Tíminn - 11.05.1963, Side 8
Dr. Benjamín Eiríksson:
Rétt mat á sögu og
samtíi er
Kæri hr. ritstjóri!
Erindi m;tt við' yður er að biðja
yður að birta nokkrar athuga-
semdir við bi'éf dr. med. Bjarna
Jónssonar tii yðar. Mér bárust tvö
blöð sama daginn, Þjóðviljinn og
New York Times, með greinum
sem vikja að rómversk-kaþólsku
kirkjunni. Eg reyni að vera stutt-
orður.
Erindi mitt um Skálholt hefir
nú birzt serprentað. Engum, sem
les það getur dulizt að tilgangur-
ínn með því að víkja að f jármálum
trúboðsins er eingöngu sá, að sýna
fnam á velvild og umburðarlyndi
hinna íslenzku mótmaélenda gagn
vart starfsemi trúboðsins, en ekki
sá að gagnrýna þá framkomu, né
að halda því fram að spítali þessi
sé rekinn í ábataskyni. Dr. Bjami
segir ósatt.
í erindinu er tvennt gagnrýnt:
fáfræði margra landa minna í sögu
þjóðar sinnar og kirkju og svo ó-
sæmandi framkoma trúboðsins
gagnvart þjóðlegum verðmætum
okkar í skjóli velvildar þeirrar,
sem því hetir verið sýnd. Sú vel-
vild er sérstaklega áberandi þeg-
ar tillit er .tekið til hlutskiptis
trúboðs mótmælenda í kaþólskum
löndum.
Dr. Bjarni takmarkar bréf sitt
við tvennt: fómfúst starf St. Jósefs
systra og fjárhagslegt gildi þess
íyrir þjóði.na. Hvort tveggja er
rétt mat, en þó langt frá því að
vera einhlítt. Þegar Landakots-
spítali var reistur strax upp úr
aldamótunum hurfu íslendingar
„frá því ráði að sinni“ að byggja
eigin spítala. Frásögn svipaðs eðl-
is er í ævisógu séra Áma Þóraiins-
sonar um spítalabygginguna í
Svar til dr. med. Bjarna Jónssonar
Stykkishólmi. Áhrif svona hjálpar
eru því exki alltaf aðeins góð.
Bygging kaþólska spítalans dró úr
framtaki íslendinga sjálfra. Nú á
dögum vilja hinar vanþróuðu þjóð-
ir helzt eklii svona hjálp. Og Norð-
urlandaþjóð’mar ætla að miða
hjálp sína til þessara þjóða, við
þá afstöðu. Einu sinni hjálpuðu
Norðmenn og síðar Danir okkur
íslendingum með því að taka að
sér verzlun okkar. Afleiðingamar
fyrir okkur urðu örlagaríkar. Það
er mikill vandi að hjálpa öðrum
; svo vel fari.
Mér er farið eins og dr. Bjama,
: ég dáist að þeim sem vinna mann
úðarstörf, eins og systumar gera.
Sumir gera þetta af því að þeir
elska guð. Aðrir gera þetta af
því að þeir elska mennina. Enn
aðrir gera þetta af því að þeir
elska guð í inanninum, og sá grand
völlur er vist erfiðastur. Eg held
að systumar myndu ekki vilja að
starf þeirra væri kallag strit.
Nákvæmur lestur skrifa dr.
Bjama sýmr, að hann fullyrðir
ekki að þjónusta spítalans sé eins
góð og annarra spítala, þótt hann
noti orðalag, sem í fyrstu virðist
eiga að gefa það til kynna. En
þessu máli hreyfði ég alls ekki
í erindi mínu. f Danmörku var
rekstri kaþólskra spítala breytt
um 1935, þannig að állir kaþólskir
spitalar þar .í landi era síðan rekn
ir á sama grandvelli og spítalar
ríkis og sveitarfélaga, þar með
talin öll þjónusta hjúkranarliðs og
lækna.
