Tíminn - 22.05.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.05.1963, Blaðsíða 1
HtUomatíÞ . c a GUIARJÍSGEIRSSONHF Sllil MIAMISRRAII II. S 1 M 1 :« 2 II O ÓLAFUR THORS LÝSIR YFIR í VIÐTALI VIÐ MBL. Óttinn við Framsóknarflokkinn mótar kosningabaráttu S jálfstæðis flokksins í sívaxandi mæli Morgunblaðið birti í gær viðtal við Ölaf Thors forsætisráðherra, sem bersýnilega á að vera boð- skapur til Sjálfstæðismanna um, hvernig þeir eigi að haga kosningabaráttunni. Sá boðskapur er í stuttu máli þessi: Látið kommúnista í friði, en eínbeitið öllum áróðri og baráttu ykkar gegn Framsóknar- ftokknum! ViCtalið við Ólaf nær yfir tvær síSnr í Mbl. Það snýst allt um 'Kramsóknarflokkinn og málflutn- ing hans að undanskildum 19 lín- um, sem fjalla um kommúnista. Aöt það, sem Ólafur hefur að segja um kommúnista er þetta: JBg veit efcki, hvort ég sé ástæðu til þess að ræða mikið um fcommúnista. Þeir halda sig alltaf við sama heygarðshomið og kortv. því engum á óvart. Og á meðan helzti boðskapur þeirra er sá, að vinir þeirra í Rússlandi muni drepa svo sem helming okkar í einu, ef íslenzka þjóðin fylgir þeirri sannfæringu sinni, að ís- landi sé nauðsynlegt að vera í varnarbandalagi með vestrænum frelsisunnandi þjóðum, þá held ég tæplega að miklu púðri sé á þá eyðandi. Og fádæma er nú vesöld þeirra orðin aumkunarverð, ef eftirlegukindur Þjóðvarnar eiga að vera fjöðrin í hattinum.“ Þetta er allt, sem Ólafur hefur að segja um kommúnista. Hann segist ekki sjá „ástæðu til að ræða mikið um þá“ enda tæplega þörf að eyða á þá miklu púðri!! í samræmi við það eyðir hann svo öllum púðurskotum sínum á Framsóknarflokkinn. Það hefði einhvern tima þótt ó líklegur spádómur, að Sjálfstæðis- flokkurinn, sem telur andstöðu gegn kommúnismanum sér einna helzt til gildis, skuli láta aðallejð toga sinn ganga þannig fram fyrir skjöldu í miðri kosningabaráttu og hvetja liðsmenn sína til að ræða ekki mikið um kommúnisia Eins og mönnum er og verSur í fersku mlnni boSaSi SiálfstæSisflokkurlnn til fundar í VerSi, Sjálfstæðisfélaginu hér í Reykjavfk, þar sem Jóhann Hafstein hélt framsöguerindið: „Kosningaáróður Framsóknar og tilgangur". — Svo mikill var óttlnn orðinn í herbúðum íhaldsins, að flokksbundnlr Sjálfstæðismenn voru taldir í hættu vegna kosningaáróðurs Framsóknarflokksins. Var því gripið til þess að halda fund til að bólusetja Varðarfélaga gegn „framsóknarbakteríunn". og eyða ekki á þá miklu púðri! Þetta hefur nú geist og er rauti- ar ekki annað en framhald af því, að Bjarni Benediktsson var áöur búinn að lýsa yfir í Mbl., að það væri skárra að kjósa kommúnista en Framsóknarmenn! Þá kom þetta efcki síður í ljós á panik- fundinum fræga, þar sem Jóhann Hafstein ræddi kosningaáróð-'.r Framsóknarmanna og varaðj ekki aðeins sína menn, heldur öllu fremur vinstri menn við honum! Þessi boðskapur þeirra Ólafs, Jóhanns og Bjarna um að láta kommúnista í friði og hvetja kjós endur til að greiða þeim heldur atkvæði en Framsóknarmönnum, á sér hins vegar fulla skýringu. Barátta Sjalfstæðisflokksins gegn kommúnistum hefur fyrst og fiemst verið sýndarmennska. Miili foringja Sjálfstæðiisflokksins og Framhald á 15. síðu. TÍMINN KNÝR FRAM SKÝ- LAUS SVÖR FRÁ BRETUM en utanríkisráðuneytið og brezki sendiherrann láta ekki hjá líða að rangfæra orð Tímans, og minnast ekki á sjálft fréttaskeyti NTB og Reuters TK-Reykjavík, 21. maí. Vegna fréttaskeyta NTB og Reuters, sem Tíminn birti á sunnudag, hefur brezka ríkis- stjómln séð sig knúna til að lýsa því ótvírætt yflr, að 12 mOna fiskveiðilögsagan við ís- land sé viðurkennd af hálfu Bretlands og að ekki verði farið fram á framlengingu á undan- þágunum. í forsíðugrein Tímans í dag var þess farið á leit, „að íslenzka ríkisstjómin upplýsi og segi skýrum orðum, hvað hún á við með þessum ummælum um fyrirvara varðandi „efnishlið og lagarök málsins", eins og sagði í orðsendingu brezku ríkisstjórn arinnar frá 17. þ.m. Tilefni þessa var það, að fréttastofur Reuters og NTB höfðu það eft- ir „diplomatiskum heimildum", að í orðsendingu brezku ríkis- stjórnarinnar til hinnar ís- lenzku fælist það óbeint, að Bretar viðurkenndu ekki 12 mílna fiskveiðilögsögu enn. — Helzt mátti ráða, að hinar „diplómatísku heimildir“ væru einhverjir af starfsmönnum brezka utanríkisráðuneytisins, því að Reuter og NTB eru tald ar áreiðanlegar fréttastofur. Þess vegna taldi Tíminn nauð- synlegt að fá þetta mál upplýst ótvírætt, og því fór hann fram á það, að íslenzka utanríkisráðu neytið krefði hið brezka svars. Það er rangt í orðsendingu utanríkisráðuneytisins og brezka sendiherrans, að Tíminn hafi fullyrt nokkuð um þetta, enda hefði verið óþarfi fyrir Tímann að krefjast svara brezka utanríkisráðuneytisins, ef hann teldi heimildir að þessu alger- lega óyggjandi. Það sem Tíminn sagði, var að fréttaskeyti NTB og Reuters „virðast gefa til kynna, að þessi ummæli séu túlkuð svo af tals mönnum brezka utanríkisráðu- neytisins við fréttastofur, að brezka stjómin telji sig ekki hafa vðiurkennt 12 mflna fisk- veiðilandhelgi við ísland enn. Þess vegna er nauðsynlegt, að íslenzka ríkisstjórnin krefjist þess eindregið, að brezka stjórn in upplýsi og segi skýrum orð- um, hvað hún á við með þessum ummælum um fyrirvara varð- andi „efnishlið og lagarök máls- ins.“ Þessi krafa Tímans hefur bor ið mjög jákvæðan árangur, því að í orðsendingu sinni segir Bpothby sendiherra, að brezka ríkisstjórnin viðurkenni án und- Framh. á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.