Alþýðublaðið - 04.07.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.07.1940, Blaðsíða 3
* ALSaYBtJBLAÐIÖ y FIMMTUDAGUR 4. JÚLI 194«. •-------- ALÞYÐDBLAÐIÐ-------------------- Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. F. 4---------------------------------------—♦ „Á valdi alþýðunnar“. AÐ var niikil gleði í Þjóð- viljanum í gær yfir því, að Rússar væru nú búnir að leggja undir sig alla Bessarabíu og Norður-Bukovinu. ,,Rauði herinn heldur vörð við Pruth og' Dóná — Bessarabía og Norður-Buko- vina á valdi alþýðunnar“! Þannig hljóðaði hin feitletraða fyrirsögn blaðsins um þetta síðasta land- rán Stalins með líeyfi Hitlers, hins stóra bróður hans í Berlin. Þjóðviljinn flutti í gær einnig þó fregn, að í Czernovitz, höfuð- borg Bukovinu, hafi úkrainskir verkamenn gert uppreisn og dregið rauða fánann að hún á ráðhúsi borgarinnar, áður en rússneski herinn kom. ,,Á fjölda- fundi borgarbúa héldu verka- rnenn ræður,“ segir blaðið, „þar sem þeir lýstu hrifningu sinni af Sovétríkjunum, en réðust harð- lega á þýzka og ítalska fasism- ann.“ Það fer vissulega vel á þvi, að þeir skyldu gera það rétt ujn leið og þeir eru „innlimaðir þegj- andi og hljóðaiaust undir bolsé- vismann" hjá Stalin og þar með gerðir að bandamönnum Hitlers, bandamanns Mussolinis! Annars er það mjög eftirtektarvert, að slík saga skuli koma frá Buko- vinu, sem aldrei hefir verið „rússneskt land“, en |ekki frá Bessarabíu, sem mjög vel þekkir rússneska kúgun, þótt hún hafi fram að þessu verið svo ham- ingjusöm, að vera laus við hinn síðasta og versta þátt hennar, ógnarstjórn Stalins. Verkamenn og aðrir íbúar Bukovinu vita ekki frekar, hvílík kúgun og hvilíkt réttieysi rikir í því landi, sem nú er að leggja þá undir sig, en fá- ráðlingarniv, sem enn fylgja kom- múnistaflokknum hér heima hjá okkur. Þeim hefir aðeins verið sagt það af erindrekum Stalins, að Rússland væri „ríki verka- lýðsins". Og í öllu falli hafa úkrainsku verkamennimir í Czer- novitz, sem „drógu rauða fánann að hún“ og „lýstu hrifningu sinni af Sovétríkjunum", án þess að hafa nokkm sinni verið þar, trú-. að því. Vissulega voru einu sinhi þeir tímar, að þau hémð, sem töldust fil Rúisslands, vora „á valdi al- þýðunnar'1. En það var „long, long ago“ — fyrir lö.ngu, löngu síðari. Það var aðeins meðan al- þýðan var að gera uppreisnina á Rússlandi gegn gömlu yfirstétt- unum, aðlinum og burgeisastétt- inni, og steypa þeim af stóli í lok síðustu heimsstyrjaldar. Fyrr en varði hafði hin nýja stjórn, sovétstjórnin, skotið alþýðunni til hliðar og tekið sér einræðisvald yfir henni! Verkamannaráðin, „sovétin", voru gerð að vílja- lausum verkfærum einræðis- flokksins með því aÖ banna alla aðra stjórnmálaflokka í landinu, jafnt verkamannaflokka sem aðra. Engin blöð fengu heldur að koma út önnur en þau, sem fylgd'u e'nræðisstjórninni, og allir þeir, sem ekki vildu beygja sig fyrir valdboði hennar, voru of- söttir, fangelsaðir, flæmdir úr landi eða drepnir af nýrri leyni- lögreglu, G. P. U., sem í.lævísi, hrottaskap og gerræði hefir sleg- ið svo gersamlega öll met gömlu keisaralegu, rússnesku leynilög- reglunnar, Ochrana, að þar 'er enginn samjöfnuður mögulegur. Nú er svo komið, síðan Stalin tóik við forystu sovétstjórnarinn- ar, að búið er að myrða flestalLa uppreisnarforingja rússnesku al- þýðunnar og gera hana sjálfa kúgaðri og réttlausari enínokkru öðru landi í Evrópu, að Þýzka- landi Hitlers og ítalíu Musso- linis ekki undanskildum. Ný fjöl- menn stétt hálaunaðra embættis- manna sovétstjórnarinnar hefir sezt á bak rússnesku alþýðunnar og arðsýgur hana eins og verstu burgeisar í öðrum löndum. En sjálf þrælar hún fyrir hungur- laun og við húsnæðisleysi og allsleysi, sem hverjum einasta verkamanni í Norður- og Vestur- Evrópu myndi blöskra. Hvergi í heiminum er launamismunurinn meiri. Og svo er rússnesku al- þýðunni talin trú um það í út- varpi og blöðum sovétstjórnar- innar, að þetta sé sósialismi og engin