Tíminn - 18.05.1963, Page 15

Tíminn - 18.05.1963, Page 15
/ Myndin er af líkani af flugvélategund þeirri, sem F.í. er nú að hugleiða að kaupa til innanlandsflugsins í stað Dakota-vélanna, sem það hefur notað árum saman vlð góðan orðsti. Tegundin er Fokker F 27 Friendshlp, hol- lenzk vél, sem tekur um 40 farþega. Flughraði er um helmingi meir en Dakota-vélanna eða 490 km. á klst„ og getur flugvélln lent á öllum þeim völlum, sem Dakota-vélar nota. 6,9 míllj. tap Framhald af 16. síðu. NÓTA FRÁ BRETUM í GÆR kr. og varð því halli á rekstri fé- lagsins, sem nemur 2.7 millj. kr. en þá höfðu eignir þess verið af- skrifaðar um 14,9 millj. kr. Hagn- aður á rekstri millilandaflugs nam 4,2 millj. kr. en 6,9 millj.. kr tap varð á innanlandsflugi. Tvær af flugvélum félagsins voru staðsettar á- Grænlandi allt árið. Keypti Plugfélagið' Skymast- er flugvél í lok ársins og var henni gefið nafnið Straumfaxi. Aðra Skymaster flugvél tók félagið á leigu snemma árs og var hún að mestu notuð til flugferða innan- lands. Örn Ó. Johnson ræddi sérstak- lega um hið mikla tap félagsins á innanlandsflugi. Gat hann þess að félagið hefði t. d. á undanförnum 4 árum hagnast um 18,9 milljónir á millilandaflug; en notað þá fjár hæð alla, og 1.6 millj. kr. betur, til að greiða halla innanlandsflugs ins á sama tíma. Ástæðu fyrir tapinu á innanlands flugi taldi Örn einkum þá, að flug vélar þær sem félagið notað'i á innanlandsleiðum væru nú gamlar og orðnar dýrar í viðhaldi og hentuðu ekki lengur, a. m. k. ekki á aðaltsið'um félags'ím. Kvað hann forráðamenn félagsins nú vera að athuga möguleika á end- urnýjun flugvélanna og vonaðist til, að ekki líði langur timi þar til hægt væri að ráðast í slík flug- vélakaup. Þá gat Örn þess að' fé- lagið hefði ætíð stillt fargjöldun- um innanlands mjög í hóf og væru þau lítið hærri, miðað við vega- lengd, en millilandafargjöldin. Hjá Flugfélagi íslands störfuðu alls 304 manns í árslok 1962. Fundurinn samþykkti að' greíða hluthöfum 10% ársarð. í ræðu forstjór'ans kom fram, að félagið hefur nú endurnýjun innanlandsflotans í athugun og hefur sérstaklega augastað á flug vélagerðinni Fokker Friendship. Einnig ræddi Örn um væntanleg flugvélakaup i stað Hrímfaxi, en það mál er enn á athugunárstigi. í stjórn Flugfélags íslands h.f. voru kosnir Guðmundur Vil- hjálmsson, Björn Ólafsson, Jakob Frímannsson, Bergur G. Gíslason og Richard Thors. — í varastj. voru kosnir Sigtryggur Klemenz- son og Jón Ámason. Endurskoð- endur þeir Magnús Andrésson og Einar Th Magnússon. Aukinn útflutningur Framhafd af 16. síffu. Englan-d 360 912 Frakkland 552 391 Ték-kóslóvakía 36 48 A-Þýzkaland 0 1 Ástralía 14 0 Holland 9 0 5.318 4.487 MB-Reykjavík, 17. maí. 1 Home l'ávarður, utanríkisráð- herra Bretlands, kvaddi atnbassa- dor íslands, Hendrik Sv. Björns- „Vangefna barnið“ Styrktarfélag vangefinna hefur gefið út lítið rit, er nefnist Van- gefna barnið. Kristinn Björnsson, sálfræffingur, þýddi ritið og stað- færði, að mestu úr The Child who is Mentally Retarded. Til þess að gefa lesendum örlítla hugmynd um efni j-itsins verða hér prentuð heiti kaflanna: Hvað er andlegur vanþroski? Hver eru einkennin? Hvaff veldur