Alþýðublaðið - 17.07.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.07.1940, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ MIÐVÍKUDAGUR 17. JÚLI 194« --------- ALÞÝÐÐ6LAÐIÐ -------------------- Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgetu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringtaraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- sen (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. lt aurar í lausaselu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. F. í óþökk þjóðarinnar. Hungurvofan yfir Evrópu. AÐ er erfitt að hugsa sér öllu meiri hræsni en þá, þegar nazistar og kommúnistar hér þykjast vera að taka upp þykkjuna fyrir íslenzku þjóð- ina yfir því, að hlutleysi henn- ar hefir verið brotið af Bretum og land hennar hernumið. Enda er enginn maður með viti í nein- um vafa um það, að það er allt annað en særð þjóðernistilfinn- ing, sem nazistum og kommún- istum gengur til með hinu sí- fellda naggi þeirra um hernám landsins svo að ekki sé minnzt á hinar stöðugu rógsögur um brezku hermennina, sem þeir bersýnilega af ráðnum hug breiða út á meðal almennings í þeirri von, að geta skapað and- úð á þeim og þá um leið á hin- um góða málstað frelsisins og lýðræðisins, sem Bretar berjast fyrir gegn einræðisríkjunum. Þeim ferst líka, nazistum og kommúnistum, eða hitt þó held- ur, að setja sig á háan hest yfir hlutleysisbroti Breta, á sama tíma og þeir kunna sér engin læti af fögnuði yfir því, að hvert landið eftir annað úti í Evrópu skuli með blóðugu of- beldi vera kúgað til þess að beygja sig undir ok Hitler- Þýzkalands eða Sovét-Rúss- lands! Þá er ekki verið að tala um hernám né hlutleysisbrot! Nei, öðru nær: Þá heitir það bara að ,,frelsa“ hin herteknu lönd, eins og Pólland, Eystra- saltslöndin, Finnland, Bessara- bíu og Bukovinu, eða „varðveita hlutleysi þeirra gegn yfirvof- andi hlutleysisbrotum Breta“, eins og Danmerkur, Noregs, Hollands, Belgíu og Luxem- burg! Þessi fögnuður nazista og kommúnista hér yfir kúgun hvers landsins eftir annað und- ir ógnarstjórn Hitlers og Stalins er allt of ótvíræður til þess, að nokkur hugsandi maður geti tekið þykkju þeirra alvarlega yfir hernámi íslands, hvað þá heldur haft nokkra samúð með fjandskap þeirra við Breta og slúðursögunum, sem þeir í laumi eru að reyna að breiða út um brezku hermennina hér. Það er ekki sjálfstæði og hlut- léysi íslenzku þjóðarinnar, sem nazistar og kommúnistar hafa í huga, þegar þeir eru að reyna að skapa andúð og árekstra milli almennings hér og brezku her- mannanna, heldur stórveldis- hagsmunir Hitler-Þýzkalands og Sovét-Rússlands og valda- draumarnir, sem við þá eru bundnir í heilabúi hinna þýzku og rússnesku erindreka. Það er ekki vitað, að nazistar hafi hingað til haft neitt við það að athuga, þótt þýzkir njósnarar iOg undirróðursmenn léku hér lausum hala. Þvert á móti: Þeir hafa nuddað sér af svo mikilli áfergju upp við þá, að öllum þjóðlega hugsandi mönnum hér hefir ofboðið. Og kommúnistar hafa ekki farið svo fáar ferð- irnar utan, til Moskva, til þess að taka þar við fyrirskipunum um undirróðursstarfið fyrir Rússa hér, og það er ekki svo langt síðan þeir urðu opinber- lega uppvísir að því að starfa hér fyrir rússneskt fé, svo að ekki sé talað um gruninn, sem á þeim hvílir, um að hafa einn- ig fengið fjárstyrk frá þýzkum nazistum, að þeim farist að vera að reyna að slá sig til ■ riddára sem verðir ís- lenzks sjálfstæðis með eilífum vandlætingarskrifum í Þjóðvilj- ann og ábyrgðarlausum rógsög- um á bak við tjöldin um Breta. Það er þjóð okkar vissulega ærið ' áhyggjuefni, að til þess skyldi koma, að landið væri her- tekið