Tíminn - 21.04.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.04.1963, Blaðsíða 15
Öræfaferð Framhald af 9. síðu. Ferðin austur yfir Núpsvötn in gekk stórslysalaust. Sumir minni bílanna stóSust að vísu ekki raunina, en vatnsmagnið var ekki meira en svo, að fljót legt var að koma í þá taug og draga til lands. Hið sama er að segja um önnur vatnsföll Skeið arársands. Vatnsmagn var hvergi til trafala, en bleytur nokkrar og svo ísskarir, sem töfðu verulega. Ferðin sóttist samt fremur seint, þvi ávallt var beðið, þar til séð varð, hvernig öllum reiddi af yfir. Það var dálítið gaman að fylgjast með viðbrögðum manna við vötnin. Eitt var þó flestum sameiginlegt: Þeir voru með myndavélarnar á lofti. Fáir voru smeykir við vatnsföllin, enda voru þau lítil, eins og fyrr segir. í okkar bíl var þó ein undantekning. Þag var færeysk stúlka, sem var á ferð^ með tveimur vinkonumsínumíslenzk um. Hún var óskaplega hrædd við vötnin og virtist alltaf sann færð um að eitthvað voðalegt myndi gerast. Hún hélzt aldrei í sæti sínu, heldur tróð hún sér að útgöngudyrunum, til þess að vera f'jófari út, þegar ósköpin dyndu yfir. Og ekki man ég eftir þeirri óbrúaðri sprænu á leiðinni, að sú færeyska ræki ekki upp óp, ef bíllinn hallaðist hið minnsta. Hún var auðsjáan- lega dauðskelkuð, blessuð dúf- an, enda sögðu vinkonur henn- ar, að hún hefði einhvern tíma lent í bílslysi, er hún var barn. Við hin gátum ekki að okkur gert en að brosa að henni og stundum hló hún líka, því hún hefur víst fundið undir niðri, að ekkert var að óttast, en hræðslan var engin uppgerð, því svitinn perlaði á stundum á andliti hennar. Okkur fannst þetta ólíkt hinum rólegu og þrautseigu Færeyingum, og hún var að öðru leyti ólík þeim Fær eyingum, sem ég hefi kynnzt. Hún talaði ensku, dönsku og fleiri mál reiprennandi, en vildi alls ekki tala íslenzku, svaraði ekki einu sinni ef á hana var yrt á því máli. Nóg um hana. Aðrir voru ekki eins hræddir við vötnin. Að minnsta kosti ekki einn fararstjórinn hjá ann arri ferðaskrifstofunni, sem hafði samflot yfir sandinn. -— Hann virtist hafa sérstakt yndi af að vaða jökulvötnin. Og hann var ekki að troða sér í klofhá stígvél eða gúmbuxur, eins og hinir. Nei, ekki aldeilis. Hann óð út í eins og hann stóð, í síð- um gallabuxum og bomsum og öslaði fram og aftur (auðvitað var maðurinn að hjálpa til). — Ég skal bölva mér upp á að hann hefur mest langað til að leggjast til sunds. Og það var eins og þetta væri smitandi, því kunningi minn einn, sem var með sama hópi og hinn, var far- inn að ösla líka, þegar austur á sandinn kom. Það var verið að ræða um þetta fyrirbæri í bílnum hjá okkur og þá sagði Pétur: Það er alveg ágætt að ferðast með honum N.N. . og hann er ágætur fararstjóri. Hann hefur bara einn veikleika í ferðalögum, hann má ekki sjá vatn, þá er maður. búinn að missa hann út og hann farinn að vaða. Við stönzuðum við sæluhúsið é sandinum og menn rituðu nöfn sín í gestabók þess. Húsið er lítið og biðröð myndaðist fyr ir utan það. Sú bið var ekki andskotalaus, því þeir, sem bún ir voru að skrifa, héldu uppi látlau^ri skothríð með snjóbolt um á fórnarlömbin. Einkum var einn duglegur. Hann var í okk ar bíl og kallaður Steini, fjör- kálfur hinn mesti. Sé hægt að tala um veikleika fyrir vatni hjá fararstjóranum, sem ég gat um áður, þá var Steini ekki síður veikur fyrir snjó. Hann mátti bókstaflega ekki sjá snjó svo að hann þyrfti ekki endi- lega að láta einhvern ferða- manna sinna njóta þess og þá auðvitað helzt stúlkurnar. Og það var eins og að skvetta vatni á gæs að skamma