Alþýðublaðið - 17.07.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.07.1940, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 17. JOLÍ 194* * Kaupið bókina AT 7*171% TTTftT ATITA Hver var að hlæja? Hver var að hlæja? og brosið með! AliÞYÐuBMÐiÐ er bók, sem þér þurfið að eignast. MIÐVIKUDAGUR Næturlæknir er í nótt Daníel Fjeldsted, Hverfisgötu 46, sími 3272. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Páganini-til- brigðin eftir Brahms. 20,00 Fréttir. 20.30 íþróttafréttir. 20,40 Útvarpssagan: Þættir úr ferðasögúm (V. Þ. G.). 21,10 Lúðrasveitin ,,Svanur“ leik- ur. Silfurbrúðkaup eiga í dag Valdimar Guðmunds- son i Varmadal, fyrrum skipstjóri, og koha hans Elísabet Þórðardóttir. Vikuferð í óbyggðum. Ferðafélag íslands ráðgerir að efna til vikuferðar inn á milli Lang- og Hófsjökuls. Lagt verður á stað laugardaginn 20. júlí og ek- ið til Geysis og gist þar, en á sunnudagsmorgun farið ríðandi inn yfir Bláfellsháls eða sunnan Bláfells inn í Hvítárnes. Farið í Fróðárdali og Karlsdrátt, í Þjófa- dalina og norður á Hveravelli og þá í Kerlingarfjöll. Gengið á Lang- jökul. Blágnýpu og Kerlingarfjöll. Ferðast á hestum um óbyggðirnar og gist í sæluhúsum F. í. Áskrifta- listi liggur frammi á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs. Túngötu 5, til fimmtudagskvölds, en á föstudag fyrir kl. 7 séu allir búnir að taka farmiða. Garðyrkjuráðunautur bæjarins hefir ákveðið að láta dreifa varnarmeðali á alla leigugarða bæjarins til varnar gegn kartöflu- myglu. Verður það framkvæmt í þurrviðri og kyrru. Læknablaðið, 5. tölublað, 26. árgangs „Lækna- blaðsins” er nýkomið út. — Ritið flytur þessar greinar: Rannsóknir á C-fjörvimagni nokkurra inn- lendra fæðutegunda, eftir Höskuld heitinn Dungal, lækni, minningar- grein um Georg Georgsson, lækni, eftir M. E. og grein eftir prófess- or Níels Dungal, er hann nefnir Hiklar ambætir á Valhðll á biagvöllum eg Tryggvaskála við Olfisárbrí. TEJTINN nýi eftirlitsmaður gistihúsa og greiðasölu- staða, Hörður Bjarnason, hefir nú í samráði við Jón Guð- mundsson, eiganda Valhallar á Þingvöllum, látið gera þar ýms- ar mikilvægar umbætur. Hefir eigandi gistihússins lagt í xnikinn kostnað hvað þetta snert ir. . Þá hefir verið settur eftirlits- maður með þessum fjölsótta greiðasölustað og heitir sá, sem þetta starf hefir með höndum, Vilhjálmur Guðmundsson og hefir hann jafnframt lögregluvald á staðnum. Þá hefir Hörður Bjarnason lát- ið gera/ýmsar mikilvægar um- bætur á Tryggvaskála við Ölfus árbrú. Þannig mun eftirlitsmaðurinn láta framkvæma umbætur á fleiri gisti- og greiðasöiustöðum á landinu smátt og smátt — og er ekki vanþörf á því. HUNGURVOFAN YFIR EV- RóPU Frh. af 3. síðu. Evrópa á fram á hungursneyð ' að sjá. Og þar eð manninum er sjálfsvörn í brjóstið borin, mun bylting áreiðanlega koma á eftir. Berklaveiki fundin við krufning- ar 1932—1939. Þá eru í ritinu rit- fregnir og fréttir. Læknafélag Reykjavíkur gefur blaðið út, en rit stjórn annast þeir læknarnir Jó- hann Sæmundsson, Jón Steffensen og Júlíus Sigurjónsson. Sænska aðalræðis- mannsskrifstofau nm afstððn Svía. Leyfi aðeins veitt óvopnað- Hm hermönnam í frii frá Noregi til Þýzkalands. ITILEFNI af fréttunum um það, að Svíar