Tíminn - 19.03.1963, Page 9

Tíminn - 19.03.1963, Page 9
Sibyl (Jrbancic NÚ'EB SNJÓ að leysa hér um slóðir eftir langan og harð an vetur; hefur ekki verið auð jörð síðan í byrjun nóvember. Jafnvel innanbæjar standa enn klakaskaflar sitt hvorum megin akbrautanna, kolsvartir af aur og sandi. Sólinni gengur erfið- lega að bræða þessar menjar einhvers snjóþyngsta vetrar, sem komið hefur hér á þessari öld, svo mengaður er snjórinn öllum götuóþverranum. Þó rennur leysingavatnið um all- ar götur. Bærinn hefur ekki við að hreinsa stífluð niðurföll, og vorglaðir borgarar, sem taka fram Ijósu, léttu fötin, iðr ast þess fljótlega, séu þeir fót- gangandi, því að ekki er nokk ur leið að forðast auraustur um ferðarinnar. Og enn er lýst eft- ir körlum og konum með haka og skóflur til að höggva upp klakann og moka upp á vöru- bíla, sem flytja hann síðan sömu leið og snjóinn, sem fjar- lægður var af mestu umferðar- götunum þegar mest hlóð nið- ur í vetur: suður fyrir borgina, þar sem öllu er kastað í ána Wien. Fjárfróðir menn hafa verið að stinga saman nefjum um það, að bærinn hljóti bráðum að fara á hausinn eftir öll út- gjöldin til snjómokstursliða í vetur. Tímakaupið var sem sé hækkað upp í 9 austurríska skUdiinga (15 ísl. kr.), fyrir fullorðna. (Unglingar fá að sjálfsögðu ekki svo gífurlega fjárhæð milli handa). Þó hef- ur hvergi verið minnzt á þann lið í sambandi við fjármála- kreppu stjórnarinnar, sem nú ber hæst á góma auk stjórnar- kreppunnar. Sama fyrirsögn í blöðum viku eftir viku, mán- uð eftir mánuð: „Gorbach kanslara hefur ekki tekizt enn að mynda stjórn“. „Miðlunar- fundurinn milli ÖVP (öster- reichische Volkspartei) og SPÖ (sozial demokratische Partei Österreichs) fór út um þúfur“. „Engin stjórnarmyndun enn“. „Forsetinn, Dr. Scharf, hvetur Dr. Gorbach, kanslara, að hraða stjórnarmyndun". — Ein aðal- orsök þessarar stjórnarkreppu er sú, að íhaldið heimtar utan- ríkismálaráðuneytið af krötum, en eins og kunnugt er, vann íhaldið heldur á í kosningun- um síðastliðið haust, bætti við sig tveimur mönnum, en kratar misstu tvo. Áður höfðu þessir tveir stærstu flokkar staðið nokkuð jafnt að vígi, eða 78:79 íhaldinu i vil. Annars bar það helzt til tíð- inda í síðustu kosningum, að fram kom, nýr flokkur, EFP (Europaische Föderalistische Partei Österreichs). Það hefur víst komið öllum á óvart, sem ekki fylgdust dálítið með fram- gangi og tilkomu þessa flokks, að hann skyldi fá tæp 22,000 atkvæði (sem að sjálfsögðu nægði hvergi til að fá mann á þing), þar af yfir 16.000 í Vín, þótt hann byði ekki fram nema í 12 af 25 kjördæmum, og eng- inn hefði heyrt orði á hann minnzt fyrr en fjórum vikum fyrir kosningar. Ekki hafði hann heldur neitt blað til að auglýsa sig, og ekkert fjár- magn (prentunin ein á auglýs ingaplakötum er sögð hafa kost að stjórnarflokkana tugir mill- jóna skildinga), svo að allt og sumt, sem hinn nýmyndaði flokkur gerði til að menn yfir- leitt fréttu af honum, var að festa upp eitt „plakat“ (hinir flokkarnir skiptu næstum dag- lega) og dreifa stefnuskrá sinni á opinberum stöðum. Ég efast ekki um, að þessi flokkur á eftir að láta meira til sín taka. Markmið hans er (auk ANTON