Tíminn - 19.03.1963, Síða 15

Tíminn - 19.03.1963, Síða 15
Valtýr Stefángson Framhald af 16. síðu. um hœtti braut fyrir önnur dag- blöð, er síð'ar komu og byggðu á þeirri reynslu, sem fékkst þar. Samhliða blaðamannsstarfinu vann Valtýr að ýmsum þjóðmálum og hafði þar margvísleg áhrif. — Hann starfaði lengi í Skógræktar- félagi íslands, enda hafði hann brennandi áhuga á þeim málum, var um skeið formaður þess og síðast heiðursfélagi. Einnig var hann bæjarfulltrúi í Reykjavík og átti alllengi sæti í útvarpsráði og menntamálaráði. Margvíslegum öðrum trúnaðarstörfum gegndi hann fyrr og síðar. Hann tðk mjög virkan þátt í stéttarstarfi íslenzkra blaðamanna, vann ötullega að félagsmálum þeirra og var þar ærið oft for- ystumaður og heiðursfélagi í Blaðamannafélagi íslands síðustu ár’in. Stéttarbræður hans minnast hans á þeim vettvangi með þökk og virðingu. Valtýr Stefánsson var kvæntur Kristínu Jónsdóttur listmálara • hinni ágætustu og mikilhaafustu kofiu, sem látin er fyrir nokkrum árum. Valtýr Stefánsson skrifaði jafn- an mikið í blað sitj og lagði þar á nýjar brautir, eins og t. d. í við- talsþáttum, sem hann átti við ýmsa borgara og voru lítt þekktir áður. Hafa þeir þættir síðar komið út í bókum margir hverjir og eru fit sðir af fiöri, lifandi frásagnarstíl og gefa til kynna vítt þekkingar- og áhugasvið Valtýs. Valtýr Stefánsson var snjall blaðamaður, og enginn hefur haft r-ins mikil og víðtæk áhrif á ís- lenzka blaðamensku þá rúma þrjá áratugi, sem hann starfafSi þar linnulaust í fremstu víglínu, en á þessu skeiði var lagður grundvöll- ur alhliða dagblaðaútgáfu í land- inu. Sammæli mun vera, að eng- inn maður hafi lagt eins marga steina i þann grunn og Valtýr Stefánsson. FUF í Hafnarfirði Umræðufundur verður í kvöld kl. 8,30 að Norðurbrauf, 19. Frum- mælandi Vilhjálmur Jónsson. Fé- lagar fjölmennið. FLOKKSÞINGIÐ HEFST 21. APRÍL 13. Flokksþing Framsóknar- flokksins hefst í Reykjavík sunnu- daginn 21. apríl n.k. kl. 1,30. All- ir fundir þingsins verða haldnir í Bændahölliuni. Gullfoss hrennur Framnaia ai > siðu ske Aftenavis frá því, að sér hefði virzt eldsvoðinn hefjast. með sprengingu og breiðast ótrúlega íljótt út. Hann var þeirrar skoð- unar að kviknað hafi í olíu, sem var í botni skipakvíarinnar út af neista frá logsuðutæki eða öðru slíku. Fyrstu viðbrögð hans voru, | að koma mönnum sínum og verka- mönnum þeim, sem voru um borð, í land, og. gekk hann um allt skip-1 ið i þeim tilgangi. Skipstjórinn j taldi skemmdirnar svo miklar, að nauðsynlegc væri að endurnýja mest allan aíturhluta skipsins, þar ' á meðal bæði þriðju og fjórðu lest. Klukkan ellefu að íslenzkum tíma tilkynnti Burmeister og Wein j að eldurinri væri orð'inn viðráðan- iegur og áhöfnin hefði fengið leyfi 1 til að halda um borð. Um leið var 1 lilkynnt, að viðgerð á skipinu myndi taka marga mánuði. Tveim | ur tímum siðar var slökkviliðið þó cnn önnum kafið við slökkvistarf- 1 ið, en það reyndist mjög erfitt, j þar eð elduiinn hafði brotizt til 1 r.Ilra farþegaklefa, Gullfoss kom til Kaupmanna- hafnar 6. þ.m., og fór fljótlega ' eftir það í skipakvína, en gera átti margvíslegar breytingar og endur- bætur á innréttingu skipsins. Var búizt við, að það verk myndi taka um það bil 6 vikur, en nú er sýnt, að skipið verður frá umferð mun meiri tíma, jafnvel mánuðum sam an. Þó er enn ekki fullkomlega ljóst, hve miklar skemmdirnar eru. Síðustu fréttir Um miðnætti var ekki enn búið að slökkva eldinn í Gullfossi. Tveir slnkkviliðsbflar eru stöðugt við skipið og ^berjast við kraumandi eldinn. Memr vona samt, að komist verði fyrjr eldinn í nótt. Danska sjónvarpið sýndi í kvöld Gullfoss brunann og kvöldfréttir þess skýrðu ýtarlega frá honum. Stórsigur Fram Fraftfíalci af 5 siðu var staðan 15:12. FH varð fyrir þvi óhappi að missa Pétur Antons son fljótlega