Tíminn - 11.05.1963, Qupperneq 6
Sigurður Einarsson
Fæddur í fátækt og umkomu-
loysi, en vel gefinn og viljasterk-
ur; hamrammur um afl og afköst
í starfi; efnaðist vel og varð stór-
bóndi; galt sveit sinni og samfélagi
drjúgan hlut, mikinn í áskildum
kvöðum, meiri í mannvænum af-
komendum, hvers manns ljúfling-
ur og hverjum manni vinsælli —
svona var Sigurður á Hjaltastöð-
um.
Útför hans var gerö í gær frá
Flugumýrarkirkju að viðstöddu
miklu fjölmenni. Hann var jarð-
sungínn af héraðsprófastinum, sr.
Birni Bjömssyni á Hólum í Hjalta-
dal.
„Allrar veraldar vegur víkur að
sama punkti" — og tjóar ekki um
að fást. En sjónarsviptir er að því-
líkum mönnum og sveitin eyð'ilegri
eftir. Verður jafnan svo að góð-
um mönnum gegnum, þótt yfir
hemi furðu fljótt og maður komi
í manns stað. Þetta er hið líkn-
sama lögmál mannlegs lífs.
Sigurður Einarsson var fæddur
að Asgeirsbrekku í Viðvíkursveit
4. dag septembermánaðar 1890. —
Var faðir hans Einar Guðmunds-
son, vinnumaður í Hofsstaðaseli,
en móðir Oddný Sigurðardóttir
bónda í Gilhagaseli, Sigurðssonaf.
Ekki voru þau gift. Var Sigurður
á hrakhólum með móður sinni fá-
tækri fyrstu árin, en fluttist með
henni ungur að Stokkhólma í Akra
hreppi til Péturs Andréssonar, er
þar bjó með aldraðri móður sinni,
Herdísí Pálmadóttur frá Syðra-
Vallholti, systur Péturs í Valadal.
Tók Herdís hann í fóstur er móðir
hans lézt, en þá var hann 10 ára.
Pétur í Stokkhólma var einkenni-
legur maður um margt, einrænn
r.okkuð og ómannblendinn og eng-
in: veifiskati, sjálfstæður um alla
hluti, greindur vel og tryggðatröll.
Hann átti stóðhross mörg og reið-
hesbakyn gott, enda frábær hesta
maður sem þeir frændur fleiri fr^
Valadal Getur og varla hentara
land til að hðka gæðinga en á víð-
um völlum allt í kringum Stokk-
hólma. Þar átti Sigui'ður eftir að
spretta úr spori seinna meir, er
hann sjálfur eignaðist margt
hrossa.
Þar í Stokkhólma ólst Sigurður
upp til 17 ára aldurs. Hann batt
tryggð við þessa jörð og þau mæðg
dn, Herdfsi og Pétur. Það var gagn
kvæm tryggð. Næstu áiún var
hann í vinnumennsku á nágranna
bæjunum í Blönduhlíð, austan
Héraðsvatna, lengstum á Mikla-
bæ og Hróiísstöðum. Varð af ævj-
löng vinátta með honum og þeim
Miklabæjarsystkinum, börnum sr.
Bjöms prófasts og frú Guðfinnu.
Á þeim árum var hann tvo vetur
við nám í Hvítárbakkaskóla og bjó
að vel og lengi.
Árið 1917 kvæntist Sigurður
Margréti Þorsteinsdóttur bónda og
smiðs á Hjaltastöðum í Blöndu-
hlíð, Hannessonar, og konu hans
JÓrunnar Andrésdóttur, alsystur
Péturs í Stokkhólma. Reyndist
Margrét, sem er mikil greindar- og
gæðakona, manni sínum hin ágæt-
asta eiginkona. Þau ungu hjónin
reistu þegar bú á Hjaltastöðum, í
sambýli við Jórunni, móður Mar-
grétar, er jr isst hafði mann sinn
árið 1910, og bjuggu þar til 1919,
þá í Flugua ýrarhvammi til 1921.
Það ár lézt Pétur í Stokkhólma,
ókvæntur og barnlaus. Þangað
fluttu þau, Sigurður og Margrét,
keyptu jörðina og bjuggu þar sam
fieytt í 20 ár. Arið 1941 keyptu
þau Hjaltastaði (að % hlutum, lA
hluti jarðarinnar var og er eign
Herdísar, alsystur Margrétar, sem
jafnan hefur dvalizt með systur
sinni og þí'.m hjónum) og fluttu
þangað búferlum, en höfðu Stokk-
hólma með fyrstu árin. Á höfuð-
bólinu Hjaltastöðum bjuggu þau
hjón óslitið unz Sigurður lézt hinn
16. apríl s.l.
