Tíminn - 21.04.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.04.1963, Blaðsíða 8
T f MIN N, sunnuðaginn 21. apríl 1963 — MrffiWk 6<' Það var skírdagsmorgunn. Klukkan var hálf níu, þegar ég hringdi á fyrstu bílastöðina til að ná í leigubíl. Þær urðu nokkuð margar, áður en já- kvætt svar fékkst. Loks fékk ég loforð um „næsta bíl“, og í von um það, að hann kæmi nægi- lega snemma tók ég svefnpok- ann í aðra hönd og heljarmikla ráptuðru i hina og þrammaði niður stigana. Það var vetrar- legt um að litast. Rok og frost og bylur/Hreint ekki glæsilegt veður til að leggja af stað í ferðalag um mörg hundruð kíló metra leið og eiga þar yfir höfði sér að liggja í tjöldum, sem að mínu áliti eru einhver heimskulegasta uppfinning . . . ja?ja, nóg um það. Enda hefði mér vafalaust fallið allur ket- ill í eld, ef félagar mínir hefðu ekki strítt mér á því kvöldið áður, að ég myndi ábyggilega gefast upp á ferðinni vegna veð urs. Síðar átti ég eftir að blessa þá í huganum. Bíllinn kom fljótlega og ók mér niður að Arnarhóli. Þar stóð dreki mikill á sex hjólum, eign Norðurleiða og að þessu sinni á vegum ferðaskrifstof- unnar Sögu í Reykjavík. Við stýrið sat þrautreyndur bifreiða stjóri úr mörgum slarkferðum úm vegi jafnt sem vegleysum, Pétur Kristjónsson, gullgrafari með meiru. Áður en ég sleppt' leigubílnum gekk ég til hans og spurði, hvort hann væri ekki ákveðinn í að fara. Hann leit til mín með smávegis glotti og sagði mörg jú. Þá var ekki um annað að gera, en borga bílinn. Er ég var að koma mér fyrir í sæti mínu í nýja farkóstinum kom góðborgari akandi á bíl sínum til bkkar ðg lá'gði honum fyrir framan okkur. Hann leit inn um gluggann til okkar og það setti að honum hroll og' svipurinn sagði: Þetta hlýtur a?j vera kolvitlaust fólk. Ég var honum hjartanlega sammála. Annars er bezt að gera nokkra grein fyrir því ævintýri, sem ég var að leggja út í. Fyrir nokkru síðan, dag einn, þegar ég var á leið til vinnu minnar í Edduhúsinu, var kallað til mín. Þar var kominn gamall kunningi minn, áðurn.efndur Pétur Kristjónsson. Hann spurði mig hva^ ég ætlaði að gera um páskana. Mér varð eitt hvað svarafátt, því satt að segja hafði ég ei.ginlega aðal- lega hugsað mér að hafa tvennt fyrir stafni: Ag sofa og éta. En Farið yfir Núpsvötnin á austurleið, Pétur snýr baki í Ijósmyndavéiina. Pétur kvaðst vera að fara í Öræfin um páskana á vegum Sögu og mælti með þvj.að ég, slægist í förina. Það varð úr og því sat ég nú þarna þennán' vetrarlega skírdagsmorgun Eins og sjá má af mynd, er fylgir greinarstúf þessum, er bíllinn, sem við fórum í, hið veglegasta farartæki. Sameinar þá höfuð)rosti að vera traustur og brjótast yfir vegi jafnt sem vegleysur. og vera jafnframt svo þægilega innréttaður. að hann er þar örugglega í fremstu röð íslenzkra langferðabíla. — Ekki skal ég hlaða hér neinu lofi á bílstjórann. enda mun honum lítil þægð í því, en þess má geta, að Pétur hefur ekið langferðabílum um árabil. bæði fólksflutnin.gabílum og vörubíl- um. Ferðir hans í Öræfin eru ótaldar, enda hefur hann ekið þangað af og til í 16 ár. eða frá því farið var að brjótast þangað á bifreiðum. Þekkir hann því vötnin á Skeiðarár- sandi mæta vel. Þá er Pétur nú einn af fáum íslenzkum ..gullgröfurum“, en eins og kunnugt er eru nú nokkrir menn að leita að gömlu skipi á Skeiðarársandi, sem kvað hafa verið hlaðið gulli og ger- semum, en það er önnur saga. Nú ekur Pétur aðallega hjá Norðurleið og hefur farið marg ar ferðir um byggðir og óbyggð ir á bílnum. sem var farkostur okkar í þessari ferð. Skal til iæmis mimnzt á ferðalag, er hann fór með fleiri mönnum í haust á honum inn í Laka. og sagt var frá hér í blaðinu á sínum tíma. Það kom í Ijós. að ekki höfðu allir, er ætluðu upphaflega í þessa ferð. lagt í hann. Meira að segja fólk, sem búið var að borga sína farseðla, lét ekki sjá sig. Við biðum nokkra stund við Arnarhólinn, en þegar útséð var um að ekki kæmu fleiri Bíilinn „okkar", R-4719, hið ágætasta farartækl, eins og sjá má. — Þórður Bæjarstaðarskógaróvinur stendur lengst til vinstri. Pétur bfl- stjóri er fjórði frá hægri í fremstu röð (á dökkri peysu), Stelni fjörkálfur flmmti frá vinstri í öftustu röð (sést á hlið) og sú færeyska, sem var svo hrædd við vötnin er þriðja frá vinstrl I fremstu röð (I Ijósri úlpu). / var ekið niður að Hótel íslands lóðinni. Þar var Guðmundur Jónasson að útbúa sína bíla til Öræfaferðar. Fyrir löngu hafði verið ákveðið, að samflot yrði haft við Gumund og samvinna á öllum sviðum og kom nú nokk ug af hans fólki yfir í okkar bíl. Verður því framvegis rætt um hans bíla og okkar í söirm andrá. Klukkan var nálega tíu, þeif ar bílalestin þokaðist af stað. Sama veðrið hélzt, frost og skaf renningur. Fólkið sat flest þög- ult í sætum sínum. lítig farið að kynnast innbyrðis, nema þeir sem fyrir þekktust. En ekki hafði lengi verið farið. er lag- stúfur heyrðist raulaður og smá orðaskipti fóru að eiga sér stað, og von bráðar var sem ein fjöl- skylda — mátulega sammála — væri í bílnum. Sem sagt. dæmigerð íslenzk hópferð Við getum farið fljótt yfir sögu fyrsta daginn. Áfangastað urinn var Kirkjubæjarklaustur og þangað var komið um átta leytið um kvöldið. Ferðin aust ur gekk vel og tafalítið. Einn bíllinn bilaði lítilsháttar á Sel- fossi, en með því að þrengja að farþegum í hinum bílunum var unnt að ’.ialda áfram og lazarus- inn náði okkur á Klaustri um In'öldið. Þegar ferðalangarnir nudd- uðu stírurnar úr augunum morg uninn eftir var ;)örð alhvít og enn vetrarlegra nm að litast. Við lögðum upp um tíuleytið. Rílalestin silaðist austur Síðuna og stanzaði hvergi. enda ekki margt að sjá. þegar svona viðr- aði. Öðru máli gegnir að sumar lagi, þegar ilmandi blágresið þekur allar brékkur og heiðarn ar eru gróðri vafnar eins langt unp og augað evgir Fegurð Síðunnar er ekki stórhrotin. heldur hlýleg. Því tekur hún «9 Flotinn „okkar" á aurunum neðan Skaftafells og bílstjórarnir fyrir framan. Pétur er fyrir miðju, Guðmundur Jónasson þriðji frá hægri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.