Tíminn - 19.03.1963, Page 7

Tíminn - 19.03.1963, Page 7
Utgefandi: fRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þófarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G Þorsteins'Dn Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur 1 Eddu húsinu Afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka stræti 7 Símar: 18300—18305 — Auglýsíngasími' 19523 Af greiðslusimi 12323 - Askriftargjald kr 65 00 á mánuði innan lands. t lausasölu kr 4.00 eint — Prentsmiðjan Edda h.f —' an Hvarvetna að úr verstöðvum landsins berast nú fregn- ir um hin beztu aflabrögð. Vetrarblíðan hjálpar svo til, að meiri afli berst á land en nokkru sinni fyrr. Af þess- um ástæðum er nu víða skortur á vinnuafli. Því neitar áreiðanlega enginn, að þessi góðu aflabrögð ber ekki sízt að þakka útfærslu fiskveiðilandhelginnar 1958. Þótt menn viðurkenni nú þennan mikla árangur út- færslunnar, fór fjarri því, að allir væru sammála um hana, þegar hún var ákveðin vorið 1958. \ Stærsti stjórnmálaflokkur landsins, Sjálfstæðisflokkur- inn, sem þá var i stjórnarandstöðu hafnaði því að eiga nokkra aðild að útfærslunni. Hann auglýsti það strax rækilega fyrir umheiminum, að hann stæði ekki að henni. Hann lét ekki heldur sitja við það eitt. Allt sumarið 1958 eða á meðan vinstri stjórnin vann að því að afla útfærslunni viðurkenningar annarra þjóða, lét hann mál- gögn sín halda uppi þeim áróðri að útfærslan væri runnin undan rifjum kommúnista til að spilla vináttu vestrænna þjóða. Á fundum tóku foringjar Sjálfs’tæðis- flokksins mjög kröftuglega undir þennan áróður. Ólafi Thors fórust t d. orð á þessa leið á fundi að Egilsstöðum 3. ágúst 1958 samkvæmt frásögn MbL: ''„Allir landsmenn vonuðu af heilum huga, að ís- lendingar sigruðu i þessu máli en verði sá sigur ekki heill, þa er það fyrst og frémst því að kenna, að Lúðvik Jósefsson setti það ofar öðru að kveikia ófrið- areld milli íslendinga og vestrænna vina þeirra og Framsóknarmenn voru eins og bundnir fangar aftan í stríðsvagni kommúnista." Þannig var reynl að halda því fram, að útfærslan væri runnin undan rifjum kommúnista og þjóðin stæði síður en svo einhuga um hana. Jafnframt var byrjað að undir- búa það að sigur ,yrði ekki heill“ Það var þessi áróður er réði mestu um það, að Bretar gripu til ofbeldisaðgerðanna. Þeir trúðu því. að íslend- ingar væru klofnir og myndu því guggna fyrir ofbeldinu. Það er ekki þeim að þakka, sem þannig höguðu sér sumarið 1958 að þjóðin getur glaðst yfir hinni miklu aíllasæld, sem leil+ hefur af útfærslunni Hugarfar þess- arra manna er eski heldur mikið hrevtt enn. Þannig minntist Mbl nýleca með gleði. tveggia ára afmælis þess, er fiskiveiðilandhelgin var aftur færð inn i marz 1960 Hins vegar minnist það ekki á afmæli útfærslunnar 1958. Það fagnar innfærslunni, en þegir um útfærsluna! Siðleysi Mbl. Það er gott dæmi um ráðleys: Mbl., að það hamrar nú á því dag eftir dag, að Framsóknarmenn hafi lýst yfir því, að þeir ætli að rifta landhelgissamningnum við Breta, ef þeir komast til valda. Það, sem Framsóknarmenn haía sagt, er það, að þeir ætli að vinna að því að fá Breta til að falla frá samningn- ’ um, m. a. á grundvelli þess, að hann sé nauðurtgar- samningur. Þetta er vitanlega allt annað en að rifta samningn- um, þ. e. hafa hann að engu. Það hafa Framsóknarmenn aídrei sagt. Mbl. finnst það hins vegar henta betur mál- fJutningi sínum að gera þeim þau orð upp. Því fer það að eins og Hitler Segir andstæðingana hafa sagt það. sem þeir hafa aldrei sagt. Þjóðin