í fyrri hálfleiknum, en hann sneri sig illa í hné — og hafði það sitt að segja fyrir FH. í síðari hálfleiknum komst FH mest yfir 5 mörk — 20:15, en KR fvlgdi eins og skuggi og smá mink aði bilið — mest niður í eitt mark f jórum sinnurn. — Þegar 4 mínút- ur voru eftir braut Karl Jóhanns- son gróflega á Páli Eiríkssyni, en dómarinn hafði ekki séð brot á KR rétt áður, og mun það hafa verið ástæðan fyrir því að Karl tók heldur þjösnalega á Páli. — Fyrir bragðið d'æmdi dómarinn, Magnús Pétursson víti og vísaði Karli af vellinum — þá skildi eitt mark á milli, 29:28 — en Páll skoraði örugglega úr vítinu. Þessi brott- vikning Karls — sem var fyllilega réttmæt — varð KR hvað mest dýrkeypt og hefur ef til vill kostað þá stig. FH getur einkum þakkað Páli Eiríkssyni og Hjalta í markinu fyr ir bæði stigin — Páli fyrir mörk j in og Hjalta fyrir góða mark- j vcrslu, en annars var liðið eins og vængbrotinn fugl án hinna fjarvcrandi Iandsliðsmanna sinna og má teljast heppið að sleppa úr þessari eldraun með bæði stigin. Iþróttir einhverju af ÍR eftir sigurinn gegn FH — sem þó var í rauninni ekki svo stór. — Ekki verður sagt að Fram hafi þurft að hafa mikið fyrir hlutunum í leiknum í fyrra- kvöld — ÍR-liðið bókstaflega týnd ist á köflum — og var það næsta auðvelt verk fyrir Fram að raða mörkunum. Hjá Fram var beztur Ingólfur óskarsson, en í leiknum skoraði hann 20 mörk og er það nýtt markamet í 1. deild. Þess má geta, að Ingólfur hefur skorað samtals yfir 100 mörk fyrir Fram í mót- ir.u. Annars áttu góðan leik Sigurð ur Einarsson; Guðjón, og 'Karl Ben, — og markmennirnir Þor- geir og Sigurjón. — Mörkin fyrir Fram skoruðu Ingólfur 20; Ágúst 7; Guðjón og Sigurður 6 hvor; Jón 3; og Karl, Hiimar og Erlingur 2 hvor. Fyrir ÍR skoruðu mörkin Her- mann og Gunnlaugur 9 hvor; Matt liías 3; Gylfi 2 og Þórður 1. Dómari i leiknum var Válur Benediktsson. Flugvél týnist Framhald af 1. síðu. Snorri Þorfinnsson frá Loftleið um, en hún lagði af stað frá Reykjavík um þrjúleytið, er fregnir bárust af því, að Apac- he-vélin væri týnd. Flugstjóri á henni var Magnús Guðmunds son., Skip hafa einnig verið á þess um slóðum og hafa tekið þátt í leitinni. Klukkan fimm í nótt gaf Bravo þær upplýsingar um veðrið á þessum slóðum, að vindstig væru fimm af norð- austan, rigning og aðeins ell- efu kílómetra skyggni, hiti 2 gráður. Klukkan ellefu var vind urinn kominn upp í átta vind- stig og skyggnið niður í níu kílómetra. Þá var ölduhæðin fimm og hálfur metri. Skýja- hæð á þessu tímaibli var 1000 til 1500 fet, en áætluð flughæð Apache-vélarinnar var 13.000 fet. Flugvélar og skip leituðu á þessum slóðum fram í myrkur og síðan áfram með aðstoð rat- sjáa. Flugfélag íslands bauð flugvélar sínar til leitarinnar. Sólfaxi var þá staddur í Narss- arsuaq, báinn sérstökum leitar tækjum, en kanadíska leitar- stjórnin vildi ekki fá fleiri flug vélar í leitina, þar sem skyggni var slæmt. Flugsýn hafði í hyggju að nota þessa vél bæði til kennslu og í leiguflug. Átti hún m. a. \.að koma í stað vélar félagsins, er brann á flugvellinum á Gjögri. Piper Apache-flugvélar eru taldar mjög hentugar flug- vélar og þær hafa mikið flug- þol. Tvær slíkar vélar eru í ís- lenzkri eign og á flugskólinn Þytur aðra en Tryggvi Helga- son á Akureyri hina. Ferðalag þeirra Stefáns og Þórðar hófst á laugardaginn í New York. Þeir fengu slæmt veður á leiðinni til Gander og urðu að lenda á milli á Nova Scotia. Til Gander komu þeir á sunnudaginn og lögðu síðan af stað þaðan klukkan hálfþrjú í nótt. Flugþol átti vélin að hafa til klukkan rúmlega tvö í dag. SÍÐUSTU FRÉTTIR: Snorri Þorfinnsson hætti leit- inn,i, þegar diinmdi í kvöld, klukkan 21.10 eftir íslenzkum tíma og hélt til Gaqder, en mun halda áfnam leitiriini þaS- an í fyrramáli'ð. Tvær Loft- leiðaflugvélar, sem fara vestur um haf í nótt