í sambar.di við bréf dr. Bjarna
datt mér í hug smásaga, sem ég
las fyrir stuttu. Hún er á þessa
íeið: Indvetji nokkur kom þar sem
menn voru að vinna. Hann spurði
þann fyrsta hvað hann væri að gera
Bera grjót, svaraði hann. Annar
svaraði sömu spumingu: ég er að
byggja hús Hinn þiiðji svaraði:
ég er að byggja musteri.
Við skulum segja að trúboðið
sé að bygg]a hús. Hvers konar
hús? Dr. Bjarni myndi svara á þá
leið að sér kæmi það ekki við,
systumar eru góðar manneskjur.
En amnar kynni ag spyrja: er verið
að byggja veggi eða múra, sem
kljúfa þjóðina, eða jafnvel and-
legt fangelsi? Þýzka þjóðin skipt-
ist í tvo ámóta hópa: mótmælend
ur og kaþólikka. Munur á lífsskoð
unum, mati á manninum og þjóð-
félagsverðmætum, er þar ótrúlega
mikill. Útkoman er ag sú þjóð-
orleifð, sem Þjóðverjar eiga sam-
eiginlega, er oft hlutir, sem í okk
ar augum e-ru hvað minnst girni
legir til eignar. Enda hafa Þjóð-
verjar nútímans ekki verið far-
sæl þjóð.
Mér kemur trúboðig ekkert við,
á þessa leið skrifar dr. Bjarni. En
einhverjum kemur það við, sjálf-
sagt öðram En í þjóðfélagsmálum
uppgötva menn fyrr eða síðar
hverjir era aðrir, hverjir eru hin-
ir. Við eram ævinlega hinir. Þess
vegna þarf að athuga hvað hlut-
skipti hinurn er ætlað, ekki síður
en okkur. *
Hvar sem rómvei'sk-kaþólska
kirkjan er í greinilegum minni
hluta, sten'dur oftast einhver styr
um hana. í erindi mínu veik ég
Framhald á 13. siðu.
Blómkveðja vorsins
Friðrik Ólafsson skrifar um
FRA SKAKÞINGIISLANDS
ÞAÐ hefur alltaf verið ætlunin
að birta hér í þættinum skákir frá
Skákþingi íslands, en lítið orðið
úr til þessa, þar eð einvígið um
heimsmeistaratitilinn hefur reynzt
mjög rúmfrekt. f dag verður þó
breyting á og verður nú tekin Ú1
meðferðar ein skák Jóns Kristins-
sonar, sem stóð sig með mikilli
prýði í móti þessu, hlaut annað
sætið, aðeins hálfum vinning fyrir
neðan sigurvegarann. Andstæðing-
ur Jóns í þessari skák, Björn Þor-
steinsson, hlaut í fyrra annað sæt
ið á Skákþingi íslands, en stóð
- sig nú sýnu lakar, náði einungis
1 að deila 8,—11. sæti.
Hvítt: Björn Þorstetasson.
Svart: Jón Krlstinsson.
SikHeyjarvörn.
1. e4, c5. 2. Rf3, Rc6. 3. d4,
cxd4. 4. Rxd4, g6. 5. Rc3, Bg7.
6. Be3, Rf6. 7. Bc4, Ra5.
(Þennan leik held ég, að Júgóslaf-
inn Bertok hafi fyrst komið fram
með í skák sinni við Fischer í Bled
1961. Fischer svaraði leiknum með
8. Be2 og fékk fljótlega betri
stöðu, þar eð Bertok fór full geyst
í sakirnar: 8. —, o-o 9. o-o, d5?
10. exd5, Rxd5. 11. Rxd5,
Dxd5. 12. Rb5! í Áskorendamótinu
í Curacao 1962 sýndi Benkö fram
á í einni skáka sinna við Keres, að
leikurinn á fullan rétt á sér. Hann
lék 8. — d6 og fékk góða stöðu
eftir 9. o-o, Bd7. 10. f4, o-o. 11.
Rb3, Bc6. 12. Dd3, Rd7. í skákinni
Parma-Friðrik, Lublijana 1962
reyndi hvítur því 8. Bb3, eins og
Bjöm í skákinni hér, og hlýtur sá
leikur að teljast öflugri en 8. Be2.
