Tíminn - 11.05.1963, Blaðsíða 15
VEðskiptavelta KÁ
Framhald af 16. síðn.
ar Jónsson, fulltrúi, Selfossi. Kaup
félagsstjórinn, Grímur Thoraren-
sen, las upp og skýrði rekstrar- og
efnahagsreikninga félagsins fyrir
■siðastliðið ár. Viðskiptavelta fé-
la.gsins hafði í heild aukizt um 28%
fró fyrra ári. Vörusalan varð sam-
tals 123,3 milljónir og sala undir-
fvrirtækja, sem eru bifreiðasmiðja
lyfjaverzlun, efnagerð, brauðgerð,
hitaveita, kjötbúð, þvottahús sér-
leyfisbifreiðir og innlendar afurð-
ir varð 46 milljónir, eða samtals
169,3 milljónir.
Til fyrninga var varið 2,8 mill-
jónum og endurgreiðslur til félags-
manna voru 1% af úttekt þeirra.
Sú upphæð, sem nam 753 þúsund-
um, var lögð í stofnsjóð félags-
manna.
Úr stjórn félagsins áttu að
ganga þeir Bjarni Bjarnason,
Baugarvatni, og Guðmundur Guð-
mimnsson, Hfri-Brú. Voru þeir
báðir endurkjörnir' til næstu
þriggja ára. Til tveggja ána var
kjörinn i stjórn Þórarinn Sigur-
jónsson, Laugardælum, í stað Ei
ríks Jónssonar, Vorsabæ.
Varastjórnarmaður til þriggja
ára var kjörinn Einar Gestsson,
Hæli. Endurskoðandi var kjörinn
Helgi Kjaf'ansson. Hvammi, til
næstu þriggja ára. Fulltrúar á að
alfund SÍS voru kjömir Jörundur
Brynjólfssv>r Kaldaðarnesi, Bjarni
Bjarnason. Laugairvatni. Sigur-
grímur Jónsson, Holti, Grímur.
Thorarensen, Selfossi og Teitur
Eyjólfsson, Hveragerði.
Börn í sveit
Framhald af 16. síðu.
úr barnahe.mili, á Laugabrekku,
Víðiholti, Fitjum í Lýtingsstaða-
hreppi og S'óru-Gröf í Staðahreppi
og væru á þessum stöðum samtals
72 UftnLJá, voru um 30 börn á
Litlu-Tjörnam í Ljósavatnshreppi
og 38 drengir á Ástjörn í Noi'ður-
Þing.
Á flestum þessum stöðutn er ald
ur barnanna yfrileitt 6—10 ára.
Fyrir eldri börn eiu það helzt
sumarbúðir Þjóðkirkjunnar, —
KFUM og K, svo og skátabúðir.
Þjóðkirkjan verður með hálfs mán
aðaiflokka bæði á Kleppjámsreykj
um í Borgarfirði og Löngumýri í
Skagafirði. KFUM verður með
sumarbúðir í Vatnaskógi, og verða
þar bæði vikuflokkar og hálfs mán
aðar flokkar
Þrátt fyrir það, sem hér hefur
verið talið upp, er ljóst, að mikill
hörgull er á bamaheimilum í sveit
um. Nokkur sveitaheimili hafa tek
ið upp hja sér eins konar barna-
heimilarekstur, og þó að eithvað
sé bætt úr þörfinni með því, má
telja það rnjög vafasama úrlausn,
enda yfirleitt engin aðstaða fyrir
hendi á þeirti bæjum,.sem hér um
ræðir, að bæta á heimilið 10—20
bömum.
Jónas játar
Framhald af 16. síðu.