Sigurður bjó lengstum stóru búi,
bæði í Sítilfkhólma og’ á' Újaltá-
stöðum, en heflaði seglin hin síð-
ústu árih, endá farinn að heilsu
og örþreyttur af ævilöngu striti,
en synirnir, ungir og röskir, reiðu
búnir að taka við af öldruðum for
eldrum — rg tekst ekki alltaf svo
giftusamlega til.
Börn þeirra hjóna eru sex, fimm
synir og dóttir ein. Eru þau þessi,
talin í aldursröð:
Þorsteinn, bóndi í Hjaltastaða-
hvammi, kvæntur Sigríði Márus-
dóttur. Pétur, bóndi á Hjaltastöð-
um, kvæntui Ragnheiði Þórarins-
dóttur. Hjalti bóndi á Hjaltastöð-
um, kvæntur Ingibjörgu Kristjáns
dóttur, Leifur, jáinsmiður í
Reykjavík, kvæntur Fríðu Elías-
dóttur, Halldór, gullsmiður í
Reykjavík og bóndi í Stokkhólma,
kvæntur Fygeiði Bjamfreðsdótt-
ur. Jóiunn, húsfreyja á Frosta-
stöðum, gift Frosta Gíslasyni.
Sigurður á Hjaltastöðum var
maður mikillar gerðar um flesta
hluti. Fölur var hann yfirlitum og
grannholda, stórskorinn nokkuð og
rúnum ristur og þó vel faiinn í
andliti, sviphýr og hlýr í viðmóti;
mikill á vöxt, óvenju herðabreið-
ur og lítið eitt lotinn í herðum;
írábær eljumaður og féll aldrei
verk úr Jiendi; afburðamaður um 1
afl og atorku, enda gekk svo und-1
an honum einum, sem tveir eða
fleiri væru að verki. Hann var hlé-
orægur, manna stilltastur, hægur
í fasi, geðljúfur og þó geðfastur,
leitaði aldrei á aðra, en lét ekki
Leldur un'dan fallast. ef á hann var
sótt.
Enda þót.t Sigurður Einarsson
væri oftar en hitt alvarlegur í
bragði, var hann þó undir niðri
gleð'imaður og undi sér vel á gleði
mótum, gat þá verið hrókur alls
fagnaðar. Hann var ágætlega j
gi'eindur, skáldmæltur vel en flík
aði litt, launfyndinn og skemmti-
lega glettinr. brá þá fyrir glampa
í auga og gðhlýju brosi á vör.
Hann hugsaði mikið um sam-
félagsmál, nafði sjálfur fyrir því
að brjóta hvert mál til mergjar,
en lét ekki aðra hugsa fyrir sig.
Hann var íélagshyggjumaður og
umbóta, einlægur samvinnumaður,
skipaði sér jafnan þar í sveit, sem
oetur gegnir og horft er lengra
en rétt um iætur fram. Hann var
mikill manndómsmaður og mann-
kosta. Þess vildi ég óska íslenzkri
bændastétt, að þar mætti ávallt
hvert rúm vera skipað jafn völdum
manni og Sigurður Einarsson var.
Sigurður á Hjaltastöð'um var
hamingjumaður. Hann var búinn
mkilum og góðum hæfileikum og
neytti þeirra sjálfum sér og sam-
félaginu tii heilla. Hann eignað-
ist góða konu og góð börn — og
búnaðist ágætlega. Hann átti hvers
manns vináttu, þess er honum
kynntist, engan óvildarmann. Eg
held að hann hafi dáið sáttur við
Guð, sáttur við alla menn. Slíkra
er gott að minnast.
Við hjónin og fjölskyldur okkar
vottum Margréti á Hjaltastöðum
og öllum vandamönnum þeirra
hjóna einlæga samúð.
1. maí 1963.
Gísli Magnússon
Efni til umhuesunar
Einstaka sinnum gefa blaða-
menn og ritstjórar, með skrif-
um sínum, kaupfélagsfólkinu í
landinu efni til umhugsunar.
Ekki er það vegna þess, að hin
ir pennaglöðu menn séu að
skýra og útlista eðli og tilgang
sainvinnufélaganna, né benda á
nytsemi þeirra fyrir þjóðina,
með örfáum undantekningum.
Ekki heldur vegna þess, að þeir
með rökum bendi á vanmátt
þeirra eða ókosti. Venjan er
sú, að þeir slá fram fullyrðing-
um, og stundum dylgjum, um
þessi gagnlegu félög, byggðum
á fullkomnu skilningsleysi og
stundum fjandskap. Þetta má
vera kaupfélagsmönnum hvatn
ing og bending í þá átt, að full
þörf sé á að þeir standi vörð
um félög sín, útskýri á viðeig-
andi hátt málstað þeirra og
glöggvi sig sjálfir, svo sem
verð'a má, á hlutverki þeirra og
réttarstöðu.