af Bretum. Og ríkisstjórn- in, sem ein hefir umboð til þess að tala í nafni þjóðarinnar út á við, hefir líka mótmælt því hlutleysisbroti á þann hátt, sem í hennar og okkar valdi stóð. En íslenzku þjóðinni er enginn greiði gerður með því, að ein- stakir menn eða flokkar séu að reyna að ala á illindum við brezka setuliðið með sífelldum árásum í blöðum sínum og enn- þá hættulegri slúðursögum, sem lætt er frá manni til manns. Og það er áreiðanlega í fullkom- inni óþökk þjóðarinnar,, þegar erindrekar Hitlers og Stalins hér eru á þann hátt að reyna að gera illt verra í von um að geta skarað eld að köku yfirboðara sinna í Berlín og Moskva, og sjálfir fiskað í gruggugu vatni. HANDÁBURÐUB mýkir 00 græð . Seynið og gérmun uð sannfærast. Eftirfarandi grein, sem er eftir Henry Albert Philips, frægan rithöfund og ferða- lang, birtist í tímaritinu Readers Digest, júníhefti þessa árs. FTIR að hafa ferðast um mestalt meginlandið undan- farna mánuði er é« sannfæröur um ,að Európa stendur nú and- spænis hungursneyð. Ég var í sjö idaga gestur í einu gróðursælasta héraði Transylvaniu. — Fyrir ári síðan sagði gestgjafi minn, hefði ég sent vagn eftir yður. En allir vagnar hafa verið teknir af okk- ur. Þeir hafa tekið vörubílinn minn og dráttarvélina. Þeir sögöu að við gætum notað hjólbörur. Við? Og allir, sem vetlingi geta valdið eru í herþjónustu. Aðeins fáeinir gamlir menn eru eftirfyr- ir utan konur, börn og fatlaðar ínenn. Um þetta leyti að ári verð ur ekkert til að borða. Að norðan stóð rússneski her inn viðbúinn. Skurðir höfðu ver- ið grafnir í 'ótal krákustigum um hinar víðáttumiklu hveitiekrum. Seinna ferðaðist ég um hina breiðu dali Bukovinu þar sem hveiti og byggekmmar em, sem eiga að fæða að nn'nnsta kosti 12 prósent þýzku þjóðarinnar. Flutningalestirnar voru sva hlaðn ar af olíu, sem átti að fara til Þýzkalands, að engum matvælum var hægt að koma þar fyrir. Ennfremur eru ennþá í Rúm- eníu um 100 þúsund pölskir flótta menn, sem eyða daglega tonn- um hinna skömmtuðu matvæla. Og sakir þess að Rúmenar geta átt von á árás úr þremur áttum hafa þeir stofnað nærri því tveggja milljón manna her. Og þar-na er ein af aðal „matar- Skemmum“ Mið-Evrópu á jarð- yrkjusviðinu eyðilögö. I Júgó- siavíu, Tyrklandi, Grikklandi og Búlgaríu sá ég setuliðsstöðvar og umhverfis stöðvarnar vom auðir akrar í órækt. Ég varð þess var, að ftalir tóku málefni þetta mjög alvarlegá. Að eins 20 prósent af Italíu er hægt að rækta, og nýlendur hennar ge)a litlu miðlað. Verð á matvæl- um hækkaði um tíu prósent á einni viku. Menn urðu óttaslegn- ir og fóru að hamstra. Fjölda- margir voru teknir fastir. Spánn hefir þó orðið verst úti. Borgarastyrjöldin hafði farið þar eins og logi yfir akur. Akrar og engi höfðu eyðilagst og allur búpeningur skorinn. Heil þorp hafa dögum saman verið mjólk- urlaus og brauðlaus. Eftir koruppskerubrestinn 1939 og komu hinna 10) þúsund pólsku flóttamanna fóm Ungverjar að skammta brauð og bönnuðu kjöt- neyzlu tvo daga i viku. Áður fyrr treystu stríðsþjóðir á það, að hægt væri að fá matvæli frá nágrannaþjóðum sinum, sem íekki voru í stríði. En það, sem hafði mest áhrif á mig á þessu ferða'agi rnínu um Evrópu var það, að jrað er ekki einasta, að jressar þjóðir séu ófærar unr að miðla stríðsþjóðunum matvæl- unr, heldur eiga þær ekki nóg handa sjálfum sér. Með árás yfir- vofandi á allar hliðar verða þær að láta ai vwnjuiegum llfnaðar- háttum og búa sig undir stríð. Allir verkfærir mehn í hlutlausu löndunum hafa verið gerðir að „atvinnuleysingjum" i hernianna- búningum, , ' j i ! I ; í Þjóðverjar gerðu alla Evrópu- rnenn undrandi með matvæla- áætluninni fyrir sjö