Tíminn - 20.03.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.03.1963, Blaðsíða 14
wxsmm ÞRIDJA RÍKIÐ WILLIAM L. SHIRER 49 Nazistablaðinu Völkischer Beo- bachter með fimm dálka lofræðu, sem lýsti Grundlagen hans sem „guðspj alli N azistahreyf ingarinn- ar,“ og hann fór í gröfir.a sextán mánuðum síðar með þær háleitu vonir, að allt, sem hann hafði predikað og spáð myndi enn eiga eftir að rætast undir guðlegri leið sögn þessa nýja þýzka Messíasar. Hitler var eini opinberi mað- urinn, sem viðstaddur var jarðar- för Chamberlains, að undanskild- um prinsi nokkrum, sem mætti fyrir hönd Vilhjálms II., sem ekki gat snúið aftur til Þýzka- lands. Þegar Völkischer Beobacht er skýrði frá dauða Englendings- ins sagði það, að þýzka þjóðin hefði misst „einn hinna stærstu stríðsmanna en vopn hans hefðu enn ekki verið hagnýtt sem skyldi.“ Á þessum litlausa janúar degi 1927, þegar einna verst leit út fyrir Nazistaflokknum hefði ekki hinn hálflamaði gamli mað- ur á deyjandi degi, getað scð fyr- ir, og jafnvel ekki Hitler, hversu fljótt þassi vopn áttu eftir að nota til hins ýtrasta, og hversu hræðilegar afleiðingar það átti eftir að hafa. Samt hafði Adolf Hitler á þessum tíma, og reyndar fyrr, dularfulla tilfinningu um sína persónulegu köllun á þessari jörð. „Einn maður verður að stíga fram . . . úr milljónum manna,“ skrifaði hann í Mein Kampf,“ sem með augljósu valdi mun mynda ósveigjanlegt lögmál úr 'hinum reikandi hugmyndaheimi fjöldans og taka upp baráttuna fyrir algjörri nákvæmni þess, þar til frá hinum breytilegu öldum hins frjálsa hugarheims munu rísa klettar heilsteyptrar eining- ' ar, trúar og vilja.“ Hann lét leisendurna ekki vera | í neinum vafa um, að hann hafði , þegar hugsað sér sjálfan sig, sem | þennan eina mann. Á víð og dreif í Mein Kampf rekst maður á litlar ' greinar um hlutverk snillingsins, j sem forlögin hafa útnefnt til þess j að leiða hina miklu þjóð út úr erfiðleikum hennar til glæstrar framtíðar, jafnvel þótt hún í 1 fyrstu muni ef til vill ekki skilja hann né viðurkenna verðleika hans. Lesandinn gerir sér grein t fyrir því, að Hitler á við sjálfan l sig, og aðstæður hans eins og þær ! eru í augnabÞkinu. Heimurinn , hefur enn ekki viðurkennt hann sem þann, sem hann sjálfur er j viss um að hann «é, en þetta hafa ' alltaf verið örlög allra snillinga .— til að byrja með. „Það þarf nær : því alltaf einhverja hvatningu til þess að koma stórmenninu fram á sjónarsviðið," segir hann. „Snillingsneistinn er til frá fæð ingu í heila hins raunverulega skapandi manns. Sannur snilling- ur er fæddur snillingur, aldrei |búinn til, og því síður hefur hann lært til þess.“ Hitler áleit, að mikilmennin, sem settu svip sinn á söguna væru sambland hagsýnna stjórn- málamanna og hugsUða. „Það getur stundum skeð með löngu millibili í sögu mannskynsins, að stjórnmálamaðurinn -tengist kenni manninum. Því dýpri sem þessi samruni er, þeim mun stærri verða hindranirnar á vegi síjórn- málamannsins. Hann vinnur ekki lengur að nauðsynjum, sem hver góður kaupmaður áetur skilið, heldur að takmarki, sem aðeins mjög fáir skilja. Þar af leiðandi berjast um í lífi hans ást og hat- ur. Mótmæli líðandi stundar, sem skilur hann ekki, berjast við viður kenningu eftirkomendanna, sem hann vinnur einnig fyrir. Því þeim mun meira sem verk manns eru unnin fyrir framtíðina, því erfiðara á samtíminn með að skilja þau, og því harðari er bar útta hans . . . .