Tíminn - 06.04.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.04.1963, Blaðsíða 13
MINNING Eiríkur Jónsson Vorsabæ E®fN af vormörmum fslands, Eiríkur Jónsson bóndi í Vorsabæ á Skeiðum og sveitarhöfðingi þar í áratugi, er genginn til feðra sinna, eftir gifturíkt ævistarf, tæpra 72 ára að aldri, en hann var fæddur í Vorsabæ 13. apríl 1891, og voru foreldrar hans Jón bóndi Einarsson og kona hans Helga Ragnhildur Eiríksdóttir ljósmóðir. Mig langar að minnast þessa ágæta vinar míns og samherja með fáum orðum, en ég þykist vita, að aðrir skrifi æviminningu hans, svo þetta verða aðeins nokkur kveðju- orð. Eiríkur í Vorsabæ hafði góða forustuhæfileika. Hann var vel gáf- aður og aflaði sér þegar á unga aldri glöggrar þekkingar á mál- efnum bændastéttarinnar og þjóð arinnar í heild. , Hugsjónir ungmennafélaganna og samvinnustefnunnar grópuðust á unga aldri inn í hug og hjarta Eiríks. Skaparinn gaf honum flesta þá kosti er góðan forustumann mega prýða. Hann var gjörfuleg- ur á vöxt, hár og spengilegur, ljós yfirlitum, sviphreinn og djarf- mannlegur, hógvær í framkomu, hreinskilinn og undirhyggjulaus og kom fyrir að hann var misskil inn vegna þess, að hann kunni ekk'i að segja annað en meiningu sfna umbúðalaust við hvem sem var og um hvert það mál, er hann ræddi. Eiríkur var mikill áhugamaður um hvers konar umbætur og fram farir á högum og lífsaðstöðu al- mennings í landinu og sá að slíku yrði ekki fram hrundið nema með samtakamætti fjöldans. Þess vegna var hann alla tíð mikill félagshyggjumaðyr og tók mikinn þátt í samvinnumálum í héraði sínu og vann íyrir þann stjórnmálaflokk, Framsóknarflokk inn, er beitti sér fyrir úrræðum samvinnustefnunnar í margvísleg um vandamálum þjóðarinnar. Hann gaf kost á sér til fram- boðs í öðru sæti á lista Framsókn- arflokksins í Árnessýslu árið 1949, en náði ekki kosningu öðru vísi en sem varaþingmaður. Hann sat þó aldrei á þingi, en hefði áreið- anlega sómt sér þar vel, ef til hefði þurft að taka. Hreppsnefndaroddviti var hann í Skeiðahreppi í tæpa þrjá ára- tugi. Hann beitti sér fyrir bygg- ingu heimavistarbarnaskóla á Skeiðum. Var sá skóli reistur ár- ið 1933 og er því einna elztur slíkra skóla á landi hér, og var til hans vandag eins og kostur var á þeim tíma, enda er hann enn í fullu gildi. Sýslunefndarmaður var Eiríkur i aldarfjórðung og lét þar til sín taka. Eftir að Skeiðamenn, meðal ann ars fyrir forgöngu Eiríks, gengu í Mjólkurbú Flóamanna, fljótlega eftir stofnun þess, var hann kos- inn annar endurskoðandi reikn- inga þess og hélt þeim starfa til dauðadags. Var Eiríkur talna- glöggur og hafði góða stærðfræði- hæfileika. Hann var einn af þeim bændum, er beittu sér fyrir stofnun Kaup- félags Árnesinga. Varð hann strax deildarstjóri þess í sinni sveit og átti nú mörg hin síðari ár sæti í stjórn félagsins. Þau eru mörg trúnaðar- óg félagsmálastörfin, sem Eiríkur tók þátt í innan' sveit- ar og» í héraði um ævina og eru fæst talin hér. Hann var alltaf tiilögugóður og hreinskiptinn og tillögu góður og hreinskdinn og á hlut sinn. Og þó hann væri orð- prúður og hógvær á mannfundum þá þótti ekki auðvelt að eiga við hann rökræður, því hann var fróð ur og minnugur, lipur ræðumaður og hafði glögga yfirsýn um al- menn mál. Eiríkur var lagvirkur við öll störf, vandvirkur og vandlátur. — Hann var myndarbóndi og bætti og prýddi jörð sína, sem honum þótti mjög vænt um. Fyrir mörg um árum stofnaði Jón, sonur Ei- ríks, — nú oddviti Skeiðahrepps, — nýbýli á óðali föður síns. Er staðarlegt um að litast í Vorsabæ, reisuleg húsaþyrping og tvö góð býli, þar sem áður var eitt, eins og reyndar víða er orðið nú á Skeiðum. Það mun