HEILLER fjölda Innanpólitískra atriða, sem flest snerta menningu og sjálfstæði einstaklinga) að und irbúa Austurríki undir aðild ag „Bandaríkjum Evrópu“. Sam- tök, sem að þessu markmiði vinna, eru þegar til í flestum löndum Vestur-Evrópu, en Otto Molden, forseti og upphafsmað- ur þessa flokks, er sá fyrsti, sem gerir tilraun með flokks- myndun innan þessara sam- taka. Otto Molden er mikill hugsjónamaður. Hann er son- ur þjóðskáldkonunnar frægu Paulu Preradovic, sem m. a. er höfundur texta þjóðsöngsins. Hún sat um tíma í kvennafang- elsi nazista hér, vegna þátttöku sona hennar í andnazistahreyf- ingunni. Otto Molden átti hug- myndina að og stofnaði „há- skólavikurnar" í Alpach, Tíról, (Internationale Hochschuiwoch en), sem fram fara á hverju sumri. Þangað var boðið sér- fróðum mönnum sérhverrar hugsanlegrar menningargrein- ar, hvort sem um listir eða vís- indi var að ræða, sem síðan héldu fyrlrlestra, hljómleika, sýningar o. s. frv. Þátttakan var takmörkuð og bundin meðmæl um einhvers, sem áður hafði tekið þátt í mótinu, þannig að alltaf myndaðist valinn hópur Ég þekki marga, sem fengu tækifæri til að taka þátt í þessum menningarvikum, og ber öllum saman um, hve sam- stæður og alþjóðlegur andi hafi alltaf ríkt á þessum mótum. Er því engin furða, að Otto Molden hafi fengið hugmynd sína um að mynda evrópskan flokk. Hann á miklum persónu- legum vinsældum að fagna. og þyrfti flokkurinn á fleiri slík- um mönnum að halda. til að auka fylgi sitt. Kona hans, franskættuð, Laurence Dutoit, er sópransöngkona vi^ Ríkis- óperuna hér í borg. Hún syng- ur einnig oft einsöng við flutn- inga óratória. í fyrra heyrði ég hana í Saul, eftir Handel, undir stjórn danska kórstjór- ans Wöldike, sem var hér á ferð með fræga danska drengja' kórinn sinn. Þá er ég komm að tónlist- inni og sný þaðan ekki aftur. Fyrir nokkrum dögum hélt Wiener Akademie-Kammerchor söngskemmtun í Brahmssal. — Þessi kór stendur ekki lengur í beinu sambandi við tónlistar- akademíuna, eins og nafnið bendir til, heldur var hann að- eins upprunalega myndaður söngvurum akademíunnar, en gerðist brátt sjálfstæður. Próf. Ferdinand Grossmann var fyrsti stjórnandi kórsins og undir hans stjórn varð .kórinn frægur. Grossmann má teljast merkasti upphafsmaður þeirrar kórmenningar, sem nú ríkir hér. Hann er nú kominn á átt- ræðisaldur, síungur og fjör- legur, og er aðalstjórnandi Wiener Sangerknaben. Frá hon um eru marglr helztu kórstjór- ar landsins komnir. Þeirra færastur og frægastur er dr. Hans Gillesberger, sem einnig stjórnaði Wiener Akademie- Kammerchor um nokkurt skeið, en er nú aðalstjórnandi Wiener Kammerkórsins (sem öfugt við hinn kórinn, saman- stendur að mestu af eigin söng- nemendum Gillesbergers við Akademíuna) svo og Wiener Akademie-Kirchenchor og Wi- ener Singakademie. Gillesberg er er 54 ára, lágur .vexti og þétt vaxinn, mjög snaggaralegur í hreyfingum og tilsvörum, kröfu harður við söngfólk sitt en þó umfram allt sjálfan sig, en jafn framt hnyttinn og spaugsamur. Hann hefur frábæra heyrn og leggur mikið upp úr raddþjálf- un og fáguðum textaframburði kórmeðlima smna Illar tung- ur herma, að svo framarlega standi sönglist