Tíminn - 20.03.1963, Blaðsíða 7
/
Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Amason. Ritstjórar: Þórarinn
Þó’i-arinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs-
ingastjóri: Sigurjón Davíðs'son Ritstjórnarskriístofur i Eddu-
húsinu Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur j Banka.
stræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523. Af.
greiðslusími 12323. - Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan-
lands í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. —
Afneitanir Gylfa
Það var fróðlegt að hlusta á afneitanir Gylfa Þ. Gísla-
sonar á Alþingi í fyrradag, þegar rætt var um frumvarp
Þórarins Þórarinssonar um að íslendingar mættu einir
eiga og reka fiskiðjuver hér á landi eða m.ö.o. að um fisk-
iðnaðinn skyldu gilda sömu ákvæði og um fiskiskip, er
mega stund veiðar í landhelgi.
Á fundi Verzlunarráðs íslands í júlí 1961, sagði Gylfi
m.a. orðrétt, er hann ræddi þar um EBE:
„ÞaS skiptir sérstöku máli fyrir íslendinga, aS gert
er ráð fyrir því, aS öll aðiidarríki bandalagsins hafi
jafnan rétt til þess að koma á fót fyrirtækjum á öllu
bandalagssvæðinu og að öllu leyti jafna aðstöðu til at-
vinnureksturs. Ef til einhvers konar aðildar okkar að
þessu bandalagi kæmi, hlytum vio að ætlast til þess,
að þessi almenna regla gilti ekki um fiskveiðar. Hag-
nýtingu fiskiveiða innan íslenzkrar fiskveiðilögsögu
getum við ekki deilt með öðrum þjóðum, enda hafa
fiskstofnar algera sérstöðu samanborið við aðrar nátt-
úruauðlindir. Hins vegar kæmumst við ekki hjá að
athuga stefnu okkar varðandi réttindi útlendinga til
löndunar á fiski og reksturs fiskiðjuvera, ef til aðild-
ar okkar ætti að koma enda yrði sú stefna, sem nú er
fylgt, okkur sjálfum ekki lengur nauðsynleg, ef tryggja
mætti með öðru móti að breyting á henni leiddi ekki
til ofveiði."
Þessi ummæli sýna það ótvírætt. að Gylfi og ríkis-
stjórnin hafa ekki talið það neitt athugavert að veita út-
lendingum „rétt til fisklandana og reksturs fiskiðjuvera11,
ef settar væru jafnframt reglur gegn ofveiði.
í skýrslu þeirri, sem ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi 12.
nóvember s.l. um Efnahagsbandalag Evrópu, kemur
glöggt í ljós, að hún telur vel koma til mála, að ísland
gerist aukaaðili að Efnahagsbandalaginu, enda þótt jafn-
framt sé skýrt tekið fram, að aukaaðildinni fylgi það að
semja verði um atvinnuréttindi útlendingum til handa
hér á landi. , /
Þótt allt þetta standi svart á hvítu í blöðum og opin-
berum skýrslum hélt Gylfi því svo tram í fyrradag, að
ríkisstjórninni hefði aldrei komið tii hugar að veita út-
lendingum nein aukin atvinnuréttindi eða ljá máls á
samningum um þau mál. Og Alþýðublaðið segir frá ræð-
inn Gylfa með stærsta fyrirsagnalptri sínu:
„Stefna ríkisstjórnarinnar: Erlendir nái ei tökum
á atvinnurekstri hér".
Og það er gert meira: Það er hikiaust fullyrt, að de
Gaulle hafi tekið þann vanda frá okkur að þurfa nokk-
urn tíma að taka nokkra afstöðu tii Efnahagsbandalags
Evrópu.
Hvað veldur svona málflutningi? Astæðan er einfald-
lega sú, að ríkisstjórnin er orðin hrædd við stefnu sína
í málinu. I-Iún vill fyrir alla muni fela hana fram yfir
kosningar. Þess vegna er gripið ti! h'nne furðulegustu af-
neitana og feluleiks. Jafnvel revnt að fela heil þjóða-
handalög eins og EBE'
TilhugaM
Forustugrein Þjóðviljans á sunnudaginn var hófst á
bessa leið:
„Athyglisvert má það teljast, að en.n i dag þykir Morg-
unblaðinu það langhelzt vænlegt ti) iofs um Sjálfstæðis
flokkinn. að hann skyldi vera þátttakandi * nýsköpunar
stjórninni.“
Á framhaldi greinarinnar kemur það svo glögglega i
Herðir Krustjoff kalda stríðið?