þjóð eigi svo dásamlega daga! Annað fær hún hvorki að heyra né sjá, þar sem hvert tal- að og ritað orð er bannað svo fremi, að þaÖ hafi ekki fyrst verið hlustað eða skoðað í krók og kring af snuðrurum sovét- stjórnarinnar til þess að ganga úr skugga um það,. hvort það sé ekki hættulegt fyrir harðstjórann. Þakka auðsýnda vináttu á sextugsafmæli mínu 26. júní. Hafnarfirði 26. júní 1940. Gunnlaugur Kristmundsson Bifreiðaverkstæðl Tryggra Ásgrimssonar Frakkastíg — Skúlagötn — Sfmi 4748. Allar blfreiðaviðgerðlr fram* kvæmdar fljótt og veL Hleð rafgeyma. Sanngjarnt verð. Hraðferðir alla daga Blfreiðastoð Akureyrar. BlfrelðastGð Steindórs. Þetta er það, sem Þjóðviljinn kallar „ríki verkalýðsins", og „land sósíalismans"! Það er nú í bandalagi við þýzka nazisraann og hefir auk þeirra mola, sem áður voru fallnir af borðum hans, fengið leyfi til þess að hirða Bessarabíu og Norður-Bukovinu og „innlima þau þegjandi og hljóðalaust undir bolsévismann". Það er engin furða, j>ótt Þjóð- viljinn sé hrifinn af því að þau skuli þanhig loksins vera „á valdi alþýðunnar" og verða þess paradísarástands aðnjótandi, sem þún á við að búa í Rússlandi! í strandferð vestur um land mánudaginn 8. þ. m. kl. 9 síð- degis. Vörumóttaka á föstudag. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi á mántidag. andi meginatriði trúarinnar í stuttum, kjarnyrtum játningum. Árið 1936 sendi bráðabirgða stjórn Játningarkirkjunnar Hitler persónul. greinagerð á ástandinu í trúmálum land- sins. Vafalaust hafa þeir menn, sem að þessu stóðu, haldið að Foringjanum væri ekki að fullu kunnugt um, hvað væri að gerast og að hann mundi gera ráðstafanir til þess að rétta hlut kirkjunnar, ef hann fengi sanna vitneskju. Ég gríp nokkur at riði úr þessu bréfi, sem er stór- merkileg heimild um ástandið eins og það var þá, og ennfrem- ur er það vitnisburður um kjark og dirfsku kirkju, sem er of- sótt og hefur I jósa meðýitund um köllun sína og hlutverk. Það er fyrst tekið fram, að fyrirbæn kristinna manna, — bæði opinberlega og í einrúmi, fyrir !yfirmanni ríkisins, gefi kirkjunni rétt til þess að tala. Þvínæst er Foringinn spurður, hvort hin víðtæka starfsemi til útrýmingar kristinni trú og sið- fræði meðal þjóðarinnnar eigi sér stað með vitund og vilja hans. Ennfremur, hvort það sé með hans vilja að kirkjunnar menn séu hindraðir í því að berjast á móti heiðnum og and- kristnum stefnum og kenning- um, sem allstaðar skjóti upp kollinum. Allar sáttatilraunir milli ríkis og kirkju séu óhugs- andi á meðan kirkjunnar menn njóti ekki einu sinni málfrelsis og verði fyrir stöðugum óþæg- indum og árásum af hendi lög- reglunnar. Bnn er vísað til þess, hvernig öll opinber starfsemi meðal æskulýðsins utan og inn- an skólanna miði markvisst að því að rífa niður gildandi, kristnar játningar. Það er enn- fremúr skýrt og greinilega tek- ið fram, að afstaðan-til og með ferðin á Gyðingum sé í skilyrðis lausri andstöðu við kærleiksboð orð kristindómsins. Yfirleitt sé hin kristna siðfræði að vettugi virt, t. d. þegar menn séu án dóms og laga settir í fangabúð- ir o. s. frv. Einnig er minnst á það, að skrafið um að Hitler sé rpeðalgangari milli Guðs og manna veki óró í samvisku hvers kristins matms. Loks er bæn um það, að hin þýzka þjóð megi halda áfrarn að ganga und- ir krossmerki Krists. „til þess að barnabörn vor skuli ekki þurfa síðar meir að formæla feðrum sínum fyrir það, að þeir grundvölluðu og létu þeim eftir ríki á jörðunni, en lokuðu þau úti frá Guðs ríki.