í huga hans, að önnur tónlist. t. d. hljómsveit- arverk, hverfi i skuggann í meðförum hans. Víst er söng- list hans aðalgrein, en þó hef- ur hann margoft sannað, hve fjölhæfur hann er á öðrum sviðum Á kirkjutónlistarmóti í Berlín í september s. 1. var ég vitni að því, er hann vann afreksverk á sviði hljómsveitar- stjórnar. Var hann þá nýkom- inn frá hljómleikaferð um- tt- alíu með Kammerkórinn og lagði heint upp í Berlínarferð- ina méð Kirkjukórinn, og hafði viku til að æfa tvö prógrömm með mörgum nútímaverkum; sem enginn úr kómum hafði sungið áður. En mesta aðdáun okkar fékk hann þó fyrir hljóm sveitarverk, sem hann stjórn- aði á hljómleikum í Sender Freies Berlín. Stjórnaði hann þar, auk kantötu eftir Georg Trexler, tveim hljómsveitar- verkum, s4m hann ekki sá nót- ur af fyrr en nokkrum dögum fyrir flutning, með slíkum yf- irburðum, sem um „repertoir“- verk væri að ræða og hljóm- sveitin væri hans aðalverksvið. Var það Orchester-Hymnus eft ir Hermann Schröder og Stei- ehersinfonie eftir Bartold Hum- mel. En yngsta kynslóðin á einn- ig góðan mann, sem líklegur Dr. HANS GILLESBERGER er til að leysa Grossmann og Gillesberger af hólmi. Það'er Dr. Xaver Meyer. Má segja, að hann sé „skólagenginn“ hjá Grossmann og Gillesberger, þar sem hann ólst upp sem ,,Sang- erknabe“ undir þeirra stjórn og hefur lært mikið af báðum þessum fyrirrennurum sínum. Xaver Meyer er núverandi stjórnandi Akademie-kamm- erkórsms. Hann er fæddur í Wien 1933. 1952 tók hann loka- þróf í hljómfræði og tónsmíð- um hjá Prof. Alfred Uhl, 1953 í píanóleik, 1955 tðk hann tón listarkennarapróf, 1958 dokt- or í heimspeki (germönsk fræði), 1959 þýzkukennarapróf. Meðfram þessum óvenjulega námsferli fékkst hann stöðugt við kórstjóm. 1951 stofnaði hann kór, sem hann hefur haft síðan, en það er Madrigalchor Sankt Veit. (Sankt Veit er sá hluti Vínar, þar sem Xaver Mey er hefur alla tíð verið búsett- ur). Kór þessi er skipaður á- hugamönnum eingöngu, sem Xaver Meyer hefur safnað og heldur saman og endurnýjar. Hefur hann haldið fjöldann all- an af hljómleikum innan lands og utan undir stjðm stofnada síns og stjórnandi. Auk þess var Xaver Meyer kórstjóri hjá Sangerknaben um nokkurra ára skeið og ferðaðist einnig með drengjakómum um allan heim. Er hann jafnframt þýzkukennari við framhalds- skóla í Vín. 1961 tók hann við stjóm Akademie-Kammerkórs- ins, og er þegar auðséð, að hann á eftir að marka stefnu þess kórs enn fram á við. Efnis val tónleikanna s. 1. sunnudag, ,,A capella kórverk frá 17. og 20. öld“ var afar einkennandi fyfir Xaver Meyer. Hann skipt- ir prógramminu yfirleitt niður eftir eðli verkanna, oftast eins og á þessum tónleikum, í and- legan og veraldlegan hluta. f fyrri hlutanum söng kórinn verk eftir Samuel Seheidt, Johann H. Schein, Heinrich Schutz, Josef Lechtaler og Zot- án Kodály. Einnig valið á verk- inu eftir Schein var einkenn- andi fyrir stjófnandanh: hann hefur oftár en einu sinni val- ið til flutnings söngyerk samið við guðspjallstexta þess dags, sem tónleikarnir fara fram á. f Framhald á 13. síðu. ftÍtÍhÞI N N7 þriðjudaginn 19« man-1963.. r-• m

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.