Tíminn - 18.05.1963, Side 14
stað upp þýzkri verlkalýðsfylk-
ingu.
Til að byrja með reyndu þó
bæði Hitler og Ley að fullvissa
verka'mennina um, að réttar
þeirra yrði gætt. í fyrstu yfirlýs-
ingu sinni sagði Ley: „Vcrkamenn!
Félög ykkar eru okkur þjóðernis-
Sósíalistum 'heilög. Sjálfur er ég
sonur fátæks bónda og skil fá-
tæktina . . . Ég þekki rán hins
naínl'ausa kapítalisma. Verka-
menn! Ég sver ykkur, við munum
ekki aðeins láta allt það haldast,
sem1 nú er, heldur munum við
byggja upp verndun og rétt verka
mannanna enn frekar en nú er“.
Innan þriggja vikna kom betur
og betur en nokkru sinni áður í
ljós, hversu innantómf enn eitt
af loforðum nazista var, þegar
Hitler setti lög, sem bundu enda
á sameiginlega kjarasamninga og
gerðu ráð fyrir, að þaðan í frá
skyl'du „trúnaðarmenn verka-
manna", sem hann reyndar 'Skip-
aði sjálfur, „gera út urn kjara-
sa'mningana“, og halda uppi „friði
á vinnumarkaðinum". Þar eð
ákvarðanir þessara trúnaðar-
manna áttu að vera bindandi,
bönnuðu hin nýju lög í rauninni
verkföll. Ley hét að „færa aftur
alger völd hinum eðlilega foringja
verksmiðjunnar — þ. e. vinnuveit-
andanum . . . Aðeins vinnuveitand
inn getur tekið ákvarðanir. Marg-
ir vinnuveitendur hafa svo árum
skiptir orðið að kalla á „húsbónd-
ann í húsinu". Nú skulu þeir einu
sinni enn verða sjálfir „húsbænd-
ur í húsinu““.
Atvinnurekendur voru ánægðir,
í bili. Hin rausnarlegu framlög'
svo margra þeirxa til Þjóðernis-
sósíal'istaflokks þýzkra verka-!
mannia voru farin að bera ávöxt.
Þrátt fyrir það er nauðsynlegt, j
að nokkurs s'töðugleika gæti í þjóð
félaginu til þess að atvinnurekst- j
ur geti blómgazt, og allt vorið ogj
fyrrihluta sumars fór litið fyrir;
lögum og reglu í Þýzkalandi á;
meðan óðir Brúnsta'kkahópar fóru
um göturnar og handfóku og börðu,
og stundum jafnvel myrtu þá,
sem þeir höfðu löngun til að ráð-j
ast á í það og það skiptið á með-|
an lögreglan fyl'gdist með, án þess
svo mikið sem hreyf a litla fin'gur.:
Ógnirnar á göfum úti áttu ekki
rætur sínar að rekja til þess, að
vald ríkisins hafði verið brotið á
bak aftur, eins og verið hafði í
frönsku byltingunni. Þvert á móti
hvatti ríkið sjálft til þeirra og gaf
oft skipanir um skemmdarverk,
og vöid þess í Þýzkalandi höfðu
aldrei áður verið jafn mikil eða
jafn samanþjöppuð. Dómarar voru
hræddir. Þeir óttuðust um líf sitt,
ef þeir fundu seka og dæmdu
'stormsveitarmenn jafnvel fyrir s
morð, sem framin höfðu verið með j
köldu blóði. Hitl'er var nú sjálfur
lögin, eins og Göring sagði, og
meira að segja í maí og júní 1933
lýsti foringinn því enn yfir, að
„þjóðernissósíalistabyltingin hefði
enn þá ekki tekið enda“ og „hún
myndi' verða sigursamlega full-
komnuð aðeins ef takast mætti að
ala upp nýja þýzka þjóð“..Á máli
nazistanna þýddi „ala upp“
„hræða“ — þangað til allir beygðu
sig af auðsveipni undir nazista-
einræðið og villknennsku nazism-
ans. f augum Hitlers voru Gyðing-
ar ekki Þjóðverjar, eins og hann
hafði lýst yfir opinberlega þúsund
sinnum, og enda þótt hann út-
rýmdi þeim ekki þegar í stað (að-
eins tiltölulega fáir — það er að
segja nokkur þúsund — voru rænd
ir, barðir eða drepnir á fyrstu
mánuðunum), þá setti hann lög,
sem útilokuðu þá frá því að starfa
í þágu hins opinbera, kenna við
háskólann eða annast ýmis önnur
ákveðin störf. Og 1. apríl 1933
tilkynnti hann, að öllum viðskipt-
um við verzlanir Gyðinga skyldi
hætt um gervallt landið.
