Tíminn - 18.05.1963, Page 13

Tíminn - 18.05.1963, Page 13
GERIÐ BETRI KAUP EF ÞIS GETIfl VREDESTEIN HOLLENZKIHJÚLBARÐINN flugkénnsla —- ^ _ FARÞEGAFLUG I Æskulýðsráð Reykjavíkur og Farfagladeild Reykjavíkur efna tö gðngu- og ljósmyndatökuferðar mk. sunnudag (19. maí). Lagt verður af stað frá Búnaðarfélags- húsinu við Lækjargötu kl. 10 f.h. ojf ékið í mynni Jósepsdals, en þaðan verður gengið á Vífilsfell og um nágrennið. Leiðbeint verð- ur um meðferð myndavéla og myndatökur. Þátttakendum er ráð lagt að vera vel búnir og hafa með sér nesti. en veitt verður kókó á áningarstað. Unglingum sem verið hafa í ljósmyndaiðju á vegum Æskulýðsráðs er sérstak- lega bent á þessa ferð. Nánari upplýsingar verða veittar í síma 15937 á föstudag kl. 2—4 og 8,30 —10 e.h. M'mning Framhald af 8. síðu. 19. aldar og fólkið ekki flutt burtu meg sér nema það, sem kallað var búslóð. Þetta var ævintýraferð í fögru haustveðri í dalinn, sem mörgum ferðamanni hefur leikið hugur á að sjá og skoða, þótt fá- ir hafi tekig svo hraustlega til orða sem Guðm. Einarsson frá Miðdal, er hann leit Víðidal í sumarákrúða: „Að jafnvel dalir Alpafjalla bliknuðu". Þarna intii í reginfjöllum höfðu bændurnir — Víðidalsmenn — svo voru þeir alltaf nefndir, byggt hlöðu við fjárhúsin með timbur- þaki ,og skarsúð. Hlöðuþakið var nær ófúið. Fluttum við það á klökkum bundið í klyfjar yfir Kollumúla td kofabyggingarinnar. í Ársriti Ferðafélagsins 1940 seg- ir Pálmi Hannesson að þessi kofi á Stóra-Hnausnesi í Kollumúla sé einn sá bezti, sem þann hafi séð hér á landi, þiljaðuit í hólf og gólf með ofni til upphitunar og matar- gerðar. Þetta mun hafa verið eitt minnsta húsið, sem Jón J. Brunn- an var yfirsmiður að. Því mörg voru þau myndarleg á mælikvarða þess tíma, svo sem hús það, er nú gistihús á Höfn, hótelið, sem kallað er, byggt sem einnar fjöl- skylduhús. Þá voru steypuhræri- vélar ekki komnar til sögunnar, hvað þá önnur hjálpartæki nú- tímans. Þær eru margar minningarnar, sem ég á frá samfylgd okkar um áratugi og allar á einn veg. Eitt af því, sem hreif mig mjög var bjartsýni hans og innsýni í ókominn tíma. Það var sem hann dreymdi fyrir daglátum, eins og kallað er í Skaftafellssýslu. Vissi fyrir hvernig .lífið léki. við Jiann og samstarfsménnina þann dág- inn. Þegar hann var formaður á Stafafellsbátnum við eyjaferðir og fiskiróðra frá Papós var sjaldan farin ónýtisför. Ef Jón hvatti til sjóferðar tókst hún jafnan vel. Eg hélt að hann ætti draumkonu, sem segði óorðna hluti, en vera má að forspá hans hafi verið vökudraumur — hugboð —. Eg man ekki eftir að hann segði okk- ur drauma sína. Um áratugi 'var Jón útgerðarmaður í félagi við tmann systur sinnar, Bergþóru, sem var mikil ágætiskona. Það var hinn kunni sægarpur, Sigurð- ur Ólafsson frá Bæ í Lóni — bú- jörð Úlfljóts lögsögumanns — sem fór með bát þeirra Björgvin og var um mörg ár aflahæstur á Homafirði og hlekktist aldrei alvarlega á, þótt teflt væri oft á tæpasta vaðið. Þeir mágarnir bjuggu lengi í sama húsi, er öllum þurfandi stóð opið, og við sveitúngar þeirra kölluðum „gistihúsið, sem enga borgun tekur“. Þótt Jón byggi við sjóinn öll hin síðari ár gleymdi hann ekki landinú. Talaði hann oft um frið sæld og