Tíminn - 18.05.1963, Qupperneq 3
COOPER TÚK INN LYF FYRIR LENOINGIINA
NTB-CAPE Canayeral 17. maí
Germferð Gordons Coopers
endaSi á dramatískan hátt, þeg
ar upp kom bilun á sjálfvirka
útbúnaíBnum, sm átti að setja
af stað eldflaugar þær, sem
skyldu koma geimfarlnu af
braut sinni inn á aðdráttarsvið'
jarðar, og geimfarfnn varð sjálf
ur að annast lendinguna. Hefði
hann gert eitt einasta handtak
rangt, átti hann á hættu að
brenna upp bæðl sjálfan sig og
geimfarið. En þetta tókst samt
giftusamlega og Cooper lenti á
réttnm stað á réttum tíma.
Læknir geimfarans, dr. Char-
les Berry, skýrði frá því í dag,
að Cooper hefði tekið inn örf-
andi töflu, áður en hann hóf
lendinguna. Dr. Berry kvaðst
hafa gefið honum fyrirmæli
um, að taka inn dexadrine-töflu,
en Cooper hafi sagzt vera vel
vakandi og vel upplagður. En
læknirinn kvað samt sjálfsagt
að hann tæki lyfið inn og aðrir
myndu róast við það. Hann sagð
ist að sjálfsögðu ekki vita, hvort
hinn ágæti árangur væri
dexadríninu að þakka og úr því
fengist aldrei skorið, en hitt
væri víst, að Cooper hefði unn
ið stórvirki með eða án hjálpar
lyfsíns.
Cooper tók við stjórn geim-
farsins eftir að hafa veríð á
lofti í 29 tíma og stýrði því
sjálfur síðustu fimm tímana.
Þegar honum voru gefin fyrir-
mæli frá Canaveralhöfða um að
fara af braut sinni og koma til
jarðar, svaraði hann einfald-
lega: „Það er í lagi“. Á jörðu
niðri var hins vegar mikið um
að vera. Sérfræðingar og eldri
geimfarar reyndu eftir mætti
að finna lausn. á vandanum,
og yfirmaður tilraunanna sagði
í dag, að þeir hefðu hlaupið
í gegnum allar bækur, sem
hefðu verið skrifaðar um geim-
ferðir.
Cooper stýrði sér til jarðar
með aðstoð stjarna og sjón-
deildarhringsins, og það tókst
svo vel, að hann lenti aðeins
örfáum sekúndum eftir áætlun.
Hann lenti í Kyrrahafi skammt
frá þeim stað, þar sem banda-
ríska skipið Kearsage beið hans
og á leiðinni niður harmaði
. hann í skeyti til yfirmanns
skipsins, að geta ekki lent á þil
fari þess. Þegar Cooper var kom
inn um borð í Kearsage voru
fyrstu orð hans þessi: „Ég er
sammála þeim hinum. Þetta var
stórkostlegt“.
Kearsage hélt með Cooper til
Hawai og á leiðinni skýrði.hann
geimvísindamönnunum frá því,
sem fyrir hann bar í geimferð-
inni. Frá Hawai mun Cooper svo
fara ril Canaveralhöfða.
Á þriðjudaginn mun hann
halda til Washi'ngton, og þar
verður honum fagnað eins og
þjóðhöfðmgja. Hann mun aka
í heiðursvagni til Hvíta hússins,
þar sem Kennedy forseti mun
bjóða hann velkominn og sæma
hann heiðursmerki geimfara. —
Síðan mun hann aka um götur
borgarinnar og taka á móti
heillaóskum fólksins.
Ófriður er
Dr. Luns, utanríkisráðherra Hollands svarar spurningum blaSamanna í sölum Hótel Sögu siSdegis í gær. —
Myndina tók Ijósmyndari TÍMANS,—GE.
ÓVÍST UM LAUSN
Á VANDAMÁLUM
VESTUR-EVRÓPU
GB-Reykjavík, 17. maí.
