Alþýðublaðið - 04.07.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.07.1940, Blaðsíða 2
\ FIMMTUDAGUR 4. JÚLI 194«. ALÞYÐUBLAÐIÐ Reykjavíkurmótið Meistaraflokkur f kvðld kl. 8.30 IJrslif aleikiir Fram Mesf spennaiidl leikur ársims! i Atvik, sem er eins dæmi, olll jafntefli hjá K.R. og Val. -----«—,--- Leiknrlnn var stHðvaður um leið og knðffurinn fér yfir linuna. AÐ MUNAÐI broti ur sekúndu í gærkveldi hvort K. R. ynni sigur á Val með 2 mörkum gegn 1. Dómarinn Ólafur Þorvarðar- son sagði í morgun við þann, sem þetta ritar: „K.R. var í þvögu með knöttinn upp við mark Vals, einn K.R.,-ingur sparn honum, en meðan knött- urinn var á Ieiðinni í markið, flautaði ég, því að tíminn var búinn.“ Það skal tekið fram, að vega- lengdin frá manninum, sem sparn knettinum í markið, var ekki nema 3—5 metrar — og á með- an knötturinn var á leiðinni flautaði dómarinn, svo að ekki hefir munað neraa sekúndu eða broti úr sekúndu um tímann. „Þetta getur ekki komið fyrir nema einu sinni af hverjum 1000 tilfellum,“ sagði Ólafur Þorvárð- arson enn fremur. 0g það er víst rétt. Leikurinn var því dæmdur r.—■■■»' ' i.i .. ]jau húrra við mikil fagnaðariæti. Að Laugum komu hau kl. 8V2 í gærkveldi. Sárfá börn urðu bíl- veik, en háreisti, söngur og gleði rík'tu alla leiðina. Börnin, sem fara á bæina, gistu flest að Laugasköla í nótt, eh fara þaðan í dag.“ \ í morgun, er Alþýðublaðið talaði við Laugaskóla voru litlu angarnir farnir að busla í hinni ágætu laug skólans. jafntefli, l':l. K. R. setti fyrra markið og Valur hið síðara, og^ var það fyrir handvömm K.-R.- inga, að þeir fengu þetta mark eftir hendi rétt fyrir utan víta- teig. Leikurinn var mjög spfennandi, en dálítið þjösnalegur á köflum. Valur lék miklu betur í fyrrf hálfleik, en K. R. sýndi jafn- mikla yfirburði í síðari hálfleik. Valur fékk fleiri tækifæri, en K. R. nýttist betur að 'sínum tækifærum. Sérstaka athyglf vakti prýðileg frammistaða hins nýja markmanns K. R., Sigurðar Jónsson^r. Nú eru Valur og Víkingur jafn- ir að stigafjölda, hafa hvor 7 stig. Ef Víkingur tapar leiknum við Frarn í kvöld, verða Valur og Víkingur að keppa til úrslita. Aðatfnndnr H.f. Ölgerðin Egill Skalla- grímsson, verður haldinn mið- vikudaginn 24. þ. m .kl. 5 síð- degis á skrifstofu félagsins í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, Dagskrá samkvæmt lögum félagsins. STJÓRNIN. STóRSTCfKUÞINGIÐ Frh. af 1. siðu. kanslari. Jensína Egilsdóttir, stórvara- templar. Jóh. Ögm. Oddsson, stórritari. FIosi Sigurðsson, stórgjald- keri. Steindór Björnsson, stór- gæzlum. ungl. starf. Felix Guðmundsson, stór- gæzlum. löggj.starfs. Einar Björnsson, stórfræðslu- »tjóri. Sigfiis Sigurhjartarson, stór- kapelán. Jakob Möller, stórfregnritari. Helgi Helgason, fyrrv. stór- templar. Mælt var með Jóni Árnasyni sem umboðsmanni hátémplars. Um áfengismálin voru sam- þykktar svohljóðandi ályktanir: „Um leið og Stórstúkuþingið vill vekja athygli ríkisstjórnar og Alþingis á vilja þeirra 22598 alþingiskjósenda, sem s.l. vetur wndirrituðu áskorun um lokun allra áfengisútsölustaða í land- inu, meðan stríðið stendur, lýs- ir þingið því yfir, að samkvæmt lýðræðisreglum beri að verða við þessum áskorunum og skor- ar því á ríkisstjórnina að láta loka öllum áfengisútsölustöð- um á landinu, minnsta kosti á meðan á stríðinu stendur.