Tíminn - 10.04.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.04.1963, Blaðsíða 7
Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramJívæmdastjóri: Tómas Amason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), An*drés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson FuIItrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs mgastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskriístofur 1 Eddu tiúsinu Afgreiðsl'a, auglýsingar og aðrar skrifstofur j Banka strætj 7 Símar; 18300—18305 - Auglýsjngasími: 19523 Aí greiðslusimi 12323 - Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan lands. t lausasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan Edda h.f. — Slæm tiðindi frá Færeyjum Þ^ð eru slæm tíðindi bæði fyrir íslendinga og Fær- eyinga, að danska ríkisstjórnin skuli framlengja undan- þágur þær, sem Bretar hafa haft til togveiða innan 12 mílna fiskveiðilandhelgi við Færeyjar. Undanþágur þess- ar voru byggðar á samningi, sem danska ríkisstjórnin og brezka ríkisstjórnin gerðu á sínum tíma og áttu þær að ialla úr gildi 28. þ.m. Landstjórn Færeyja hafði krafizt, að þær yrðu ekki framlengdar og Færeyingar hefðu þvi óskoraða 12 mílna fiskveiðilandhelgi frá 28. þ. m. Þessu hefur danska ríkisstjórnin nú hafnað og tilkynnt Bret- tim, að undanþágurnar skuli gilda til 12. marz 1964. Þessi nýja dagsetning er bersýniiega miðuð við það, að hinn 12, marz 1964 eiga undanþágur þær, sem Bretar fengu samkvæmt brezk-íslenzka nauðungar- samningnum frá 1961 til togveiða innan 12 mílna fisk- veiðilandhelgi íslands, að falla úr cjildi. Frá íslenzku sjónarmiði verða það í fyrsta lagi að teljast ill tíðindi, að Danir skuli með umræddri ákvörðun sinni skapa fordæmi fyrir því, að slíkar undanþágur séu framlengdar. í öðru lagi hlýtur það að þykja meira en varhugavert frá íslenzku sjónarmiði, að undanþágurnar við Færeyjar eru miðaðar við sama uppsagnartíma og undanþágurnar við ísland. Það er kunnugt, að verulegar viðræður hafa átt sér stað um þessi mál milli ríkisstjórnanna i London og Kaup- mannahöfn. Það er auðsjáanlega vegna áhrifa frá Lond- on, að danska stjórnin gengur gegn vilja Færeyinga og framlengh' undanþájgurnar. Margt bendir til, að Bretar hafi talið sér óþægilegt, að undanþágur við Færeyjar féllu fyrr niður en við ísland, því að þá yrðu örðugra að fara fram á það síðar, að undanþágurnar við ísland yrðu framlengdar. Með því að tengja þessar undanþág- ur saman yrfei síðar hægt að semja um þær samtímis. Sú barátta, sem hefur verið rekin af enskum togara- eigendum gegn niðurfellingu undanþáganna við Fær- eyjar, — þeir hafa m. a. hótað með löndunarbanni — bendir hiklaust til þess að þessir aðilar muni ekki taka því mótspyrnulaust, þegar undanþágurnar við ísland falla niður. Vafalaust verður þá reynt að fá íslenzku ríkisstjórnina til undanláts, líkt og dönsku ríkisstjórnina nú. Það mun því vafalítið mikið velta á því, hve einbeitt og ákveðin sú ríkisstiórn verður, sem þá fer með völd á íslandi. Hver getur treyst ríkisstjórn, sem einu sinni hefur veift slíkar undanþágur, til þess að framlengia þær ekki? Eina tryggingin fyrir því, að undanþágurnar verði ekki íramlengdar, er að steypa núverand- úr stóli í þingkosningunum i vor. Má ekki gieymast Það má ekki gleymast, að það væri ekki fengin tólf milna fiskveiðilandhelgi við ísland, ef forkólfar Sjálf- stæðisflokksins hefðu fengið að ráða Sjálfstæðisflokk- urinn var ekki aðeins