Steina. Hann var ekki síður fjörugur inni i bílnum, heimtaði sífellt -að allir væru að syngja og gerði það sjálfur óspart eftir beztu getu, kannski ekki endilega nákvæm- lega sama lag og hinir, en vilj- inn, drottinn minn .... Hvað um það, þéssi ferð hefði ekki verið nærri eins skemmtileg, ef Steini hefði ekki verið. Degi var tekið að halla, er við komum að Skaftafelli. Ragn ar bóndi kom til móts við okk- ur niður á aurana og hann var fenginn til þess að vísa leið- ina inn í Bæjarstaðaskóg. — Bæjarstaðaskógur er mjög fag- ur í sumarskrúða, en að þessu sinni var ekki mikið að sjá. Við vorum heldur ekkert áfjáð í að sjá hann í okkar bíl, en sættum okkur við þennan krók, öll nema einn maður. Sá heitir Þórður og var hinn önugasti. Sagði hann Guðmundi Jónas- syni, að þarna væri ekkert að sjá og veðrið væri þar að auki vont. Vitaskuld kom Þórður með, en ekki höfðum við lengi farið, er fúla él var á. Svo sá- um við skóginn tilsýndar upp úr snjónum og vonbrigðin skinu út úr mörgum andlitum. Þá hló Þórður. Við fórum aldrei upp í skóginn, en ókum í þess stað að upptökum Skeiðarár, þar sem hún spýtist undan jökl inum. Það er tilkomumikil sjón, er seint gleymist og þá mun enginn hafa sér eftir króknum, og Þórður kom út og tók mynd. Það var komið myrkur, er við komum að Hofi, en þar skyldi ’gista. Þar er samkomu- hús þeirra Öræftega, nýi.eg bygging. Ekki rúmaði hún nándar nærri allan hópinin, og stór hluti hans varð að gista í tjöldum um nóttina. Ekki trú1 ég að sú vi'St hafi sæl verið, en tjaldbúar voru hinir roggnustu og kváðust ekki vdja skipta á svefnstöðum. Sumir sváfu líka í bílunum, til dæmis var flat- sæng mikil reidd upp á palli farangursbilsins. Næsta morgun var komið in- dælisveður og skyldi nú ekið um Öræfin, þessa fögru og sérkennilegu sveit, er til skamms tíma var ein afskekkt- asta sveit landsins. Mikið mun þessi sveit breytt frá upphafi landsbyggðar, er Ingólfur Arn- arson lenti skipum sínum við Ingólfshöfða. Til forna^ var þarna blómleg byggð með fjölda býla og mörgum kirkj- um. Hét þar þá Hérað milli sanda. En á fjórtándu öld gaus Öiræf'ajökull geysimiklu gosi, er fylgdu vatnsflóð og öskufall gífurlegt. Hefur þá með vissu eyðzt mikil byggð og orðið aur eftir, þar sem áður voru s’kógar og tún. Þjóðsagan segir, að ékki hafi annað lifað eftir en ein kerling og blesóttur hestur. er stökk fyrir björg, er menn komu að. Víst er um það, að er byggð festist þarna aftur, fékk sveitin eitthvert kaldranaleg- asta nafn, er um getur í ís- lenzkri byggðasögu: Öræfi. En enn er mikil veðursæld í Öræf- um og sumargróður þar einna fegurstur hérlendis. Þar mun verða mikil paradis ferða- manna, er samgöngur batna, og náttúrufræðingar sækja þang- að löngum. En Öræfin búa eimnig yfir tignarlegri fegurð. fegurð, sem nýtur sín allan ársins hring, og þá fegurð skoð- uðum við laugardaginn fyrir páska. Við ókum austur alla sveitina, austur að Jökulsá á Breiðamerkursandi. Við geng- um með jökullónum, gengum á skriðjökla, söfnuðum fallegum steinum og kuðungum uppi við jökulröndina, svo nokkuð sé nefnt. Skriðjöklarnir eru sífellt að styttast og skilja þá eftir sig margvíslegar menjar, m.a. kuðunga og skeljar, er sýna, að þar hefur eitt sinn verið haf, er nú eru jöklar. Á páskadag var haldið heim- leiðis. Við stönzuðum í Skafta- felli og gengum upp með hinu fagra Skaftafellsgili, undir leið- sögn Ragnars Stefánssonar, bónda í Skaftafelli, er kunmi á öllu skil, er við spurðum um, og nutum útsýnisins frá Skafta felli, sem vart á sinn lika á byggðu bóli á íslandi. Síðan var haldið á sandinn að