Tíminn - 11.05.1963, Síða 1

Tíminn - 11.05.1963, Síða 1
TK-Reykjavík, 10. maí. Hag bændastéttarinnar hefur hrakaS stórlega síðustu fjögur ár vegna dýrtíðarflóðsins og ýmissa annarra stjórnarráðstafana. Tvennar gengisbreytingar, vaxtahækkanir, takmörkun útlána og fieira kemur harð- ast við þá bændur, sem eru að hefja búskap, eiga mikið ógert á jörðum sínum eða hafa orðið að ráðast í fjárfrekar framkvæmdir á þessu tíma- bili. Efnahagsmálasérfræðingur ríkisstjórnarinnar hefur iýst ástandinu svo, að verði haldið áfram á sömu hraut, sé hin sjálfkrafa „iausn(i á næsta leiti, þ. e. að stofnkostnaður búanna og hvers konar nauðsynlegra tækja til þeirra sé orðinn svo hár, að engir fáist eða geti tekið við, þeg- ar gamlír bændur flosna upp vegna elli eða deyja. (Sjá játningu Jónasar Haralz á baksíðu). Þýðing íslenzks landbúnaðar fyrir þjóðina liggur aðallega í því að framleiða holl og góð matvæl'i, hráefni fyrir iðnað úr íslenzkum landbúnaðarvörum, skapa gjaldeyri með útflutn- ingi landbúnaðarafurða og síð- ast en ekki sízt að viðhalda og auka þá þjóðlegu menningu, sem verið hefur aðalsmerki ís- lendinga frá fyrstu tíð. Það, sem verður að gera, til að koma í veg fyrir að þróun mála verði sú, sem JÓnas H. Haralz spáir, ef fylgt verður óbreyttri stjórnarstefnu, er að snúa undan'haldi í sókn. Það þarf að stofna sérstakan veðlánasjóð, er veiti frumbýl- ingum og bændum, sem lítil bú hafa, rífleg, hagstæð lán til kaupa á jörð, bústofni og vél- um. Æskilegast væri að slík lán yrðu veitt afborgana- og vaxtalaus fyrstu árin. Þetta er sérstaklega milkil nauðsyn nú vegna þess, hversu -stofnkostn- aðurinn er orðinn hár, og eins vegna þess, hversu mikili hluti þess fólks, sem í sveitum býr, er í háum aldursflokki. Það verður að stórauka rækt unarframkvæmdir frá því sem nú er og veita ríflegri ræktun- arframlög og lán — sérstaklega til þeirra, sem skemmra eru á veg komnir í ræktunarmálum. Það þarf að aflétta hinum rangláta söluskatti, sem bænd- um er gert að greiða upp í gengistöpin, sem orðið hafa á fjárfestingarsjóðum landbúnað- arinis vegna gengisfellinga nú- verandi ríkisstjórnar. Þessi skattur er beinn launaskattur á bændur og upphæð hans fer eftir framleiðslumagni hvers og eins án tillits til þess, hvort nokkur nettóarður er af fram- léiðslunni eða ekki. Lán til vélakaupa, súgþurrk- unar og bygginga í sveitum þarf að auka stórlega, enn fremur að auka styrk og lán til vélakaupa ræktunarsam- bandanna. Eitt hið mikilvægasta í þessu sambandi er að lækka vexti og lengja lánstíma stofnlána landbúnaðarins. Það þarf að tryggja það, að Framleiðsluráðslögin séu þann ig úr garði gerð, að þau tryggi fullkomlega hlut bænda og það ber að móta stefnuna í því máli í samvinnu við Stéttarsam band bænda. Hér hafa aðeins verið nefnd nokkur mikilsverðustu atriðin, sem framkvæma verður til að snúa landbúnaðinum af þeirri óheillabraut, sem núverandi stjórnarstefna hefur leitt hann inn á. Úrslit kosninganna 9. júní n. k. skera úr um það, hvort Framsóknarflokkurinn nær að knýja þessi stefnumál sín fram. Sveitarstjórnarkosningar í Bretlandi NTB-London, 10. maí í sveitarstjórnarkosningum, sem fram fóru í Bretlandi í gær, unnu jafnaðarmenn mik- inn sigur. Flokkurinn vann 541 sæti í sveitarstjórnunum og náði meirihluta í 30 jsýð- ingarmiklum borgum. Kosið var um 2973 sæti eða þriðj ung állra sveitarstjórnafulltrúa í Bretlandi íhaldsmenn töpuðu 547 sætum, og óháðir 72. Frjálslynd- ir. sem unnið hafa talsvert á í aukakosningum til þingsins að und anförnu, bæt.tu vig sig 80 sætum og.náðu meirihluta í tveimur bæj- um, en töpuðu meirihluta í ein- um. Fréttamenn telja sigur frjáls- lyndra þó ekki mikinn, þar eð flokkurinn bauð nú fram *2200 frambjóðendur, en aðeins 900 við síðustu kosningar fyrir þremur ár um. Talsmenn jafnaðarmanna líta á þessi kosnmgaúrslit sem vísbend- ingu um eflingu flokksins við n'æstu þingkosningar, sem fram munu fara innan árs. Við síðustu sveitarstjórnarkosningar töpuðu jafnaðarmenn hins vegar 472 sæt- um. Einhver stærsti sigur jafm aðaimanna í kosningunum í gær var, að þeir náðu meirihluta í hafn borginni Liverpool, og auk þess náðu þeir meirihluta í borgum cms og Bradford, Notthingham, Bristol, Boiton og Plymouth. — Stjómmálafréttaritarar í London benda þó á, að svedtastjórnar- kosningar séu lélegur mælikvarði á það, hvernig þjóðin myndi kjósa í þingkosningum. Hins vegar eru sosningaúrslitin almennt talin á- lHshnekkir íyrir íhaldsmenn, sem voru orðnir iila staddir fyrir, eftir mikið tap í aukakosningum að und anförnu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.