Megin kafiinn í athugasemd Jón-
asar H. Haralz er svohljóðandi og
telur Tímir.n óþarft þar nokkru
við að bætu eða gera athugasemd
um:
„Á fundi Verzlunarráðsins var
þeirri spurningu beint til mín,
iivort ekki væri sennilegt, að fram
kvæmdir í landbúnaði yrðu meiri
en áætlumn gei'ði ráð fyrir, og
hvaða ráðs'afanir ætti að gera af
opinberri hálfu til þess að
‘lyggjt* að svo yrð'i ekki. í svari
mínu benti ég á, að aukning fram
kvæmda í landbúnaði umfram það,
sem áætlunir, gerði ráð fyiir, hlyti
að leiða til offramleiðslu. Vanda-
mál landbánaðarins hér á landi
eins og í öðrum vestrænum lönd-
um, þar sem miklar framfarir hafa
verið í landbúnaði, væri fyrst og
fremst hættan á, að framleiðsla
vkist hraðar en neyzla. Þetta væri
íslenzkum bændum sjálfum og for-
ustumönnum þeirra ljóst, eins og
áætlun Stéttarsambandsins ber
vott um, og því teldi ég minni
nættu en ella á því, að framkvæmd
ir yi'ðu of miklar. Eg lét siðan í
Ijóst þá skoðun mína, sem að sjálf
sögðu kemur áætlunum Stéttar-
sambandsins og ríkisstjórninnar
ekki við, að erfitt væri að sjá,
hvernig/^iægt væri að samræma
tiltölulega hæga aukningu land-
búnaðarframleiðslu og batnandi
hag bændastéttarinnar sjálfrar
með öðru móti en því, að bændum
fækkaði. í bv: sambandi benti ég á
að aldursskipting í bændastétt-
inni væri r.ú þannig, að talsverð-
ur fjöldi bænda hlyti að hætta
búskap á næstu árum, og myndi
þetta gera það vandamál, sem hér
er fvrir hendi. auðveldara úrlausn
ar en ella.
BírtiíE samninginn
Framhald af 16. síðu.
vegna eru hæg heimatökin
fyxir þau. að .fá.. hann .til
birtingar. Þetta nudd um
veiðiréttinn í Grímsá getur
aldrei orðið eins áhrifaríkt
og birting á samningnum
sjálfum. Þess vegna eiga
þessi blöð að birta samning-
inn nú þegar, enda hlýtur
þá að koma í ljós, svo að
ekki verður um deilt, hvern
ig þar hefur verið haldið á
málunum. Og auðvi.tað kom-
ast þessi blöð ekki hjá því,
að birta greinargerðina,
sem fylgir samningnum.
Þessi gögn eru sem sagt í
stjórnarráðinu, og ekki eft-
ir neinu að biða með birt-
ingu þeirra.
KÓPAVOGDR
Kosningaskrifstofa okkar er að
Álfhólsvegi 4A, sími 16590; er
opin frá kl. 10—12 og 2—10 e. h.
Konúð, gefið og fáið upplýsingar.
Framsóknarféiögin.
Baiin
Á BYGGINGARFRAMKVÆMDUM
Að gefnu tilefni skal þaS skýrt tekið fram, að bann
er lagt við öllum byggingarfrarnkvæmdum í Vatns-
endalandi — sem og annars staðar innan lögsagn-
arumdæmis Kópavogskaupstað'-u, nema að fengnu
samþykki byggingarnefndar naupstaðarins.
Ekki verður leyft að tengia hós, byggð án leyfis,
við rafveitukerfið.
Þá skal vakin athygli á því að slík hús er heimilt
að fiarlægja á kostnað eiganda
Kópavogi, 8. maí V
Bæjarstjórinn
Berlínarmúrinn
endursýndur
VARÐBERG og Samtök um vest
ræna samvinnu endurtaka í dag
kvikmyndasýningu þá, sem var í
Nýja Bíói s. 1. laugardag vegna
þess hve margir urðu þá frá að
hverfa. Kvikmyndirnar, sem sýnd
ar verða eru Berlínarmúrinn. Upp
reisnin í Berlín 17. júní 1953 og
listaverk barna. Öllum er heimill
aðgangur meðan húsrúm leyfir.
Fermingar
Framhald af 6 síðu.
Valur Bjartmar Sigurðsson,
Háholti 12.
Viðar Stefánsson, Krókatúni 12.
Þorláikur Sigurður Grímsson.
Grimsholti.
Þórður Magnússon, Skólabraut 22.
Þórður Þorsteinsson Þórðarson, ’
Sóleyjargötu 18.
Þröstur Kristjánsson, Suðurgötu 39.
Altarisganga fermingarbarnanna
og aðstandenda þeirra verður í
Akraneskirkju þriðjudaginn 21, maí,
kl. 8,30 siðd.
Iþróttir á Akranesi
Framhald af 5. síðu.
ari, Eiríkur Þorvaldsson gjaldkeii
og meðstjórnendur þeir Björgvin
Hjaltason og Ársæll Jónsson.
