jón Ei- ríksson, hreppstjóri, Skeiðháholti á Skeiðum. Foreldrar hans voru Iiallbera Vilhelmsdóttir Bernhöft og Eiríkur Magnússon, bóndi að Vótamýri. Hallbera móðir Jóns var ættuð úr Reykjavík en var tekin í fóstur að Skeiðháholti af Jóni Jónssyni, bónda og hrepp- stjóra þar. Sonur Jóns var Bjarni er bjó allan sinn búskap í Skeið- 'háholti en kona hans var Guðlaug Lýðsdóttir frá Hlíð í Gnúpverja- Ihreppi. Þeim vaið ekki barna auðið og tóku til fósturs Jón, næst elzta son þeirra hjóna Hallberu og Eiríks. Þannig atvikaðist það, að Jón kom 3ja ára á æskuheimili móður sinnar og hefur dvalið allan sinn aldur þar síðan. Snemma mun Jón hafa farið að vinna. Þar var stórbú á þeirra tíma mælikvarða og fóstri hans gegndi margháttuðum trúnaðar- atörfum, fyrir sveit sína og var m. a. hreppstjóri um áratugi. Jón varð því snemma ag taka að sér verkstjórn og umsjón heimilis- ins, en fóstri hans var mjög heilsu veill seinni hluta ævi sinnar. Ekki naut Jón neins skólalær- dóms utan venjulegs barnaskóla og hefur það sannazt með hann eins og marga aðra, að góðar gáf- ur og sjálfsnám hafa reynzt drjúgt og haldgott veganesti í lífinu. Jón ólst upp að mörgu leyti við góg þroskaskilyrði. Guðlaug, fóstra hans, var stálgreind kona, las mik ið og var prýðilega hagmælt og attu þau hjón gott safn bóka. Ferðamannastraumur var með Þjórsá og mikill fjöldi ferðamanna kom að Skeiðháholti, þágu góð gerðir og aðra fyrirgreiðslu. Þann ig komst Jón fljótt í snertingu við ÁRIN líða hvert af öðru og ald- ur færist yfir menn, sem fyrir stuttu voru í blóma lífsins. Þetta er sú lífssaga, sem eigi verður umflúin. Á morgun, 11. marz, verður Guðmundur Sveins- son, fulltrúi hjá Kaupfélagi Skag- firðinga, Sauðárkróki, sjötugur. Guðmundur Sveinsson er fædd- ur að Hóli í Sæmundarhlíð. For- eldrar hans voru þau Sveinn Jóns- son, bóndi þar og kona hans Hall- fríður Jónsdóttir. Að Hóli sleit hann sínum bernskuskóm vig al- menn sveitastörf. í Hólaskóla fór hann 18 ára að aldri og að loknu prófi þar sigldi hann til Noregs, á búnaðarskólann að Ási. Lagði hann þá einnig leið sína suður til Danmerkur og Þýzkalands til þess að kynna sér landbúnað þessara landa. Árið 1915, eftir tveggja ára útivist, kom hann heim aftur og vann þá um skeið við túnamæling ar, kennslustörf og fleira. Hann gerðist starfsmaður hjá Kaupfé- lagi Skagfirðinga 1920 en á tíma- Wlinu 1922—1927 vann hann hjá Kristjáni Gíslasyni, kaupmanni og Sameinuðu verzlununum á Sauðár króki. Hugur hans hneigðist þó meir til samvinnustarfsins og 1928 réðist hann enn á ný til Kaupfélags Skagfirðinga og hefur verið starfsmaður þess og fulltrúi æ síðan. Guðmundur Sveinsson hefur tek iö mikinn þátt í ýmsum félags- málum, bæði á opinberum vett- vangi og sem áhugamaður í frjáls- um félagssamtökum. Hann var um nokkur ár i stjóm Umf. Tinda- stóls og einnig í stjórn Ungmenna- sambands Skagafjarðar um skeið, svo að nokkuð sé nefnt. Formaður stjórnar Sjúkrasamlags Sauðár- króks hefur Guðmundur verið frá því 1941 að skipulagi þess var breytt til samræmis við lög um almannatryggingar. Þá hefur hann og átt sæti í stjórn Sparisjóðs Sauð árkróks frá þvi 1950. Af féla.gsmálastarfi Guðmundar Sveinssonar ber þó hæst þátttöku hans í bæiarmálum Sauðárkróks- kaupstaðar, en að þeim málum vann hann um 16 ára skeið af það sem var að gerast og á dag- skrá á hverjum tíma. Fjöldi góðra gesta heimsóttu Bjama i Skeiðhá- liolti og var Jón oft fylgdar og leiðsögumaður þeirra, t. d. dr. Helga Péturs, en hann var heim- ílisvinur fósturforeldra Jóns. Jón er maður hlédrægur og lítið fyrir að trana sér fram. Þó hefur hann ekki komizt hjá því að gegna margháftuðum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Hann tók við hreppstjórastörfum af fóstra sín- um og hefur gegnt þeim til þessa dags. Hann var og um áratugi i hreppsnefnd en lét af þeim störf- um að eigin ósk. Jón er flestum þeim gáfum gædd ur, sem félagshyggjumenn þurfa að hafa. Hann er góðgjarn, athug- ull