Nú síðast hefur kaupfélags-
fólkið verið rækilega á þetta
minnt með frekjufullum kröf-
um eins af dagblöðum höfuð-
boigarinnar um það, að sam-
band kaupfélaganna, SÍS,
fremdi trúnaðarbrot og birti
opinberlega reikninga all-
margra kaupfélagsfyrirtækja,
vegna þess að félögin og fyrir-
tækin væru „almenningseign"
og „almenningur" ætti heimt-
ingu á að vita allt, sem máli
skiptir úr reikningum þeirra.
Nú mun ef til vill einhverjum
finnast, að hér sé um ómerki-
legt mái að ræða, en svo er
ekki. Hér er um grundvallar-
atriði að ræða, sem sé það,
hvort félógin eru frjáls félags-
skapur frjálsra manna, sem lýt-
ur lögum þjóðfélagsins í einu
og öllu, en hinir og aðrir menn,
utan feiaganna, eiga engan
kröfurétt á um einkamál, frem
ur en á önnur félög og fyrir-
tæki, sem einnig starfa sam-
kvæmt landslögum. Þetta er
áríðandi að kaupfélagsfólkið,
hvar í fk'kki sem það stendur,
geri sér og öðrum ijóst.
Hitt er svo annað mál, að
það er broslegt, að ætla lands
mönnum að trúa því, að reikn
ingar kaupfélaganna séu ein-
hvers konar leyniskjöl, sem
feli þýðingarmiklar upplýsingar
fyrir landsföðurlegum stjórn-
málaforingjum.
Nú standa yfir aðalfundir
kaupfélaga víða um land. Frétt-
ir af þeim fundum eru sagðar
í útvarpi og birtar í blöðum.
Mörg félög gefa út prentaðar
eða fjölntaðar ársskýrslur. Þau
gera félagsmönnum sínum
glögga grein fyrir rekstri og
allri afkomu. Hér er ekki um
nein leyniskjöl að ræða og
mættu ýmis önnur fél'ög og fyrir
tæki tasa kaupfélögin sér til
fyrirmyndar í þessum efnum.
En þetta breytir engu um
það, að kaupfélögin eru ekki
„almenmr.gseign“ og Samband
inu ber ekki skylda til að birta
reikninga þeirra.
Það væri æskilegt að trúnað
armenn samvinnufélaganna
fengju að hafa vinnufrið fyrir
þess háttar kröfum. — PHJ.
3 Akranesi
Verkamenn
óskast
til lengri tíma. — Upplýsinga.’ í Áhaldahúsi
Vegagegerðar ríkisins, Borgartúni 5. Sími 12808
Sunnudag 12. mal og 19. mai 1963.
12. MAÍ KL. 10,30:
S t ú I k u r :
Blma Sólveig Lúkasdóttir, Jaffars-
braut 33.
Drlfa Garðarsdóttir, Stekkjarholti 22.
Elísabet Árnadóttir, Brekkubraut-11.
Ellsabet Guðmunda Alfreffsdóttir,
Vesturgötu 146.
Elsa Halldórsdóttir, Suffurgötu 118.
Emilía Líndal Ólafsdóttir, Suffurg. 48.
Erla Þórdís Ámadóttir, Sunnubr. 21.
Eygló Gisladóttir, Vesturg. 153.
Guðlaug Magnúsdóttir, 'Suffurg. 109.
Guðlaug Sigríður Ólafsdóttir,
Akurgerði 4.
Guðmunda Björg Sigurðardóttir,
Vesturgötu 159.
Guffný Aðalgeirsdóttir, Sikagabr. 24.
Guðný Ársælsdóttir, Brékkubr. 10.
Guðrún Helga Siguröardóttir,
Heiðarbraut 21.
Petrea Ingibjörg Jónsdóttir,
Vesturgötu 41.
Þóra Emilía Ármannsdóttir,
| Sóleyjargötu 10.
Drenglr:
Arnór Pétursson, Kirkjubraut 56.
Árni Ingi Garðarsson, Bjarkarg. 16.
Árni Sigurður Árnason, Suðurg. 16.
Baldur Gíslason, Akurgerði 10.
Birgir Þór Guðmundsson, Stillh. 9.
Björgvin Vinjar Sigurðsson,
Laugarbraut 9.
Björn Halldórs Tryggvason,
Höfðabraut 6.