UTANRÍKISRÁÐHERRA Hol-
lands, dr. Josep Luns, sem hing-
ag kom í opinbera heimsókn í
gærkvöldi, ræddi við fréttamenn
í dag að Hótel Sögu og kvað ekki
neinna verulegra breytinga að j
vænta á næstunni um aðild Breta j
eða annarra að Efnahagsbandalag :
inu, og bæri ýmislegt til.
Ekki væri heldur að vænta
neinna stórtíðinda af Ottawaráð-
stefnunni. Eins og stæði, væri íta-
lía án virkrar ríkisstjómar, og
ekki hægt að fullyrða um afstöðu
Danmerkur og Noregs.
Aðspurður um viðræður hans
við de Gaulle þegar síðarnefndi
heinisótfi Holland, kvað hann
ekki vera um neinn persónulegan
fjandskap þeirra að ræða, hvað
svo sem þeim hefði farið á milli.
Treshner fundinn?
NTB-Portsmouth, 17. maí.
Bandarískir vísindameinn, sean
tekið hafa þátt í leitinni að banda
ríska kjiarnorkukafbátnum Thresh-
ner, sém sökk út af strönd Massa-
chusettsfylkis fyrir páska, til-
kynntu í daig, að flak kafbátsins
virtist fundið.
Dr. Paul Fye við hafrannsókna-
stofnunina í Woods Gole í Massa-
ehusertts sagði, að fyrir lægju ljós-
myndir, sem virtust vera af flak-
leifum einmitt á þeim stað, þar
sem talið er að Treshner hafi
sokkið. Myndirnar eru þó of
ógreinilegar til þess að hægt sé
að segja með fullri vissu, að þær
sýni brak úr Treshner. Myndir
þessar voru teknar á þann hátt,
að myndavélum var sökkt niður á
2500 metra dýpi í hafið á slysstaðn
um, sem talinn er. Myndavélarnar
voru með glampaútbúnaði og tóku
myndir aðeins tíu metra frá botni.
Myndavélunum var sökkt frá haf-
rannsóknarskipinu Atlantis, sem
er eitt þeirra mörgu skipa, sem
taka þátt í leitinni að Treshner.
Hann hefði þveit á móti reynt de
Gaulle af að vera viðræðugóðan
mann, sem skilningsríkur væri
líka á þrjósku annarra. Blaða-
mannafundur forsetans í Brussel
hefði að vísu komið eins og reið-
arslag. En tíminn einn myndi
leysa þetta mál. Maðurinn væri
dauðlegur. líka í stjórnmálum. —
Holland hefði átt um sárt að
binda eftir styrjöldina, hvorki
meira né minna hefði stríðið kost
að Hollahd 280 þúsund mannslíf.
og enginn væri búinn að gleyma
vitfirringnum Hitler. En það
þýddi ekki fjandskap við þýzku
þjóðina. Og í nýlegri ræðu utan-
ríkisráðherra Vestur-Þýzkalands
hefðu komið fram sjónarmið, sem
dr. Luns gæti fallizt á. Stríðsminn
ingarnar væru ofarlega í hol-
enzku þjóðinm en hún liti á mál-
in frá raunsæju sjónarmiði.
Um þriðja stórveldið, sem de
Gaulle hugsaði sér í Vestur-Evr-
ópu andspælis Sovétrikjunum og
Bandaríkjunum kvaðst dr. Luns
ekki vera trúaður á tilurð þessa.
Allt yrði að bíða síns tíma um
^amkomulag vestur-evrópskra
þjóða, um mál er biðu lausnar.
enn i
NTB-London og Vientiane, 17. maíi
Souvanina Phouma, forsætisráfl-
herra í Laos, tilkynnti í morgun, [
að hersvci'tir kommúnistahreyfing j
arinnar Pathet Lao liiafi gert árás-!
ir á stöðvar hlutlausra í Lathuang, j
litlu sveitaþorpi um tíu kíiómetra i
austan við Krukkusléttu.
