Tíminn - 19.03.1963, Side 2

Tíminn - 19.03.1963, Side 2
om IMUR — SÍVAXANDI STÉTT VEL EFNAÐRA OG MENNTAÐRA MANNA I BANDARÍKJUNUM Nokkrir erlendir stúdentar voru nýlega á ferð um Bandarík- in og kynntu þeir sér meðal ann- ars hvernig lifnaðarhættir vel efnaðra Bandaríkjamanna væru Ungum áströlskum stúdent úr hópi þeirra var boðið á heimili dómara nokkurs í Los Angeles. Hús dómarans var í Bel Air, fín- asta og glæsilegasta hverfi borg- arinnar. Ungi mað'urinn dáðist að sundlauginni og garðinum, dýrmætum húsgögnum, sem prýddu herbergin tólf í húsinu, og hinni fallegu húsmóður og manninum, sem var ríkmannlega og smekklega klæddur. Og aðdá- un stúdentsins var ekki laus við a® vera blandin undrun. Eg trúi varla mínum eigin augum, sagði hann, heima í Ástralíu höldum við að fólk eins og þið, búi í kofahreysum og gangi í tötrum. Húsbóndinn á heimilinu var David Williams, dómari í hæsta- réttinum í vesturhluta Los Ang- eles, og hann og kona hans eru bæði svertingjar. Flestir Ameríkanar og allt fólk annars staðar að úr heiminum, mundu verða jafnundrandi og ungi ástralski stúdentinn. Kyn- þáttabarátta undanfarinna ára hefur fengið flesta til að gleyma því, að í Bandaríkjunum er sí- vaxandi stétt negra, sem er vel efnuð og vel menntuð og hefur siðvenjur, sem hægt er að rekja langt aftur í tímann. Þessi yfir- stétt negra er gjörólík þeim negr um, sem sagt er frá í blöðunum, og berjast fyrir lífinu í fátækra- hverfum Bandaríkjanna. í Banda ríkjunum eru á að gizka 25 negr- ar, sem eru milljónamæringar, um 400 með 50.000 dollara tekjur á ári eða meira, og um 10.000 negrar eru með 10.000—50.000 dollara tekjur á ári. Einnig má af blaðafregnum fylgjast með hinni miklu þróun, sem verður í yfirstétt negra í Bandaríkjunum. Það kom t. d. nýlega fyrir að fínasti siglinga- klúbbur í heiminum, sem er á Rivieraströndinni, gerði einn af Þetta er hln 14 ára gamla Renee DeMund, ein þeirra ungu svertlngja stúlkna, sem vígSar eru inn í samkvæmrslífið með miklum dansleikjum á hótel Waldorf Astoria, meðlimum sínum, Faruk fyrrver andi Egyptalandskonung, brott- rækan, og í staðinn var tekinn inn nýr meðlimur, bandaríski negramilljónamæringurinn dr. Alfred E. Thomas. Það er heldur ekki lengur neinn stórviðburður, þó að fyrirfólk úr hópi svertingja sé í fréttadálkum blaðanna. The Má setjá ófrímerkt í pðst Strígaskór uppreimaðir .... st. nr 6— 8 barna .... st. nr. 9—11 barna .... st. nr. 12— 1 barna .... st. nr. 2— 5 barna .... st. nr. 6—10 karlmanna stærð KlippiS út og sendið okkur Verð kr. Verð kr. Verð. kr. Verð kr. 64.00 67.75 73.45 94.00 Verð kr. 108.00 Nafn Heimilisfang Skóverzlun Pétur Andrésson Reykjavík Box 226 New York Times skýrir t. d. frá fínu svertingjabrúðkaupi fyrir skömmu, ag einhvers staðar ann ars staðar var getið um ungar svertingjastúlkur, sem vígðar eru inn í samkvæmislífið á hótel Waldorf:Astoria að viðstöddu mörgu hvítu hefðarfólki. Yfirstétt negra í Bandaríkjun- um er í miklum framgangi, þó að hún sé svo til ný af nálinni. Flest okkar halda að þeir negrar, sem eru vel efnaðir og njóti jafn- réttis séu góðir skemmtikraftar og íþróttamenn, eins og t. d. Nat King Cole og Jackie Robinson. En staðreyndin er hins vegar