Tíminn - 10.04.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.04.1963, Blaðsíða 13
MINNING BJÖRN ÍVARSSON STEÐJA 34. júui 1880 — 1. aprfl 1963. Nofckur kveðjwoitS. Þó aB Björn ívarsson yrði fyr- ir nokkrum árum að hætta búskap fyrir aldurs sakir og þreytu og hverfa frá þeim stað, þar sem 'hann hafði fest dýpstar rætur og undi sér bezt, var hann áfrarn í hugum kuuningjanna Björn í Steðja. En þar bjó hann um 43 ágg skeið. Björn viar skapfestumaður mik- fll, nokkuð fornlegur í háttum, enda vaxinn upp á eíðari hluta 19. aldar. Hélt 'hann sig í mörgu að þeirrar tíðar hætti og greip ekki á lofti hverja nýjung, sem um landið leið. Fylgdist hann þó vel með í ræktunarmálum og bætti jörð sína eftir því, sem efni og kraftar leyfðu. Hann vildi í öllu hafa fast land undir fótum, sjá sér og sínum vel borgið, spar- neytinn og hagsýnn. Og svo var hann traustur og hreinn í við- skiptum, að hann var fyrstur manna til að greiða öll sín gjöld. Einnig var snyrtimennska og reglusemi með alla hluti, hans sterka hlið. Björn var greindur maður í bezta lagi, las mikið og mundi vel. Fjarri honum var öll yfir- borðsmennska. Skildi hann aldrei við nokkurt mál, fyrr en hann hafði krufið það til mergjar- Og gestrisni var honum í blóð borin. Allir, sem sóttu Björn heim, fundu, að þeim var fagnað í ein- lægni og boðið hjartanlega í bæ- inn. Skorti þá aldrei umræðuefni, því að húsbóndinn var fróðleiks- fús og vildi ekkert fréttnæmt láta fram hjá sér fara. Svo sem fleiri munu gera, minnist ég margra ánægjustunda frá þeim tíma. Á margan hátt var Bjöj-n svo sérstæður maður, að mynd hans mótaðist óvenjuskýrt í huga þeirra, sem kynni höfðu af hon- um. Vinir hans kveðja hann þakk- látum huga, og sú kveðja er engu síður hlý, þó að skoðanir féllu ekki ávallt saman. Skapfestu Björns má nokkuð marka á því, hvernig hann barðist við erfiðan meltingarsjúkdóm, sem þjáði hann í mörg ár. Með dæma- fárri þrautseigju yfirvann hann sjúkdóminn með því að neyta aldr- ei nema þess eins, er honum var hollast. Matarréttir hans þau árin voru oft harla frábreyttir. í öllu var hann stöðugur sem bjarg. - Síðustu árin dvaldi Björn á elli- heimilinu Grund. Þangað sóttu hann margir heim: Þó að aðstaðan væri breytt, var gestrisni hans söm við sig. Fyrir þá, sem komn- ir eru tfl ára sinna og muna vel tvenna tímana, voru veitingar Björns sérstaklega hugstæðar, þvi að þær minntu á og rifjuðu upp einfaldleik æskudaganna. Hann geymdi í borðskúffunni það, sem fyrr á tímum þótti sælgæti mikið. Þeim forna sið hélt hann og gæddi vinum sínum á. kandíssykri. Þó að sumum finnist fátt um slíkar Víðivangur því, að hún liafi nýlega látið Bygginigarsjóð ríkisins úthJuta íbúðarlánum fvrir samtals 85 millj. kr. fefns er ekki getið, að af þeirri upphæð eru menn látnir greiða 2% hærri vexti en í tíð vinstri stjómarinnar. Á fyrsta ári nemur þessi viaxta- munur hvorki meira né minna en 1.7 millj. kr. I Björn eignaðist lífsförunaut, • Pálínu Sveinsdóttur, sem varð honum ómetanleg stoð í lífinu. Húsfreyjan í Steðja var vel gefin kona. En beztu eiginleikar hennar birtust í góðvild hennar til alls og allra. Hún var gædd óvenju- ríkri fórnarlund. Og atorka henn- ar og starfsvilji var frábær. Nú situr hún eftir með svo dapra sjón, að lífið verður aðcins bið að öðru en því, sem hún getur yljað huga sinn við, endurminningar horfinna stunda, sem voru að vísu stundum erfiðar, en gáfu þó góða raun. Tvo sonu eignuðust þau, Björn og Pálína, ívar gagnfræða- kennara og Kristm sálfræðing. Er vitað, að þeir gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að létta henni ellidagana. veitingar á nútímamæli'kvarða, urðu þær í hugum þiggjenda sem helgur dómur. Þetta minnir vel á jólafögnuð Matthíasar: „— sat ég barn með rauðan vasaklút." Nýi tíminn er kröfuharður og valda- mikill. Samt tókst honum aldrei að beygja Björn nema að litlu leyti til hlýðni við