og samvizkusamur, tillögug;óð ur, gamansamur og orðheppinn, i,g vill hvers manns vanda leysa. enda margir leitað til hans um ' andamál un og fengið góðar und- irtektir og noll ráð. Aldrei hef ég heyrt nokkurn mann kasta til hans hnjóðsyrði og er það óvenjulegt um menn sem standa í margháttuð um sveitarmálum. Jón tók við búsforráðum af fóstra sínum vorið 1919 og kvænt ■ ist sama ár, Jóhönnu Ólafsdóttur, frá Sandprýði á Eyrarbakka gáf-, aðri, glæsilegri og góðri konu. Þeim varð sex barna auð'ið. Eitt dó i æsku en hin eru uppkomin fjór- ir piltar og ein stúlka. Tvö búa , í Reykjavík, en þrír synir þeirra búa í Skeiðháhoiti ásamt foreldr- um sínum. Margir eru þeir unglingar, sem dvalið hafa hjá þeim hjónum og mun það einróma álit aðstandenda þeirra, að fáir hlutir hafi verið þeim þroskavænlegri én dvöl á því heimili. Þar hefur farið saman vinnusemi og virð'ing fyrir starf- inu, gnægð góðra bóka glatt og skemmtilegt heimilislíf og góð að- búð til fæðís og klæðis. Hygg ég að segja megi um þau hjón. að öllum komu þau til nokkurs oroska.“ Mikill fjöldi fólks mun nú á þessum merkistímamótum í lífi ] Jóns senda honum hlýjar óskir og þákklæ‘i fyrir liðin ár, en hann dvelst nú, ásamt konu sinni. ■ Heilsuhæiinu í Hveragerði kð síðustu vil ég fyrir hönd okk -r allra á Blesastöðum færa ykk- 1 'V. kæru hjón, innilegustu þakkir :vrir alla ástúð og hjálpsemi okk i’.r til hand.a fvrr og síðar. Hermann Guðmundsson sömu trúmennsku og elju og önn- ur þau, er honum voru falin. Hann átti sæti í hreppsnefnd fyrir Fram- sóknarflokkinn frá því 1942 og þar iil Sauðárkrókur öðlaðist kaupstað arréttindi 1947, og síðan áfram í bæjarstjórn kaupstaðarins allt til ársins 1958, er hann gaf ekki leng- ur kost á sér til þeirra starfa. — Forseti bæjarstjórnar var hann um nokkurra ára skeið á þessu tímabili. í rauninni er óþarft ag segja meira. Þessi frásögn, þótt tak- mörkuð og ófullkomin sé, gefur vissulega bendingu um, að þarna sé á gerðinni maður, sem samborg arar hans hafa borið ótvírætt tráust til og falið mikil trúnaðar- störf í hvívetna. Enn er þetta aug- ljósara, þegar þess er gætt, að maðurinn er skrumlaus og hefur aldrei sótzt eftir vegtyllum eða vuldum. Þao hefur eins' og komið af sjálfu sér að þau væru falin honum á hendur. Það er enda á vitorði allra, er þekkja Guðmund Sveinsson nokkuð náið, að hann hefur óvenju hreinlynda og heil- brigða skaphöfn og hefur alla tíð látið málefnin og gildi þeirra ráða afstöðu sinni,-*en ekki dægurflug- ur, svo sem stundum vill verða um þá, _er að opinberum málum starfa. Á því tímabili er hann átti hlut að stjórn bæjarmála, voru ýmis stór hagsmuna- og framfara mál á döfinni, og átti Guðmund- ur mikinn og oft mestan þátt i framgangi þeirra. Eiga Framsókn- armenn, og raunar bæjarbúar all- ir, honum miklar þakkir að gjalda fyrir þau störf öll. Guðmundur Sveinsson hefur alla tíð verið sannur samvinnu- maður, enda unnið þeirri stefnu iengstum sinnar ævi Hugsjónir hans hafa fallið í sama farveg og hugsjónir þeirrar stefnu. Hann er grandvar maður og má i engu vamm sitt vita. Traustur og hrein skiptinn í öllum viðskiptum, og hefur samvinnustefnan átt þar mik ilhæfan og góðan starfsmann. Guðmundur er kvæntur Dýrleifu Árnadóttur, traustri konu og á- gætri, sem staðið hefur við 'hlið manni sínum af einlægni og skör- ungsskap alla tíð. Hver hans hug- sjón hefur orðið hennar hugsjón og hverju hans máli hefur hún fylgt fram sem sínu eigin, svo samhent hafa þau verig í hvívetna í gleði og dægurþrasi liðinna ára- tuga. Þau hjónin hafa eignazt sex mannvænleg börn. sem öll eru komin til þroska, en þau eru: Sig- urbjörg, gift Björgvin Bjarna- syni, sýslum. Hólmavík, Sveinn, deildarstjóri hjá Kaupfél. Skagfirð inga, kvæntur Ragnhildi Óskars- dóttur, Anna Pála, gift Ragnari Pálssyni, sparisj.stj Sauðárkróki, Árni, skólastj íþróttakennarask. Framh. á bls. 15. TÍMINN, sunnudaginn 10. marz 1963

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.