vera óhætt að segja, að Eirikur háfi verið gæfumaður. Hann naut trausts, virðingar og vinsælda í sveit sinni og héraði. Hann fékk að sjá margar af æsku- hugsjónum sínum rætast. Hann naut þess, sem lífið getur bezt gef ið hverjum manni, en það var góð kona og myndarleg böm og gott heimdi. Eftirlifandi kona Eiríks er Kristrún Þorsteinsdóttir. Börn þerra voru 7, og eru 6 á lífi. Mjög var ástúðleg sambúð þeirra Vorsa- bæjarhjóna og heimilislífið frið- Framhald á 15. síðu. MIN NIN G: Kristín Stefánsdóttir Frú Kristín Stefánsdóttir var fædd að Ásólfsstöðum í Þjórsár- dal 6. apríl 1889. Foreldrar henn- ar voru hjónin Helga Jónsdóttir og Stefán Eiríksson, seinni maður Helgu. Þau bjuggu lengi að Ásólfs stöðum við rausn. Á þessum árum var þar margt manna heimilisfast, en böm þeírra voru aðeins 2 telp- ur, en þau ólu upp fjögur böm og var oft glatt á hjalla á því heim- ili, þó allmikið kapp væri lagt á vinnuna þar, eins og annars stað- ■ ar á þeim tímum. Eg var tekinn á ! heimilið um nokkurra ára skeið j laust eftir aldamótin. Þá var Krist- ín ung telpa, lítið eitt eldri en ég, og varð því brátt leikfélagi minn og fyrirmynd. Hún var kát og ] gáskafull, aðlaðandi og hvers manns hugljúfi. Þá voru hvers kon ar áhyggjur fjarlægar, enda dalur inn friðsæll og þeir tveir bæir sem eru í inndalnum, langt frá öðru byggðu bóli. Þessi ár eru rnér minnisstæð. Þá hjálpaði hún mér oft, er mér þótti lífið þung- bært. Þegar fóstri var hastur þá átti ég athvarf hjá Stínu. Þá sagði hún mér'sögur af álfum og huldu- fólki, sem bjó í hólum og klettum f landareigninni. Hún sagði mér : sögur af mannlífinu, af ást og un- sði, af vonum og vonsvikum og dró upp myndir, sem ef til vill að sínu leyti hafa orkað á líf mitt síðar. Þannig leið æska Kristínar í ströngum skóla foreldranna í fjallafaðmi stórbrotinnar nátt- úru langt frá glaumi heims og glysi. Þar gneistaði barnssálin með öllum sínum tilbrigðum, þar urðu til dásamleg draumalönd djarfra framtíðavona. Þar mótað- ist Kristín. Er hún var fulltíða, giftist hún eftirlifandi manni sínum Ágústi Sveinssyni. Hófu þau búskap á föðurleifð hans, Ásum í G-núp- verjahreppi, og bjugu þar allan sinn búskap. Þannig lifði hún og starfaði í sömu sveit frá vöggu til grafar. Eftir að Ágúst og Kristín byrj- uðu búskap, var ég heimagangur á heimili þeirra alla tíð — og er raunar enn hjá dóttur þeirra og tengdasyni — og alltaf mættu mér sömu hlýindin og gamansama kímnin, sem Kristín átti í svo rikum mæli. Á heimili Ása-hjónanna var ætíð mikill gestagangur, en aldrei bar svo gest að garði, hvernig sem á scóð, að ekki væri tekið á móti sem „týnda syninum“ og þó gest- risni sé rómuð í sveitum landsins, þá var hún með afbrigðum á þessu heimili. Og til hvíldar lagðist Kristín, þrotin að kröftum, eftir langan sfarfsdag. Við unnum henniyhvíld- arinnar og geymum hugljúfar rninningar um góða og göfuga konu. St. J. Skák Framhald af 8 síðu. (Svartur hefur nokkuð mótvægi, þar sem b-peð hvíts er). 27. Rd3, Rd7. 28. Bf4, — (Petrosjan tekur hlutunum með ró og vakir það sennilega fyrir honum að koma skákinni í bið, áður en hann þarf að taka nokkra örlagaríka ákvörðun). 28. —, Hb8b7. 29. Be3, f6. 30. h4, h5. (Botvinnik leyíir að sjálfsögðu ekki 31. h5, sem mundi torvelda hreyfanleika peða hans á kóngs- vængnum). 31. He4, Rb6. 32. Hc2, c4. (Svartur er kominn í talsverða klípu hér og afræður að fórna peði til ag losa um sig. Honum hefur greinilega ekki fallið vel í geð framhaldið 32. —, Rd7. 33. Rf4, Re5f 34. Ke2, g6. 35. Rd5). 33. Bxb6, cxd3. 34. Hc8ý Kf7. 35. Bd4, g5. 36. Hc4, Hb4. 37. Hxb4, Hxb4. 38. Bc3, Hc4. 39. hxg5, fxg5. 