og leggja upp héðan á miðnætti og klukkan eitt, munu fljúga yfir Narssars- suaq oig þa'ðan til Gander oig sækja um leyfi til þess að fljúga Iáigt yfir leitarsvæðið o.g lei'ta. Fleiri íslenzkar flugvélar munu ckki taka þátt í leitinni, nema um það berist beiðni frá Torbay, þaðan sefti leltinni er stjórnað. Flugfélag íslands, Landhelgisgæzlan og Varnar- liðið hafia boðið aðstoð sína, auk Loftleiða. Rétt áður en Tíminn fór í prentun í nótt, hafði Ielt- in enn engan árangur borið. í FRÉTTIR í FAUM ORÐUM BÓ-Reykjavík, 16. marz. — Heildar- aflamagnið á árinu 1962 var 768.213 lestir, en árið áður var heildarafl- inn 640.995 Iestir. — Bátafiskur 1962 var samtals 724.492 lestir, togarafisk ur 43.721 lest. Síldaraflinn það ár var 478.127 lestir, en árið áður 325. Hraðkeppni i Bridgekeppni Félags ungra Framsóknarmanna í Tjarnargötu 26 stendur nú sem hæst. Eftir eru tvær umferðir og er staðan nú þessi (eftir sjöttu umferð): Sveit Kristjáns 1299 stig, sveit Birgis 1261 stig, sveit Gests 1258 stig, sveit Sveins 1183 stig, sveit Einars 1178 stig, sveit Þorsteins 1170 stig sveit Benedikts 1161 stig, sveit Sigríðar 1063 stgi og Sveit Gísla 1049 stig. Næst verður spilag á | þriðjudagskvöld kl. 8. Að þessari keppni lokir.ni hefst tvímennings- keppni og er bridge-áhugafólk beð ið að skrá sig í hana. 911 lestir. Rækjuveiðin stórminnkaði á síðasta ári, niður f 699 lestjr, en var nálega tvöfalt þaS árið áður. — Humarveiöi jókst og komst upp { 2473 lestir. Reykjavík, 18. marz. — Um helgina var brotizt inn í blikksmlðjuna Gretti í Brautarholti, og stolið þar notuðum bílvatnskössum og tinstöng um. Þjófarnir höfðu farið Inn um þakglugga, en ekki er vitað, hvort þeir hafa paufast með vatnskassana sömu leið. BÓ-Reykjavík, 16. marz. — Flug- björgunarsveitin fékk þrjá hljóð- ncma hjá Landssímanum s.l, þriðju dag í stað þoirra, sem stolið var úr bílunum í geymslu sveitarinnar. — Búnaðurinn var því i iagi, þegar sveitin var kvödd til að leita að drengnum frá Giljahlið í fyrrinótt. Sveitin fékk tilkynningu um að snúa við, þegar komið var aS Akra nesvegamótum. — Ekki hefur spurzt til hljóðnemanna, sem stolið var. Vöruskiptajöfnuðurinn í janúar s.l. var hagstæður um 69,189 krónur, en f janúar 1961 var hann hagstæð ur um 78.712 krónur. Þá nam verð maeti útflutningsins krónum 305, 852 og verðmæti innflutningsins 227, 140 króngm, en í janúar í ár var flu^t út fyrir 335,838 krónur og inn fyrir 266,649 krónur. Starfsstúlkur við sjúkrastofnanir Reykjavíkurborgar hafa nú fengiS 5% kauphækkun samkvæmt sam- kvæmt samþykkt borgarráðs á fundl þriðjudaglnn 12. marz. Ráðstöfunin er gerð samkvæmt tillögu sjúkra- húsnefndar. — Á fundi borgarráðs var einnig lagt fram bréf Lögreglu félags Reykjavíkur, þar sem farið er frarh á 5% kauphækkun frá 1. febrúar s.l. að telja. Enn fremur var lögð fram tillaga um 5% kaup- hækkun til starfsmanna Reykjavikur borgar. Báðum þessum tillögum var visað til viðræðunefndar um launa- mál. ÞAKKARÁVÖRP Hugheilar þakkir til allra þeirra nær og fjær, sem glöddu mig á sjötíu ára afmælinu 7. marz s.l. Lifið öll heil og sæl. Aðalheiður Jónsdóttir frá Skjaldastöðum Innilegar þakkir til allra vina og vandamanna nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu „ Önnu Gísladóttur frá Þorlákshöfn Sérstaklega þökkum'við konum í Þorlákshöfn og Óskari Einarssyni, Bakkagerði 11, Reykjavík og konu hans, fyrir ómetanlega hjálp og aðstoð, svo og öllum, sem veittu okkur hjálp. — Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Gestsson, Hilmar Guðmundsson, I Gísli Guðmundsson, Helga Kristinsdóttlr Amma okkar María Þorgrímsdóttir andaðist að heimili sínu, Dvergasteini, Reyðarfirði, sunnudagnn 17. þ.m. Maria Ólafsdóttir Vigfús Ólafsson TIM IN N , þriSjudaginn 1?. marz 1963 — 15 t

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.