nýju, og nú voru vötn enn minni en á austurleiðinni, og skal fljótt farið yfir sögu. Gist var í Klaustri næstu nótt, og þar komust allir í hús. Morguninn eftir hafði veður enn versnað, og við fengum þræsingsbyl að segja má, alla leiðina til Reykjavíkur. Það var eins og veðurguðirnir hefðu beðið með snjókomuna og kuldann þessa daga, sem við vorum í Öræf- unum, svo við gætum notið þeirra sem bezt. Það var farið að kvölda, þeg- ar við komum til borgarinnar á ný. Pétur þakkaði fyrir sam- veruna, og við farþegarnir hrópuðum ferfalt húrra fyrir honum, og fannst öllum hann vel að því kominn, og höfðu margir orð á, að annan eiins fararstjóra hefðu þeir aldrei haft, og voru ákveðnir í að sitja um næstu ferð, er hann færi um óbyggðir með ferða- hópa. Áð endirigu til ferðafélag- anina: Þökk fyrir samfylgdina. nib Rússar og Kínverjar áttuna innan kommúnismans í Austur-Evrópu eftir fall Stal- íns 1953, Ulraunirnar til að nálg ast endurskoðunarsinnann Tító og hinar æ ljósari árásir á vald hafana í Peking, bæði í Moskvu og annars staðar. Kínverjar hafa fylgzt vel með hvernig vesturlandamennirnir fylkja sér um sínar eigin stofn anir og siði og hraða æ meira röskuninni innan sinna eigin þjóðfélaga. Þeir muna vel, að hinir öflugu þýzku kommúnist- ar hurfu frá byltingu í fyrri heimsstyrjöldinni og likja ítölsk um og frönskum kommúnist- um við þá, svo að ekki sé minnzt á skoðanabræður þeirra í Austur-Evrópu. SKIPTINGIN í austur og vest ur innan kommúnistaríkjanna sjálfra er í þann veginn að kom ast á, og hún fer nokkurn veg- inn eftir landfræðilegri og þjóð ernislegri skiptingu. Leiðtogar Kína gera ráð fyrir þessari skiptingu og þeir trúa, að þjóð irnar í Asíu, Afríku og Suður- Ameríku, — utan hinna gömlu vesturlanda, muni aðhyllast stefnu þeirra gagnvart auð- valdslöndunum og evrópsku kommúnistaflokkunum, sem lúti forustu Sovétríkjanna. Fim rök Maos leiða í raun og veru til sömu niðurstöðu og þung rökhyggja Krustjoffs. í gær (9. apríl) komu Sovétríkin o.g Bandaríkin sér saman um að koma á beinu fjarritunarsam bandi milli Hvíta hússins og Kreml. Það var kjarnorku- sprengjan, sem knúði þau inn á þessa braut. En Kína mun eiga snaran þátt í að ýta á eftir þeim í þessum efnum á kom- andi árum. (Þýtt úr Politiken). TÍMINN, sunnudaginn 21. apríl 1963 — Ódæðisverk á Akureyri ED-Akureyri, 20. apríl. Sá atburSur varS hér í nótt, aS drukkinn gestur stórslasaSi húsráSanda og liggur hann enn þá meSvit- undarlaus á sjúkrahúsinu. Ribbaldinn situr í gæzlu- varShaldi og bíSur dóms. Klukkan a® ganga tvö í nótt er leið var lögreglan hér á Ak- ureyri beðin um að koma í hús eitt hér í bæ. Seint um kvöldlð hafffli komlð þangað gestur, og var hann ölvaður. Hafð'i hann dvalizt nokkra stund í íbúðinnii, enda kunnugur fólkinu, er þarna bjó, og v'ddi ekki yfirgefa íbúð- ina, þrátt fyrir óskir húsráð'- enda» Kom þá til stympinga milli hans og húsbóndans og lauk þeim á þann veg, að gest- urinn hrinti húsbóndanum nið- ur stigann. Lá hann þar í blóði sínu, meðvitundarlaus og með mikinn skurð á hnakka, er lög- reglan kom. Hann var þegar fluttur á siúkra húsið og síðari hluta dags í dag hafði hann ekki komizt til með- vitundar og ekkert unnt að segja um Iíðan hans. Það skal tekið fram, að húsráðandi var algerlega ódrukklnn, er atvik þetta gerffiist. Hann er fullorð- inn maður, en árásarmaðurinn ungur. Lögreglan neitaði að gefa nafn hans upp, svo og ódæðismannslns, sem nú situr í gæzluvarðhaldi a< bíður þess að verða yfirheyrður. Fiskstofninn Framhald af 16. síðu. Að sögn Tass-fréttastofunnar sagði hann að ílak