Tíminn - 22.05.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.05.1963, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indrið'i G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karisson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur Bankastræti 7: Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingar, sími 19523. •— Aðrar skrif- stofur, sími 18300. — Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Skýr yfirlýsing knúin fram Það hefur að vonum vakið mikla athygli, að í svar- orðsendingu brezku stjórnarinnar til íslenzku stjórnar- innar varðandi Milwood-málið, segist hún áskilja sér „iyrirvara um efnishlið og lagarök málsins11, þótt hún hafi hvatt Smith skipstjóra til að lúta íslenzkri lögsögu. Nán- a*ra skilgreinir svo stjórnin ekki, hvað hún á við. Það eru bersýnilega þessi ummæli orðsendingarmnar, sem hafa orðið þess valdandi áð bæði norska fréttastoi'- an og Reuter hafa sent frá sér fréttaskeyti, þar sem það e’- haft eftir diplómatiskum heimildum, að í orðsendingu ýu ríkisstjórnarinnar komi fram, að hún viðurkenni ekKi 12 mílna fiskveiðilandhelgi íslands. Það var í tilefni af þessu, sem Tíminn bar fram þá kröfu í gær, að „íslenzka ríkisstjórnin krefðist þess eindregið, að brezka stjórnin upplýsi og segi skýrum orðum hvað hún á við með þessum ummæi- um um fyrirvara varðandi „efnishlið og lagarök málsins"". Sem betur fer hefur utanríkisráðherra talið sér skvlt að verða strax við þessari kröfu Tímans og leitað skýrra svara hjá brezku stjórninni. Og brezka stjórnin bregzt nú fyrr og betur við, þegar Tíminn á í hlut en íslenzka ríkis stjórnin. Hún veit, að einbeitni Tímans er meira í sanv ræmi við íslenzka þjóðarviljann en undirlægjustefna rík isstjómarinnar. Orðsendingu íslenzku ríkisstjórnarinna'' um Milwood-málið svarar hún neikvætt, en kröfum Tím ans svarar hún jákvætt. í svari sínu viðurkennir hún ekk. aðeins 12 mílna fiskveiðilögsögu ísfands ótvírætt í fyrsia sinn, heldur lýsir jafnframt yfir því, að hún muni ekki Dera fram óskir um framlengingu á undanþágunum, <- r þær falli úr gildi. Þetta er gott, svo langt sem það nær og sönnun þess að einbeitni í utanríkismálum er betri til árangurs er, undirlægjuháttur. En fjarri fer því. að hér sé fengin við unandi lausn. Eftir er, að brezka stjórnin biðjist fyrirgefn Ingar á framkomu Hunts skipherra og lofi því, að þaö skuli aldrei endurtaka sig við íslandsstrendur, að brezkt herskip hjálpi landhelgisbrjót til að flýja. Og áleitni Breta er vissulega ekki úr sögunni, þótt þeir treystisi ekki lengur til að halda undanþágunum til streitu. Næst mun verða reynt að komast inn . landhelgina eftir bak dvraleiðum, t. d. með réttindum brezkra útgerðarmanna til fisklandana og fiskverkana her Því er það jafn nauðsynlegt og áður, að þjóðin hafm undanhaldsstefnu stjórnarflokkanna í kosningunum 9 júní. Lítilþægir enn Ekki ber á öðru en að stjórnarblöðin séu ánægð meö svar brezku stjórnarinnar, þótt hún hafnaði alveg kröfum isienzku stjórnarinnar og lýsti velþóknun sinni á him; „augljósa og grófa broti“ Hunt skiplierra gegn íslenzka ríkinu. Þegar stjórnarblöðin eru svona lítilþæg og un<í irgefin fyrir kosningar hvað verður þá eftir þær? T í M I N N, miðvikudagurinn 22. maí 1963. | GísSi SVSagnússorí, EyhildarhoStí: „Vakri Skjóni hann skal heita“ i. Þeir eru orðsnjallir ritstjórar Morgunblaðsins. — Einn þeirra fann upp skemmtilegt