“ Þessar línur voru rítaðar árið 1924, þegar fáir skildu, hvað þessi maðui ætlaði sér að gera, er þá sat í fangelsi, vanvirtur vegna þess að ,,kómík-óperu“upp- reisn han-s hafði mistekizt. En Hitler var ekki í neinum vafa sjálfur. Mönnuih kemur ekki sam an um það, hvort hann hafi í rauninni lesið Hegel eða ekki, en greinilegt er af skrifum hans og ræðum, að hann þekkti að r.okkru hugmyndir heimspekings ins, þó það væri ef til vill ein- göngu af viðræðum við fyrstu upp fræðara sína þá Rosenberg, Eckart og Hess. Hinir frægu fyrirlestrar Hegels við Berlínarhá.skólann hafa á einn eða annan hátt náð til hans, eins og líka gerðu fjö]- margar af skoðunum Nietzsche. Við höfum lítillega séð, að Hegel hafði komið fram með „he!ýu“- kenningu, sem átti miklu fylgi að fagna meðal Þjóðverja. í ein- um af Berlínar-fyrirlestrunum ræðir hann um það, hvernig „vilja heimsandans“ sé hrundið í framkvæmd af „heimssögulegum einstaklingum.“ — Það má kalla þá hetjur, af því að köllun þeirra álti ekki upp tök sín í hinum rólega og venju- lega gangi málanna, sem dagleg- ir hættir hafa lagt blessun sína j yfir, heldur kom hún frá leyndri j uppsprettu, frá þessum innri anda, sem enn er falinn undir yfirborð- - inu, sem skellur á hinum ytri j heimi eins og á skel og brýtur l hann í sundur. Þannig voru Alex- ander, Ccsar, Napoleon. Þeir voru hagsýnir, stjórnmálalega sinnaðir j menn, en um leið voru þeir hugs- j andi menn, sem höfðu innsýn í , kröfur tímans — sem var nauð- , synlegt fyrir þróunina. Þetta var j hinn eini sannleikur fyrir þeirra tíma, þeirra heim . . . Það var þeirra að þekkja þetta komandi lögmál, hið nauðsynlega, og beint áframhaldandi skref framfaranna, sem heimur þeirra átti að taka, að gera þet'a að markmiði sínu, og í að beita kröftum sínum til þess að koma þessu á. Heimssöguleg- ; ir menn — hetjur tímabilsins, verða því að vera viðurkenndir sem hinir skapskyggnu menn tímabilsins. Gerðir þeirra, orð þeirra eru það bezta, sem býðst á þeirra öld. Takið eftir því, hversu mjög þetta líkist úrdrættinum úr Mein Kampf hér að framan. Samruni stjórnmálamannsins og hugsuðar- ins — það er það, 6em ákapar hetjuna, „heimssögulegan mann‘-, Alexnnder, Cösar eða Napoleon. Ef þes-i samruni var í Ilitler sjálf- um, eins og hann var nú farinn að trúa, gæti hann þá ekki samein- ' azt herfylkingum þeirra? Sú skoðun kemur fram í orðum Hitlers, að hinn æðsti foringi sé hafinn yfir siðalögmál hins venju- lega manns. Þetta sama fannst Hegel og Nietzsehe einnig. Við höfum séð framburð Hegelfi, þar | sem hann heldur því fram, að ■ „einkadyggðir" og „lítflsverðar j siðferðikr.öfurí' megi ekki standa í vegi fyrir hinum miklu stjórnend- um, og menn mega heldur ekki , kippa sér upp við það, ef hetjurn- j ar, í því þær eru að framkvæma það, sem örlögin hafa ætlað þeim, troða undir eða „kremja sundur“ margt saklaust blóm. Nietzsche gengur miklu lengra í hinum furðulegu öfgum sínum. — Hinir sterku menn, herram- ir, fá aftur samvizku rándýrsins, , Sem ófreskjur fullar gleði geta ! þeir snúið aftur frá ógurlegum morðum, íkveikjum, nauðgunum I og pyndingum með sömu gleði í hjarta, sömu ánægju í sál sinni, eins og hefðu þeir tekið þátt í einhverju stúdenta-gamni . . . Þeg ar maður er fær um að stjórna, þegar hann frá náttúrunnar hendi j er ,,drpttnari“, þegar hann er ofsa- j fenginn í athöfn og æði, hvers i virði eru honum þá sáttmálar? . . . ! Til þess að dæma réttilega sið- j ferði, þá verður að setja í þess : stað tvenns konar hugmyndir, ^ sem fengnar eru að láni frá