Tíminn - 11.05.1963, Page 2

Tíminn - 11.05.1963, Page 2
Ur skemmtanalífinu um. Fálkin sér um útgáfuna hér, en í Bandaríkjunum er það piötuiyrirtækið Ode- on. Þetta er líklega fyrsta ís- lenzka 33. s^iúningaplatan með dægurlögum, og á henni eru sextán þeirra laga, sem aflað hafa Hauki mestra vin- sælda, t d. Bjössi kvenna- gull, Eg er kominn heim og Lóa litla á Brú. Svo eru einn- ig sígild vinsæl lög eins og S’wonderful og Ol’Man Riv- ' er. Hl|ómsveit Hauks Morthens. — Á myndinni eru talið frá vinstri: Hjörleifur Björnsson, Reynir SigurSsson, Haukur, Guðmundur Steinarímsson og Gunnar Ormslev. Það verða ætíð einhverjar breytingar í skemmtanalífi bæjarins á vorin, menn flytja á milli hljómsveita og skemmtlstaða, og sumar hljómsveit|;r leggja land und- ir fót og sjást ekki meira hér í Reykjavík, fyrr en aft- ur fer að hausta. Hljómsveit Hauks Morthens er t. d. nýhætt 1 Klúbbnum og hyggst leggja upp í för til Norðurlanda upp úr miðj- um mánuðinum. Þeir félag- ar verða um þrjá og hálfan mánuð í ferðinni og koma við í OsJó, Malmö, Rönneby og Stokkhólmi og 24 borg- um í Finnlandi, fyrir utan Helsingfors. Haukur hefur getið sér góðs orðs erlendis sem söngvari og er ekki að efa, að hann mun vekja hrifn ingu í þessari ferð með hljómsveit sinni. Sjálfur seg- ir Haukur, að þetta sé mjög skemmtileg tilbreyting, fyr- ir utan það, að svona ferðir séu lærdómsríkar og gefi mönnum nýjar hugmyndir. Ætlunin er að syngja inn á eina tveggja laga plötu i leiðinni og verða það lögin, Tóta litla tindilfætt og Hlíð- in mín friða. Annars er Hauk ux nýbútun að syngja inn glæsiJega 33. snúninga plötu, sem gefin verður út á Norð- urlöndum og í Bandaríkjun- Hljómsveitin er nú þannig skipuð: Hjörleifur Björnsson bassi og gítar, Guðmundur Steingrímsson, trommur. Gunnar Ormslev, tenórsaxó- fónn og flauta og Reynir Sig- urðsson, víbrafónn og harmó nika. Royrrir útsetur þar að auki fyrir hljómsveitina. HLJÓMSVEIT Svavars Gests ásamt hlnum tveimur nýju söngvurum, Önnu Vllhjálms og Berta Möller. Svavar Gests hefur ráðið til sín tvo nýja söngvara, þau Önnu ViJhjálms og Berta Möller, ^n Ragnar Bjarna- son hætti með hljómsveitinm um mánaðamótin. Anna söng áður 1 Sjálfstæðishús- inu og Berti í Glaumbæ með hljómsveit Árna Elfar. Þau eru bæði mjög efnileg og munu árgiðanlega enn auka á hróður hljómsveitarinnar. Svavar hefur ráðgert að fara eitthvað út á land í sum- ar, en óákveðið er, hvenær það verður og hvert. Ragnar Bjarnason hefur hvergi fastráðið sig enn þá, en hefur sungið nokkur kvöld í Glaumbæ og í Klúbbnum. Hljómsveit Baldurs Kristj- ánssonar er nú hætt í Sjálf- stæðishúsinu og hefur Nova- tríóið leyst þá af hólmi. Að því standa þrír ungir menn, þar á meðal Jón Möller, en einhverjar breytingar munu vera þar fyrir dyrum og er rétt að minnast frekar á það síðar meir. Árni Klfar hefur ekki ráð- ið neinn söngvara í staðinn fyrir Berta Möller, og er ekki víst að það verði gert í náinni framtíð. Annars er allt mjög óákveðið í sam- bandi við rekstur Glaumbæj- ar, þar sem núverandi eig- endur eru að láta af störfum, og óvíst, hverjir munu spila þar á næstunni. Ekki er held ur ólíklegt, að Árni bregði sér eitthvað út á landsbyggð- ina með hljómsveitina. í Klúbbinn er nú komin ný hljómsveit í stað Hauks Morthenr. og er Árni Schev- ing hljómsveitarstjóri henn- ar og Colin Porter söngvar- inn. Neo tríóið leikur áfram á neðri hæðinni og er manna skipan þar óbreytt. . Ekkert umrót hefur verið á Borginrti, nema þær breyt- ingar, sem þar hafa staðið yfir á barnum og eru til mik- illa bóta og mun allt verða með líku sniði og áður á Röðli og í Þórscafé. 