“ Áfengislaganefnd lagði fram svohljóðandi tillögu, sem var samþykkt: „40 ársþing Stórstúku ís- lands lýsir megnri óánægju yf- ir afgreiðslu Alþingis 1939 á frumvarpi um breytingar á áfengislögunum, þar sem af- greiðsla þessi braut algerlega í bág við yfirlýstan vilja meiri hluta kjósenda á flestum útsölu- stöðum og víðar. Ennfremur tel- ur þingið ástæður, sem fram voru færðar fyrir frávísun frum varpsins, þannig vaxnar, að fullkomin ástæða sé að óska frekari skýringar og skorar á ríkisstjórnina að birta þá gild- andi samninga, sem talið var að væru því til fyrirstöðu að frum- varpið næði fram að ganga.“ Þá var svohljóðandi ályktun samþykkt: „Stórstúkuþingið felur fram- kvæmdanefnd sinni að skipa milliþinganefnd, sem hafi það með höndum, að gera hagfræði- legar athuganir á því, hverjar séu orðnar afleðingarnar af af- námi aðflutningsbannsins. Nefndin hafi sem nánast sam- band við bindindismálaráðu- naut.“ , Ágætt ferðalag barnanna að Laugum. Pamað komu pau klukk an 8,30 i gærkveldi. ArNI ÞÓRÐARSON yfirum- sjónarmaðtur með hinum 150 reykvísku börmum, sem dvelja að Laiugaskóla og á nokkrum bæjum í Suður-Þingeyjarsýslu í sumar, sagði í moingiun i samtali við Alþýðiublaðið, að ferðin norð- tír hefði í alla staði gengið prýði- lega. Alþýðublaðið talaði við hann í Laugaskóla. Ámi sagði enn fremur: „KI. 8V2 í gærmorgun var lagt af stað frá Blönduósi og kl. 71/2 frá Reykjaskóla. KI. 121/2 borð- aði Reykjaskólahópurinn að Varmahlíð í Skagafirði, en Blönduósshópurinn kl. 31/2 að Bakkaseli. Á Akureyri var staðnæmst að- eins skamma stund og haldið beina leið áfram til Laugaskóla. Þegar börnin komu á Fljóts- heiði og sáu heim að Lauga- skóla, sumarhe'mdi sínu, hrópuðu búnir að gleyma sinni sönnu trú. Hún lifir enn. Hún er að- eins hjúpuð. Hin kristna goða- fræði hefur aðeins strokið yfir hana. Hinn í'orni átrúnaður skal leiddur fram til heiðurs á ný. Bændunum verður sagt, hvað kirkjan hefir eyðilagt fyrir þeim. Hún hefur eyðilagt hina duldu þekkingu á náttúrunni, á hinu guðlega, vættunum og kynginni. Bóndinn skal læra að hata kirkjuna á þessum grundvelli.-----------Vér nem- um burt hinn kristna hjúp og leiðum fram trú, sem er sérstök fyrir vorn kynþátt. Og á bænd- unum byrjum vér. Þeir jifa enn í heiðnum átrúnaði og verð- mætum. Með bændurna að verkfærum skulum vér geta eyðilagt kristnina“. Þessi ummæli, sem höfð eru eftir Hitler, eru í eftirtektar- verðu samræmi við gang mál anna í Þýzkalandi eftir að Hitler komst til valda. Hvers- konar heiðin trúarstefna hefir átt beinum og óbeinum styrk að fagna hjá Nazista- flokknum og það hefur verið únnið áð því með nærri ótrú- legri áfergju að umbreyta hinni evangelisku ríkiskirkju í hálf eða alheiðna stofnun. í því augnamiði hefur verið skipt um. menn í guðfræðideildum flestra háskóla landsins, menn hafa. verið settir í biskuþsstóla, sem ekki höfðu annað til síns ágætis; en hollustu við hinn .nýja sið. En kirkjan hefur enn ekki látið bugast. Hitler hefur;/ eins og ýmsir fleiri valdamenn í sög- unni, ekki gert sér réttar hug- myndir um styrk kristinnar kirkju. Biskupar og prestar,. sem settir eru af embættum halda áfram að starfa, meðan. þeir eru ekki teknir fastir, og séu þeir teknir fastir neitar söfnuðurinn að þiggja neina þjónustu af eftirmönnum þeirra', ef þeir eru ekki kristinnar játn- ingar, og velja heldur trúaða leikmenn til að stjórna guðs- þjónustum. Þeir sem ætla sér að verða prestar fara ekki í guð- fræðideild háskólanna heldur í prestaskóla, sem starfa leynilega og flytja sig stað úr stað, til þess að forða sér undan lögreglunni. Söfnuðirnir viður- kenna ekki hina ríkisskipuðu kirkjustjórn heldur velja sína. eigin bráðabirgðastjórn. Hin stríðandi kirkja kallar sig játn- ingarkirkju í meðvitund um það, hvers virði hin kristna játn- ing er á tímum eins og þessum. Trúarjátningarnar eru eining- artákn og áttaviti hinna ofsóttu safnaða. Þær eru