Tíminn - 18.05.1963, Síða 7

Tíminn - 18.05.1963, Síða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framfcvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur Bankastræti 7: Af- greiðsiusími 12323. Auglýsingar, sími 19523. — Aðrar skrif- stofur, sími 18300. — Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Bandalag íhalds og kommúnista FÁTT HEFUR einkennt kosningabaráttuna meira fram að þessu en hið nána bandalag Sjálfstæðisflokks- íns og kommúnista. Þetta bandalag var ekki sízt áberandi síðastliðinn sunnudag, er Mbl. og Þjóðviljinn bii’Lu sömu níðgreinina um afstöðu Framsóknarflokksins til EBE. í Mbl. eru kommúnistar ekki skammaðir, nema rétt fvrir siðasakir, og Mbl. segir að það sé vissulega skömm- inni skárra að kjósa þá en Framsóknarflokkinn! Á fundum þeim, sem kommúmstar hafa haldið úti «m land, hafa þeir beint megináróðri sínum gegn Frara- soknarflokknum og ekki minnzt á „viðreisnina“ nema til málamyndar. Bandalag íhaldsins og kommúrasta, sem er beint gegn Framsóknarflokknum, er því eins l.jóst og verða má. Þetta bandalag þarf ekki heldur að koma neitt á óvart. Þessir aðilar hafa hvað eftir annað haft náið samstarf. Þeir hafa setið saman í ríkisstjórn, unnið sam- an í verkalýðsfélögum o. s. frv. Alveg nýlega hefur íhaldið hjálpað Einari Olgeirssyni í Norðurlandaráð og Sogsvirkjunarstjórn. Á þingi í vetur lýsti Einar Olgeirs- son yfir því, að stjórnarsamstarf Albýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins kæmi vel til greina. Á nýloknum landsfundi Sjálfstæðisflokksins lýsti Bjarni Benedikts- son yfir því, að stjórnarsamstarf við kommúnista væri alls ekki útilokað. Meðal stóratvinnurekenda er nú meira og meu’a um það rætt, að kannski sé það leiðin til að koma í veg íyrir verkföll að taka kommúnista í ríkisstjórn. Það, sem öðru fremur veldur þo samstarfi kommún- ísta og Sjálfstæðismanna í kosmngabaráttu nú, er ótti við Framsóknarflokkinn og eflingu hans. íhaldið óttast, að sundrung vinstri aflanna, sem það hefur grætt mest á, sé úr sögunni, ef kommúnistar verða hér álíka fylg- islitlir og í nágrannalöndunum. Þess vegna vill það koma í veg fyrir, að kommúnistar minnki. Þess vegna veitir það þeim nú alla þá aðstoð sem það getur. En sú aðstoð mun ekki nægja Fleiri og fleiri gera sér ljósa þá nauðsyn að efla hér öflugan flokk gegn íhaldi og kommúnistum. Hið nána samstarf íhalds og kommúnista, sem nú sést hvarvetna, mun aðeins flýta þeirri þróun. Hörmuleg útkoma STJÓRNARBLÖÐIN treysta sér ekki lengur til að mótmæla því, að heildarskuldir þjóðarinnar við útlönd, þegar innstæður bankanna þar hafa verið dregnar frá, eru meiri nú en í ársfek 1958. Hins vegar halda þeir áfram að klifa á innstæðum banka. Það er svipað því og maður, sem tekur 40 þús. kr. víxil í Landsbankanum, leggi inn 30 þús. kr. í Bún- aðarbankanum og segist eiga þá eign skuldlaust! En vissulega er það hörmuleg útkoma. að þrátt fyrir góð- ærið undanfarið, skuli staðan út á við vera lakari nú en fyrir fimm árum. f í M I N N, Iaugardagurhm 1» «naí tflfis kömmtunarstefna Bjarna og Emils KlrflÚ Kelrolilvfftng. AtTÍnnugrcin. ' VJNNUFATASEÐILL .................... Nf. 6 FœVingardagur og ár. Ytri vinnufatnaður úr nankin eða khaki og trolibuxur. >Unlngftrnar rllda »ew hér teglr: Trollbnxnr 11 clnlngar. Vinnaaloppur 7 clnlngar. H*mfc»tlnrur 7 elnlnr«r. Smekkbuxur krenna 5 elnlnpar. Vinnnjakkl 4 elnlnrar. 'VJnnnbuxur 1 elninrar. Smekkbuxur karla I clntngar. Vinnnakyrta S cinlngar. TiRnnfalniVor VinnufatnftOor VinnuffttnnCnr VinnufatnaVur VlnnuffttnaVur EIN EJNING EIN EINING EIN EINING EIN EINING EIN EINING Ti»n«ffttnaBor Vinno f»tnsðor VinnnfatnoCar VlnnufatnaBur VinmifalnitaV EJN EINING EIN EINING EIN EINING EIN EINING EIN EINING Einn af skömmtunarseðlum Bjarna og Emils frá 1947—49 A ARUNUM 1947—1949 sátu formenn núverandi stjórnarflokka, Bjarni Bene- diktsson og Emil Jónsson, fyrst saman í ríkisstjórn. Sú ríkisstjórn, sem kennd er við Stefán Jóhann Stefáns- son, mun lengi verða fræg fyrir það, að hún tók upp víðtækari og strangari vöru- skömmtun en hér hefur þekkzt fyrr og síðar. Að vissu levti hafði hún afsök- un, því að „nýsköpunar- stjórn" þeirra Ólafs Thors og Brynjólfs Bjarnasonar hafði ekki aðeins eytt öllum stríðsgróðanum, heldur safn að slíkum gjaldeyrisskuld- um, að óhjákvæmifegt var að grípa til einhverra örþrifa ráða. Sá ráðherrann, sem hafði fram kvæmd þessara skömmtunarmála með höndum, var Emil Jónsson, en það var þó mest að nafnj til, heldur réði Fjárhagsráð, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði forustuna. mestu um fram- kvæmdina. Það kom fljótt i ljós, að skömmtunin var hið mesta vand ræðafyrirkomulag og dafnaði margvísleg spilling í skjóli henn ar. Forkólfar Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins undu henni þó hið bezta. Vildu ekki afnenia skömmtunina. Sumarið 1949 var svo komið, að Framsóknarflokkurinn, sem var einn -stjórnarflokkanna, taldi ekki fært að una því fjórhags- kerfi, sem skömmtun var veiga- mikill þáttur í. Forkólfar Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokks ins töldu þetta fyrirkomulag hins vegar ágætt og höfnuðu öll- um breytingum á því. Framsókn arflokkurinn rauf því stjórnar- samstarfið og knúði fram kosn- ingar. Úrslit þeirra urðu þau, að Alþýðuflokkurinn hrökklaðist úr stjórn. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu þá stjórn undir forustu Stein- gríms Steinþórssonar, Sú stjórn breytti svo um efnahagsstefnu, að vöruskömmtunin var afnum- in. Síðan var smátt og smátt stefnt í frjálsræðisátt undir for- ustu Framsóknarmanna og var t. d. miklu meira frjálsræði ríkj- andi í viðskiptamálum í stjórn- artíð vinstri stjórnarinnar en á stjórnarárum þeirra Bjar: ■ (>■? Emils 1947—49. Ný -tegund skömmtunar. Þeir Bjarni og Emil tóku aít- ur saman sæti í ríkisstjórn 1959 Þeim félögum þótti þá ekki ráð- legt að taka upp skömmtunar- kerfi sitt frá 1947—49. En skömmtun vildu þeir sarnt fá Trú þeirra á hana hafði ekki minnkað. Nú var því gripið til nýrrar tegundar skömmtunar Hún var sú, að skerða laun rnanna með svo stóraukinni dýr- tíð, að þeir gætu ekki keypt eins mikið af vörum og áður. Á þenn- an hátt hefur kaupmáttur launa eftir venjulegan vinnudag verið stórskertur, miðað við það, sem var á árinu 1958. Þessi skömmt- un, sent nefnd hefur verið skömmtun fátæktarinnar, er fyrri skömmtunum ekikert betri. Sá munur er hins vegar á þess ari síðari skömmtun en hinni fyrri, að fyrri skömmtunin náði til allra, en síðari skömmtunin nær aðeins til hinna efnaminni. Að því leyti er þessi skömmtun enn rneira í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Mejri höft. Þeim Bjarna og Emil hefur hin-s vegar ekki nægt að taka upp skömmtun fátæktarinnar. Þeir hafa stóraukíð ýmis önnur höft. Þeir hafa t. d. stóraukið vaxta höftin. Með því að taka upp ok- urvexti .iafa möguleikar efna- lítilla manna til að ráðast í framkvæmdii verið stórskertir. Hér er því að ræða um ný höft, sem bitna illilega á mörgum. Þeir hafa einnig stóraukið lánsfjárhöftin Með frystingu sparifjár í Seðlabankanum er dregið úr möguleikum viðskipta- banka og sparisjóða til útlána. Þessi höft þrengja mjög að mönnum og má m. a. sjá áhrif þeirra á því, að í biðsölum bank anna, þar sem menn bíða eftir viðtölum við bankastjóra, hefur ai.drei verið jafn mannmargt og seinustu misserin. Hér er bið- raðakerfið komið eftirminnilega til sögu á n.ýjan leik. Þá má minna á verðlagshöft- in, sem þeir Bjarni og Emil beita nú í ríkum mæli til að koma í veg fyrir, að íslendingar fái bú- ið við frjálsa verðmyndun eins og nágrannaþjóðir þeirra. Bjarni Benediktsson Emil Jónsson Skömmtunanpostular. Það, sem hér hefur verið rak- ið, sýnir það ótvírætt, að örðugt er að hugsa sér tvo meiri skömmtunar-' og haftapostula en þá Bjarna Benediktsson og Emil Jónsson. Meðan þeir fá að ráða, mun þjóðin verða að búa við skipulag hafta og skömmtunar í einhverri mynd. Það sýnir jafnt stjórnartímabil þeirra frá árun- um 1947—49 og áranna 1960—63. Meðan þeir fá að ráða, mun ekki komast á hér svipað við- skiptafrelsi og hliðstæð launa- kjör og í nágrannalöndum O'kk- ar. Reynslan sýnir, að þeir munu beita höftum fátæktar. vaxta okri og öðrum aðgerðum til að hindra það. z

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.