hafi leyft Þjóðverjum herflutninga . um land sitt til Noregs. hafa Al- blaðinu borist eftirfarandi upp- lýsingar frá sænsku aðalræðis- mannsskrifstofunni hér: „Síðan vopnaviðskiptin í Noregi hættu hefir sænska stjórnin gefið leyfi sitt til þess, að takmörkuð tala þýzkra hermanna, sem fengið hefð.u heimfararleyfi, mættu ferðast um Svíþjóð frá Noregi. Þeir mega þó ekki hafa vopn. Þetta er allt og sumt, sem sænska stjórnin hefir leyft. Það ætti að vera ljóst, að um hlut- leysisbrot getur ekki verið að ræða í þessu sambandi, þar sem hlutleysisákvæði Haagsamþykt- arinnar frá 1907 fjalla aðeins um vopnaðar hersveitir, sem gætu skaðað annan aðiljan i stríði. Þar eð leyfi sænsku stjórnarinnar var ekki gefið fyrr en vopnaviðskiptunum í Noregi var lokið og gildir að- eins um ferðalög óvopnaðra hermanna (ekki hersveita) frá Noregi til Þýzkalands, getur það varla skaðað Noreg eða nokkurt annað land, sem í stríði á við Þýzkaland. Raun- verulega getur leyfi sænsku stjórnarinnar ekki haft minnstu áhrif á ástandið í Noregi né heldur á áframhald stórvélda- styrjaldarinnar. Spennandi og skemmti- leg amerísk kvikmynd, frá Warner Bros, um Kyrrahafsflota Bandaríkj- anna og allskonar æfin- týri og hættur sjóliðanna og yfirmanna þeirra. Ag- alhlutverkin leika: James Cagney, Pat O’Brien Aðalhlutverkin leika: SYLVIA SIDNEY og GEORGE RAFT. Börn fá ekki aðgang. Aukamynd: Nýjustu stríðsfréttamyndir ■ CAMLA BlOr Sknggi fortiðar- ■ innnr. Ié kemnr flotinn. Konan mín, móðir og tengdamóðir Vilborg Magnúsdóttir andaðist á heimili sínu, Freyjugötu 7, 16. júlí 1940. Njáll Símonarson. Börn og tengdabörn. ¥arnir gegn karíðSlunayglu! Ákveðið er að bærinn láti dreifa varnarmeð- ali á alla leigugarða bæjarins, til varnar kartöflumyglunni, og verður það framkvæmt eftir því sem veður leyfir (aðeins í þurrviðri og kyrru). Garðyrkjuráðunantnr bæjarins. Hinn Sakamálasaga eftir Seamark ósigrandi yðar, einum eða tveimur. Ég hygg að ungfrúin þurfi að tala við yður. Hún hefir fengið slæmar fréttir og viil vafalaust segja yður þær sjálf, heldur en að láta mig segja yður þær. Ég hefi mikla samúð með ykkur og auðvitað mun ég gera allt, sem í mínu valdi stendur til þess að létta undir með ykkur. En ég neyðist víst ti'I þess að ónáða yður aftur áður en ég fer. Leynilögreglumaðurinn gekk nú út úr húsinu. — Mercia, vina mín, hvað hefir komið fyrir? Segðu mér frá því og dragðu ékkert undan. Frú Lyall kraup á kné við' hlið Merciu og tók um hönd hennar með báðum höndum. Mercia hvíslaði að henni hinni hræðilegu frétt. Hún hörfði ékki í augu móður sinni. Hún gat það ekki. — Pabbi hefir veriÖ myrtur. Hún gat naumast trúað því ennþá. Henni fannst þetta hljóta að vera ein- hver misskilningur. — En, Mercia, stundi móðir hennar upp. — 1 ham- ingju bænum, segðu mér það, sem hann sagði yður. Hefir pabbi þinn verið myrtur. Hvern hefir getað langað tii að myrða hann? Þetta er fjarstæða. Morð- inginn hlýtur að vera brjálaður. — Ég veit, að það er satt. Ég fann það á mér í morgun þegar ég vaknaði, að eitthvað ógeðfellt hafði borið að höndum. Hún þagnaði skyndilega og strauk titrandi hendi um enni sér. — Segðu mér, hvað hann sagði, stundi frú Lyall upp með áreynzlu. Hún var að reyna að átta