Tíminn - 22.05.1963, Blaðsíða 3
STORBRUNI AÐ
LAUGAVEG111
BÓ-Reykj avík, 21. maí.
Klukkan 13,40 í dag kom upp
eldur suðvestanmegin á þriðju
í hæ5-á»Laugavegi 11. Páum mín-
Msíðar lagði mikinn reyk
úsinu. Slökkviliði og lög-
hpjlú b'arust margar tilkynn-
Ifngar um þetta nær samstundis,
'og skömmu síðar var dælubíl og
tveim stigabílum lagt að for-
htið húsins. Um sama leyti var
stigabDl kominn að bakhliðinni,
en þeir, sem fyrstir komu á vett-
vang sáu, að menn létu sig síga
út um gluggana hjá Otto Mieh-
elsen. Eldurinn var þá magn-
aður á þriðju hæðinni sunnan-
vert, og þykka reykbólstra lagði
út um gluggana á ljósmynda-
stofu Jóns Kaldals á þriðju hæð
í vesturálmunni. Þar sást eng-
in hreyfing, en fjöldi manns
vann að því að bjarga skrif-
stofuvélum frá Michelsen út um
gluggana á hæðinni fyrir neð-
an. Löreglan girti umhverfið
með köðlum, en gífurlegur mann
fjöldi hnappaðist allt í kringum
húsið og uppi á þökum sunnan
við Laugaveginn. Tvær bruna-
slöngur voru í notkun á forhlið-
inni, og skömmu síðar var dælu-
bíl lagt á Hverfisgötu og slang-
an dregin upp Smiðjustíg og
vatninu beint inn um miðglugg-
ana á þriðju hæð, blakhlið. Þá
voru fjórar slöngur lleknar í
notkun að sunnan. Þeir, sem
horfðu á brunann, furðuðu sig
á herkju slökkviliðsmanna, sem
stóðu við gluggana grímulausir
í efstu stigaþrepunum í þykkri
reykjarsvælunni, en mökkinn
lagði yfir nágrennið svo mönn-
um súrnaði í augum.
Laugavegur 11 er gamalt timb
urhús, járnklætt, nema vestur-
álman. Þar er timbur í öllum
gólfum. MÖrg fyrirtæki hafa að-
setur í húsinu, sem er eign Silla
og Valda. Sjálfir horfðu þeir á
brunann, og á Smiðjustígnum
sáu menn Jóhannes Geir málara
með málverk í annarri hendi og
ramma í hinni. Vinnustofa Jó-
hannesar var á þriðju hæð í
austurálmunni. Þar átti Jóhann
es verk sín, bækur og áhöld, en
sagt var, að honum hefði ekki
tekizt að bjarga öðru en því,
sem hann hélt á. Margir spurðu
um Kaldal, en í ljósmyndastof-
unni var allt plötusafn hans og
margir aðrir óborganlegir hlut-
ir, myndir af listaverkum, ara-
grúi af mannamyndum — flest-
öll verk hans.
Um klukkan þrjú hafði
slökkviliðið rofið þakið á báðum
álmum og komið í veg fyrir, að
eldurinn kæmist inn í Ijós-
myndastofuna með því að
beina slöngum undir þakjárnið,
og sömuleðis var komið í veg
fyrir að eldurinn kæmist inn í
vinnustofu Jóhannesar Geirs. Á
báðum stöðum höfðu þegar orð-
ið miklar reykskemmdir, en við
þetta löðruðu öll gólf í vatni.
Efsta hæðin gegnt Laugavegin-
u.m var þá kolbrunnin, en suð-
vestanmegin, yfir klæðaverzlun-
inni Vouge ,hafði eldurinn kom-
izt niður á miðhæðina og valdið
stórskemmdum á gangi. Vatnið
fossaði í stríðum straumum nið-
ur stigann og út um dyrnar, og
inni i Vouge hripaði það niður
úr loftinu.
Þá hafði búslóð leigjendanna
í austurálmu, fyrstu -og annarri
hæð, verið bjargað út á Smiðju-
stíg, og nokkru af málverkum
Jóhannesar og búslóð annarra
leigjenda á þriðju hæð. Slökkvi-
liðið hafði þá náð tökum á eld-
inum, og klukkan hálf fjögur
virtist hann kulnaður. Um stund
arfjórðungi síðar kom eldtunga
út með þakskegginu að sunnan,
en var þegar kæfð með vatni
innanfrá. Leigjendur gengu nú
um húsið og svipuðust um.
Kona, sem bjó á þriðju hæð í
austurálmunni ,horfði með tár-
in í augunum á sótugar vistar-
verur flóandi í vatni og hluti,
sem náðust ekki út. Undir fótum
manna á gólfinu lágu nokkur
málverk eftir Jóhannes Geir, og
þar missti hann bækur sínar.
Vatnið hélt áfram að drjúpa og
síga niður úr loftunum og innan
skamms mundi það ná um allt
húsið.
Á þriðju hæð að sunnan, inn-
an um brunna rafta og gjall-
hrúgur, stóð aldraður maður
með blauta sæng í fanginu; þar
inn af hittum við slökkviliðs-
mann að skófla vatni af gólfinu
í Ijósmyndastofu Kaldals. Á
veggjunum héngu myndir, blakk
ar af reyk og verptar af hita —
Kjarval, Halldór Kiljan Laxness,
öskjurnar í filmu- og plötu
safninu voru huldar gráu sót-
lagi, en hvort plöturnar eru heil
ar vissi enginn með vissu. Lík-
ur benda þó til, að hið óborgan-
lega plötusafn sé nokkurn veg-
inn heilt.
í suðvesturherberginu á þriðju
hæð var Magnús Eggertsson,
varðstjóri hjá rannsóknarlög-
reglunni að kanna ummerkin.
Leigutaki þar er Eirikur Bjarna-
son, heildsali, en í þessu her-
bergi kom eldurinn upp. Með
hverjum hætti það varð, er eng-
an veginn ljóst, en heildsalinn
taldi, að herbergið hefði verið
mannlaust, þegar eldurinn kom
upp. Þar voru geymdir nælon-
sokkar og undirfatnaður, en
ekki eldfim efni, að talið er.
Slökkviliðið tjáði blaðinu, að
þetta væri að minnsta kosti í
þriðja sinn sem eldur kemur upp
á Laugavegi 11, þó ekki hafi fyrr
verið svo mikið að gert. Þetta
hús má nú teljast ónýtt.
Myndin að ofan til vinstri er tekin um kl. 14 eða 20 mínútum eftir að eldurinn brauz*
út. Til hægri er piltur með hluti, sem bjargað var úr húsinu. (Ljósm: Tíminn, GE) —
Þrfiðja myndin er tekin við gluggana hjá Otto Michelsen í sama vetfangi og starfs
fólkið þar varð þess áskynja, að eldurinn var að læsa sig um húsið sunnanvert laus*
fyrir kl. 14. (Ljósm: Tíminn, SB).
T f'M I N N, miðvikudagurinn 22. maí 1963.
3