sú, að í hverjum bæ í Bandaríkj- unum, jafnvel suðurhlutanum, eru svertingjafjölskyldur, sem fjárhagslega og þjóðfélagslega standa ofar í mannfélaginu en listamennirnir og íþróttamenn- irnir. Skemmtikraftar og íþrótta menn af svertingjakyni eiga aft- ur á móti erfitt með að fá viður- kenningu hjá negra-aristokrat- inu. Jafnvel heimsfræg söngkona eins og Marian Anderson, fékk ekki aðgang aðliessari fínu klíku fyrr en hún giftist arkitektinum Orpheus Fisher, afkománda gam allar svertingjaættar í Pennsylv- aníu, sem á tímum þrælahaldsins blandaðist blóði göfugra hvítra manna. A meðal þessa fólks er annar heimsfrægur arkitekt. svertinginn, Paul Williams, en faðir hans lagði stund á ávaxta sölu hér áður og áðurnefndur dómari, David Williams, er kom inn af þjónustufólki. En hvað sem upprunanum líð- ur, þá jafnast margar fjölskyld- ur á við Vanderbilt eða Rocke- fellerana meðal hvítu mannanna. Þessir svertingjar láta gifta sig við stórkostleg kirkjubrúðkaup, þeir senda syni sína og dætur í dýrustu háskóla Bandaríkjanna, taka þátt í opinberu samkvæmis- lífi Bandaríkjanna og koma reglu lega til forsetans, og eru útnefnd ir í óteljandi nefndir og stjórn- ir. Að mörgu leyti lifa negramillj- ónamæringar alveg sama lífi og aðrir milljónamæringar. Dr. Al- fred E. Thomas, frá Detroit er gott dæmi um það. Hann á fallegt hús í borginni og miklar landar- eignir á einkaeyju í Detroit-ánni. Ríkidæmi hans hefur orðið til fyrir skynsamlega peningaveltu og tekjur af tveimur einkasjúkra- húsum, fyrir bæði hvitt og litað fólk, sem hann erfði eftir föður sinn. Þar að auki á hann bónda- bæ, þar sem hann ræktar hesta, og lystisnekkju, sem hann hefur látið gera höfn fyrir á einkaeyj- unni. Þegar siglingaklúhburinn í Detroit, vildi ekki gera hann að meðlim, stofnaði hann eigin klúbb, ,sem bæði hvítir og svart- ir eru meðlimir í. Það er ýmislegt annað en vel- megunin sem sameinar þetta fyrirfólk. Þjóð'ræknin og stétt- artilfinningin er mjög sterk hjá þeim öllum. Þetta fólk skammast sín ekki fyrir að vera svart, það er satt að segja hreykið af lit- arhætti sínum. Á heimilum þess etr mikið af listaverkum og öðru þess háttar, sem rætur sínar á að rekja til Svert- ingjamenningarinnar. Fyrir utan það, að vera stolt af kynþætti sínum, þá er þetta fólk stolt af þróun nútímans í Afríku. Flest hefur það verið í Afríku og heim sótt hin nýstofnuðu lýðveldi, og þegar tignir gestir koma þaðan til Bandaríkjanna er vel tekið á móti þeim á heimilum negra- milljónamæringanna. Negrablað- ið Ebony útskýrir þetta á eftir- farandi hátt: Stofnun hinna nýju ríkja í Afríku hefur verkað á okkur eins og fjörgafi og á hon- um þurfum við nauðsynlega að halda. Okkur er ljóst, að við eig- um menningu og hæfileika, sem vert er að hlúa að. Við sjáum þá koma frá Afríku, þessa vel upp öldu herra með háskóla- menntun frá Oxford eða Cam- bridge, ásamt laglegum konum í þjóðbúningum heimalands okk ar, og okkur verður ljóst, að þetta eru ekki mannætur, sem ganga í strápilsum, eins og við lærðum i skólanum. Og þetta fólk er aiveg jafnundrandi á að hitta okkur. Dagblöð í Afríku og Evrópu herma, að við búum í tréskúrum og séum grýtt um leið og við sýnum okkur á götunni: — Það hefur vissulega verið á- nægjulegt fyrir báða aðila að kynnast hvor öðrum. Það hefur einnig færzt mjög í móð að ameriskar milljóneradætur gift- ist efnilegum ungum mönnum frá Afríku Það er ernnig einkennandi fyr- ir þessa vel efnuðu Negra að þeir gera allt *d að hjálpa kynbræðr- ,um sínum, þeim finnst, að aðrir Sverlingjar þurfi að heyja bar- áttu upp á líf óg dauða, eingöngu til að vera vjðurkenndir sem venjulegir borgarar. 