er illa komin, ef hún fordæmir ekki slíkt sið- leysi. T í MIN N , þriðjudaginu Í9. marz 1963 — golun mm$i gin í Ungverjalandi 1956] hefir ekki orðið ti! einskis Kadar hefur talið nauðsynlegt aö gera ýmsar þýöingarmiklar tilslakanir. Þótt byltingin i Ung- verjalandi haustiö 1956, væri barin niöur með ein- dæma ofbeldi, hefur hún þó bori’ð þann árangur, að valdhafamir liafa reynt að slaka til á ýmsum sviðum. Þetta kemur m.a. fram í greininni, sem hér fer á eftir, ag þýdd er úr Sunday Express. Við lestur greinarinuar ber að hafa í huga, að höf- undurinn er einkum að draga frant í dagsljósið þau » atriði, sem gera Ungverja- land frábrugðið öðrum kont- múnisfaríkjum. Hann dvel- Iur því síður við það, sem miður fer. VIÐ GENGUM yfir hengibrú yfir Dóná í Budapest, en áin var ísilögð. ' Maðurinn, sem með mér var, laumaði i lófa mér borða, í rauðum. hvíturn og gulum lit. „Þennan borða bar ég í upp reisninni 1956“', sagði hann. „Eg var stúdent þá Rússar særðu mig í fótinn með skoti.1' „Mundir þú berjast aftur gegn stjórn kommúnrsta í Ung verjalandi,“ spurði ég. „Ef til vill“, sagði hann. „En Vesturlönd hjálpuðu okkur ekki árið 1956. Við báðum um hjálp, en hún kom ekki. Við getum ekki barizt tómhentir gegn rússneskum skriðdrekum Auk þess er mun bet.ra að lifa hérna núna,“ bætti hann við „Mér geðjast ekki að stjórn okkar, en hún hefur gert góða hluti, eins og illa. Hví skyldi ég deyja fyrir pólitíska kenn ingu?“ Við gengum inn á Adam Clark-torgið, handan brúarinn- ar, en það ber nafn Englend- ingsins, sem sá um brúarsmíð- Iina fyrir heilli öld. Annars vegar við torgið, standa tvö steinljón, tákn Ungverjalands „Þú serð, að myndhöggvar- inn hafði ekki tungu í munni þessara Ijóna," sagði kunningi minn. „Mér finnst að það hefði verið betra að hann hefði lát ið tennurnar vanta í þau. Ung verjaland er tannlaust ljón.“ ÞAÐ ER ekki'erfitt í Buda- pest að finna andstæðinga Janos Kadar, ungverska kom- múnistaleiðtogans, né að fá þá til þess að tala svona bert. Enn er þó ráðlegra að forðast að tala þar, sem hægt er að hlusta á samtalið. En það er alveg nægileg varúðarráðstöf- un að ganga yfir brú og inn í eitt af íburðarmiklu veitinga- húsunum og fá sér að borða. því að leikur tatarahljómsveit arinnar kemur í veg fyrir að samtalið heyrist. Einn leiðtoga kommúnisia sagði við mig: „Við höfum ekki framar áh'yggjur af því, hvað fólk segir. Við höfum aðeins áhuga fýrir því, hvað það ger- ir.“ í uppreisninni 1956, sem nú er almennt nefnd gagnbylt- ingin —,. biðu kommúnistar mesta siðferðilega ósigur, sem þeir hafa beðið. Það voru eft- irlæti kommúni'Sta, iðnverka- KADAR menn og stúdentar, sem upp- reisnina gerðu. Meðan á uppreisninni stóð leitaði Janos Kadar til rúss- neska hersins. Hann myndaði nýja „byltingarstjórn“ með að stoð Rússa. Hann tók völdin með ofbeldi, meðan kommúnist ar voru hvað verst staddir. Þó er því nú svo farið, að hinir blíðlyndu og fáguðu Ungverj- ar, — sem eru sérstakir kunn áttumenn í erlendum málum og vilja láta sér líða vel, — eru ’að mestu búnir að sætta sig við Kadar “á sinn hátt, én “það hefði virzt með öllu ómögulegt fyrir sex árum. EG HEFI verið að reyna að athuga þær aðferðir, sem Kadar hefur beitt við að ná þessum furðulega árangri. Fyrst í stað beitti hann mik- illi harðýðgi. Fjöldahandtökur og fjöldaaftökur voru tíðar, en stjórnin hefur aldrei látið upp skátt, hve margir vorú teknir af lífi. Óbreyttum meðlimum kommúnistaflokksins voru fengnar byssur, til þess að þeir gætu ógnað nágrönnum