Tíminn - 11.05.1963, Qupperneq 14
-nCT^33533E>aEma3aM
völdm „með einiiverjum öðr-
um ráðuim . . . með einhverjum
öðrum vopnum.“ Göring talaði
meira um aðalonálefnið, og lagði
áherzlu á nauðsyn „fjárfórna“.
sem „vissuiega myndi verða miklu
auðveldara fyrir iðnaðinn að bera,
ef hann gerði sér grein fyrir því,
að (kosningarnar, seim fram færu 5.
marz, yrðu áreiðanlega þær síð-
u'st'u næstu tíu árin, jafnvel næstu
hundrað árin.“
Iðnrekenduhum, sem þarna voru
saman komnir, var gert þetta allt
nægilega Ijóst, og þeir tóku með
á'huga á móti loforðinu um enda-
lok þessara andstyggilegu kosn-
inga, lýðveldisins og afvopnunar-
innar. Krupp, hergagnakonungur-
inn, sem að því er Thyssen segir,
hafði 29. janúar, hvatt Hinden-
bupg til þess að skipa ekki Hitler
í kanslaraembættið, stökk á f'ætur
og lýsti yfir við kanslarann „þakk-
l'æti“ fjármáiamannanna „yfir því,
að þeim skyldi hafa verið skýrt
svo nákvæmlega frá öllum smá-
atriðum“. Síðan lét dr. Schacht
hattinn ganga. „Ég safnaði þrem-
ur milljónum marka“, sagði hann
við NUrnberg-réttarhöldin.
Hinn 31. janúar, 1933, daginri
eftir að Hitler hafði verið gerður
að kanslara, skrifaði Göbbels í
dagbók sína: „Á fundi með for-
ingjanum skipulögðum við bardag-
ann gegn Rauðu hættunni. Enn
sem komið er, munum við ekki
grípa til beinma mótaðgerða. Til-
raun bo'lsévika til byltingar verður,
fyrst að brjótast út. Við munum'
láta höggið ríða á réttu augna-
bliki.“
Ekkert benti til þess þegar
kosningabaráttan hófst, að bylting
kommúnista eða sósíalista myndi
brjótast út, þrátt fyrir st'öðugt
auknar æsingar af hálfu nazista-
yfirvaldanna. í byrjun febrúar
hafði Hitlers-stjórnin bannað alla
fundi kommúnista og stöðvað út-
komu blaða þeirra. Fundarhöld
sósíaldemókrata höfðu annaðhvort
verið bönnuð eða S.A.-ribbaldar
hleyptu fundunum upp, og hvað
eftir annað var stöðvuð útkoma
aðalblaða sósíalistanna. Kaþólski
miðflokkurinn slapp jafnvel ekki
við ofbeldisverk nazistanna. Steger
wald, foringi Kaþólska verkalýðs-
félagsins, var barinn af Brún-
stökkum, þegar hann gerði tilraun
til þess að ávarpa fund, og Briin-
ing var neyddur til þess að leita
lögregluverndar á öðrum fundi,
eftir að S.A.-sveitir höfðu sært all'-
■marga fylgismenn hans. Alls var
fiimmtíu og einn and-nazisti skráð-
ur myrtur á meðam á kosningabar-
áttunni stóð, og nazistarnir héldu
því fram, að átján þeirra eigin
manna hefðu verið drepnir.
Brátt fóru menn að taka eftir
mikilvægi stöðu Görings, sem inn-
anríkisráðh. í Prússlandi. Göring
vék hundruðum lýðveldisstarfs-
manna úr stöðum þeirra og veitti
nazistum embættin í staðinn, og
lét sem hann tæki ekki eft'r Pap-
en, sem var þó að nafninu til yfir-
maður hans, þar eð hann var for-
sætisráðherra Prússlands. Þeir,
sem aðallega fengu stöðurnar,
voru S.A.- og S.S.-liðsforimgjar.
Hann skipaði lögreglunni að
sneiða hjá því, „hvað, sem það
kostaði, að sýna S.A.- S.S., og
Stahlhelm-mönnum fjandskap, en
en sýna á hinm bóginn enga vægð
þeim, sem „væru fjandsamlegir
ríkinu". Hann hvatti lögregluna
til þess að „nota sem bezt skot-
vopnin" og varaði við því, að
þeim, sem ekki gerðu það, myndi
hegnt. Þetta var bein skipun til
prússnesku lögreglunnar, um að
skjóta niður alla þá, sem voru á
móti Hitler, en prússneska lögregl
an stjórnaði tveimur þriðju hlut-
um Þýzkalands. Til þess eins, að
tryggja, að þessu yrði framfylgt á
sem ýtarl'egastan hátt, kom Gör-
ing 22. febrúar upp 50,000 ínanna
aukal'ögregluliði, en 40,000 þess-
ara manna voru út S.A. og S.S., en
afgangurinn úr Stahlhelm. Þannig
var lögregluvaldið í Prússlandi svo
til algerlega í höndum nazista-
óþokka.