sig á þessu. x Mercia þekkti móður sína og vissi, að hún vildi fá að heyra sannleikann pllan, hvernig svo sem hann væri. — Ég veit víst minnst um það, hvernig þessu er varið, sagði Mercia. — Reyndar hefir Delhury ekki sagt mér neitt. Hann aðeins bar fram nokkrar spurn- ingar. En ég skildi það á honum, að pabbi er dáinn og hefir verið myrtur. — En hver gerði það, barnið mitt? — Ég hygg, að herra Dain hafi gert það. Mercia brá höndunum fyrir andlit sér. Frú Lyall stóð á fætur. — Ég ætla að fara og tala við herra Delbury, sagði hún rólega. Það er eitthvað óhreint við þetta mál, og ég hefi í hyggju að rannsaka sjálf, hvemig í því liggur. Misstu nú ekki kjarkinn, vina mín. Við skulum komast til batns í þessu máli, jafnvel þótt ég verði að toga það út úr honum orð fyrir orð. Hún gekk fram að dyrunum og hringdi bjöllunni. — Biðjið Delbury að koma hingað irin, sagði hún við þernuna, þegar hún kom í dyrnar. Delbury kom. Hann hneigÖi sig lítið eitt. Hann dáð- ist mjög að þessum konum. Þær sýndu meiri stillingu oig kjark en hann hafði búist við. Þegar hann kom inn, stóðu þær báðar. Þær voru ofurlítið fölar, en þær voru ekki grátandi. — Herra Delbury, sagði frú Lyall rólega. — Mercia hefir sagt mér ástæðuna fyrir því, að þér komið hjingað. Ég hefi ekki heyrt ennþá annað en það, að maðurinn minn hefir verið myrtur. Viljið þér nú gera svo vel og skýra mér frá þessu, eins og þér álítið að það sé. Þér skuluð ekki óttast það ,að við þolum ekki að heyra sannleikann. — Jæja, frú mín, sagði Delbury. Hann vissi ekki almennilega, hvernig hann átti að byrja. — Að þvi er ég bezt veit, þá er málið þannig vaxið: Herra Lyall fór að heiman frá sér í gærkveldi, án þess að láta nokkurn vita. Jafnvei þjónamir höfðu ekki hugmynd um, að hann hefði farið út. Hann fótr út í þeim til- gangi að fara yfir til Hendon. Hann kom að húsi valmon Dains um miðnætti. Hann hafði í hyggju að myrða herra Dain. — Hvernig þorið þér að segja annað eins og þetta, sagði frú Lyall. Delbury greip frarn í fyrir henni. — Gerið svo vel o]g lofið mér að ljúka máli mínu, sagði hann. Bréf- spjald barst til Scotland Yards í nótt, -og þar eru allar staðreyndimar. Það kom frá heimildarmanni, sem hingað til hefir v-erið -óyggjandi. Enn fremur stóð á bréfspjaldinu, að herra Lyall myndi ekki heppnast fyrirtæki sitt, og að lík herra Lyalls myndi finnast í vinnustofu herra Dains. Og það kom á daginn, að það reyndist rétt. Herra Lyall hefir verið skotinn í andilitið. En vopnið hefir ekki fundist. Herra Dain er horfinn. Og ég býst viÖ því, að svo verði 'álitið, að herra Dain sé morðinginn. Að minnsta kosti þangað til morðið upplýsist betur. En það er margt í fari manns- ins yðar sáluga, sem þarf að rannsaka betur. Auð- vitað hefi ég gefið skipun urn að taka Valmo-n Da-in fa,stan. Hvell símahringing gall við. Frú Lyall gekk í áttina til símans, en leyni|ögregllu- maðurin-n varð flj-ótari til. — Hall-ó! Þetta er Greydene við Highgate. Hver er það, sem talar? — Ejg heiti Valmon Dain, var sagt í kuldalegum tón. — Vi-ljið þér gera. svo vel og biðja ungfrú Lyall íað ,komá í síman-n þegar í stað? Mercia sá ekki framan í leynilögreglumanninn. En

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.