andlegum vanþroska? Er andlegur vanþroski arfgengur? Er nokkur lækning tU? Hversu mörg börn eru vangefin? Hvernig á að byrja? Á barniff að dvelja heima? Það, sem haegt er að gera heima; Venjið barnið og þjálfiff; Fastar ve"njur gera allt" attðveld- ara; Hvar er aðstoð að fá; Hvað getum við gert meira? Ritið er prýtt myndum. son, á sinn fund síðdegis í dag og afhenti honum orffsendingu frá brezku stjórninni, Sa,mkvæmt þeim upplýsingum, sem blaðinu tókst að afla sér í kvöld, mun meg inefni orðsendingarinnar hafa ver ið það, að Bretar harmi Milwood- deil'una og voni að hún verði ekki til að spilla sambúð þjóðanna. Þeir telji það bezta lausn á mál- inu fyrir alla aðila, að Smith skip- stjóri fari til ís'lands og mæti þar fyrir dómstólum, en telji sig ekki geta beitt hann valdi til þess að fara hingað. Wood útgerðarmaður mun hafa setið á látlausum fund- um í dag með l'ögfræðingum sín- um og Smith, en blaðinu tókst ekki að ná í hann í síma í kvöld. KJÓS4RSÝSLA VorhátíS Framsóknarfélaganna í Kjósarsýslu verffur haldin aff Hlé- garffi föstudaginn 24. maí n.k. — Dagskrá nánar auglýst síðar. Stjómin. Aðalfundur Byggineafélags verkamanna Aðalfundur Byggingafélags verkamanna i Reykjavik var hald- inn 14. þ. m. Á fundinum gaf for- maður félagsins, Tómas Vigfús- son byggingameistari, yfirlit um framkvæmdir á vegum félagsins, lagðir voru fram endurskoðaðir reikningar og gerðar voru nokkr- ar breytingar á lögum félagsins til samræmis við breytingar þær á lögum um verkamannabústaði, sem alþingi samþykkti á síðasta ári. Um síðustu áramót ■ var lokið við byggingu 32 íbúða við Stiga- hlíð, og hafa þá verið byggðar samtals 390 íbúðir á vegum fé- lagsins. Af þessum 32 íbúðum, sem flutt var inn í fyrir áramótin, eru 28 þriggja herbergja, 82 ferm. hver og 4 tveggja herbergja, 59 ferm. hver. Mun byggingarkostn- Leiðréttingar Tvær villur slæddust inn á þessa síðu í blaðinu í gær, vegna þess að línur féllu úr í umbroti og aðrar voru sedar í staðinn. Önnur villan var í frétt um aðal- fund Starfsmannafélags ríkisstofn ana. f stjórn þess félags voru kosn ir, auk Sverris Júlíussonar, for- manns, Ásta Karlsdóttir, Skattstof unni, Baldvin Sigurðsson, Lyfja- verzlun ríkisins, Einar Ólafsson, ÁTVR o. s. frv. —- Hin villan var í niðurlagi yfirlýsingarinnar vegna Grímsár. Rétt var niðurlagið svona: Er mál þetta hér með út- rætt af okkar hendi. Eru hlutaðeigendur beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. aður stærri íbúðanna, að meðtöld lim opinberum gjöl'dum og hita- veitu, nema um 440 þúsund krón- um, en hinna minni 317 þúsund krónum. Nýlega er hafin bygging 32 íbúða við Bólstaðarhlíð, þar af verða 16 fjögurra herbergja, 96 ferm. hver, 8 þriggja herbergja, 67 ferm. hver og 8 tveggja herbergja 59 ferm. hver. Áætlað verð þessara íbúða er 550 þúsund, 386 þúsund og 340 þúsund krónur. Þar af nema lán Byggingarsjóðs verka- manna um 66% af byggingarkostn aði hverrar íbúðar og er lánið til 42 ára. Þegar byggingarfélagið hóf starfsemi sína fyrir 24 árum, námu lán byggingarsjóðsins um 85% af byggingarkostnaði, en fyrir nokkr um árum tók sjóðurinn upp það fyrirkomulag, að veita aðeins föst hámarkslán á hverja