í lok þingsins voru Guðmundi
Sveinbjörmiyyni sérstaklega þökk-
störf hans i þágu ÍA og íþrótta-
mála á Akranesi, en Guðmundur
hefur manna lengst og bezt starf-
að að íþrólfamálum í bænum, en
hann var m. a einn af stofnendum
knattspyrnufélagsins Kára árið
1922 og setið í stjórn ÍA frá stofn-
un þess og mörg hin síðari ár-
íormaður
Sovézk kvikmyndavika
br.am.naifi ii... ^jiéji. . .
ur sýnd í Laugarárbiój 16. maí á
öllum þrem sýningum. Síðan kem
ur myndin Serjozka, og hún hlaut
hvorki meira né minna en Krystal
hnattarverðlaunin á rosahátíð í
Karlovy Vary 1960, sú mynd verð-
ar sýnd í Kópavogsbíói dagana
16.—19. maí á báðum sýningum
kl 7 og 9
Síðan er kvikmyndin á leikdansi
í Boslo.iileikhúsinu og nefnist hún
Litli hestunnn Hnúfubakur, hún
"erður sýnd í Laugarásbíói 17. maí
kl. 5, 7 og 9 Vorgyðjan nefnist
dansmynd, sem sýnd verður í Bæj
arbíói 16 02 17. maí kl. 7 og 9.
Töfratjaldið er breiðtjaldsmynd,
t-yggð yfir austurlenzkt ævintýr,
svnd í Austurbæjarbíói 14. maí
k) 5 og 16 maí kl. 5 og 7. Loks
er að nefna breiðtjaldsmyndina
Meðan Eldarnir brenna, verðlauna
mynd frá Cannes í Frakklandi, sem
sýnd verð'ur í Laugarásbíói 18. og
!9 mai kl 5 og 9.
Auk þessa verða sýndar auka-
myndir, fræðslu, vísinda- og teikni
myndir Og enn er þess að geta,
aö' á næstunni verða þessar rúss-
nesku kvikmyndir sýndar eftir
vikuna: Kvöldroðin segl í Háskóla
mói, Söguleg sjóferð, og Spaða-
c'rottningin báðar í Bæjarbíói.
VAR EKKI
ÖLVAÐUR
GS-ísafirSi, 10. mai.
f FRÉTT frá mér um daglnn af
því, er togarinn Aston Villa slgldi
hér á bryggjuna, var sagt að' skip
stjórinn hafi verið undir áhrifum
áfengls. Hafði ég þetta eftir heim-
ildum, er ég taldi árelðanlegar. Nú
er komið i Ijós, að þetta var rangt.
Skipstjórinn var ekki undir áhrif
um áfengls og leiðréttlst það hér
með.
Frestur útrunninn
á sunnudagskvöldið
BÓ-Reykjavík
Fresturiim sem Verkalýðs- og
sjómannafélag Miðneshrepps setti
Guðmundi á Rafnkelsstöðum renn
ur út á miðnætti á sunnudaginn.
og kemur bá til vinnustöðvun á
síldveiðum og síldarvinnu í landi,
ef staða mílsins breytist ekki fyr-
ir þann tíma Þrír bátar Guðmund
ar eru nú á síldveiðum.' Aðrar
veiðar og vinna hjá Guðmundi
heldur nú áfram þótt síldarvinn-
an stöðvist, nema samúðarverkfall
komi til. í dag sat allt við sama í
pessari deiiu.
BO-Reykjavik, 10. mai
Lögreglan handtók fimm ölvaða
ökumenn í nótt, og er fjöldi tek-
inna fyrir það brot kominn upp
i 155 frá áramótum hér í Reykja-
vík.
Á SUNNUDAG er væntanlegur
hingað til lands hinn kunni banda-
ríski organleikari, E. Power Biggs.
Kemur hann hingað á vegum Tón-
listarfélagsins og mun halda
tvenna tónleika fyrir styrktarmeð
limi þess í Dómkirkjunni, þriðju-
dag og miðvikudag, 14. og 15. þ.m.,
en auk þess er ákveðið að hann
efni til tónleika á Akranesi, Ak-
ureyri og í Vestmannaeyjum.
Óþarft er að kynna E. Power
Biggs í löngu máli fyrir íslenzkum
tónlistarunnendum. Hann hefur
verið hér tvivegis áður, bæði í
Reykjavík og víðar. Margír merk-
ustu tnólistargagnrýnendur vestan
hafs telja Biggs fremstan í flokki
morkustu núlifandi organleikara
Bandaríkjanna, og það er m. a.
haft til marks um vinsældir hans
að í mörg ár í röð hefur hann ver-
ið talinn vinsælasti organleikari
Bandaríkjanna í skoðanakönnun,
.sem tóhllstaftímárltið Musicál Amc'
ricá hefur efnt til árlega meðal
850 gagnrýnenda í Bandaríkjunum
og Kanada.