7 „Allir vita það“ Fáa leikur „vijðreisnin“ eins grátt cig unga fólkið, sem er að stofna bú eða heimili. Skatt- ar ríkisins á öllum sköpuðum hlutum, sem kaupia þarf til heimilisnotkunar, eru með s'lík- um fádæmum. Menn muna t.d. að ríkið tekur í skatt meira en helmiriig af verði eins baraa- vagns. Það er fyrsta kveðja ríkisvaldsins til nýrrá þjéðfé- lagsborgara — eins konar frum gjöf eða verðlaun. AFlt ungt fólk, sem stofnar heimili finnur þetta. Þess vegna segir ung og myndarleg kona, sem er í 16. sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík hispursilaust, þegar Alþýðu- blaðið ræðir við hana um „á- hugamál ungra frambjóðenda“. Frúin, sem segist vhma úti, segir umbúðalaust: „ALLIR VITA, HVE DÝRT ER AÐ STOFNA HEIMILI NÚ TIL DAGS, EF FULLNÆGJA Á ÞEIM KRÖFUM, SEM UNGT FÓK GERIR“. En skyldi þessi unga kona gera sér jafn vel Ijóst, hve mik- i.nn þátt Alþýðuflokkurinn á í þessum kostnaði unga fólksins? Bændum fækkar Það er kunn staðreynd, að bændum hefur hcldur fækkað hin síðustu ár, endia hefur sú þróun verið Iengi. Hin síðustu ár hefur hún þó orðið allmjög örari, og má þess geta, að árið 1961 fækfeaði mjólkurframleið- endum á Suðurlandsundirlendi um nokkra tugi. Árið 1960 lifðu 12,3% þjóðarinnar af landbúnaði eða landbúnaðar- framleiðslu. og á tveim tíðustu árum hefur það hlutfall enn lækkað. Landbúnaðarfram- leiðslan liefur þó heldur vaxið einnig á hinum hörðu árum „viðreisnarinnar“, þó að það sé hvergi nærri nægilega mikið. .Mönnuni hefur verið nauðugur ein,n kostur að 'leggja meira að sér, vinna lengur, framleiðp 4 meira til þess að mæta stór- hækkuðum útgjöldum búsins. En sé litið á, hvernig þessi bústækkun hefur orðið, kemur í Ijós, að hún er meiri á stór- um búum en litlum, bjlið milll hinna stærri búa og smábú- anna hefur vaxið að mun. Hér hefur enn hallazt á ógæfuhlið, og þessi þróun er í samræmi við önnur einkenni „viðreisn- arinnar“. Þeir stóru hafa stækk að, hinir ríku orðið ríkari og bilið vaxið miU ríkra og efna- lítilla. f einu stó.ru héraði’norðan lands hefur t.d. komlð í Ijós við ársupgjör, að um s.l. ára- mót hÖfðu skuldir búlítilla bænda vaxið að mun, en hinir, sem stærri bú höfðu komizt betur af, þó að hjá emgum geti afkoman kallazt góð. JarSir til sölu Þá er það og eftirtakanlegt, að margir vilja selja jarðir sín- ar á þessum vetri, meira að segja í öndvégissveitum eins og Holtum og Ásum á Suður- landi eru margar jarðrr til sölu, nokkrar hafa farið í eyði á síðustu árum og sumar eru aðetins setnar af því, að ekki er unnt að selja þær. Það kveð- ur helzt að því, að erlendir ménn sctjist að búi, o>g eru komnir nokkrir erlendir bænd- ur í þessar sveitir. J TÍMINN, þriðjudaginn 19. marz 1963 — /

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.