40. Hxd3, Bf6. (Svartur hefur meiri möguleika til jafnteflis eftir biskupakaup). 41. a3, — (Hér fór skákin í bið. Eins og að framan er sagt tókst Botvinnik, við athugun sína á biðskákinni, ag finna ákaflega skemmtilega leið til að tryggja sér jafntefli og í rauninni er skákin því „teoret- iskt“ jafntefli hér. Petrosjan reyn ir í framhaldinu að villa um fyrir andstæðingi sínum, en tekst það ekki, enda er staðan ekki vand- tefld fyrir Botvinnik). 41. —, h4. 42. gxh4, Bxc3. 43. Hxc3, Hxh4. (Botvinnik hefur nú sennilega varpað öndinni léttar, því að þessa stöðu er ógerningur fyrir hvít að vinna. Framhaldið þarfnast í raun- inni ekki mikilla skýringa við). 44. Hc5, Kf6. 45. Hb5, Hf4. 46. Ke3, Hli4. 47. Hb4, — (f fljótu bragði virðist manni, að svartur verði nú að hörfa með hrók sinn til ag koma í veg fyrir uppskipti, en þetta er einungjs blekking. Svartur þolir vel upp- skipti, þar sem svarta a-peðið heldur niðri báðum peðum hvíts á drottningarvængnum). 47. —, Ke5. 48. Kd3, — (Auðvelt er að sannfæra sig um, að 48. Hxh4, gxh4. 49. Kf3, Kf5. 50. Kg2, Kg4 gagnar ekki hvíti). 48. —, Ke6. 49. Hb5, — (Ekki gagna heldur hrókakaupin hér: 49. Hxh4, gxh4. 50. Ke4, h3. 51. Kf3, Kf5. 52. Kg3, Ke4 og drepi hvítur nú á h3, kemst svarti kóngurinn til f3. Eini möguleikinn, ■ sem hvítur hefur til vinnings, er að skipta upp á b-peði sínu fyrir a-peð svarts og reyna síðan að gera sér mat úr frelsingjanum, sem við það myndast á a-línunni. Áður en Petrosjan gerir þetta vill hann þó sannfæra sig um, að eng- inn annar möguleiki leynist á borð inu). 49. —, Kf6. 50. Ke2, He4f 51. Kfl, Hh4. 52. Kgl, Hg4f 53. Hh2, Hh4f. 54. Kg2, Hg4f 55. Kf3, Hh4f 56. Kg3, Hd4. 57. Kf3, Hf4f 58. Ke3, lih4. 59. Hb8, Ke6. 60. He8f Kf6. 61. Kd2, Kf7. 62. He3, Hf4. 63. f3, IIh4. 64. Kc3, Hh3. 65. Kd4, Hh2. 66. b4, axb. 67. Hxb3, Ke6. 68. Kc5, Kd7. 69. Kd5, He2. 70. a4, Kc7. 71. a5, Ha2. 72. Hb5, Ha4. 73. Ke5, g4. 74. f4, g3. 75. Hb3, Hxa5f 76. Ke6, Ha6t 77. Ke7, Hg6. 78. Hc3f Kb6. 79. Hcl, g2. 80. Hgl, Kc7. 81. f5, Hg3. 82. f6, He3t. 83. Kf7, Hg3. 84. Ke6, He3f 85. Kf5, Hg3. 86. f7, Hf3f. — (Jafntefli). Kristniboð FramnaiO aí 9 síðu.) vér að hiýða boði Krists, kristni bosskipuninni. Hvorki er henni takmörk sett af tíma eða stað, né heldur spursmáli um hör- undslit eða kynflokka. Tírni kristniboðs er ekki undir lok liðinn“. Þannig mæltist Albert Luth- uli, manninum, sem nú nýtur mestrar virðingar allra afrík- anskra leiðtoga. ★ Kristniboðsskipunin er eng um sönnum lærisveini Krists óviðkomandi, og er það almennt viðurkennt. Hún var í fyrstu gefin postulunum sem stofn- endum og fulltrúum safnað- anna. A3 gera allar þjóðir að lærisveinum Krists, var ekki þá — og er því síður nú — starf til þess að hafa í hjáverkum, eða sem takmörkuðum hóp kristinna manna er ætlað að t sinna. Sú skylda er kristinni kirkju sem slíkri á herðar lögð — hennar meginskylda. Ólafur Ólafsson il solu eru jarðirnar Asparvík og Brúará í Kaldrananes- hreppi Strandasýslu. Jarðirnar eru samliggjandi, milli oFssár og Brúarár. í ánum eru góð skilyrði fyrir laxaeldi. Mjög gott berjaland. Trjáreki. Góð lendingarskilyrði fyrir smábáta og nærliggjandi fiskimið. Semja ber við eiganda jarðanna Andrés Sigurðs- son, Asparvík, símstöð Drangsnes. Upplýsingar gefur einnig Halldór Jónsson, Njörva- sundi 9, Reykjavík, sími 3 29 40 Atvinna Stúlkur helzt vanar kápusaurr. geta fengið vinnu strax. YLUR H.F. Skúlagötu 26, 3. hæð Sími 13591 TIL SÖLU Jarðýta DT6 ásamt ámokstrarslyskju. GMC trukkur, 10 hjóla, með spili. Chevrolett vörubífreið árg. 1942. .— Upplýsingar gefur símstöðin Galtafell T f MIN N , laugardaginn 6. apríl 1963 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.