Einnig má geta þess að á tón-
lístarhátíð þeirri, sem efnt var til
við opnun hins nýja tónlistarsalar
í Lincoln Center í New York, kom
E. Power Biggs þrívegis fram sem
einleikari. Á fyrstu tónleikunum,
sem fílharmoníuhljómsveitin í
New York hélt í hinum nýju sal
arkynnum sínum, lék Biggs „Fest
liches Præludium" eftir Richard
Strauss, en Leonard Bernstein
stjórnaði hljómsveitinni, en á þess
ari sömu hátíð lék hann einnig með
sinfóníuhljómsveitinni í Fíladelfíu
undir stjórn Eugene Ormandys, m.
a. orgelhlutverkið í sinfóníu Saint
Saens fyrir hljómsveit og orgel. —
Þótti þetta sem von var mikill heið
ur og viðurkenning fyrir hinn á-
gæta listamann.
E. Power Biggs hefur um árabil
verið fastráðinn einleikari hjá sin-
fóníuhljómsveitinni í Boston, en
auk þess er hann kunnur um öll
Bandaríkin og víðar fyrir tónleika
þá og tónlistarþætti, sem hann
hefur annast í mörg ár í útvarpi
og sjónvarpi á vegum Columbia
Broadcasting Service. Sama félag
hefur einnig gefið út mikinn fjölda
af hljómplötum, sem E. Power
Biggs hefur leikið inn á öll merk-
ustu verk orgelbókmenntanna fyrr
og síðar. Þá liggur mikið og merki
legt starf eftir Big.gs sem fræði-
mann á sviði orgelbyggingar og
þróun orgelsins sem hljóðfæris allt
frá fyrstu tíð. Hefur hann samið
margar ritgerðir um þetta efni,
sem þirzt hafa í merkum ritum,
j þar á meðal alfræðibókinni Ency-
j clopedia Brittanica.
Eins og fyrr getur mun E. Pow-
j er Briggs halda tvenna tónleika
fyrir styrktarmeðlimi Tónlistarfé-
i lagsins í Dómkirkjunni, n. k. þriðju
dag og miðvikudag, 14. og 15. maí,
og hefjast þeir kl. 9 síðdegis báða
dagana. Á efnisskránni eru einung-
is verk eftir Johann Seb. Bach. —
Síðan heldur hann organtónleika í
kirkjunni á Akranesi n. k. föstu-
dag, 17. raaí kl. 9 e. h., á Akureyri
sunnudaginn 19. maí, o.g að líkind-
um í Vestmannaeyjum þriðjudag-
inn 21. maí.
FJÁRSÖFNUN TÍL STYRKTAR
ÁSTVINUM SJÓMANNANNA 16
I HINU mik-la ofviðri, sem geis-
aði dagana 9. og 10. apríl s. 1. lét-
ust, — eins og kunnugt er, — 16
sjómenn við störf sín á hafinu, —
þar á meðal heimilisfeður og menn
sem voru fyrirvinna heimila sinna.
Eins og að líkum lætur, er þörf
hjálpar. — Manntjónig verður að
vísu ekki bætt, en mikils má sín
samhugur og útréttar vinahendur
til að létta þungar byrðar þeirra, :
sem nú harma ástvini sína.
Viljum vér hvetja til þess, að j
hafin verði söfnun handa þessu j
fólki. — Munum vér ásamt blöð-
unum góðfúslega taka á móti gjöf- !
um í þessu skyni.
Sigurðdr Stefánsson, vígslubisk-
up, Hólastiftis.
Birgir Snæbjörnsson, sóknarpr.,
Akureyri.
Ingimar Ingimarsson, sóknarpr.
Sauðanesi, N.-Þing.
Leó Sigurðsson, útgerðarmaður,
Akureyri.
Pétur Sigurgeirsson, sóknarpr.
Akureyri.
Ragnar Lárusson, sóknarpr.
Siglufirði.
Stefán Snævarr, sóknarpr. Völlum,
Svarfaðardal.
Valdimar Óskarsson, sveitarstj.,
Dalvík.
Þegar hafa borizt um 13 þústmd
krónur í söfnunina.
Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð vlð andlát og jarðarför
m-’nnsine mins og föður okkar,
Ingvars Björnssonar
kennara, Akranesi.
Svava Steingrímsdóttir og börn.
TÍMINN, iaugardaginn 11. maí 1963 —
15