En þrátt fyrir allt þetta, kom
ekki til þess, að „Bolsévika-bylt-
ingin“, sem Hitler og Göring voru
að bíða eftir, „brytist út.“ Ef ekki
var hægt að egna til henmar, væri
þá ebki hægt að búa hana til?
Göring skipaði, að l'ögreglan
gerði húsleit í Karl Liebknecht
Haus, aðalbæk'stöðum kommún-
ista i Berlín 24. febrúar. Kommún-
! istaforingjarnir höfðu yfirgefið
húsið nokkrum vikum áður, og
I sumir þeirra voru þegar farnir í
i felur, eða höfðu kcmið sér hávaða-
lítið til Rússlands. En hrúgur af
áróðursritum höfðu verið skildar
I eftir í kja'llaranum, og þau nægðu
til þes að gera Göring kleift að ti'l-
kynna opinberlega, að „skjöl“ þau,
'sem fundizt hefðu, sönnuðu, að
kommúnistar væru í þann veginn
að koma af stað byltingu. Almenn-
ingur og jaf’nvel sumir í'halds-
mannanna í stjórninni trúðu þessu
ekki sem bezt. Greinilegt var, að
finna varð upp á einhverju stór-
kostlegra til þess að hræða með
fjöldamn, áður en ko’sningarnar
færu fram 5. marz.
Þínghúsbruninsi
Að kvöldi 27. febrúar sátu fjórir
valdamestu menn Þýzkalands að
kvöldverði á tveimur stöðum í
Berlín. Varakanslarinn von Papen
var með Hindenburg forseta í hinu
fína Herrepklub í Vossstrasse.
Hitler kanslari var kominn til
heimilis Göbbels, þar sem hann
ætlaði að snæða kvöldverð „en
famille". Að því er Göbbels sagði,
voru þeir að hvíla sig, hlustuðu á
tónlist af hljómplötum og sögðu
sögur. „Skyndilega“, sagði hann
síðar í dagbókinni, „kom síma-
hringing frá dr. Hanfstangl:
Það 'hefur komið upp eldur í þing
húsinu. Ég er viss um, að hann er
aðeins að segja einhverja lyga-
sögu, og segi foringjanum ekki
einu sinni frá þes'su".
En mennirnir tveir, sem sátu
við kvöldverðarborðið í Herren-
klub, voru aðeins handan við horn
ið frá þinghúsinu.
— S'kyndilega (skrifaði Papen
Seinna) tókum við eftir rauðum
87
1 bjarnia i gegnum. gluggana og
heyrðum hávaða frá hrópum og
köllum á götunni. Einn þjónanna
kom hlaupardi til mín og hvísl-
1 aði: „Þinghúsið brennur!" o>g ég
1 sagði forsetanum þetta. Hann reis
á fætur og úr glugganum gátum
við séð hvelf ngu þinghús'sins,
| sem virtist vera upplýst af leitar-
l'jósum. Annað slagið urðu útlín-
| uinar óskýrar, þegar logarnir og
reykurinn jukust.
Varakanslarinn s'endi forsetann
heim i bíl sínum en flýtti sér sjálf-
ur til brennandi bygginga'rinnar.
Á meðan hafði Göbbels, að því er
hann sjálfur sagði, fengið eftir-
I þanka vegna „lygasögu“ Putzi
Hanfstangls, hringt í nok'kra
staði, og fengið að vita, að þing-
húsið var í raun og veru að
; brenna. Að fáum sekúndum liðn-
I um voru hann og foringinn „á
hraðferð niður eftir Oharlotten-
; burger Ohaussee í áttina að staðn-
um, þar sem glæpurinn hafði verií
, framinn og þeir fóru hvorki meira
né minna en með 100 km. hraða
I
| á klukkustund".
I 'Þeir lýstu því yfir, strax og
; þeir komu til þinghússins, að hér
i væri um glæp að ræða, kommún-
| istaglæp. Göring var kominn
! þangað á undan þeim, sveittur og
1 másandi og utan við sig af æsingi,
og sór við guð, eins og Papen
skýrði frá síðar, að „þetta væri
kommúnistaglæpur gegn nýju
stjórninni“. Göring hrópaði til
hins nýja Gestapoforingja, Rud-
olfs D’iels, „þetta er upphafið að
kommúnistabyltingunni! Við meg
um ekki bíða eina einustu mín-
útu. Við sýnum enga miskunn.