Keppnin viS Kínverja hefur vaxandi áhrif á afstöðu hans.
ÞEIR FRÉTTAMENN, sem
bezt fylgjast með rússneskum
stjórnmálum spá' því nú yfir-
Ieitt, að sú slökun, sem hef-
ur verið í kalda stríðinu síðan
átökin urðu mest um Kúbu,
muni ekki verða varanleg, held-
ur megi búast við því að það
harðni aftur næstu mánuði og
misseri. Þetta þurfi þó ekki að
breyta því, að kalda stríðið
milli Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna dvíni smásaman á
lengri tíma.
Spádóma þessa byggja um-
ræddir blaðamenn á því, að
Krustjoff telji sig þurfa af
stjórnmálalegum ástæðum að
herða kalda stríðið nokkuð aft
ur. Þetta stafi í fyrsta lagi
af ágreiningnum milli hans og
Kínverja, en Krustjoff telji
nauðsynlegt að draga úr þess-
um ágreiningi, því að skoðanir
Kínverja virðast frá aukinn
hljómgrunn hjá kommúnislum
víða um heim. Þeim geðjast
betur að hinni „hörðu línu“
Kínverja og felja hana sam-
rýmast belur hinum sanna og
upprunalega kommúnisma.
„Harða linan“. muni líka henta
betur til ávinnings í löndum
Asíu, Afríku og Suður-Ame-
ríku, þar sem ekki sé um að
ræða að ná völdum öðru vísi
en með skæruhernaði og bylt-
ingu. Meðal leiðtoga kommún-
ista- í þessum heimsálfum sætir
„sáttfýsi“ Krustjóffs við kapit-
olismann' mciri og meiri gagn-
' fýhfl'Það'ér aðallega f, Vesfur
Evrópu, sem „lina“ Krustjoffs
virðist njóta fylgis meðal komm
ista.
ÞÁ ER i öðru lagi talið, að
Krustjoff telji nauðsynlegt
vegna ástandsins heima fyrir
að herða kalda stríðið nokkuð
aftur. Sú von manna í Sovét-
ríkjunum og öðrum AusturEvr
ópulöndum, að sambúðin milli
austurs og vesturs væri að
batna, hefur ýtt undir það, að
krafizt verði meira frjálsræð-
is og bættra lífskjara. Ekki
sizt hefur þessa gætt meðal rit
höfunda og listamanna, sem
hafa í vaxandi mæli notfært
sér, að ríkisvaldið hefur um
skeið haft heldur minna eftirlit
með þeim en áður. Af þeim
ástæðum heíur Krustjoff sjálí
ur nú gripið persónulega i
taumana til þess að koma rit
höfundum og listamönnum aft
ur á „rétta braut“ Eftirlitið
með þeim verður hert aftur
þótt sennilega verði það ekki
haft eins strangt og það var
tið Stalins.
Það, sern Krustjoff og aðrn
leiðtogar Rússa bersýnilega óti
ast er að of miklar tilslakanir
geti leitt til þess, að þeir missi
taumhald á þróuninni, líkt og
fór t.d. í Ungverjalandi haustið
1956. Þegar fólkið finni slakna
á böndunum, bregði það þann
ig við, að það sprengi þau al
veg af sér. Þess vegna verði að
hafa þá aðferð að gefa svolítið
Krústjoff og Malinofski.
eftir, en herða svo á aftur. Sá
tími virðist nú fara í hönd, a.
m.k. hvað margt frjálsræði
snertir, að valdhafarnir telji
nauðsynlegt að herða böndin
eitthvað aftur um skeið. Það
mun þykja nauðsynlegur þátt-
ur í því að herða kalda stríðið
eitthvað.