í upphafi andvigur uppsögn brezka iandhelgissamningsins frá 1961, heldur neitaði flokkur- inn að standa að útfærslu fiskveiðilandhelginnar í 12 mílur vorið 1958. Hann skarst þá úr leik á örlagastundu. Flokk, sem þannig hefur hagað sér, verður aldrei treyst í þessum málum. I „Ástandið engu betra en fyrir áttatíu árum“ Kafiar úr þingræöu litgvars Gíslasonar um héraösskóla í EyjafjarSarsýslu. S.l. laugardag mælti Ingvar Gísliason fyrir tillögu þeirri tU þingsályktunar, sem hann flytur í sameinuðu þingi um undirbún- ing undir stofnun héi-aðsskóla í Eyjafjarðarsýslu. Tillagan ‘hljóðar þannig: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórninia að láta undirbúa stof.nun héraðsskóla me'ð heima vist á heptpilegum stað í Eyja- fjarðarsýslu. Skal í því sam- bandi m.a. hafa samráð við sýslumenn og fræ'ðsluráð sýsl- unnar og aðra aðilja, sem mál þetta kann a'ð heyra undir.“ í upphafi ræðu sinnar fór Ingvar nokkrum orðum um ung- linga- og framhaldsnám almennt og benti á, að tilgangur fræðslu- Iaga frá 1946 hefði verið sá að samræma fræðslukerfið og jafna aðstöðumun til öflunar almennr- ar skólamenntunar. Það litla, sem ég þekki til þessara mála, sagði Ingvar Gíslason, þá sýnist mér, að aðstöðumunur til al- mennrar skólamenntunar sé enn all-mikill eftir sveitum og héruð- um og því miður virðist hann fremur vaxa en minnka. A.m.k á það við um þann landshluta. sem ég þekki bezt og þá fyrst og fremst Eyjafjarðarsýslu. Þar er um svo geigvænlega afturför að ræða, að full ástæða er nú til þess að taka ; taumana. Eins og alkunna er, þá starí- aði um all-langl skeið á ofan- verðri síðustu öld og fram yfir síðustu aldamót, gagnfræðaskóli að Möðruvöllum í Hörgárdal. Sá skóli fluttist síðar til Akureyrar og varð aSf lokum menntaskóli Starfaði gagnfræðadeild við skól- ann alla tíð, þar til nú á síðasta ári, að ákveðið var að leggja hana niður og voru engir fyrsta bekkjar nemendum teknir í gagn íræðadeild M.A. s.l. haust. Þá er þess að geta, að Gagnfræðaskóli Akureyrar, sem stofnaður var í kringum 1930 og gat um árabil veitt nemendum úr sveitinni nokkra viðtöku, er nú tilneyydur að vísa utanbæjarmönnum frá vegna þrengsla. Það er því svo komið, ag ey- firzkir unglingar eiga í raun og Ingvar Gíslason. veru hvergi aðgang að almenn- um framhaldsskóla, því að það telst aðeins sérstök heppni, ef unglingar fá vist í einhverjum héraðsskólaiina. Ástandið í skóla málum Eyfirðinga sagði Ingvar Gíslason, að því er snerlir fram- haldsnám, er nú litlu eða engu betra en það var fyrir 80 árum áður en Möðruvallaskóli var stofnaður. Ég hef ekki viljað horfa upp á slíka þróun aðgerða laus, og þess vegna hef ég leyft mér að hreyfa þessu máli hér á háttvirtu Alþingi, en þess vil ég jafnframt geta, að almen-ningur í Eyjai-fjarðarsýslu gerir sér glögga grein fyrir mikilvægi málsins, og hafa margir vakið máls á því við mig, að brýna nauðsyn beri til úrbóta, og hafa yfirleitt tahð þá eina lausn við- unandi, að reistur yrði héraðs- skóli í Eyjafjarðarsýslu og jafn- framt bætt úr unglingakennsl unni heima í hreppunum, svo að hún megi verða til jafns við það, sem gerist í kaupstöðum. í ræðu sinni benti Ingvar Gíslason enn fremur á það, að nauðsynlegt væri að rannsaka, hvað áunnizt hefði í skóla- og fræðslumálum almennt síðan 1946. Þannig taldi Ingvar, að þvert ofan í lög væri skólaskylda skemmri i sveitum en kaupstöð- um og alkunna, að sveitahöni lykju öðru skylduprófi en börn í kaupstöðum. Við