dýra- fræðinni: tamningu villidýra og framlciðslu sérstakrar tegundar. j Slíkar kcnningar, sem gengu út ! í öfgar hjá Nietzsche og var fagn- j að af heilum herskara lægra settra i Þjóðverja, 'virðast hafa fengið Marsden, sem hefur fengið leyfi að vera í landinu, ha? — Jú, ég, sagði Dorothy skjálf andi röddu. — Og þetta börn hans? — Já. — En hver er svo þessi kona? Hann benti á Blanche. Blanche svaraði sjálf, áður en Dorothy komst að. — Frú Marsden er systir mín, sagði hún. — Og ég var beðin að fylgjast með henni til að ann- ast um börnin. Hún er ekki heilsu sterk og stundum verður henni um megn að annast þau. En við bjuggumst ekki við að verða flutt ■ar hingað — okkur hafði skilizt, að við myndum hitta John Mars- den í Moskvu. Kínverjinn svaraði henni ekki, en hóf á ný samræður við Petrpv. Það virtist engan enda ætla að taka, og Blanche leit í kring um sig eftir stól. En hann var enginn, enda efaðist hún um, að þær hefðu fengið leyfi til að setjast niður, þótt stóll hefði verið við höndina. En hún var svo úrvinda af þreytu, að hana langaði mest til að setjast á gólfið. Hún hafði óstjórnlegan höfuðverk og fann til þreytu í augum. Loks greip Kínverjinn stimpil, stimplaði með miklum tilburðum á skjalið fyrir framan sig, síðan tók hann penna og skrifaði eitt- hvað undir kínversku le#i. Síðan sneri hann sér á ný að Blanche. — Þið fáið heimild til að búa með þessum Englendingi, en þið verðið að gefa ykkur fram hér á skrifstofunni leyfinu til endur- nýjunar einu sinni í mánuði Það var búizt við konu hans og börn- um, en ekki yður, sagði hann og kinkaði kolli í átt til Blanche. — En þér fáið að fylgjast með þeim, því að Petrov ofursti hefur lofað að bera ábyrgð á yður . . . Þið megið fara. Blanche botnajði hvorki upp né niður, þegar. þau voru leidd út úr skrifstofunni og Vronsky var skipað að útvega ökutæki. — Einu sinni í mánuði, hrópaði Dorothy skrækum rómi. — Hann sagði að við yrðum að gefa okk- ur fram einu sinni í mánuði. En við eigum varla að vera hér svo lengi? Hún leit biðjandi á Petrov. — Verður maðurinn minn ekki sendur fljótlega til Rússlands aftur. — Um það get ég ekkert sagt, frú Marsden, yfirmenn hans í Moskvu segja til um það. Eg ráðlegg yður að brjóta ekki meira heilann um þetta, en reyna að sætta yður við aðstæður hér. Áður en Dorothy komst að að segja meira, sagði Blanche: — Hann kallaði yður Petrov ofursta. Hann yppti öxlum. — Það er gráðan, sem ég hef. — Það vissi ég ekki . . . Eg . . . Hvað í ósköpunum eruð þér að gera hér? Hvens vegna komuð þér með okkur? Hann leit hálf hæðnislega á hana og það vottaði fyrir brosi í bláum augum hans. — Þér búizt varla við því, að ég svari þeslari spurningu, fé- lagi Blanche? — Kallið mig ekki félaga. Eg er ekki kommúnisti, sagði hún stutt aralega, svo rann upp fyrir henni, að svona ógætilega mætti hún víst ekki tala, því að hún greip hendi fyrir munn. Hvað myndi hann gera núna, þegar hann vissi, að hún var ekki sömu stjórnmála- skoðunar og hann. Myndi hann kveðja lögregluna á vettvang? En hann leit aðeins á hana og brosli nú breitt. — Viljið þér heldur, að ég kalli yður ungfrú? En ég ræð yðu'r eindregið til að ven.i ast þessum talsmáta, sem notaðui er hér og í Rússlandi. Ef þér hugs ið yður um, sjáið þér það skyn- A HÆTTUSTUND Mary Richmond samlega í því. Henni tókst að reka upp eymd- arlegan hlátur. Hún vildi ekki fyr- ir nokkurn mun láta þennan mann sjá, hvað hún bar mikinn kvíðboga fyrir framtíðinni. Vronsky kom nú aftur. Honum