nýyTði í vetur: „auðstjóm“. Hann segir í blaðinu 10. febrúar, að Sjálf- stæðismenn leggi „kapp á auð- stjórn almennin@s“. — (Auðk. hér). Hann veit ihvað hann syng- ur, fuglinn sá, — enda ekki um að villast. Þeir, sem ráðið hafa lögum og lofum á landi hér frá því í árs- lok 1958, hafa stefnt að því vit- andi vits að þyngja byrðar þeirra, sem minnstan hafa burð- armáttinn, en létta á hinum, sem breiðust hafa bökin. Þetta er hin eina og sanna auðstjórn: láta fjármagnið drottna, — fólkið þjóna. Þess vegna voru skattar lækkaðir á hátekju- og stóreigna- manninum, svo að nam tugum þúsunda, og færðir yfir á bak bóndans, verkamannsins, launa- mannsins, í formi söluskatta. Þess vegna var reynt svo sem kjarkur entist til, að þrengja kosti sarrivinnufélaganna, sem verið hafa almenningi mestur og beztur skjöldur og skjól. — Þess vegna voru útlán takmörkuð, af- urðalán til landbúnaðar lækkuð, okurvextir lögfestir, gengið fellt — tvífellt a-uk heldur, þjónustu- gjöld alls konar hækkuð upp úr öllu valdi (póstur, sími o.m.fl.), öllu stefnt að einu marki: auð- stjórn. Aldrei haía jafn víðtæk verk- föll yfir dunið og á valdatíma Auðstjórnarbandalagsins. Sum þeirra braut ríkisstjórnin á bak aftur með, bráðabirgðalögum, öðrum svaraði Hún með gengis- lækkun í hefndarskyni, enn öðr- um með gerðardómi, sú hin sama ríkisstjórn, sem í öndverðu sór fyrir, að hún mundi nokkru sinni hafa afskipti af vinnudeilum. Og Inú eru allir samningar lausir — í lok kjörtímabilsins. Fram und- an er stórkostleg launahækkun starfsmanna hins opinbera, svo jjj að nema mun tugum og jafnvel B hundruðum milljóna samtals I Verkföll vofa yfir og geta hafizt I hvenær sem er. En ríkisstjórnin stendur eins og þvara og starii stjörfum augum út í óvissuna og sortann — í mesta uppgripaári. sem yfir þetta land hefur gengið. Þess vegna er Alþingi rofið og kosningar færðar fram — og sú barnalega ástæða færð til, að sjó- menn mundu verða komnir á síldveiðar á venjulegum kjör- degi. Eins og sjómenn séu ekki alltaf á sjó þegar gefur, afli fæst og friður er í landi. Hvílik ríkisstjórn! Auðstjórnarbandalagið hefur unnið sér til óhelgi í innanlands- málum Þetta vita allir og viður- kenna flestir með sjálfum sér. Þó má vonandi bæta fyrir það afhroð, sem þjóðin hefur goldið vegna glapa misviturra manna í valdasessi. Þetta hlýtur að taka sinn tíma, að vísu. En það er á Ivaldi þjóðarinnar sjálfrar. Hún á þar við sjálfa sig um að eiga og ekki aðra. II. Með efnahagsbröltj sínu hefur Auðstjórnarbandalagið níðzt á al menningi. í utanríkismálum hef- Gísli Magnússon ur þannig verið á haldið, að vel má ætla, að þjóðinni allri verði til ævarandi tjóns. Fullur sigur var> unniRn í 12 mílna deilunni, sagði dómsmála- ráðherrann í útvarpsræðu 1961. Hann sagði satt En svo lyppaðist ríkisstjórnin niður, svínbeygð af Bretanum, erlendum hleypt inn 3.—vél í íslenzka landhelgi, eiðar að engu hafðir. Annað var þó verra. Með landhelgissamningnum af salaði ríkisstjórnin yfirlýstum rétti íslendinga til frekari út- færslu og friðunar á landgrunn- inu öllu. Ilyqð ár að kalla slík-t■, afsal landsréttinda? Ríkisstjórnin sæmdi ■ nafn- greindan mann 200 þúsund króna verðlaunum fyrir að vilja ekki, að eigin sögn, gerast land- ráðamaður. Sú upphæð, sjöföld. hefði veirið betur komin hjá rík- isstjórninni sjálfri, ef hún hefði ógert látið það sem hún gerði. Sigurður Ólafsson stóðst prófið og fékk sínar 200 þúsund kr„ hreinsaður af öllum landráða- sökum. Ríkisstjórnin féll á próf- inu. Sök bítur sekan. Auðstjórnar- bandalagið finnur gerla, að með landhelgissamningnum var unnið óhappaverk. Til þess að reyna að breiða yfir ósómann er sannleik anum snúið við, ósigurinn og aumngjahátturinn kallaður sig- ur. „2ja ára afmæli landhelgissig ursins.