íbúð og hafa þau lán engan veginn fylgt hækk- uðum byggingarkostnaði. En með breytingu þeirri, sem gerð var á lögunum um verkamannabústaði í fyrra, er steTnt að því að auka lán byggingarsjóðs, þannig, að fram- lag íbúðakaupenda verði aftur hl'utfallslega lægra miðað við heildarkostnað íbúðanna Stjórn Byggingarfélags verka- manna skipa nú: Tómas Vigfús- son; formaður, tilnefndur af fé- lagsmálaráðherra; Ingólfur Krist- jánsson, Magnús Þorsteinsson, Jó- hann Eiríksson og Alfreð Guð- mundsson, kjörnir af félagsmönn- um — Endurskoðendur eru þeir Bernhard B. Arnar og Jón Guð- mundsson. T I M I N N, IaugardagUrinn 18. maí 1963 Ræktun Framhald af 16. síðu. segir þar, að svo líti útj, miðað við almennar ásetningsreglur, að fmm talinn heyfengur sé 100—150 þús. hestburðum minni en reiknuð fóð urþörf eftir gömlu lagi, og séu framtö'l heyöflunar nærri réttu lagi, þurfi að auka ræktun um 2500-3000 ha til þess að þurfa ekki aff skerða bústofn, þó að áfalla- sumur gefi minni heyafla eða lak ari en meðalár gefur. Meðalbústofnsaukningu naut- gripa síðastliðin ár á þeim 5078 jörðum, sem hafa meira bú en 5 kúgildi er árlega 1157, þar af mjólkandi kýr 744. Meðal-fjölgun sauðfjár á sömu jarðatölu er á ári 11480. Að gömlu lagi þyrfti þessi bústofnsaukning vetrarfóður um 80 þúSund hestburði, en það svar- ar t'il, segir landnámsstjóri, væri hið ræktaða land jafnframt notað til vor og haustbeitar, að rækta þyrfti 2000—3000 hektara á ári, til -að geta haldið í horfi þeirri þróun, sem verið hefur síðustu 7 ár. Kosningar í Kenya Framhald af 3. síffu. kjósenda Afríkumenn. Kosið verð ur á 700 kjörstöðum, og eru sumir þeirra hreyfanlegir. Kjörnir verða samtals 167 fulltrúar til sex hér- aðsþinga, en samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá landsins skal landinu skipt í sjö héruð, sem hvert u-m sig hefur talsverða sjálfs stjórn. f einu héraðinu, því nyrzta, fara engar kosningar fram, þar eð íbúarnir þar hafa neitað þátttöku í kosningunum af þeim sökum, að Bretar hafa ekki fallizt á kröfur þeirra. í höfuðborg landsins, Nai- robi, fara heldur ekki fram neinar kosningar að sinni, en ráðgert er að borgin fái sérstöðu og hafi éig- in borgarstjóra og borgarstjórn, en sé ekki,háð neinni héraðsstjórn. Eftir fyrstu kosningarnar verður hlé í tvo daga, en síðan verða kjörnir 41 fulltrúi til öldungadeild ar þin-gsins, og síðar verða kjörn- ir 112 meðliimir fulltrúadeildar. Sá flokkur, -sem ber sigur úr být um í þessum kosningum, mun leiða þjóðina til fulls sjálfstæðis siðar á þessu ári. Úrslit kosning- anna verða ekki kunn fyrr en 28. maí. Nýtt íslenzkt kvikmyndafél. GB-Reykjavík, 15. maí. Kvikmyndafélagiff Geyslr var nýlega stofnað í Reykjavík, og gerðl fyrstu kvikmyndina af komu brezka togarans Milwood hingaff, eftlr aff hann hafffl veriff tekinn fyrlr landhelglshrot, sem frægt er orffiff'. Stofnendur félagsins eru Gestur og Ragnar Þorgrímssynir, Þorgeir Þorgeirsso-n kvikmyndastjóri og Jón Ásgeirsson tónskáld. Þrír þeirra unnu aS töku myndarinnar um hitaveitu Reykjavíkur, en það verk unnu þeir áður en þeir réð- ust í stofnun félagsins. Ekki hefur enn verið ákveðið um næstu verk efni félagsins, en fyrst í stað