Alþýðublaðið - 24.07.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.07.1940, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 194*. ALÞÝÐUBLAÐIÐ S|eiieyfisleiðin Reykjavíh - Keflavik - Oarðar - Saadgerðf Tvær ferðir á dag alla daga ÞJÓÐFRÆGAR BIFREIÐAR Steindór, sími 1580. Útsolnverð á GAMP eldspitnm má eigi vera hærrp en hér segir: í Reykjavík og Hafnarfirði 7 aura stokkurinn. — .— — 84 aura 12 stokka búnt. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarhar má útsöluverðið vera 3% hærra vegna flutningskostnaðar. Tóbakseinkasala rikisins. Þingvallafðr Alþýðuflokksfélaganna verður n.k. sunnudag. Komið verður saman í Hvannagjá og fara þar fram ýmis konar skemmt- anir, sem síðar verður nánar auglýst. Farseðlar verða seldir í afgreiðslu Alþýðublaðs- ins fimmtudag og föstudag. Vegna Jarðarfarar móður minnar verður bifreiðastöð mín lokuð á morgun frá kl. 'lVs til 4 eftir hádegi. Steindór Einarsson j-------UM DAGINN OG VEGINN----------------------- < Drykkjuskapur í borginni. Hverjir drekka? Haustið og skammdeg- j ið. Minkarnir skaðræðisgripir. Áhyggjur fólksins og loftvarnirnar. -------- ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ..........- Rjóðverjar hirða sparifé almeanings á Prakklaidi! REGNIR FRÁ FRAKKLANDI greina frá því, að mikil mót- spyrna sé undir niðri í Frakk- landi gegn Pjóðverjum. Hafa Þjóðverjar víða fyrirskipað lög- reglunni að gera húsrannsóknir, einkaniega par, sem grunur er á að prentaðir séu áróðursmiðar. Þá hafa borizt fregnir um, að Þjóðverjar séu sums staðar i Frakklandi farnir að hirða inn- stæður almennings í póstspari- sjóðum. Varar brezka útvarpið almenning í Frakklandi við pessu og ennfremur við því, að selja Þjóðverjum varning sinn fyrir pýzka seðla, því að þeir muni reynast verðlausir, er frá líður. Skotæfingar Breta ð Seltjarnarnesi. O KOTÆFINGAR munu strand- virki brezka hersins 'á Sel- tjamarnesi hafa í dag eða á imiorgiun. Hefir eftirfarandi aug- lýsing verið gefin út um þær: AUGLÝSING Fallbyssuskotæfingar fara fram við Gróttu þann 24. ^ulí 1940 og byrja ki. 5 e. h. Ef æfingunum verður aflýst 24. júJí, munu þær fara fram 25. júlí 1940 kl. 5 e. h. Að æfingunum afloknum verð- ur flaggað í hálfa stöng á æf- ingasvæðinu í eina klukkustund. íbúar í nágrenni æfingasvæð- isins ættu að opna alla glugga áður en æfingarnar hefjast. H. L. DAVIES LT.-COL. STAFF OFFICER Brezká setuliðið á íslandi. AÐ ER MJÖG kvartað undan því um þessar mundir, að drykkjuskapur hér í bænum sé meiri nú cn nokkru sinni undan- farið. Ég verð að játa það, að ég er sjaldann „á rúntinum“ og held mig að öllu jöfnu, minna á krossgötum lífsins en ég ætti að gera með þessu æfistarfi, en síðastliðið laugardags- kvöld brá ég út af venjunni og mér blöskraði alveg drykkjuskapurinn. Það var oft að ég mætti svo að segja ekki ódrukknum manni. SVONA ER ÞAÐ: Þetta er sorg- legur vottur um vanþroska og skammsýni. Ég vil þó taka það skýrt fram, að ég hef ekki orðið var við það, að verkamenn eða sjómenn drekki meira en undanfar- ið. Yfirleitt drekka verkamenn mjög lítið hér í Reykjavík og hafa alltaf gert — og um sjómennina er það að segja, að ég hygg, og það hefir nákunnugur maður sagt mér, að þeir drekki að mun minna en þeir hafa oft gert undanfarið. Það eru aðallega fastlaunamenn, sem drekka sér til vansæmdar og # skaða. ÞAÐ ERU ÝMSIR, sem kvíða fyrir skammdeginu og haustinu og má vera að það sé eðlilegt. Að mínu áliti ættu yfirvöldin, ríkis- stjórnin þá fyrst og fremst, að búa sig undir þann tíma. Það þarf að loka vínverzluninni alveg og