kafbátsins myndi skemma fiskistofninn á svæði rneð mörg púsund kílómetra radí- us. Bandariskir vísindamenn telja hins vegar, að geislavirkni kaf- bátsins muni ekki verð'a teljandi. Rannsókn Treshner-slyssins er enn haldið áfram, og í gærkvöldi var tilkynnt opinberlega, að flak- ið væri enn ekki fundið, ög það gætu liðið margar vikur, jafnvel mánuðir, áður en leitinni verði lok iö. Undirforingi, sem áður var í áhöfn kafbátsins, sagði við vitna- leiðslur í gær, að tæki kafbátsins hefðu ið'ulega bilað í fyrri ferðum hnns. Hann sagði, að áhöfnin hefði haft svo mikið að gera við viðgerð- ir, að tími hefði enginn verið til lier- og björgunaræfinga. 70 ára: Framhald af 5. síðu. Fólkið þín beið með fögnuði og þra þú færðir þvi gjafir og seiminn. Bréfin. Dagblöðin. Fréttir þeim frá er farnir voru út í heiminn. Og sjúkra margra var síðasta von að sæist á ferff yfir Klyfin pósturinn Benedikt Benjamínsson en bæri þeim hjálpandi lyfin. Og þannig leið vinur minn ævi þín, æ þau erfiðu skyldustörf rækja. Og alltaf fyigdi þér blessun í bæ og bezt þótti til þín að sækja um fyrirgreiðslu á fjölmarga lund þú fús varst að leysa hvem vanda. Glaðastur ailra á gleðinnar stund garpur norður hafsstranda. Þar strendur, hlíðar og illfærar ár. ótnes, firðir og víkur. Brimaldan bupga og bergsalur hár, blærinn er svalandi strýkur. Norðursins háreystu hugþekku fjöll og hafsvalur austnorðan gjóstur. Þau biðja þér heilla og blessunar öll. ' Benedikt Sr.randapóstur. X—10 Þinglausnir Framhald aí 1 slðu. steins nieff því aff rísa úr sætum. Forseti íslands, herra Ás- geir Ásgeirsson, las upp for- setabréf um þinglausnir og sagffi Alþingi slitiff. Baff hann síffan þingmenn aff rísa úr sæt- um og heiffra fósturjörffina. — Þingmenn hylltu forseta og fóst urjörff meff ferföldu húrrahrópi. Tekinn af lífí Framhald af 16. síðu. skilaboð konunnar. Ráðuneytið tók hins vegar fram, að Banda- ríkin gætu ekki skipt sér af dóms málum anmarra landa og því hefði spánsika sendiráðinu aðeins verið tilkynnt, að forsetinn hefði fengið boð frá frú Garcia. Fóstrur Framhalá af 16. síðu. rauðu blöðruna verður lesin upp áður en sýning hefst, svo að böm- in geti betur notið myndarinnar. Olgerðin Framhald af 16. síðu. an ekki mikil til að byrja með. Nú er ölgerðin til húsa á Ægis- götu og síðustu áratugina hefur framleiðslan aukizt mikið og er alltaf að aukast. Hún framleiðir nú þrjár tegundir öls og tíu teg- undir gosdrykkja. Flokksþingið Framhald aí 1. síðu. 6,30 síðdegis. Fundir hefjast að nýju kl. 8,30 síðdegis og verður þá umræðum haídið áfram. Á mánudaginn er gert ráð fyr- ir að nefndin starfi fyrir og eftir hádegi, fratn til kl. 6,30 síðdegis, en kl. 8,30 hefst fundur að nýju í Súlnasalnum og verða mál þá tek in til afgreiðslu. Gert er ráð fyr- ir að þinginu ljúki á sumardaginn íyrsta, þann 25. þ.m., en eins og fyrr segir verður lokahófið I Súlna salnum. Þeir sem hugsa sér að fá miða aff lokahófinu þurfa að hafa sam- band við flokksskrifstofuna í Tjarn ar götu 26, sem fyrst, eða dyra- verði á flokksþinginu. Móðir okkar. Jónína Sigurðardóttir frá Leiti, Dýrafirði, verður jarðsungin 22. apríl frá Fossvogskirkju ki. 10,30. Athöfninnl verður útvarpað. — Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þelm, sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnafélag íslands. Dætur hinnar látnu. Útför bróður okkar, Magnúsar Ágústs SígurSssonar « frá Flatey á Breiðafirðl, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. april kl. 10,30 árdegis. Systkini hins látna. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.