Sérhver opinber kommúnista-
starfsmaður skal skotinn, hvar
sem hamy finnst. Allir þingfull-
trúar kommúnista skulu hengdir
upp strax í kvöld“.
46
að allt verði t aftur. Kannski|
hafið þér á’hug. á að fregna, að
Mwa Chou hefvt fengið pestina,
bætti hann við.
— En hvar eru klefafélagar mín
ir? spurði Blanche lágt.
— Viljið þér vita það?
— Já.
— Ein er dáin, önnur alvarlega
veik og við viturn ekki enn hvort
sú þriðja hefur smitazt . . .
— Veslings konurnar. En
kannski er það þeim fyrir beztu.
— Ef til vill. Nú skuluð þér
leggjast til svefns um leið og þér
hafið fengið dýnuna og teppin. Eg
skal vera á næstu grösum, ef þér
þarfnizt einhvers, þá getið þér
hringt þessari bjöllu. Hann setti
litla bjöllu við fletið. — Eg kem
jafnskjótt og þér hringið, og engir
aðrir munu koma hingað, bætti
hann við og lagði áherzlu á orð sín.
— Þökk fyrir, tautaði Blanche.
Hún heyrði hann l’æsa dyrunum
á eftir sér þegar hann fór. Það
var yndisleg tilfinning að vera
a-ftur hrein og vera laus við rifna
og skítuga fatagarmana, að hafa
fengið kalt vatn að drek'ka. Hún
reyndi að hugsa ekki um að allt
var þetta gert vegna þess að Mwa
Chou vildi að hún lifði af, svo að
hún yrði frísk aftur og gæti á ný
mætt við yfirheyrslur.
Hún hugsaði um leyndarmálið,
sem John hafði tekið með sér í
dauðann, hún hafði eiginlega hald-
ið að hún hefði ímyndað sér þetta
allt, en eftir samtal hsnnar og
Mwa Chou, skildi hún að hann
hafði sagt sannleikann þrátt fyrir
allt. En hvað hafði hann gert
við skjölin ? Hafði hann eyflilagt
þau? Hún vonaði það, ef þau hefðu
nú komizt í hendur Kínverjanna
— eða Petrovs . . .
Petrov. Hún vildi ekki hugsa um
Petrov.
Þegar leið á nóttina hækkaði
hitinn og hún lá í hálígerðu móki.
Hún vissi ekki, hvar hún var, eða
hvað hafði komið fyrir. Henni
fannst höfuðið þrútna út, og þegar
hún reyndi að rísa upp, svimaði
hana. En loks tókst henni að reisa
sig upp og í lampas'kininu sá hún
að arrnar hennar voru þaktir rauð-
um fl'ekkjum. Svo að hún hafði þá
ekki sloppið við pestina, þegar allt
kom til' alls. Hún hafði smitazt.
Hann hafði sagt, að hún þyrft1
ekki að vera hrædd, hún var ekki
hrædd, hana langaði mest til að
deyja. Hún hneig aftur út af á
fletið, hún var böðuð í svita og átti
erfitt með andardrátt.
Hún var næstum meðvitundar-
laus, þegar læknirinn opnaði mjög
gætilega klefahurðina — hann
hafði srnurt lásinn til vonar og
vara. Læknirinn beygði sig yfir
Blanche, svo gaf hann einhverjum
merki, sem stóð í dyrunum.
— Er hún lifandi? spurði Nic-
hol'as Petrov mjög lágt.
— Auðvitað, ég sagði yður, að
áhrifin af þessari bólusetningu eru1
ekki hættuleg. Eftir tuttugu og
fjórar klukkustundir verður þetta!
liðið hjá.
— Er þá hættulaust að flytjaj
hana núna?
— Þér verðið að gera það, því
að ég hef frétt að háttsett per-
sóna innan leynilögreglunnar, sem
telur sig ónæman gegn sjúkdómn-
um komi hingað á morgun til þess
að taka við af Mwa Chou. Læknir-
inn opnaði tösku sína og ók upp
sprautu. — Eg skal gefa henni
sprautu núna, sagði hann. — Svo
verðið þér að sjá um, að ekki slái
að henni. Þér eruð með bíl fyrir
utan.
— Já.
— Það er gott. Blanche kveink-
aði sér örlítið,_ þegar læknirinn
A HÆTTUSTUND
Mary Richmond
sprautaði i handlegg hennar, svo
beygði hann sig yfir hana og tal-
aði lágt og mjög greinilega til
hennar.