sér- stakar reglur og takmarkanir þarf að setja um skemmtanir dansleiki og þess háttar. Við verðum að gera okkur ljóst, að nú eru þeir tímar, að við höfum aldrei lifað slíka, og það setur eðlil. og óhjákvæmilega nýjan svip á líf okkar. þ>að er líka heppilegra að eyða þeim peningum, sem við vinnum fyrir mat, og fatn- að, en áfengi og dansleiki. HAUSTIÐ OG VETURINN ættu að verða til þess að skapa nýja og betri heimilismenningu hjá okkur Reykvíkingum en við höfum get- að skapað til þessa: Meiri tryggð við sína eigin stofu, meiri lestur, meiri vinnu á sínu eigin heimili, minna flakk og minna göturáp. minni næturvökur og meiri heil- brigðan svefn. Ykkur finnst þetta ef til vill leiðinlegt siðakjaftæði, en hvað um það. Hver dæmir eftir eigin hyggju. MINKARNIR virðast ætla að verða meiri landplága en margir bjuggust við í þann tíð er ég og fleiri töldu, að þeir myndu verða ný hjálp fyrir bændur og þurra- búðarmenn við sjóinn. Þeir hafa drepið fugla og flæmt burtu svani af tjörninni. Þeir grafa sig inn í sumarbústaði og önnur híbýli fyr- ir innan ár og þeir leggjast í veiði- ár og eyðileggja ungviði. Það er bersýnilegt, að margir hafa misst minka úr búum sínum án þess að tilkynna það, og er það illa gert. HUILDA skrifar mér á þessa leið: „Ég er stundum að velta því fyrir mér, hvað hildarleikurinn. sem nú geisar, muni færa okkur fslending- um að lokum. Og þá hugsa ég fyrst til okkar Reykvíkinga, sem hér bú- um. Einhver vísir hefir hér verið gerður til loftvarna, en það .skyggi legasta við það allt saman virðist mér vera skeytingarleysi húsráð- | enda og annarra einstaklinga í að taka til greina það, sem loftvarna- nefnd hefir gefið til leiðbeiningar.“ „FÓLK REYNIR að telja sér trú um að til slíkra óheilla komi ekki: hér, og fyrir þá sé óþarft að vera: að þessu umstangi. ]þéss óska víst allir, að við fáum að vera óáreitt, en við erum nú búin að sjá, að við erum ekki fjarlæg lengur, og það spillir ekki neinu þó litið sé nú til hlutanna með fullri alvöru, og að við fljótum ekki alveg sofandi að- feigðarósi." „ÞAÐ ERU NÚ sem stendur all- margir utanbæjar í sumar. mörg- um börnum hefir verið komið í burtu o. s. frv. En hvað hafa hinir fullorðnu gert í þessu efni, að koma sér úr borginni, og hvað tek- ur við þegar haustar Það virðist fullkomin ástæða til a® athug« þessa hluti í tíma, eða nú þegar. Við erum oft sein að snúa okkur- við. og það gæti orðið í ótíma, og: þann tíma ber fljótt að, að fólk. fer að hugsa til Reykjavíkur, án. Frh. á 4. síðu. Guðjón Halldórsson; Baráttan gegn áfenginn er pátt- nr í freisisbaráttn pióðarinnar. Erindi flutt á útiskemmtun góðtempl- ara að Jaðri þann 21. júlí síðastliðinn. ------»------ AÞEIM tímum, sem við lifum nú á, höfum við ís- lendingar orðið að standa aug- liti til auglitis við þann hræði- lega sannleika, að flugfjaðrir okkar fegurstu drauma um frelsi og frið hafa verið stýfðar við rætur. Svartamyrkur ógna og eyði- legginga herjar um víða veröld og dökkir skuggar hafa seilzt hingað norður og drúpa nú yfir Einbúanum í Atlantshafi. Með þýðum vorblænum bár- ust þungar stunur þjáðra þjóða, kvalaóp þúsundanna, sem hníga til jarðar særðar til óiífis undan grimmdar- og djöfulæði styrjaldarinnar. Það voraði seint á landi voru, en það kom nú samt með „söng- inn að sunnan til að sigra hér norður frá‘L En þýðróma strengir vorsins voru of veikir til þess, að sigrast á kvíða hinn- ar íslenzku þjóðar. Sólskin sum- arsins megnaði ekki heldur að reka á burt með öllu það svart- sýni, sem gripið hafði hugi fólksins og valdið þungum