þ'etta bættust svo erfiðieikar sveitaæskunnar á að afla sér framhaldsmenntunar í nærliggjandi skólum. Ræddi Ingvar nokkuð um hér aðsskólana, sögu þeirra og til- gang og taldi að þeir hefðu ver- ið hugsaðir sem sérstakir gagn- fræðaskólar sveitaæskunnar og bygg'ðir að öllu leyti upp sem slíkir. Löggjöf um héraðsskóla var fyrst sett 1929 og aftur 1940, en afnumin með lögum um gagn- fræðanám 1946. Var þá gert ráð fyrir, að starfandi héraðsskólar rynnu inn í almenna fræðslu- kerfið sem gagnfræða- eða mið- skólar í sveit: Árið 1946 voru starfandi 7 héraðsskólar í sveit- um landsins, en þrátt fyrir gífur- lega aðókn, sem alltaf fer vax- andi, svo að ekki er með neinu móti unnt að fullnægja eftir- spurn eftir skólavist, hefur að- eins verið reistur einn héraðs- gagnfræðaskóli síðan 1946, og mun stofnun hans raunar haía verið löngu ráðin Sður en hér- aðsskólalögin voru afnumin. Ingvar Gíslason taldi það varla hafa verið ætlun löggjafans á sín- um tíma, þegar héraðsskóialögin voru afnumin í sinni réttu mynd, að alger stöðvun yrði í byggingu gagnfræðaskóla í sveitum. Þó að till'aga mín fjalli ekki beinlínis um almenna rannsókn á þörfinni fyrir fleiri héraðsgagnfræða- skóla, þá vænti ég þess eigi að sípur, að fræðsluyfirvöldin láti þetta mál til sín taka í heild, því að grunur minn er sá, að æsku- lýður þessa lands verði að þola mikinn aðstöðumun í mennta- málur, og þbr mun áreiðanlega halla á sveitaæskuna, sagði Ingv- ar Gíslason. Utgerð strandferðaskips nyrðra Þrír þingmenn Framsóknar- flokksins, Gísli Guðmundsson, Ingvar Gíslason og Karl Kristj- ánsson, flytja eftirfarandi tillögu í sameinuðu þingi, um strand- ferðir norðanlands og útgerð strandferðaskips frá Akureyri: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta athuga möguleika á því, að Skipaútgerð ríkisins, í samráði við hlutaðeig- andi hæjar- og sýslufélög, komi á fót á Akureyri útgerð strand- ferðaskips, er annist strandferð ir norðanlands, enda séu ferðir þess í samræmi við ferðir.strand ferðaskipa úr Reykjavík Ú1 Aust- fjarða og Vestfjarða. Niðurstöð- ur athugunarinnar verði lagðar fyrir Alþingi svo fljótt, sem unnt er. í greinargerð tillögunnar segir: i Tími er til þess kominn að endurskipuleggja strandferðir hér við land með tiliti til breyt- inga, sem orðið hafa í seinni tíð á atvinnulífi og samgöngum í landinu. Kemur þá mjög til at- hugunar að taka upp verkaskipt- ingu á þá leið milli strandferða- skipa á hverjum tíma, að hvert skip veiti þjónustu afmörkuðum landshluta, og séu þá ferðir þess sérstaklega við þarfir þess lands hluti miðaðar. Á Alþingi hafa verið uppi tillögur, sem miða í þessa átt, að því er varðar Suður, Austur- og Vesturland. Er þá gert ráð fyrir, að strandferða- skip, sem sinni þörfum þessara landshluta, séu gerð út frá Reykjavík. Sams konar þörf og eigi minni er á sérstöku strand- ferðaskipi fyrir Norðurland, en engin þörf er á 'og miklu frem- ur óhagræði, að það skip sé stað sett í Reykjavík eða gert út það- an. Eðlilegt er, að Norðurlands- skip sé gert út frá Akureyri, sem er höfuðstaður Norðurlands og svo mjög vaxandi iðnaðarbær að þaðan er nú eða verður inn an skamms hægt að fá flestar þær iðnaðarvörur, sem eru ekki keyptar frá útlöndum eða flutt ar á sérstakan hátt utan strand ferðaskipanna (áhurður, sem ent). Útlendum vörum til norður Framhaid s 13 síðu T í IVI I N N, miðvikudagurinn 10. anríl 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.