“ Þessu bréfi var aldrei svarað nema óbeinlínis. Og það óbeina svar var fólgið í húsrannsókn- um og yfirheyrslum. Annars hafði þessi tiltekt farið mjög af launungu. En eigi að síður varð þetta allt í einu kunnugt í blöðum erlendis. Það var áreið- anlega engum að kenna innan Játningakirkjunnar. En and- stæðingar hennar höfðu hið mesta gagn af að vekja umtal um þetta erlendis. Þar með fengu þeir nýtt kæruatriði á hendur henni. Leiðtogar hennar væru í makki við fjandsamleg öfl erlendis. Þeir væru föður- landssvikarar. Kirkjustjórn Játningakirkj- unnar samdi þegar í stað greina- gerð, sem var lesin upp í öll- um kirkjum Játningarkirkjunn- ar næsta sunnudag, þrátt fyrir það, þó lögreglan varaði menn við því að lesa hana upp og hlýða á hana. I þessari greinargerð segir svo m. a.: Valdi og tækni ríkisins og flokksins er beitt gegn fagn- aðarerindinu um Jesú Krist. Vér sögðum Foringjanum frá því, þegar 10. apríl 1935 og nú aftur í júní 1936. Án vorrar vit- undar og vilja hefir það orðið heyrinkunnugt. En nú stöndum vér opinberlega við, það sem vér höfum sagt. Leiðandi menn ríkisins ráðast á kristindóminn; hann verður sömuleiðis fyrir á- rásum í skólum flokksins. Þeim, sem andmæla þessu, er hegnt eins og pólitískum glæpamönn- um. í landi Marteins Lúthers er hinni evangelisku kristni bannað að vitna um fagnaðar- erindið á opinberum manna- mótum. Oss er bannað að pré- dika og inna af hendi sálgæzlu á vinnustöðvunum. Vér segjum þetta allt með djúpum sárs- auka. Vér erum reiðubúnir til þess að fórna lífi voru og blóði fyrir ríkið og vora þýzku þjóð. En vér viljum ekki hætta á það, að fyrir Guðs dómsstóli verði við oss sagt: Þegar fagnaðarerindið um Jesúm Krist var ofsótt í Þýzkalandi, þögðuð þér. Vér snúum oss til yfirvaldanna. Vér verðum að hafa rétt til þess að vitna opinberlega og óhindrað um trú feðra vorra. Vér snúum oss alveg sérstaklega til þjóna kirkjunnar og skorum á þá að vitna um fagnarðarerindi Jesú Krists án nokkurs afsláttar og ótta við menn. Margir prestar og leikmenn hafa á síðustu ár- um þolað þjáningar fyrir trú sína, þeir hafa verið í fangelsum og fangabúðum — og útlægir gerðir frá söfnuðum sínum. Vér vitum ekki, hvað nú bíður vor. En komi það sem koma vill — vér erum skuldbundnir til hlýðni við vorn himneska föð- ur. Vér gerum það sem fyrir oss er lagt af Guði og vér skul- um lifa í þeirri djarfmannlegu trú, að þeir menn, sem aðeins óttast Guð og ekkert annað í heimi, séu hollastir þjónar þess- arar þjóðar. Vér lyftum hönd- um vorum til Guðs, föðurins, sonarins og hins heilaga anda. Virstu að varðveita þjóð vora. Lát þinn sannleika vera hjá oss! Hjálpa þínum sannleika til sig- urs! í sept. 1938, þegar við sjálft lá að styrjöld brytist út, sendi stjórn Játningarkirkjunnar um- burðarbréf til presta kirkjunn- ar, þar sem þeir voru hvattir til þess að halda sérstakar guðs- þjónustur í því augnamiði að biðja fyrir friðinum. Með bréf- inu var sent uppkast að formi fyrir þessar guðsþjónustur. í þessu uppkasti var m. a. játn- ing fyrir Guði, þess efnis, að ef styrjöld brytist út, þá myndi hinn kristni söfnuður líta á það, sem syndagjöld. Hin 10 boðorð Guðs vóru lögð til grundvallar fyrir þessa syndajátningu. Enn- fremur var bæn um það, að ef stríðið kæmi, þá mætti þjóðin varðveitast frá því að bera 1 brjósti hatur til andstæðinga sinna. 27. okt. birti blaðið Das Schwarze Korps ákafa árás á leiðtoga Játningarkirkjunnar fyrir þessar tiltektir. Þeir eru stimplaðir sem föðurlandssvik- arar og þjóðarfjendur. Með sér- stökum þunga vítir blaðið það svívirðilega uppátæki, að biðja um það, að þjóðin mætti varð- veitast frá hatri og heipt. Það krefst þess, að þegar verði tek- ið hart á þessum hættulegu ofstækismönnum, sem séu að semja pólitískar bænir til þess að veikja kjark og fúsleik hinn- ar þýzku þjóðar til þess að ganga út í styrjöld. Kirkjumála ráðherrann Kerrl var ekki seinn á sér að verða við þessum tilmælum blaðsins. Kirkju- stjórnin fékk að vita, að hún væri sett af embættinu. Síðar fylgdu réttarhöld og fangelsan- ir á fjölmörgum prestum, sem reyndust að vera meðsekir í þessu athæfi. Héf hefir verið farið fljótt yfir tnerkilega hluti. Hvernig ástatt er núna fyrir hinum of- sóttu bræðrum vorum í Þýzka- landi getum vér ekki vitað. Vér ættum aðeins ekki að gleyma því, kristið fólk á íslandi, að Frh. á 4. sí&u.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.