trega. Því þjóðarsálin var særð vegna vonbrigða sinna. En þrátt fyrir allt skóp vor- gyðjan nýja von í þjáðum hug- um. Það var að vísu veik von, en hún var sú, að eitt sinn muni þó áreiðanlega birta til eftir fárveður hatursins og hefni- girninnar, kúgunarinnar - og valdagræðginnar. Og ekkert hefði í sjálfu sér verið ólíkara íslendingum en að gefast upp, þó að syrti að, og flytjast sofandi að feigðarósi. Ekkert er fjær þeim en vilja ganga í myrkri, því á öllum tímum hafa þeir leitað ljóssins og þráð það. Ekkert megnar að brjóta á bak aftur þann kraft, sem þeim hefir verið í brjóst blásinn, né heldur að deyða þann draum, sem var fegurstur og helgastur — draumurinn um frelsið, Þegar erfiðleikar steðja að, reyna íslendingar að mæta þeim með festu og karl- mennsku. Er gömlu og fjölförnu verzl- unarleiðirnar lokuðust, voru fundnar nýjar. Og mitt í hætt- um hafsins sigla íslenzk skip. Sjómannastéttin er örugg og leggur líf sitt í hættu til bjargar þjóð sinni á tímum þrenging- anna. Ekkert er hetjum hafsins fjarstæðara en leggja árar í bát og láta bugast á hættunnar stund. Barátta þeirra er barátta fyrir lífsmöguleikum — lífróð- ur fámennrar þjóðar við norð- urhvel. — Útlit allt er ískyggi- legt, en þjóðin reynir að standa sameinuð á hinum viðsjálu tímum. Og í dreifbýlinu víðs vegar um land allt ganga bænd- ur og búalið að störfum sínum. —Oft var þörf, en nú er nauð- syn. — Og enn einu sinni hefir íslenzka þjóðin sýnt það, að hún býr yfir styrkleika, þegar í nauðir rekur. Hún veit, að erf- iðleikarnir eru miklir og nú er úr vöndu að ráða, en hún veit það einnig, að aldrei frekar en einmitt nú þarf hún „að vaka, vinna og stríða“. En samfara því, sem hin ís- lenzka þjóð finnur þann kraft, sem leynist meðal hennar, þá sér hún einnig að margvísleg meinsemd hefir tekið sér ból- festu í þjóðlífinu og valdið henni mikilla þrauta. Og gegn slíkum meinsemdum í sínu eig- in lífi verður hún fyrst og fremst að snúa baráttu sinni með ráðum og dáð, þar til yfir lýkur. Því þá aðeins, og ekki fyrr, getur hún staðið algerlega sameinuð 'í frelsisbaráttunni. ís- lenzka þjóðin verður aldrei sterk, nema hún standi einhuga um sinn fegursta draum, hug- sjón allra góðra íslendinga — frelsið. Góðtemplarar hafa bent á hættuna, sem af áfengisbölinu leiðir, og jafnframt unnið gegn því. Það starf er einn þátturinn í frelsisbaráttu þjóðarinnar, og ekki hvað veigaminnstur. Áfengisæðið hefir flætt yfir landið, og varpað skuggum yfir líf þeirra, sem landið byggja. Áratug eftir áratug hafa marg- ir hinna mikilhæfustu manna fallið á kné við fótskör vínguðs- ins og fært honum að fórn mannkosti sína og sjálfsvirð- ingu. Veigar Baecusar hafa brennt úr þeim vit og vilja. Þetta hefir átt sér stað á öllum tímum. Það er sagan frá í gær,, og hún endurtekur sig í dag. — Og ef til vill hefir áfengis- neyzla þjóðarinnar aldrei verið átakanlegri en einmitt nú. Á- fengissala hefir aukizt gífur- lega, drykkjuskapur fer í vöxt. En það afhroð, sem þjóðin geld- ur vegna þess, verður ekki með tölum talið, né heldur rakin sú harmsaga, sem mörkuð er dýr- um fórnum úr lífi fjölda ein- staklinga. í þessu sambandi kom mér til hugar frásögn og samlíking eins kunningja míns, sem ég hitti fyrir nokkru síðan. Hún er á þessa leið: Ég var á ferð um Reykja- nes. Svo langt sem augað eygðil var ekkert að sjá nema auðn. En allt í einu birtist mér, mitt í hinni ömurlegu auðn, grasi gróinn blettur, sem girtur er á alla vegu tvöföldum vegg, til varnar sandfoki. Þetta er til-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.