fegurð fjallanna og víð- sýnið, er hann sat yfir kvíaám í SuðursveÚ, þar sem Vatnajökull teygir tungur sínar niður í dal- botnana og við augum blasti út- hafig endaxaust og heillandi. Árið 1917 kvæntist Jón heitmey sinni Jónínu Guðbjörgu Jóhanns- dóttur. Hún átti til Húnvetninga að telja í föðurætt, en móðurætt hennar var af hinni kunnu Fjalls- ætt í Ámessýslu. Eftir eins árs sambúð andaðist Jónína, en eftir lifði dóttir, er hlaut nafn móðúr sinnar. Hún ólst upp hjá föður sínum og systrum hans við mikið ástríki. Varð heimili þeirra hin næstu ár í Höfn í Hornafirði og jafnan síðan. Nú er Jónína Brunn- an húsfrú á Höfn gift Ársæli Guð jónssyni, útgerðarmanni, eiga þau 4 efnilega syni. HeimiHð hefur jafnan verið róm að fyrir myndarskap og gestrisni. Jón J. Brunnan byggði með tengda syni sínum nýtt hús — Sólberg — stórt og vandað. Mun það hafa verið með síðustu húsum, sem hann vann við. Hann var félags- lyndur maður og samvinnuþýður, enda fulltrúi Hafnarbúa um ára- bil á fundum Kaupfélags Austur- Skaftfellinga. Vildi hann hag landbúnaðar og sjávarútvegs sem mestan og beztan. Hann var sí- vinnandi meðan heilsan leyfði og tók gestum sínum með mikilli hlýju. Fyrir allmörgum árum varð hann fyrir áfalli við vinnu, svo eftir það gekk hann ekki að störf- um utanhúss, en hélt sjón og heyrn til síðustu stundar. Naut hann þá sem áður ástúðar og um- hyggju dóttur sinnar og annarra vandamanna. Með honum er til moldar hniginn sannur Skaftfell- ingur, fastheldinn á fornar dyggð- ir, en þó framfaramaður hins nýja tíma. Bjartsýnn, stórhuga og sterk ur í raun. S. J. Stafafelli Sú kvikmynd sovézku kvikmyndavikunnar, sem flestar sýningar eru á, nefnist Seryozha, sem Kópavogsbíó tók til sýningar á ölium þrem sýningum { þrjá daga, og er síðasti sýningardagur i dag. Mynd þessi hefur vaklð mikla aðdáun hvarvetna þar sem hún hefur verið sýnd. Söguhetjan er timm ára drengur, Seryozha, sem misst hefur föður sinn og eignast sfðan nýjan föður. Þegar mynd þessi var sýnd í Bandaríkjunum, birti vikuritið Time mjög lofsamlegan dóm um hana, lét þá svo ummælt, að flestar banda- rískar barnamyndir væru pauðaómerkilegar, þegar þær væru bornar saman vlð mynd sem þessa. — Hér birtist mynd af Seryozha og nýja pabbanum. FLUGSÝN SÍMI 18823 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðrá mun í sumar frá 1. júlí til 31. ágúst reka sumar- dvalarheimili fyrir fötluð börn að Reykjadal í Mosfellssveit. , Fyrstu tvær víkurnar verður ekki hægt að taka nema um það bil 20 börn, en að þeim tíma lokn- um alls 40 börn. Upplýsingar í síma 12523. Styrktarfélag lamaSra og fatlaðra. Húsmæður Lækkað verð á ofnahreinsileginum EASY-OFF, vegna tollabreytinga. Verð kr. 40.00 pr. glas. Sendum í póstkröfu um land allt. REGNBOGINN, Bankastræti 6. — Sími 22135. Humarbátur TIL SÖLU 36 tonn, tilbúinn á veiðar. Bátnum fylgja enn frem- ur öll dragnótaveiðarfæri. Snorri Árnason, lögfr. Selfossi. Til sölu Húsignin Mýrarhús í Vogum, Vatnsleysustrandar- hreppi ásamt 1750 ferm. erfðafestulandi, er til sölu. — Nánari upplýsingar gefur Oddviti Vatns- leysustrandarhrepps. Sími Vogar 12 c. T í M I N N, laugardagurhm 18. maí 1963 13

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.