Kaupsýslumennirnir, sem höfðu
verið svo áhugasamir, þegar hin
erfiðu ver'kalýðsfélög voru brotin
á bak aftur, urðu, þess nú varir,
að vinstrisinnaðir nazistar, sem í
rauninni trúðu á sósíalisma flokks
ins, voru farnir að gera tilraun
til þess að ná undir- sig samtökum
atvinnurekenda, eyðileggja hin
stóru vöruhús og þjóðnýta iðnað-
inn. Þúsundir ræksnislegra starfs-
manna nazistaflokksins sneru sér
að verzlunarhúsum þeirra, sem
ekki höfðu stutt Hitler og hótuðu
í sumum tilfellum að taka þau í
sínar hendur, en annars staðar
kröfðust þeir vellaunaðra starfa
í stjórnum fyrirtækjanna. Dr. Gott
fried Feder, hagfræði-„spekingur- j
inn“, krafðist þess nú einnig, að
stefnuskrá flokksins ,yrði fylgt —
þjóðnýting stórfyrirtækja, skipt-
ing ágóðans ög afnám óverðskuld-
aðra tekna o.s.frv. Og eins og þetta
væri ekki nægilegt til þess að j
hræða kaupsýslumennina, gerði
Walther Darré, sem nýlega hafðij
verið gerður að landbúnaðarráð-
herra, bankamennina alveg utanl
við sig með því að heita stórkost-j
legri lækkun á skuldum bænda
og um leið skyldi lækka vexti eft-j
irstandandi skulda niður í 2 af
hundraði.
Hvers vegna ekki? Um mitt sum
ar 1633 var Hitler orðinn herra
Þýzkalánds. Hann gat nú hrundið
í framkvæmd áætlun sinni. Pap-
| en hafði algerlega dagað uppi,
I þrátt fyrir alla hans klæki. Út-
! rei'kningar hans um, að hann og
! Hugenberg og aðrir verjendur
! hinnar gömlu reglu, sem höfðu 8
j ráð'herra á móti 3 ráðherrum naz-
! ista í stjórninni, gætu stjórnað
I Hitler og meira að segja notað
hann til þess að koma fram sínum
eigin íhaldssömu áætlunum, höfðu
orðið að engu fyrir augunum á
honum. Honum hafði sjálfum verið
sparkað úr embætti forsæti'sráð-
herra Prússlands, og í staðinn
hafði Göring verið veitt embættið.
Papen hélt áfram að vera vara-
kanslari í ríkisstjórninni, en eins
og hann viðurkenndi mæðulega
síðar: „Þetta starf átti eftir að
reynast allt annað“.
Hugenberg, kaupsýslu- og fjár-
málapostulinn, var horfinn, og
flokkur hans hafði verið leystur
upp. Göbbels, þriðji mikilvægasti
maður Nazistaflokksins, kom í
stjórnina 13. marz sem áróðurs-
93
og upplýsing'amálaráðherra. Darré
sem litið var á sem „radikala“
eins og Göbbels, var landbúnaðar-
ráð'herra.
Hitler rak íhaldsmanninn dr.
Hans Lutiher úr forsetaembætti
Reichsbank, en það var lykil'emb-
ætti í efnahagskerfi Þýzkalands,
og Luther var sendur sem sendi-
herra til Washington. í hans stað
kom 17. marz 1933 hinn spjátr-
ungslegi dr. Schacht, fyrrverandi
yfirmaður Reichsbank og tryggur
fylgismaður Hitlers,*sem hafði gert
sér ljósan „sannleika og nauðsyn
nazismans". Enginn einstakur
maður í öllu Þýzkalandi átti eftir
að hjólpa Hitler betur en Schacht
við að byggja upp efnahagslegan
styrk Þriðja ríkisins, og aðstoða
hann við endurhervæðingu þess
fyrir síðari heimsstyrjöldina.
Schacht varð síðar efnahagstnála-
ráðherra og stjórnandi hinnar
efnahagslegu hl'iðar hermálanna.
Satt er það, að stuttu áður en síð-
ari heimsstyrjöldin byrjaði, sner-
ist hann gegn átrúnaðargoði sínu,
lét svo af eða var rekinn úr öllum
embættum sínum og gekk jafnvel
svo langt að ganga í lið með þeim,
'sem voru með samsæri á prjónun-
um um að ráða Hitler af dögum.
En þegar hér var komið sögu var
það orðið of seint að reyna að
stöðva nazistaforingjann, sem
hann hafði svo lengi sýnt tryggð
og léð tii afnota frægð sína og
augljósa hæfileika.
„Engin önnur by'lting"
Hitler hafði sigrað Þýzkaland
auðveldlega, en nokkur vandamál
voru þó enn óleyst, þegar sumarið
ná'lgaðist 1933. Það voru a. m. k.
fimm miki'lvæg mál: Að koma í
veg fyrir aðra byltingu; stilla til
friðar milli SA og hersins; losa
landið úr því efnahagslega fúafeni
sem það nú var í og finna sex
SXS3B
mér. Farið þér í bað, ég fæ mér
einn á meöan.“
„Antonio færir yður það, sem
þér viljið“.