sínum. sem ekki voru í flokknum. Ekki var árið Uðið, þegar Kadar hvarf frá harðýðginni og brá fyrir sig mildi. Þetta var ekki ósvípað því, þegar rann sóknarlögreglumaður reynir að lina fórnardýr sitt með því að skipta allt í einu úr harð- ýðgi yfir í mildi. Með nokkr- um náðunum voru 95% póli- tískra fanga látnir lausir. (Þetta eru tölur Kadars sjálfs) Kadar lagði niður sum ar greinar leynilögreglunnar og tók aftur upp réttarmeð- ferð. Þessu næst dró hann nú þeirri kenningu kommúnista, að fólkinu bæri að færa fórn- ir vegna uppbyggingar þunga- iðnaðarins. í þess stað lét hann beina orkunni að fram leiðslu neyzluvara. Nú er mat- vara jafn mikil og fast að þvi eins fjölbreytt og hvar sem er annars staðar í heiminum. Það er opinberun gnægta að ganga um á matvörumörkuðum í Búdapest. Ungverjar eta svo mikið, að einn hélzti veikleiki þeirra er offita. í HINU fræga Gundel veit- inghúsi í Búdapest neytti ég máltíðar, sem er ein þeirra beztu, sem ég hefi neytt á ævi minni. Reikningurinn fyrir tvo — fjórir réttir matar, borð vín og koníak, — var neðafl við þrjú sterlingspund. Greiðsla til tatara-fiðluleikara, sem lék dreymandi lðg fynr aflan stólinn minn, meðan ég skálaði við vin minn í koníaki, var innifalin í reikningnum. Fábreytta máltíð er hægt að fá fyrir þrjá til fjóra shillinga. Mér var sagt, að matur væri enn ódýrari í matstofum verk- smiðju- og skrifstofufólks. Ýmsir notamunir, svo sem bílar og rafknúin heimilistæki, eru miklum mun sjaldgæfari en á Vesturlöndum. Nóg er af fatnaði, og hann er fjölbreytt- ur. Ungverskar konur eru gefn ar fyrir að klæðast eftir nýj- ustu tízku Vesturlanda. Svo snéri Kadar við annarri kennmgu kommúnista frá Stalíntímanum: „Við skulum láta stjórnmálamennina fást við stjórnmál, en eftirláta lista mönnunum listina1'. Ungverj- ar njóta mikils frjálsræðis í bókmenntum, hljómlist og leik list, og þeir njóta þessa frels- is enn betur fyrir þá sök, hve nýtt það er. Æskan stundar kaffihúsin af ákafa. Eg horfði á unga fólkið dansa tvist eftir nýjustu lögum frá Vesturlöndum. KADAR reyndi umfram allt að ávinna sér hylli miðstétt- anna. Kaup hefur almennt hækkað síðan hann kom til valda, en mestar hafa launa- hækkanirnar orðið hjá: lækn- um, kennurum, tæknimenntuð- um mönnum, forstöðu- og skrif stofumönnum. Hann tók upp kjörorðin: „Sá, sem ekki er á móti okkur, er með okkur“. Samkvæmt þessu hefur hann horfið frá þeirri venju, að flokksmenn kommúnistaflokks- ins gengu fyrir um beztu stöð- urnar í hverri starfsgrein. Nú þarf ekki að uppfylla annað pólitís'kt skilyrði til þess að fá háa stöðu, en að stilla sig um andstöðu við ríkisstjórnina. Það er varla hægt að gera of mikið úr mikilvægi þessarar breytingar. Miðstéttunum sveið það enn meira í augum en ógnir lögregluríkisins, að af pólitískum ástæðum voru heimskir menn og fákunnandi teknir fram yfir færari menn. Það er vanalega mikilvægafa fyrir bankastarfsmann, hver verður bankastjóri en hver verður forsætisráðherra. SVO ER annað, sem kynni að þykja lítilvægt í Bretlandi. en það eru þau auknu tækifæri til ferðalaga til útlanda. sem Kadar hefur veitt þjóð sinni Ungverjaland var hluti Habs- borgarkeisaradæmisins og Ung verjar hafa því heimshorgara- legt viðhorf. Ferðaþörf er þeim í blóð borin. Þeim var það hér áður hversdagsviðburður, að skreppa til Vín til þess að hlýða á óperu. Meðan fyrri stjórn lcommún ista réði ríkjum, varð þjóðin að halda sig innan sinna landa Framhald á 13. síðu. m Z1

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.