árum. Þeir komust það lengst, að geta sjálfir fullnægt 80 prósent af matvæla- þörf sinni. En þessi tala lækkar með hverjum stríðsde,gi, sem líð- ur. Þrem dögum áður en Þjóð- verjar réðust inn í Pólland, gaf stjórnin út yfirlýsingu um það, að kornbirgðirnar væru 8 600000 tonn. En komneyzla Þjóðverja á venjulegum tímum er 25 000 000 tonn á ári. Þjóðverjar urðu fyrir hinu versta áfalli af náttúrunnar völd- um með hinum harðasta vetri, sem komið hefir um áraskeið, þegar frostið eyðilagði geysilegar birgðir af grænmeti.. Styrjöldin hefir lokað hinum mikilvægu fiskimiðum. Áður fyr fengu Þjóð- verjar hveitibiigðir sínar frá Ar- gentínu. Nú verða þeir að flýja ti'l Balfcanskagans í leit að hveiti, en þar eru akrarnir að mestu ó- plægðir og ósánir. Það er ekkert annað en kraftaverk, sem getur bjargað Þjóðverjum frá því að líða sarns konar hungursneyð og árið 1918. Og hvað er svo um Rússland að segja? Það er mesta hveiti- lan-dið í heiminum. En það er þriðja' landið í röðinni, hvað hungursneyð. snertir. Aðeins Ind- land oíg Kína taka því fram á því sviði. Veturinn 1939 hófst með skorti á mjólk og kartöflum. Og í byrjun þessa árs fóru að berast út fréttir um mesta matvæla- skortinn frá því veturinn 1932 —33. Bændur fluttu sig hópum saman til borganna, en það er alltaf ömurlegt tákn. Lögreglu- menn rannsöikuðu farþegana í járnbrautarlestunum, til þess aö vita, hvort þeir væru ekki að fara með mat með sér úr borg- ar og Englendingar orðið meiri og meiri iðnaðarþjóðir. En af þessura þjóðum er Frakkland mesta landbúnaðarþjóðin. En Frakkar geta ekki takmarkað við sig mataræðið, án þess að of- bjóða heilsu sinni. Frakkar bönn- uðu ekki kjötneyzlu vissa dagar fyr en í janúar. Og skömmt- unarseðlar sáust þar ekki fyrr en í marz. Og fram að þeim tíma höfðu þeir þó haft á fóörum um 200 þúsund spanska flóttamenn og um 100 þúsund þýzka flótta- menn. Þegar leið að vorönnum og það kom í Ijós, að flestar konurnar unnu í skotfæraverk- smiðjunum og fáar voru eftir til þess að sinna landbúnaðarstörÞ um, var ákveðið að sækja 70 þúsund akuryrkjumenn til ný- lendnanna. En munu Frakkar gera betur en að framleiða handa sjálfum sér. Eftir að brezka stjórnin hafði velt fy.rir sér matvælavandamál- inu í sex mánuði sagði Lioyd George: , , , , •; , „Hin ömurlega hungurvofa er jkomin í sjónmál.“ Og svo bætti hann við: „Við þurfum að fá að- send um 60 prósent af matvælum okkar. Og núna þurfum við að seðja um fimm milljórí mutmum fleira en árið 1918, og burðar- magn skipa okkar er milljón tn. mínna en þá. England þarfn- ast sérhverrar ekru lands og ser- hvers manns og konu til þess að vinna sigur.“ Ræða þessi leiddi til þess, að 3 000 000 ekiur af landi aðalsins voru lagðar undir plóginn. Um þrjátíu milljónir manna eru iundir vopnum í Evrópu. Og það er næg vinna fyrir tvo menn að sjá hverjum þeirra fyrir nauð- þurftum. Á þennan hátt eru níu- tíu milljónir manna tepptar frá framleiðslu ven}ulegra tima. Á venjulegum tímum á Eviópa erfitt með að brauðfæða sig. Og hvað mun þá verða, ef striðið heldur áfram? unum. Eins og Þjóðverjar hafa Frakk- Frh. á 4. sfðu. Ný amboðs »9 heiMverzlan Útvegum alls konar amerískar vörur, með beztu fáanlegum kjörum, beint frá framleið- endum. Einnig kaupum við íslenzkar afurðir gegn staðgreiðslu eða seljum þær í umboðssölu til Bandarík j anna. Leggjum áherzlu á skjóta afgreiðslu og vand- aðar vörur, enda höfum við aðeins sambönd við þekkt og viðurkennd firmu. Kjörorð okkar er: FLJÓTT OG VEL. Guðmundiir Oiafsson & Co. UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN. Austurstræti 14. — Sími 5904.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.