Beecher stóð undir krananum
og naut þess að láta glóðvolgt
vatnið steypast yfir þreytta lim-
ina. Hann hafði orðið undir í leikn
um, en honum gramdist það ekki
lengur. Þannig var það alltaf. Sjálf
ur ósigurinn skipti engu máli.
Það var aðeins þessi einkennilega
fyrirfram vitneskja, sem olli hon-
um áhyggjum. Antonio færði hon-
um fötin í fatageymsluna á bak
við baðklefana og Beecher klædd-
ist khakibuxum, sem hann hafði
fest kaup á í Gibraltar, hvítri
skyrtu frá Tangier og alpargatas,
sem hann hafði séð niður í Miri-
mar og kostuðu tuttugu og fimm
sent parið. Hann hafði slitið öllum
þeim fötum, sem hann kom með
til Spánar. Eittihvað af einkenn-
isbúningum frá hernum átti hann
enn, en honum klæddist hann
sjaldan. Hann hafði þegar fengið
nóg af einkennisbúningum og kaus
heldur að klæðast venjulegum föt
um frá Gíbraltar, Tangier eða
Spáni, svo að hann skæri sig ekki
úr fjöldanum.
Hann ók Lynch aftur til Míri-
mar. Það var þegar orðið dimmt.
Á bóðar hendur lágu sykurreyrs
akrar og loftið var mettað sætum,
þungum sýrópsþef. Sierra Nevada
var á hægri hönd. Lægstu fjalls-
hryggirnir voru dökkir að lit, en
'Síðuslu geislar sólarinn?.-' lii”3u
f'jallatindana rauða. Hafið var nú
di'mmrautt og þrí'hyrnd segl fiski-
bátanna svifu eins og hvítir máv-
ar við sjóndeildarhring.
Skyndilega sagði Lynch: „Með-
al annarra orða — hafið þér nokk-
uð sérstakt fyrir stafni í kvöld?“
„Af hverju spyrjið þér?“
„Eg hitti anzi skemmtilegan ná-
14
unga niðri í þorpinu í gærkveldi.
Þjóðverja. Don Willie eða eit'thvað,
í þá áttina hét hann. Mér er lifs-
ins ómögulegt að muna nöfn. Þekk
ið þér hann?“
„Já“.
„Mér virtist þetta vingjarnl.eg-
asti maður. Eg sat' einn út af fyrir
mig inni á kaffihúsinu og þá kom
hann og kynnti sig. Stuttu síðar
bauð hann mér í gleðskap, sem
hann heldur í húsi sínu í kvöld.
Hann lagði ríkt að mér að koma
og taka jafnframt einhvern vin
minn með sér. Hann hefur vænt-
anlega átt við vinkonu, en hvers
vegna komið þér ekki með mér?
Eg er viss um, að hann hefði ekk
ert á móti því“.
„Því miður“, sagði Beecher. „Eg
iþarf að sinna bréfaskriftum í
kvöld“.
„Einmitt. En það getur varla
legið svo mjög á því. Komið þér
nú með! Eg er viss um, að þetta
verður s'kemmtilegt kvöld“.
„Nei, því miður. Það er mér al-
gerlega ókleift".
„Allt í lagi, þá það. En ég hélt,
að allir Ameríkumenn hefðu gam-
an af veizlum. Að. minnsta kosti
var það svo um þá amerísku vini
en ókeypis mat og drykkjárföng
til þess að hann gæti bælt niður
andstyggð sína á honum.
„Hvað aðhefst Don Willie hér
á Spáni?“ spurði Lyndh. Hann
sat í hnipri í sætinu, svo að beina
berir hnjákollarnir námu við mæla
borðið.
„Hvað heitir stórhýsi hans? Pa-
loma eitthvað?"
„La Paloma Negra. Svarta dúf-
an. Hann er verkta'ki", sagði
Beeeher.
„Mér skilst að þetta sé stórkost-
legt hús, sem hann býr í. Hann
,sagði mér, að hann hefði reist það
skömmu eftir stríð. Það mætti
næstum segja að hann væri inn-
fæddur hér — er það ekki?“
„Eg held, að hann hafi búið hér
um fimmtán ára skeið“.
,JMér þykir leitt, að þér skuluð
ekki vilja koma með mér. Hann
sagði mér, að þarna yrði ýmislegt
sem ég átti í London. Það getið til skemmtunar, danssýningar,
þér bölvað yður upp á. Þeir kalla flugeldasýning og auk þess fjöldi
það ekki kvöld, fyrr en komið er | af skemmtilegu fólki. Fyrirtæki
fram undir morgun. Þér skiljið, | hans virðast gefa nokkuð i aðra
hvað ég á við“. j hönd.