sig. Þegar borinn er saman gamli og nýi tíminn, er því líkast sem mannhafið sé að jafnast og slétt- ast. Ber því minna á sérstæðum mönnum nú en áður. Hér kveður einn af eldri kynslóðinni, sem bjó yfir og bar sérstæðan persónu- lei'ka. Björn var á 83. aldursári, er hann lézt, hinn 1. þ.m., og fær nú 'hvíld hjá ættfólki ■ sínu í Reyk- holtskirkjugarði. Björn Jakobsson. Á förnuin vegi Framhald aí 2. síðu. 1. Hvernig úrsögn yðar úr kristn- um ^jóðkirkjusöfnuði verði framkvæmd. Úrsogn úr söfnuði ber ag tilkynna hlutaðeigandi sóknarpresti og sjá jafnframt um, að fært sé á manntal, hvort þér gangið í annan löggiltan söfnuð eða eruð utan allra trú- félaga. 2. Hvernig háttað sé sambandi yð- ar vig „allsvaldanda guð“ eftir að þér hafið ákveðig að kalla aftur skímarheit það og trúar- iátningu, sem þér voruð látinn gera í bernsku“. Þetta er einkamál yðar með guði. - í skírninni hefur Jesús Kristur tekið yður í faðm; lagt hendur yfir yður og blessað yður samkvæmt bæn ástvina yðar, alveg eins og hann gerði, þegar hann var hér á jörð sýnilegur og lítil börn voru borin til hans. Sá kærleikur guðs til yðar, sem birtist í þessu, breyt- ir aldrei, hvernig sem líf yðar kann að hafa verið eða hvernig sem þér kunnið að vilja líta á þessi rnál nú. Guð er sama og eina at- hvarfið frá upphafi lífs til ævi- loka og að eilífu“. Eins og sést á svarrbéfinu, læzt biskupinn misskilja sumt í bréfi mínu og hitt verður hann tvísaga um eða svarar út í hött. En það er ljóst af bréfi hans að hann álítur að ég geti skrifað mig úr einni hagsmunaklíku kirkj- unnar í aðra að nafni tú og úr öll- um klíkum hennar, einnig að nafninu til vegna þess, að það skipti mig engu máli t. d. sem gjaldþegn hvert ég greiði „gjald- ið“, ef ég greiði það ekki beint til kirkjunnar, þá skal ég samt hljóta að borga það vegna hennar til há- skólans. Svo langt seilast framámenn þjóðarinnar og ríkisvaldsins, til að efla áhrif og ítök Jehóva og út- ■sendara hans, að þeir skirrist ekki við að skerða sjálfsákvörðun þegna þjóðfélagsins með slíkum skatti og verðlauna þannig dygga þjónustu við óhappaöflin með þjóðinni. En hitt liggur ekki enn ljóst fyrir hvernig biskupinn vill skil- greina þá staðhæfingu sína að ég verð'i að dúsa að eilífu í bónda- beygju Jesú. — En eins og ég var formlega fenginn þeim himna feðgum í hendur meg skírn og fermingu, krefst ég þess að sami aðili, þ. e. kirkja þeúra feðga, losi mig úr þeim sama snarvöndli. Það stenzt nefnilega engan veg- inn, sem biskupinn segir, að þetta steinbítstak sé ævarandi, því að samkvæmt þeirri kokkabók gætu „bræður og systur í kristo“ beðið hann fyrir alla „heiðingahjörð" heimsins til kristnunar og komið henni þannig á einu bretti til föð- urhúsanna án þess að einni einustu mannætu þýddi ag mjamta gegn gerðum hlut; en vel á minnzt, þessi siðast rædda spurning er „lagfærð" af biskupinum pg svar- að sem slíkri, af honum þjálfum, í bréfinu til mín. Ég afneita hér með gersamlega hinni ímynduðu goðaþjóð, sem kristin kirkja svokölluð segir að Jehóva veiti forstöðu á himnum. Og eins og ég var, barn að aldri, látinn játa trú á hana, krefst ég þess nú, að þeir með samböndin til þeirra hluta, neyti þeirra, sam kvæmt kröfu minni sem 'fulltíða manns, til að ónýta formlega það frumhlaup sitt. Sigurbjörn Einarsson biskup, viltu gjöra svo vel að svara eftir- farandi spurningum: 1. Hvemig gengur kristin kúkja frá þvi formlega, að ég hafi end anlega yfirgefið þann kristna þjóðkirkjusöfnuð, sem ég var innlimaður í á sínum tíma?1 2. Líta kirkjufeður ekki svo á, að ég sé tengdur „allsvaldanda guði“, meðan ég ber það heiti, sem mér var gefið að viðlögðu nafni hans? Helgi Hóseasson. . JIFFYPOTTAR Dæhnfeldtfr/e = BEZTAR PUCFNTUR HARALD ST. BJÖRNSSON IHieiS- se I EllBVEIZlll HiemiSSIIÆII 3 SlKI 13781 Kúðéla Aalan Bœndur! - Bændur! Við höfum nú eins og undanfar in ár, allar gerðir af dráttar- vélum og öðrum búvélum. Erum við MIKLATORG Hefi kaupanda að Unimok drátt arvél og einnig öðrum búvél- um. — Látið skrá sem fyrst Örugg þjónusta SúCélaAaíaw Ingólfsstræti 11. Simi l 13-25 TIL SOLU Fokhelt raðhús við Alftamýri 3i- i-erb vjg bóI- 4ra lierb. íbúð við Dunhaga. 