Björn Stefán Hallsson, Brekkubr. 13.
Bragi Þór Sigurdórss., Brokkubr. 27.
Einar Þórarinsson, Heiðarbraut 31,
Eirfkur Bó Eiriksson, Kirkjubr. 11.
Grétar Einarsson, Brekkubr. 16.
Guðjón Jóhannesson, Skólabr. 28. .
Guðmundur Guðmundsson,
Vesturgötu 71.
Guðni Björgúlfsson, ICirkjubraut 25.
Halldór Sigurjónsson, Háholti 10.
Jón Ágúst Gunnlaugsson, Laugarb. 5.
12. MAI KL. 2:
Stúlkur:
Guðrún Jónína Magnúsdóttir,
Vallholti 7.
Guðrún Hrólfsdóttir, Skólabr. 20.
Guðrún Magndís Sigurðardóttir,
Kirkjubraut 36.
Guðrún Hólm Snorradóttir,
Mánabraut 11.
Gyða Maja Guðjónsdóttir,
Akurgerði 10.
Helga Viðarsdóttir, Vesturg. 65.
Jórunn Guðmundsdóttir, Vallholti 13.
Margrét Arnbjörg Guðmundsdóttir,
Stekkjarholti 20.
Margrét Jónsdóttir, Skólabraut 2.
Sigrún Korts Óskarsdóttir, Stilih. 1.
Soffía Gunnlaug Þórðardóttir,
Skólabraut 23.
Þuríður Georgsdóttir, Vesturg. 78B.
Drenglr:
Guðjón Guðmundsson, Vesturg. 63.
Hallgrímur Hallgrímsson, Deildart 3.
Hannes Oddsson, Vesturg. 19.
Helgi Kristján Gunnarsson,
Stillholti 15.
Hjörtur Gunnarsson, Höfðabraut 1.
Hlöðver Örn Ólason, Vesturg. 143.
Hörður Ragnarsson, Sunnubraut 12.
Ingi Þórir Gunnarsson, Vesturg. 111.
Ingólfur Freysson Geirdal,
Presthúsabraut 23.
Jónas Bragi Hallgrímsson,
Bjarkargmnd 9.
Kristinn Þorsteinn Bjarnason,
Suðurgötu 90.
Sigurður Eðvarð Arnórsson,
Kirkjubraut 5.
Valur Norðfjörð Gunnlaugsson,
Vesturgötu 123.
19. MAf KL. 10,30:
Stúlkur:
Ingibjörg Guðjónsdóttir, Arkarlæk.
Jóhanna Einarsdóttir, Háholti 9.
Jóhanna Margrét Einarsdóttir,
Vestmann, Vesturgötu 97.
Katrín Vestmann Þóroddsdóttir,
Bekansstöðum.
Kolbrún Kristjánsdóttir, Suðurg. 72.
Kristbjörg Ásmundsdóttir,
Víðigerði 1.
Lovísa Jónsdóttir, Stillholti 7.
María Friðrika Haraldsdóttir,
Vogabraut 3.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Brekku-
braut 7.
Rut Vestmann Bjarnadóttir,
Bjarkargrund 3.
Sigrún Guðjónsdóttir, Litlateig 2.
Sigríður Kristín Kristinsdóttir,
Skagabraut 31.
Sigurjóna Valdimarsdóttir,
Krókatúni 16.
Svava Jakobsdóttir, Vesturg. 115.
Vigdís Jóhannsdóttir, Vesturg. 95.
Þóra Sigríður Gunnlaugsdóttir,
Sandabraut 4.
D r e n g I r :
Haraldur Sturlaugsson, Vesturg. 32.
Hjálmar Geir Hjálmsson,,
Vesturgötu 113.
Jón Alfreðsson, Suðurgötu 28.
Jón Már Jónsson, Vesturgötu 142.
Kári Geirlaugsson, Heiðarbraut 7.
Kristinn Guðmundsson, Sunnubr. 17.
Kristján Pétur Guðnason, Suðurg. 57.
Kristján Sveinsson, Jaðarsbr. 3.
Maggi Guðjón Ingólfsson,
Brekkubraut 17.
Magnús Margeir Gíslason,
Stekkjarholti 2.
Matthías Garðarsson, Skagabr. 4.
Reynir Már Samúelsson, Suðurg. 17.
Rúnar Bjarni Jóhannsson, Akurg. 22.
Teitur Stefánsson, Sóleyjargötu 6.
Valdimar Hallgrímsson, Skólabr. 8.
Valdimar Lárusson, Heiðarbraut 34.
Framh. á bls. 15.
T í M I N N , laugardaginn 11. maí 1963 —
6