Tíminn - 06.04.1963, Síða 1
82. tbl. Laugardagur 6. apríl 1963 — 47. árg.
í ArgenHnu brauzt út uppreisn fyrlr fáeinum dögum eg stóSu fyrir henni hægrisinnaSir liðsforingjar,
sem vildu steypa stjórninni tll þess aS koma f veg fyrir kosningar, sem fara eiga fram í landnu í sum-
ar, en uppreisnarmenn eru hræddir um fylglsaukn ingu stuSningsmanna Perons, fyrrum forseta lands-
ins, í þeim kosningum. Uppreisnarmenn náðu fijótlega á sitt vald nokkrum útvarpsstöSvum og fáein-
um herstöSvum, en þeim brást sú von, að megin hluti hersins myndi ganga f 113 meS þeim, og varS
skjótlega sýnt, aS bæði her og floti stóð meS stjórninni og þar meS var tilraunin dæmd til aS mis-
takast. ÁstandlS er þó enn spennt f landinu, og uppreisnarmenn hafa ekkl veriS bældir niSur alls
staðar enn þá, en aS því hlýtur þó aS koma næstu daga. — Myndln hér aS neðan er tekin á sjúkra-
húsi í Magdalena f Argentínu og sjást á henni stj órnarhermenn, sem særðust f bardögum vlð upp-
reisnarmenn. (UPI).
Tveggja ára
barni náð
úr Hólmsá
Krjúl-Bolungarvík. 5. apríl
Rétt fyrir 11,30 í dag var komið
með tveggja og hálfs árs gamla
stúlku, LUju Hálfdánsdóttur, í
sjúkraskýlið í Bolungarvík. Hafði
hún fallið í Hólmsá og borizt meS
straumnum um 3—400 metra nið-
ur hana og stöðvazt á stoinl nokk-
uð fyrir ofan árósinn.
Þar voru þegar hafnar lífgunar-
tilraunir. Þá var telpan meðvit-
undarlaus og gegnköld og stóðu
iífgunartilraunir yfir í meira en
hálfa aðra klukkustund, áður en
telpan fór að ranka við sér. Var
hún nudduð; blástursað'ferð beitt
og henni gcfið súrefni. Lilja var
talsvert sködduð á höfði og virtist
svo, sem hún hefði fengið rothögg
á leiðinni niður ána. Talið er, að
um hálf klukkustund hafi liðið,
frá því að Lilja litla féll í ána og
þar til henni var bjargað.
Lilja er dóttir hjónanna á Hóli,
Hallfriðar Jónsdóttur og Hálfdáns
Órnólfssonar. Líðan hennar síð-
degis í dag var eftir atvikum.
FYLGT STRONGUSTU
••
KROFUMUM ORYGGI
2 fellu
útbyröis
KJ-Keflavík, 5. apríl
Minnstu munaði að illa færi á
bátnum Andra í fyrradag, er ver-
ið var að leggja netin í vonzku-
veðri. Þegar búið var að ieggja
um það bii helminginn viidi svo
illa til, að kúluhanki festist um
ulnlig eins hásetans og gat hann
ekki losað sig, né félagar hans
komið honum til hjálpar og fór
hann út mcð netunum.
Nokkra stund tók að stöðva
bátinn og höfðu tvö net runnið út,
áður en það tækist. Skipverjar
héldu þó stöðugt fast við netin
og fór höfuð þess er út fór því
aldrei í kaf. Síðan var strax tekið
aftur á og netin dregin inn aftur
a handafli, og náðist maðurinn inn
heill á húíi. Hafði hann ekkert
sakað, þótt hann hengi í hankan-
um allan tímann. Það eina, sem
á vantað'i, er hann var dreginn
upp úr, voru stígvélin. Eins og
fyrr segir var vont í sjóinn, er
þetta gerðist og mildi að ekki
fór verr. Skipstjóri á Andra er
Magnús Þórarinsson.
, Þá vildi það til í gær, að skip-
verji á Gissuri hvíta datt í sjóinn,
er báturinn var við net sín. Veð-
ur var gott og náðist maðurinn
strax inn aftur.
IGÞ-Reykjavík, 5. aprfl.
f dag hélt Agnar Koefoed Hans
en, flugmálastjóri, fund meg blaða
mönnum, þar sem hann ræddi ör-
yggismál Reykjavíkurflugvallar.
Öryggismálin hafa verið nokkuð
á döfinnii að' undanförnu og einnig
KOSH)
9. JÚNÍ
Á fundi ríkisráðs í Reykja
vík í dag gaf forseti íslands,
að tillögu forsætisráðherra,
út forsetabréf um að Al-
þingi skuli rofið £rá og. með
9. júní 1963 og að almennar
kosningar til Alþingis skuli
fara fram þann dag.
Frétt frá ríkisráðsritara
hugsanleg bygglng flugvallar á
Álftanesi eða auknar lendingar ís
lenzkra flugvéla á Keflavíkurflug-
velli.
í stuttu máli sagt, þá hallaðist
flugmálastjóri að því, að ekki yrði
unnt að koma fram neinum breyt
ingum í þessu efni í náinni fram-
tíð. Hvað öryggi Reykjavíkurflug-
vallar snerti væru tveir sérfræð-
ingar frá Alþjóðaflugmálastofnun
inni (ICAO) væntanlegir hingað
nú í apríl, og mundu þeir gera
enn einu sinni rannsókn á þvi,
hvort nokkuð hefði breytzt frá
því síðasti sérfræðingur var hér
að gera útreikninga vegna lend-
inga DC-6B-vélanna, sem Loftleið
ir hafa nú í förum á langleiðum,
og lendinga annarra véla, sem um
völlinn fara.
Flugmálastjóri sagði, að það
hefði ýtt undir ótta manna, að
ekki væri allt með felldu um ör-
yggið, að ýmsir i stétt flugliða
hefðu látið liggja að því á opin-
berum vettvangi, að í þessu efni
væri nokkru ábótavant. Á móti
Framhald á 15. síðu.
Viðræður um uðild
Bretu hefjust / muí
NTB-Bruxelles, 5. marz
Fastafulltrúar landanna sex
í EBE vinna nú að því að skipu
leggja með hverju móti skuli
haga samskiptum bandalagsins
og Breta. og síðar einnig Norð-
manna, Dana og íra.
Utanríkisráðherra Luxem-
borgar hefur komið fitam með
ákveðnar tillögur í þessa átt.
Hann telur að auka beri sam-
vinnu Breta og sexveldanna á
sviði kola- og stálframleiðslu,
og að einnig beri að auka sam
innu landanna innan kjarn-
orkumálastofnunar Evrópu.
Hann telur einnig, að bandalag
ið eigi að veita Bretum betri
upplýsingár og leggja tillögur
fastaráðsins fyrir þá, áður en
ráðherratundur fjallar um mál
in, og Brctum eigi að veita tæki
færi til að leggja fram skoðun
sína á tillögunum.
Ráðherrann bendir á, að Bret
land hafi gert tvíhllðá sam-
vinnusamninga vlð mörg aðlld
arríki EBE og leggur tll, að
þessir samningar verSi sam-
ræmdir.
Ákveðnar tillögur um form
samvlnnu Breta og EBE verða
Iagðar fyrir ráðherrafund
bandalagsins í maíbyrjun. Nú
er málum svo komið, að öll
iöndin sex virðast hafa falllð
frá þelrri hugmynd að bjóða
Bretum aukaaðild.
4
1 j