Souvanna Phouma hefur einnig,
í bréfi til sendiherra Bretlands j
og Sovétríkjanna í Vientiane vís-
að á bug kröfu kommúnista upi [
að eftirlitsstöð, sem alþjóða eftir-
litsnefndin hefur sett á Krukku-
sléttu, verði lögð iniður.
Rússneska fréttastofan TASS i
skýrir frá því í dag, að opinber-
lega hafi verið birt í Moskvu upp-l
kast að tilmælum til forsætisráð-j
herra Laos, þar sem allar þjóðir, [
sem sæti áttu á ráðstefnunni um
málefni Laos árið 1962, eru hvatt
ar til að hamla ekki tilraunum for
sætisráðherrans til að koma á eðli
legu ástandi í landinu. Uppkastið
er formað sem tilmæli frá for-
mönnum ráðstefnunnar, fulltrúum
Breta og Sovétríkjanna, og þau
voru afhent brezka sendiherranum
í Moskvu fyrir fjórum dögum, seg
ir TASS. Talsmaður brezka utan-
ríkisráðuneytisins sagði í dag, að
Bretland gæti ekki fallizt á stað-
hæfingar, sem kæmu fram í orð-
sendingu, sem Sovétríkin vilji
senda til forsætisráðherrans í
Laos. Talsmaðurinn kvað uppkast
ið vera að verulegu leyti boðskap
frá Souphanauvong, varaforsætis-
ráðherra í Laos, sem er stuðnings
maður kommúnista. En það er
einmitt stefna flokks Souphanou-
vongs og vina hans, kommúnist-
Laos
anna, sem gerir alþjóða eftirlits-
nefndinni erfitt um vik að fram-
kvæma þau eftirlitsstörf, sem
Geneve-sáttmálinn gerir ráð fyrir.
BÚLAN ViO
RÁÐANLEG
NTB-Stokkhólmi, 17. mai.
Bólusóttarsjúklingarnir í Stokk
hólmi eru nú orðnir 11, en heil*
briigðisyfirvöldn tetja þó ekki
ástæðu enn ti'l að fyrirskipa alls
herjarbólusefcninigu í borginni.
Hins vegar eru vissir starfshópar,
fólk, sem mikil samskipti hefur
við almenning, bólusettir og eftlr-
spurn manma eftir bólusetningu
fer sívaxandi.
HeilbrigðisyfirvöLdin taka það
skýrt fram, að ástandið sé fullkom
lega viðráðanlegt og þau benda á,
að sjúkdómurinn sé takmarkaður
við þann hóp manna, sem hafði
•samband við sjómaninn, sem flutti
sýkina með sér frá Indónesíu. í
öryggisskyni hafa heilbrigðisyfir-
völdin þó búið sig undir að geta
hafið fjöldabólusetningu, ef ástand
ið skyldi snögglega versna. Hægt
er að hefja slíkt verk með sólar-
hrings fyrirvara og ljúka bólusetn
ingu allra Stokkhólmsbúa eða
nokkuð meira en einni milljón
manna á viku.
FYRSTU KOSN-
'AR ÍKFNYA
NTB-Nairobi, 17. maí.
Lögreglu- og hersveitir voru í
dag rei'ðubúnar til að taka í taum
ana, ef til óeii'ða kæmi i lok kosn
ingabaráttunnar, en fyrstu kosn-
ingar í Kenya hefjast á morgun.
Sveitirnar voru kallaðar út, þar
eð fyrir hafa komið ofbeldisaðgerð
ir og árekstrar milli andstæðra
flokka og stjórnmálamanna síðustu
viku kosninigabaráttunnar.
Kosningarnar, sem hefjast á
morgun, munu standa í níu daga.
Tvær og hálf milljón manna hafa
kosningarétt, og eru 90 prósent
Framhald á 15. síðu.
T 'f" M I N N, laugardagurinn 18. maí 1963
3