Beecher svaraði honum ekki.j „Þegar Don Willie kom hingað,
Þeir óku þegjandi áleiðis til Miri- sultu Spánverjarnir. Það var hægt
mar eftir veginum, sem fylgdi
bugðóttri strandlínunni niður að
þorpinu. Það, sem hann hafði sagt
Lynch var að vissu leyti sannleik-
ur. Hann þurfti að skrifa bréf,
skyldukveðjur til systur og vina
heima í Bandarikjunum En það,
sem reið baggamuninn, var að
að fá lóðir fyrir fáeina peseta
hektarann. Svo að allt gekk eins
og í sögu hjá honum“.
Lynch leit rannsakandi á hann.
„Yður lí'kar víst ekki meira en
svo við hann?“
„Eg skýrði yður aðeins frá
nokkrum staðreyndum í efnahags
honum líkaði ekki alls kostar við I lífi þessa lands. Fyrirtækið blómstr
Don Willie og það þurfti meira I ar. Sjálfur vill hann hafa allt sem
stórkostl'egast".
„Það hlýtur að afla honum vin-
sælda".
Beecher var ljóst, að Lynch var
að reyna að draga út úr honum
upplýsingar um Don Willie. Hon-
um stóð á sama. Það gæti ekki
skaðað neinn. En yfirleitt var hon
um meinilla við að.flíka persónu-
legum skoðunum sínum, svo að
hann lét sér nægja að segja. „Já,
það hafa allir gaman af að koma
í veizlur til Don Willie". Það var
í rauninni satt, en sú ánægja var
af misjöfnum toga. Sumir komu
til þess að njóta ókeypis góðs mat-
ar og drykkjar, flugeldasýninga og
sígaunadans, fagurs útsýnis yfir
hafið frá stórum svölum, er höggn
ar voru inn í fjallshlíðina. En
aðrir komu til þess að hafa gam-
an af gestgjafanum sjálfum. Don
Willie hegðaði sér að mörgu leyti
kjánalega. Framkoma hans og
hrifnæmi báru glögg merki prúss-
nesks anda. Sjálfur var hann þétt-
ur á velli, herðabreiður, hár og
kraftalegur og klæddist svörtum
leðurfrökkum í rigningarveðri og
teymdi iðulega við hlið sér tvo
grimmdarlega lögregluhunda.
Hann hreifst af trumbuslætti og
skrúðgöngum og uppáhaldsíþrótt
hans var að s'kutla fiska. En und-
ir þessari karlmannlegu brynju
sló merarhjarta. Að minnsta kosti
áleit Beecher það. Don Willie
sótti eftir vinsældum af miklum
ákafa og var barnalega viðkvæm-
ur gagnvart öllum móðgunum,
bæði ímynduðum og raunveruleg-
um. Hann var eins og taugaveikl-
uð kerling, þegar „skemmtanir“
hans áttu í hlut. Hann átti það
gjarnan til að læðast niður í þorp
ið morguninn eftir að hann hafði
haldið veizlu til þess að hlera eft-
ir bæ'jarslúðrinu og grennslast eft
ir hvernig fólkið hefði skemmt
sér. Hafði sósan verið of þykk?
Hafði verið nóg af mat og víni?
Var það rétt, að einhver hefði orð
ið veikur eftir veizluna? Var það
sök matsveinsins? Og fl'ameneo-
dansarnir? Hann hafði haft æf-
ingu með sígaununum, eins og um
herflolck væri að ræða, og sarrjt
sem áður höfðu þeir dansað of
lengi.
En þega-r allt gekk að óskum og
fólkið söng Don Willie og átveizl-
um hans lof og prís, ljómaði hann
af einskærri hamingju . eins og
ánægð húsmóðir með geislandi
augun og rós í vanga. Þá hóf hann
að láta uppi þær áhyggjur, sem
hann hafði borið í brjósti: að lög-
reglan tæki upp á því að banna
honurn flugeldasýningarnar, að sí-
gaunarnir yrðu ölvaðir, að sæl'gæt
ið, sem hann hafði pantað frá
Gíbraltar, kæmist ekki í gegnum
tollinn — og á meðan saup hann
á s'taupi af hollenzku gini, ljóm-
andi af stolti yfir klókindum sin-
um, að hafa séð við öllum slíkum'
aðsteðjandi hættum.
Einu sinni hafði Don Willie orð
ið fyrir hræðilegu áfalli í þorpinu.
Sem hann sal ásamt nokkrum vina
sinna við borð eitt á gangstéttinni
fyrir framan Bar Central, hafði
v
T í M I N N, laueardaenrlnn 18. maí 1963