yfirleitt til orðnar á baráttu- og þrengingar tímum og baráttutírnarnir leiða einmitf í Ijós, hvílíka þýðingu það hefurö'ð eiga hin grundvall- NI. Ég hef í höndum bók eftir mann, sem heitir Hermann Rauschning. Hann var um eitt skeið einn af nánustu samstarfs- mönnum Hitlers í flokki Nat. Soc., þó nú sé hann búinn að yfirgefa flokkinn. Þessi bók, sem um var getið gefur mjög merkilegar upplýsingar um það, hvernig umræður féllu í hópi nánustu trúnaðarmanna Hitl- ers. Einn kaflinn greinir frá umræðum um trúmál. Ég leyfi mér að taka upp nokkur megin atriði úr þessum kafla. Svo far- ast Hitler orð m. a. að því er Rauschning hermir: „ítölum og Frökkum má vera sama, hvort þeir eru kristnir eða heiðnir. Þeirra kristindóm- ur nær ekki inn úr skinninu. En Þjóðverjanum er öðruvísi varið. Hann er allshugar í öllu, sem hann fæst við. Hann er annað- hvort kristinn eða heiðinn. Hann getur ekki verið hvort- tveggja. Mussolini getur annars aldrei gert neinar hetjur úr Fascistunum sínum. Þessvegna skiptir það engu máli, hvort þeir eru kristnir eða heiðnir. En fyrir vora þjóð hefur það úrslitaþýðingu, hvort hún að- hyllist Kristsátrúnað Gyðing- anna með hinni kveifarlegu meðaumkvunarsiðfræði hans, eða sterka, hreystilega trú á guð í náttúrunni, guð í vorri eigin þjóð, guð í örlögum þjóð- arinnar, guð í blóði hennar. — —-------Það er öfugmæli að vera að tala um þýzka kirkju og þýzka kristni. Annaðhvort er Vertu ekki hrædd, litla hjörð. ----*--- Synoduserindi séra Sigurbjörns Einarssonar flutt í Dómkirkjunni í Reykjavík þ. 28. júní maður þýzkur eða kristinn. Það er ekki hægt að vera hvort- tveggja.------------- Það er ekki hægt að gera Jesú að Aría. Hvað er þá hægt I að gera? Það skal ég segja ] ykkur: Vér verðurn að koma í i veg fyrir að kirkjurnar geri | annað en það, sem þær eru að gera núna, þ. e. a. s. alltaf að tapa dag fyrir dag.---------En vér getum flýtt fyrir. Prestarnir verða látnir grafa sínar eigin grafir. Þeir munu svíkja guð sinn í vorar hendur. Þeir munu svíkja allt vegna sinna vesælu snattstarfa og launa. Vér mun- um gera nákvæmlega það sama sem kaþólska kirkjan gerði, þegar hún neyddi trú sinni upp á heiðingjana: Vér höldum því, sem haldlið verður og umbreyt- um meiningunni í því öllu. Páskana höldum vér ekki fram- ar sem upprisuhátíð heldur sem hátíð hinnar eilífu endurnýjun- ar þýzku þjóðarinnar. Jólin verða fæðingarhátíð frelsara vors, en hann er andi hreyst- innar og frjálsræði þjóðarinnar. Halclið þið að þessir frjálslyndu prestar, sem ekki eiga neina trú framar, aðeins embættin, muni neita því að prédika vorn guð í kirkjunum? Ég skal ábyrgjast það, að alveg eins og þeir hafa gert Haeckel og Darwin Goethe og Stefan George að spámönn- um trúar sinnar, eins munu þeir setja hakakrossinn í krossins stað. í stað þess að dýrka blóð frelsara síns, sem einu sinni var, munu þeir dýrka. hið hreina blóð þjóðar vorrar. Þeir munu taka á móti ávexti hinnar þýzku moldar eins og guðs gjöfum og eta þá sem tákn hins eilífa sam- félags þjóðarinnar eins og þeir hafa til þessa etið af líkama Guðs síns. Ég skal lofa ykkur því, að ef ég vildi gæti ég eyðilagt kirkj- una á fáum árum. Hún er rifin og rotin og sundurlogin. Einn pústur, — og hún er farin um. Vér skyldum veiða prestana í snörur sinnar alræmdu græðgi og sérgæðingsskapar. Og síðan munum vér geta náð við þá samkomulagi um alla hluti í fullkomnum friði og samlyndi“. En hvaðan á hún að koma hin nýja trú, sú trú, sem Þjóðverj- inn getur gert að sinni eigin? Því svarar Hitler á þessa leið: „Bændurnir okkar eru ekki

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.