Þá er þriðji möguleikinn í stöð-
unni 8. Bxf7f Kxf7. 9. e5. Mér er
einungis kunnugt um eina skák,
þar sem þessi skemmtilega fðrn
hefur verið reynd, en það er skák-
in Ivkov-Soos, Vama 1962. Fram-
haldið í henni varð: 9. —, d5 (9.
—, Re8 eða -g8 strandar á 10. Re6!
og eftir 9. —, Rh5 fær hvítur mann
inn aftur með 10. g4). 10. exf6,
Bxf6. 11. Df3, Rc6. 12. o-o-o með
liðlegri stöðu fyrir hvít. Ef til vill
leikur svartur bezt í 9. leik Rc4).
FÁTT er höfundi kristindóms
ins hugstæðara en gróður og
brumandi líf vorsins, hið unga
líf blóms þar sem kraftur leynd
ardóma frá háum himnastóli
breytir óhrjálegum efnum jarð
vegs og moldar í angan, línur
og liti, sem unnt er að segja
um:
„Þótt kóngar fylgdust allir að
með auð og veldi háu,
Þeir megnuðu ei hið
minnsta blað
að mynda á blómi smáu“.
Á tímum myrkurs og hríða
að vetri dreymir okkur um
ólómstrandi líf vorsins, hugsun
um eitthvað fagurt og liúft. Og
þetta gjörir dimmuna léttbær-
ari, frostið og kuldann fjarlæg
ari í öllu þess veldi.
Við viljum ekki verða vetrar-
börn og skuggasálir, sem ber-
um blæ dapurleika og vonleys-
is. Og því verður fögnuðurinn
djúpur og bljúgur, þegar fyrstu
blóm vorsins fara að bruma og
brosa jafnvel í hríðum, þar sem
þau væru dauðadæmd að
morgni, þótt þau væru að
springa út í dag. Um huga líður
ósiálfrátt:
Ó faðir, gjör mig blómstur
blítt,
sem brosir öllum mót
og kvíðalaust við kalt og hlýtt
er kyrrt á sinni rót.
Það er líkt og þessi bamslega
bæn skáldsins verði fyrsta lexí-
an, sem við lærum af blómun-
um í vetrarhríðum bak sumar-
málum. því að ,,það sumrarsvo
seint á stundum. þótt sólin
hækki sinn gang“.
Og sannarlega þurfum við oft
að fhuga þá lexíu í öllum slvs-
um og harmahríðum hverfulla
daga, sem oft verða svo undar-
lega grimmir. dimmir og kaldir.
En hvað yljar þá betur en
blómkveðja samúðarríkra
vina. Er unnt að hugsa sér
nokkuð Ijúfara en þegar lítið.
fallegt barn hringir dyrabjöll-
unni og stendur í hretviðri hins
ókomna eða nýkomna vors með
ilmandi rósavönd f höndunum
og segir:
„Með þakklæti frá mömmu
með beztu óskum frá pabba“.
Allir skuggar áhyggna og
þreytu, vonbrigða og lífsleiða
eru samstundis horfnir á vængj
um norðanstormsins.
Og samt er enn þá dýr-
mætara þeim, sem vini syrgir að
finna og sjá þessi tákn vináttu
og lífs, hins sigrandi lífs og
ljóss, sem blómkveðja skilnings
og samúðar flytur inn yfir
þröskuld sorgarhússins.
Sannarlega finnum við að
blómin era hin fyrstu og bók-
staflegustu börn ljóssins, „mold
arundrið, sem glitrar og grær“.
Og einhvers staðar bað sjálfur
meistarinn, Kristur konungu?
kirkjunnar okkur að líkjast
þeim. Flytja með okkur fegurð,
vonir og vor, huggun og angan
inn í skugga og sorgir mann-
lifsins. Ef við kunnum þetta
blómsturmál ástúðar og hugg-
unar, þarf engin orð. Bros og
ilmur segja allt, sem þarf.
Einu sinni var listamaður,
sem var frábær blómamálari,
spurður um orsök þess, að hann
gjörði þau að sérverkefni sínu.