mun ætlunin vera að fram leiða fræðslu- og fréttamyndir. SLYSNÍ Reykjavík, 17. maí. — Það er nú sannað, að litli drengurinn, sem talið vár, að strákar hefðu ráðizt að og brennt í gær, brenndist af slysni, og fj»rir óvitaskap sinn eða systur sinnar. Um fyrra brunatil- fellið verður ekki fullyrt, en hið síðara bendir þó tU, að ástæðu- Íaust sé að halda uppi frekari eftir grennslan um þetta mál. Bomban Framhald af 1. sfffu. rosafyrirsögnum. Vottar ekkert betur algjört málefnaþrot kommúnista og málgagns þirra, en þegar þeir grípa til þess ör- þrifaráðs að nota svona gögn, sem hinn mikli „spíon“, segir að hafi verið stolið frá sér. — Hann hefur raunar kært stuld- inn á þessari,, kosningabombu“ kommúnista til rannsóknarlög- reglunnar, svo að væntanlega sleppur þjófurinn ekki. Það mun hafa verið einhver skarpeygur velunnari Visis sem þekkti rithöndina á hinum ægi- legu njósna- og mannlífsplögg- um Þjóðviljans, og þegar svo var komið, var stutt í kæruna. Það er því ekki viff því að búast að mannlífsspjaldskrá Ásgeirs Magnússonar sjáist meir á prenti í Þjóðviljanum. Ásgeir kærði þjófnað þennan til Sakadómaraembættisins i gær, 16. maí, en hins vegar birt- ist í dag yfirlýsing frá honum, dagsett 9. maí, um sama efni og þar tilkynnir hann, að hann muni kæra þjófnaff þennan til rannsóknarlögreglunnar. Ásgeir kom fyrir rétt í gær. Hann held ur fast viff þann framburð sinn, að hann hafi emungis skrifað þessar skýrslur að gamni sínu, enda mun maðurinn allá-huga- samur um hagi annarra. Hann getur ekki gert sér grein fyrir því, hvenær þjófnaðurinn hafi verið framinn, telur nokkur ár geta komið til greina. Hann hef ur búið á Fálkagötu 27 og verlð fjarverandi úr bænum um sinn á þessu tímabili, en einnig á þeim tíma mun mörgum hafa verið auðveldur aðgangur að þeim hirzlum, er skýrslur þess- ar voru geymdar í. í dag var Sigurður Guðmunds son, ábyrgðarmaður Þjóðviljans kallaður fyrir. Hann hélt fast við það, að ritstjórn Þjóðviljans vissi ekki betur en þessi plögg væru komin frá bandaríska sendiráðinu. Hann neitaði að segja til um, hver hefði af-hent þau Þjóðviljanum. Ellilaun Framhald af 1. síffu. eða helmingi minnl en dval- argjaldsins. „Viðrsisnin" hefur því tek- ið helmingi meira úr vasa gamla mannsins heldur en hún hefur gefiff honum til baka í tryggingafé. Þetta er það, sem stjómarlið'ið kallar að stór- hækka tryggingar og tvöfalda ellilaunin. Um aðrar hækkanir trygging anna gildir sama m-áli. „Við- reisnin" hef'ur alls staðar tekið að minnsta kosti helmingi meira en hún veitti aftur. í stað hverra 10 króna, sem hún hækkað'i í tryggingum, tók hún 20 eða 30 krónur aftur. Raunveruleg hækkun trygg- inganna ei þvi miður skrök- saga ein í reynd og af því að hér er um mikilvægt þjóðfélags mál að ræða, er það einhver hin ósvifnasta blekking, sem beitt hefur verið, að réttlæta kjaraskcrðinguna með hækk- un tryggingabóta, sem eru að- eins brot af því, sem af mönn- um er tekið. Eins og dæmið sýnir væru gömlu hjónin mi-klu betur sett með gömlu tryggingafjárhæð- ina ug satóa dvalargjaidið á Elliheimilinu heldur en blekk- ingavef þann, sem að þeim er 15

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.