2 IStendur þorskastríðið enn? Ií AlþýðublaSinu í fyrradag segir svo um landhelgismálið og viðskipti landhelgisgæzlunn ar við togarann Milwood: „Hermann Jó.nasson viar dómsmálaráðherra í vinstri stjórninni. Það kom því í hans hlut áð gefa íslenzku varðskip- unum fyrirmæli, er þau lentu i fyrstu átökum sínum við Breta. Hermann markaði þá þeigiar þá stefnu, að skjóta ekki föstum skotum á brezku tog- arana ug þeirri stefnu hefur Bjarni Benediktsson fyligt sem dómsmálaráðherra í nú- verandi ríkisstjórn. Það er því vissulega furðulegt, er Tíminn ræffist á núverandi dómsmála- ráðherra fyrir að fylgja þeirri stefnu, er Hermiann Jónasson markaði í þessum máltlm. Og það er ósvífinn kosnngaáróð- ur . . . ‘‘ f þessum or'ðum Alþýðublaðs ins fetst bein yfirlýsing um það, að þorskastríðið við Breta standi enn þá, þrátt fyrir samn inginn. Landhelgissamningur- inn við Breta séu biana Pótem- kin-tjöld um áframhaldandi deilu um fiskveiðiréttindi við Breta. Þegar landhelgislínan var færð út í 12 mílur 1. sept. 1958 og brezk herskip fylgdu brezkuin togurum inn fyrir lín una, lýs’tu Bretar því skorinort yfir, a'ð þeir myndu skjóta ís- lenzku varðskipin í kaf, ef þau hleyptu föstu skoti á brezkan togara í tilraun til að taka hann. Hermann Jónasson lagði þá svo fyrir, að varðskitpsmenn skyldu sýma fyllstu gætni og skjóta ekki föstum skotum tU að koma í veg fyrir manntjón á íslenzkum mönnum. Svo gerði ríkisstjórnin hinn „ágæta samnimg“ við Breta. „Mesta stjórnmálasigur fs- lands“. En nú segir Alþýðu- bla'ðið, að hann hafi engu breytt. Það megi alls ekki Iskjóta föstum skotum að brezk um landlielgisbrjótum, þótt það sé ei.ua úrræðið, sem varð- skipin hafa, ef Iandhelgisbrjót- ar þverskallast og þeirri aðfeð verið beitt undanfiama þrjá til fjóra áratugi undir öllum venjulegum krinigu.Tnstæðum. Með öðrum orðum: Alþýðublað ið segir sama ástand ríkja varð aml landhelgsgæzlu ,nnan 12 og 6 mflnanna og var áður en samningurinn var gerður. Þorskastríðið en,u í fullum gangi. Hvílík snilld otg sigur, sem þessi rómaði samningur er. Vi$ veirSur Mbl. er sífellt að klifa á því. að Framsóknarmenn ætfli að riffia þessum samningj áður en ha.un fellur úr gildi á næsta ári, ef þeir fái til þess völd. Þessu or til að svara, að það er gmndvallarstefna Framsókn armanna að standa við gerða samninga, hversu óhagstæðir, sem þeir eru. En hins vegar lýsir Framsóknarflokkurinn því eindregið yfir, að hann muni einskis láta ófreistað að fá þessum siimninigi létt af og beita meðal annars þeim rök- um, að þetta sé nauðungar- samningur, gerður undir nauð^ ungs beins hernaðarlegs of” beldis við vopnlausa smáþjóð. TÍMINN, laugardaginn 11. maí 1963

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.