Hann sagði:
Fvrir mörgum árum var ég
á leið til unnustu minnar með
tuttugu rauðar rósir, sem áttu
að vera afmælisgjöf á tvítugsaf-
mæli hennar.
En á leiðinni upp stigann í
stórhýsinu, sem hún átti heima,
kom ég að opnum dyrum, þar
sem ég sá grátandi móður
beygja sig niður að kistu dótt-
ur sinnar, sem hún hafði misst
á blómaskeiði. Ég hafði oft séð
þessa ungu stúlku á ganginum
glaða og fallega. Og nú datt
'mér allt i einu í hug að fara
ekki lengra með rósirnar, sem
unnustan átti að fá, heldur
leggja þær við höfuð ungu stúlk
unar, sem var dáin.
Aldrei hef ég augum litið
meiri Ijóma en þann, sem skein
úr augum móðurinnar gegnum
tárin, þegar hún leit á mig, þar
sem ég spennti greipar við kist
una, þennan ókunna mann, sem
hafði í þetta sinn fylgt köllun
hjartans.
Síðan valdi ég blóm að sér-
stöku viðfangsefni listarinnar,
og mig hefur aldrei iðrað þess.
Fátt veitir meira af fegurð og
vonum, samúð og svölun frá
hjarta til hjarta en blóm.
Hlustum því á boðskap blóm-
anna, prédikun vorsins. sem í
þögninni yfirgnæfir ys og
glaum hversdagsleikans. Þar
birtist skáldleiki og minningar
— svölun og huggun í senn.
Þau tala í þögninni og bros-
inu með litum og angan . þau
orð, sem mannlegum vöram og
tungu er ofvaxið að móta, mál
hins himneska, eilífa og heilaga,
sem kom frá háum helgidómi
lífsins, en á hollvin í hverju
minnsta blómi.
Við finnum, að í hverju fold-
arfræi byggir andi, sem fædd-
ur er á ódauðleikans landi.
Hegðið yður eins og börn
ljóssins, blómin á jörðinni, en
ávöxtur ljóssins er einskær góð
vild , réttlæti og sannleikur".
Breytið eins og blómin, mold
og grjóti . hversdagsleikans i
liti og ilm, ávexti og brosandi
fegurð, og gerið þetta með því
að opna bikar og krónu hjart-
ans fyrir geisladýrð og daggar-
úffa hæðanna, hins himneska
vors. Geymið blómakveðju sum
arsms unga.
Gleðilegt sumar.
Árelíus Níelsson.
8. Bb3, d6. 9. f3, Bd7.
10. Dd2, —
(Rannsókn á þessari skák og fram
angreindri skák, Parma-Friðrik,
virðist leiða i ljós, að 10. Dd3 sé
nákvæmasti leikurinn hér).
10. —, h5.
(Þessi leikur hefur tvíþættan til-
gang: Kemur í veg fyrir Be3-h6 og
hindrar framrás hvíta h-peðsins.
Hins vegar veikir leikurinn nokk-
uð svörtu kóngsstöðuna).
11. o-o-o, Hc8. 12. h3, a6.
(í skákinni Parma-Friðrik kaus
svartur að halda niðri g-peði hvíts
og lék 12. —, h4. Eftir skákinni
hér að dæma virðist peðasókn þessi
ekki ýkja hættuleg).
13. g4, b5. 14. g5? —
(Þessum leik er vart hægt að
hrósa, því að hann dregur úr spenn
unni á kóngsyængnum og lokar
auk þess mörgum mikilvægustu
sóknarlínum hvíts. Góður og eðli-
legur undirbúningsleikur fyrir
sóknaraðgerðirnar eru 14. Kbl).
14. —, Rh7. 15. f4, —
(Sókn hvíts lítur vel út, en er
máttleysislegri en ætla mætti).
15. —, Rc4. 16. Bxc4, Hxc4.
17. f5, o-o.
(Svartur hrókerar alls óhræddur,
þrátt fyrir sóknaraðgerðir hvíts).
18. Hhgl, —
(Það er fremur daufur blær yfir
Framhald á 13. síðu.
8
TfMINN, Iaugardaginn 11. maí 1963 -