hafði tekizt að ná í leigubíl, en það var gamall skrjóður. Dorothy virt ist í þann veginn að bresta í grát, og Elaine opnaði munninn til að reka upp gól, en Blanche sussaði | á hana, um leið og bílstjórinn, sem var tannlaus, gamall maður, ók bílnum af stað frá árbakkanum | og inn í borgina Shanghai.! Blanche horfði með áhuga á götu-| lífið. Þar mátti sjá burðarstóla og j vagna, sem dregnir voru af þjón- ’ um. Bíllinn flautaði sig áfram, það úði og grúði af kínverskum lögregluþjónum á mótorhjólum, og af og til sást betlari teygja biðj andi fram hönd sína. Petrov sagði Blanche, að óvenjumikið værí um betlara í borginni. Þeir höfðu kom ið norðan úr landinu, en þar geis- aði hungursneyð vegna gífurlegra flóða, og heilar fjölskyldur reyndu að draga fram lífið með því að . betla. j Vfirvöldin gerðu allt, sem í þeirra valdi stóð, en þetta var mjög erfitt vandamál. Þegar vatna vextir yrðu í einstökum héruðuT ’.akaði það þúsundum manna ó óætanlegt tjón og erfiðleika. j Bíllinn ók inn i nýtízkulcg: - hluta borgarinnar. Þar voru enn mörg merki um sprengingar o-g eyðileggingu. Húsarústum hafði víða ekki veríð rutt brott og gnæfðu eins og þögul og ógn- þrungin minnismerki við drunga- legan himininn. Bifreiðin nam stað ar fyrír framan gistihús og Petrov gaf þeim bendingu að stíga út úr bílnum. — Þetta er Edwards sjöunda gata, sagði hann. — Og þetta gisti- hús er meðal hinna þekktustu hér í borg. Hér bjuggu aðallega Evr- ópumenn, en nú hefur það náttúr lega breytzt. Samt sem áður hugsa ég, að ykkur finnist það bara nota legt. Eins og allar aðrar byggin^r, sem Blanche hafði séð, hefði ekki veitt af að mála húsið, en hún var c-ftirvæntingarfull áð sjá, hvernig það liti út a ðinnan. Það bar enn menjar forns íburðar, en húsgögn- in voru snjáð og yfir öllu var blær vanhirðu og niðurníðslu. Petrov gekk ag afgreiðslunni og átti þar langt samtal við kínverskan skrif- stofumann og kínverska aðstoðar- slúlku. Síðan kom hann aftur til litla hópsins. — Mér tókst að útvega sérher- bergi fyrir yður, félagi, sagði hann við Blanche. —- Systir yðar mun dvelja í sama herbergi og maður 'ænnar og það er svo stórt, að er nóg pláss fyrir börnin. Mér þykir leitt, að yðar herbergi er ekki á sömu hæð, en það var ó- gerningur að íhuga það. — Fáum við ekki/éinkaíbúð? spurði Dorolhy þrumulostin. — Á gistihúsum hér eru engar slíkar einkaíbúðir, nema að örfá- um undanskildum, sem háttsettir embættismenn fá, sagði Petgrov. — En er maðurinn minn ekki einmitt háttsettur embættismað- ur? • — Ekki held ég það. En hann útskýrir sjálfsagt allt fyrir yður. Eg skal fylgja ykkur upp Sem bétur fer er lyfta. — Eg vil heldur hitta mann minn ein, sagði Dorothy kulda- lega. — Eiginmaður yðar er ekki hér . . . — En þér sögðuð . . . — Hann er úti og er ekki búizt við honum fyrr en seint í kvöld. Þið hafið þá nógan tíma til að hvíla ykkur og taka upp farangur- inn. Hann tók við lyklunum tveim, sem skrifstofumaðurinn rétti hon- um og ýtti þeim á undan sér inn í lyftuna. Þau fóru upp eins hátt og lyftan fór, síðan gekk Petrov á undan inn mjóan gang, að dyr- um innst. Hann stakk lyklinum í skrána og opnaði. Þau komu inn í stórt herbergi. Þar voru fjögur rúm og húsgögnin voru svipuð og niðri í forsalnum — hálfsóðaleg og slitin. Petrov gekk að glugg- anum og dró frá gluggatjöldin. Þaðan var fagurt útsýni yfir höfn- ina og ána. Síðan opnaði hann T í MIN N, miðvikudaginn 20. inarz 1963 — 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.