ÞÁ ER það talið ýta undin
þeíta, að sú stefna, sem Krust-
joff hefur fylgt í afslöðunni til
hlutlausu landanna, hefur beð-
ið fullkomið skipbrot. Krustjoff
hefur valið þá leið að hjálpa
ríkisstjórnum margra þeirra til
að koma fram ýmsum umbót-
um, og nemur sú efnahagsað-
stoð, sem hann hefur veilt
þeim, orðið háum upphæðum
Þetta hefur verið gert i trausti
þess, að þær myndu í staðmn
snúast til meira fylgis við
kommúnista. Niðurstaðan hef-
ur hins vegar ekki orðið á þanri
veg. Margar þessar stjórnir
hafa snúizt gegn kommúnistum
og bannað starfsemi þeirra !
löndum sínum. Þetta hafa t.d
ríki'SBtjórnir Egyptalands, Alsír
Túnis gert Mest áfallið hef
ir Krustjoff þó hlotið í frak
Hann hafði veht Kassim mikla
fjárhagsaðstoð, enda hafði
Kassim hafið kommúnista ti!
æðstu trúnaðarstaffa. Það ger-
ist svo óvænt, að honum er
steypt af stóli og hin nýja
stjórn snýst harkalega gegn
kommúnistum. Ýmsir helztu
'eiðtogar þeirra hafa verið
eknir af lífi.
Fyrir Krustjoff er þetta enn
meira áfall vegna þess, að Mao
hinn kínverski hefur mjög for
dæmt þessa stefnu hans. Mao
hefur haldið því fram. að Rúss
ar ættu helzt ekki að veita öðr
um stjórnum verulega efna
hagslega aðsioð en kommún
istastjórnum. í hlutlausu lönd
unum ætti ekki að styrkja rik
Ijós, að Sósíalistaflokkurinn er reiðubúinn til samstarfs
við Sjálfstæðisflokkinn um nýja nýsköpunarstjórn.
Bjarni Benediktsson keppist líka við að lýsa yfir því í
fteykjavíkurbréfum sínum, að Þjóðviljinn sé miklu heið-
irlegri en Tíminn og stórum skárra sé að kjósa kommún-
ista en Framsóknarmenn!
isstjórnirnar þar, heldur ætti
að styrkja kommúnistafiokk-
ana þar til undirróðurs og bylt-
'ingarstarfsemi. Þannig ætti að
koma upp hörðu liði, sem væri
viðbúið að grípa völdin, þegar
heppilegt taekifæri gæfist Frá
sjónarmiði kommúnista víða um
heim hefur reynsla seinustu
ára staðfest þessa kenningu
Kínverja.
AF ÞEIM ástæðum, sem hér
eru raktar, spá þeir blaðamenn,
sem bezt þekkja til, nú því, að
Krustjoff muni herða lcalda
stríðið aftur næstu mánuði eða
misseri. Þófið um Kúbu muni
halda áfram og ef til vill auk-
ast. Ekki muni nást neitt sam-
komulag um afvopnunarmálin
eða bann gegn tilraunum með
kjarnorkuvopn á ráðstefnu
þeirri, sem nú stendur yfir f
Genf. Þá muni ekki þoka neitt
til samkomulags um Berlín né
önnur meiri háttar ágreinings-
mál stórveldanna. Jafnframt
þessu munu svo kommúnistar
herða undirróðursstarf sitt í
vanþróuðu löndunum og senni-
lega grípa víðar til skæruhern-
aðar en þeir hafa gert hingað
til.
Þessu þarf hins vegar ekki
að fylgja það. að stríðshættan
aukist. Óttinri við kjarnorku-
vopnin mun halda henni i
skefjum. Stórveldin munu því
forðast vopnuð átök á stöðum,
þar sem þau gætu leitt til
meiri háttar átaka. Skæruhern-
aður, líkt og á sér stað í Viet-
nam, gæti hins vegar breiðzt
út. Eftir nokkurn tfma, geti
svo Krustjoff eða Rússar slak-
að á kalda stríðinu aftur Þgð
muni þó fara mikið eftir því,
hvort raunverulega náist sættir
i milli Rússa og Kínverja eða
hvort ágreiningurinn milli
þeirra heldur raunverulega á-
fram að aukast, þótt allt verði
kyrrt á yfirborðinu næstu miss- ~
erin. Mun fleiri þeirra, sem
um þessi mál rita, spá því, að
þessi ágreiningur muni aukast.
þótt bráðabirgðasætt geti náðst
að sinni. og þá fyrst mum
skapast jarðvegur til bættrai
sambúðar milli Sovétríkjanna
og Bandaríkjanna Þ.Þ.
J
TÍMINN4 miðvikudaginu 20. marz 1963 —
z