Tíminn - 21.04.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.04.1963, Blaðsíða 9
Hann stóð á hlaðinu á Hofi um morguninn, sæll og pattaralegur, •lns og s|á má og þegar blómarósin fór að gefa honum undir fótinn réttl hann úr sér og blés allur út — svei mér þá. miklum stakkaskiptum eftir árs tíCum. Við staðnæmdumst góða stund á Núpsstað, austasta bæ í Fljótshverfi. Myndum var smellt af í gríð og erg og snjó kúlur flugu um loftið. Margir notuðu tækifærið og skoðuðu gamla bænhúsið á Núpsstað og ræddu við Hannes gamla póst. Hann Hannes er raunar hættur að ferðast um héruð með póst, en hann er einn hinna síðustu sögufrægu land- pósta, sem samtiðin þekkir. Þær eru orðnar margar ferð- imar hans Hannesar yfir jökul- vötn og eyðisanda Skaftafells- sýslna, og oft hefur hann þurft að fara yfir torfæra og hættu- lega sprungna skriðjökla til þess að krækja fyrir ófærar árnar. Þau eru orðin mörg bréf in og skilaboðin, sem hann Hannes á Núpsstað hefur flutt milli sveita og meiri mundi ein angrun margra sveita á íslandi hafa verið á liðnum tímum, ef ferðagarpa sem hans hefði ekki notið við. Líklega þykir Hann- esi ekki afreksverk þótt nokkrir hálf sparikiæddir borgarbúar aki í lúxusbílum yfir Skeiðarár- sand. þegar vötnin ná varla í kvið á hesti, en hann lætur ekki á því bera, og vafalaust sam- gieðst hann sýslungum sínum yfir því að geta nú jafnvel far- ið það á nokkrum mínútuni um loftin blá, sem tók hann marga hættulega daga fyrir ekki svo ýkjalöngu. Það var bezta veður. þegar vig lögðum af stað fráNúpsstað, sólbráð og hlýja, enda fólkið í sólskipsskapi. Við ókum aust- ur með Lómagnúpi, hinu tignar lega standbergi er rís upp úr sandau'ðninni, um sjö hundruð metra hár. Enginn sást þar nú jötunn á ferð, en fáa staði hefi ég séð, er eðldegra var að þjóð trúin léti bergrisa byggja. Skammt austan hans komum við að fyrstu torfærunni á Skeiðarársandi, og þeirri mestu að þessu sinni, Núpsvötnunum. Bílstjórarnir ruku út úr bílun um; hurðir á farangursgeymsl- um voru rifnar upp og klofstíg- vél og gúmbrækur tekin út. Svo ösluðu þeir út í jökul- strauminn. Þeir busluðu fram Tvær blómarósir í dyrunum á , kváðust hafa sofið Ijómandi vel. og aftur, könnuðu fyrir sér með stöngum og brutu ísspangir við bakkana. Ekki höfðu þeir lengi kannað, er Pétur þeytti flaut- una og vig tókum okkur sæti. Hinir munduðu myndavélar sín ar óspart og horfðu á okkur með samblandi af vorkunnsemi og öfund í augnaráðinu. Svo seig bíllinn okkar fyrstur út í Núpsvötnin. Og ekki bar á öðru en Renóinn og Pétur skil- uðu okkur heilum á húfi og þurrum upp á eystri bakkann. Pétur sneri bílnum þar strax hótelinu" sínu á Hofi. Þær sváfu á pallinum á farangursbílnum og við, til þess að vera viðbúinn því að draga hina yfir, ef þeir stöðvuðust úti í vötnunum, með spilinu. Það má engan tíma missa, ef bílar stöðvast á annag borð í jökulvötnum sem þess- um, þvi þau grafa fljótt undan bílunum. í páskaferð i hitteð- fyrra stöðvaðist einmitt einn bíllinn, sem nú var með i för- inni úti í Núpsvötnum, enda var þá meira í en nú. Bíllinn grófst fljótlega niður og áður en unnt væri að draga hann í land varð fólkið að forða sér út um gluggana og upp á þak. Öðru sinni kom Pétur að Núps- vötnum, þar sem aðeins sá á horn á olíubíl upp úr straumn- um. Sá hafði lent ofan í skoru og fest sig. Hann grófst á svip stundu niður, en félagar hans höfðu að bjarga bílstjóranum með því að bakka öðrum bíl út í og hann gat stokkið af sínum bíl út á björgunarbílinn. Sá bíll náðist raunar aftur upp og lík- lega geyma Núpsvötnin engan bíl. Framh á bls. 15 Séð austur yfir jökullónið við upptök Jökulsár á Breiðamerkursandi. TÍMINN, sunnudaginn 21. apríl 1963 — 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.