5 herb. einbýlishús í Kópavogi 4ra herb. hæð í nýlegu tví- býlishúsi á fallegum stað í Kópavogi. I Vel hýst bújörð í Borgarfirði Rannveig Þorsteinsdóttir hæstaréttarlögmaður Málflut.ningur fasteignasala Laufásvcg 2 Súni 19961! og 13243. Hestamenn Flatskeifurnar komnar. Allar stærðir, ýmsar gerðir Verzlunin BRYNJA V élskóf lumaður óskast VÉLSKÓFLAN H/F H'öfðatúni 2 Sími 22184 RAM MAGERÐI N| nSBRU GRETTISGÖTU 54 [S í M l-l 9 1 O 81 Sfrandferðaskip Framhald af 7. síðu. hafna, sem nú er umskipað í Reykjavík, ætti þá að umskipa á Akureyri, að því leyti sem þær , verða ekki fluttar beint frá út- löndum til ákvörðunarstaðar, sem áður tíðkaðist í ríkara mæli en nú og er vitanlega æskilegt. Vel mætti hugsa sér t. d., að Akureyrarskipið hefði endastöðv ar á ísafirði og Seyðisfirði, sneri við þar í hverri ferð vestur eða austur frá Akureyri. Mundu þá norðan- og sunnanskip væntan- lega skiptast á vörum, farþegum og póstsendingúm, án auka- gjalds, þannig að um samtengt flutningakerfi væri að ræða. En það fyrirkomulag þarf auðvitað nánari athugunar við. Akureyrarstkipið gæti verið eign Skipaútgerðar ríkisins og útgerðin þar útibú frá skipaút- gerðinni í Reykjavík. Einnjg er hægt að hugsa sér, að stofnað yrði útgerðarfyrirtæki til strand ferða norðanlands, t. d. með sam vinnu hlutaðeigandi bæjar- og sýslufélaga og S.R. og nyti þá nauðsynlegs stuðnings frá ríkis- sjóði. í hljémleikasal Framhald af 8 síðu Allt þetta túlkaði Guðrún svo vel, ag segja má að hvergi væri þar veikur hlekkur, heldur styrk og örugg hönd og hugsun að verki. Unnur Arnórsdóttlr. SAMSÖNGUR Vorið er tími hinna mörgu kóra og söngstarfsemi yfirleitt. Kvenna kór SVFÍ og Karlakór Keflavíkur hafa slegið sínum söngkröftum saman, og er því orðið dágóður blandaður kór. Samsöngur þessa kórs fór fram í Gamla bíó þ. 3. apríl s.l. undir stjórn Herbert Hriþerschek. Á efnisskránni voru eingöngu þættú úr óperum og óperettum fyrir kór og einsöngvara. — Um kvennakórinn má segja, að hann hafi litlu vig aukið síðan í fyrra, en karlakórinn er skipaður mörg- um kórum úti um landsbyggðina, enn þá nokkuð sundurleitur. Sam- einaðir í blandaðan kór var frammistaðan furðu áheyrdeg, þótt stundum væru vprkefnin á mörkum þess mögulega, hvað flutn ing snerti, en sú sönggleði, sem þar ríkir, fleytti söngfólkinu auð- veldlegar yfir ýmsar torfærur. Einsöngvarar með kórnum voru Eygló Viktorsdóttir, Erbngur Vig- fússon, Vincenzo Demetz, Hjálmar Kjartansson, Böðvar Pálsson, — Haukur Þórðarson, en Þórunn Ólafsdóttir og Eygló Viktorsdóttir tóku að sér hlutverk Snæbjargar Snæbjarnardóttur, vegna veikinda hennar. Á söngskránni var m.a. lokakafli úr óperu Webers „Töfra- skyttan“ svo og aría, kór og sext- ett, úr „Lucia de Lammermor” eft ir Donizetti, hvort tveggja áheyri lega flutt, eftir því sem efni stóðu til. Tveir all-langir úrdrættú úr óperunni „Der Zarewitsch" og „Nótt í Feneyjum“ eftir J. Strauss, eru þess eðlis að geta „gert lukku" hjá áheyrendum, en einmitt þessi verk falla og standa meg góðum og sjálfstæðum einsöngvurum, sem að auki þurfa að leggja mikið til frá sjálfum sér. Misbrestur vildi samt verða á að þær kröfur væru uppfylltar. Erlingi Vigfús- syni virðist létt um að gera hlut- ina líflega og óþvingaða, og var hans hlutur þar ágætur. Söngstjór inn Herbert Hriberschek hefur auðheyrilega lagt fram geysilega vinnu, til að ná því sem áorkað var. Við píanóið var Ásgeir Bein- teinsson, og lék hann með af viss um „Elegance", en hefði mátt vanda sig meira. Unnur Amórsdóttlr. T f M I N N, rmðvikudagurinn 10. apríl 1963 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.