— Hlustið á mig, sagði hann. —
Þér eigið að fara burt héðan —
á öruggan stað. Þér þurfið ekkert
að óttast. En þér verðið að vera
algerlega róleg. Ek'ki láta á yður
kræla. ekki tala. Skiljið þér, hvað
ég segi?
— Já . . . ég skil, stundi hún. —
En, . . . ég sé ekkert.
— Bara betra. Gegnum þokuna,
sem lagðist fyrir augu hennar,
fannst henni hún greina andlit
Petrovs, en það gat auðvitað ekki
verið rétt. Hún sá hitasóttarsýnir.
Og það hlaut að vera draumur, að
einhver lyfti. henni upp. Það var
bara dásamlegur draumur, að
hann lét hana halla höfði sínu að
öxl sinni og vafði teppum um
hana. Læknirinn huldi andlit henn
ar, svo.fór sprautan að hafa áhrif,
þvi að hún missti aftur meðvitund.
— Flýtið yður, sagði læknirinn.
— Fljótt.
— Fyrst verða ég að vita, hvern
ig fer fyrir yður,
— Þér þurfið ekki að hafa á-
hyggjur mín vegna. Eg hef séð svo
um, að ein konan, sem dáið hefur
úr pestinni, verður borin hingað
inn. Þegar verðirnir koma til að
sækja þá, sem á að grafa, mun
andlitið vera hulið. Enginn mun
dirfast að líta á hana. Allir, sem
deyja í nótt, verða grafnir við sól-
aruppkomu og jafnvel þótt eftir-
maður Mwa Chou verði tor-
trygginn og láti opna gröfina,
' mun hann ekki geta þekkt nein
lík, vegna þess að öll lík eru
brennd vegna smithættunnar.
— Þetta er óttalegt, sagði Petr-
ov. — En þér vitiö til hvers þér
eigið að snúa yður, ef þér þurfið
á hjálp að halda. Eg ætla ekki að
tefja yður lengur. Við skulum
leggja af stað.
Læknirinn fylgdi Petrov, sem
bar hina dýrmætu byrði sína, eftir,
ganginum, gegnum margar dyr og |
tóm herbergi þar til þeir komu út
|i portið. Venjulega stóðu varð-|
menn þar, en ekki í nótt. Þeir
1 vildu ekki vera nærstaddir, þegar i
j hinir dauðu væru bornir út. Petr- j
I ov leit ekki í kringum sig þegar |
þeir í niðamyrkrinu gengu að lit-|
i'lli hurð á múrnum. Læknirinn
hafði lykil og opnaði í flýti.
— Flýtið yður, hvíslaði hann.
— Og gæfan fylgi yður.
Hann beið unz hann heyrði
ekki lengur fótatak Petrovs síðan
læsti hann dyrunum og stakk lykl
inum í vasann. Síðan gelck hann
aftur í áttina til fangelsisins.
| — Þarna fór hraustur maður,
hugsaði hann. — Hann hefur bjarg
að mörgum mannslífum, en ég er
| feginn, að hann er á förum, því
að ég held að hann hefði ekki
getað haldið þessu áfram öllu
lengur. Yfirvöldin er faróð að
gruna eítthvað.
31. KAFLI.
Bíllinn brunaði áfram í nátt-
myrkrinu í áttina til lendingar-
staðar flugvélarinnar fjörutíu og
átta stundum áður. Petrov sat við
stýrið og í aftursætinu lá Blanche
meðvitundarlaus og yfir hana
breitt teppi, svo að hún sæist ekki.
— Skollinn sjálfur, tautaði
hann, þegar hann heyrði mótor-
hjól nálgast. Hann hægði á sér
og hönd hans leitaði ósjálfrátt
í vasann þar, sem byssa hans var.
Svo herti hann sig upp. Heppnin
myndi sjálfsagt vera með honum
hálftima i viðbót. Og að þeim tíma
liðnum mátti allt lögreglulið Kína
leita að honum og Blanche, þeir
myndu hvorugt finna.
Hann sveigði út á vegarkantinn
og nam staðar um leið og mótor-
hjólin komu brunandi, en hann
drap ekki á bílum og e’inbeitti sér
að því að vera kaldur og rólegur.
Þegar lögreglumennirnir hoppuðu
af hjól'inu og komu að bílnum,
rétti hann sig upp:
— Hvað var það? spurði hann á
kínversku.
— Vegabréfið, félagi.
— Hér er það. Petrov tók upp
vasabókina og rétti manninum
skjal með kínversku letri. — Þér
sjáið, að það er undirritað af Mwa
Chou hershöfðingja, bætti hann
14
TÍMINN, laugardaginn 11. maí 1963 —