“ Þannig hljóðaði fjögurrá dálka fyrirsögn í Morgunblaðinu 9. marz s.l. Þeim dánumönnum þótti ekki taka því að minnast 4 ára afmæl- is 12 mílna útfærslunnar á síð- astl. hausti. Ónei. Engin ástæða til afmælisfagnaðar hennar vegna, enda gerð í fullkomnu trássi við þann flokk, sem kennir sig við sjálfstæði. — En ó- mennskunnar, niðurlægingarinn- ar, — hennar bar að minnast með fognuði, hana bar að túlka sem sigur — og látlaust jóðlað tannlausum gómi á því góðgæti viku eftir viku. Er hægt að hugsa sér öllu meira þýlyndi, öllu auvirðilegri blaðamennsku? — Þetta mundi heita að snúa faðirvorinu upp á ónefnda persónu. „Vakri Skjóni hann skal heita, honum mun ég nafnið veita þó að meri það sé brún“. III. Þeim, sem hafa í huga feril Auðstjórnarbandalagsins í land- helgismálinu, getur naumast komið á óyart afstaða þess til Efnahagsbandalags Evrópu. Aðild þjóðar að EBE kostar það, m.a., að þjóðin verður að afsala í hendur þessa stórríkis veigamiklum þáttum löggjafar- valds og efnahagslegs sjálffor- ræðis. En hvað er að fást um það! Eins og það sé ekki ólíkt veglegra að vera kolamokari á erlendu stórskipi 'en formaður á íslenzkri smákænu! Vi’ssulega. — En jarðveginn þarf að undir- búa áður en sjálf sáningin hefst. Því er talað um, að íslenzk þjóð búi við „úrelt“ sjálfstæði — ekki fullum 19 árum eftir að hún hef- ur endurheimt þetta sjálfstæði fyrir þrotlausa baráttu hinna beztu manna. Að hverju ber þá að keppa? Jú, takmarkið er „tvenns kon- ar sjálfstæði“, þar sem þjóðin sjálf hefur hinn veikari þáttinn í eigin höndum, en afsalar hin- um gildari þættinum í hendur erl'endum auðhringum, sem inn- byrða hina íslenzku smákænu umsvifalaust í stórskipið, svo að inælt sé á máli viðskiptamála- ráðherrans — og sporðrenna henni ,á einu augabragði. Ferill Auðstjórnarbandalags- ins *í EBE-málinu er þessi: í fyrstu var það full aðild — og stoða þar engir svardagar í gegn. En þjóðin reis öndverð mót þvílíkri óhæfu. Næst kom aukaaðild. Enn rigndi andmæl- kom eins og bjargengill af himnj um. Þá var það, að de Gaulle sendur og sparkaði í endann á Breta-num. Þar með var EBE úr sögunni og óþarfar með öllu frekari umræður um málið af ís‘- lendinga hálfu — fram yfir kosningar. Skömmu eftir að EBE var tal- ið vera í andarslitrunum, birti íslenzka utanríkisráðuneytið fréttatilkynningu þess efnis, að skipaður hefði verið íslenzkur sendifulltrúi hjá Efnahagsbanda laginu. — Hversu lengi mundi hann þurfa að vaka yfir líkinu? Dómsmálaráðherra sagði í að alræðu Sjálfstæðisfl. á eldhús degi hinn 18. þ.m.: „Það er þýð ingarlaust að eyða tíma og orku í að þvæla um það, sem liðið er“. Ojæja. Sumir hafa nú haldið, að ósjaldan mætti draga rök- réttar ályktanir af fenginni reynslu Og sjálfur gekk ráðherr- ann á snið við sína eigin kenn- ingu. Öll var ræða hans, frá upphafi til enda, ein samfelld og óslitin afsökun vegna framkomu hans sjálfs og þeirra utanstefnu manna í EBE-málinu. Sök bítur sekan. Mundi ekki þjóðin þegar hafa Jært nóg af leiðsögu þeirra ó- happamanna, sem skeyta hvorki um skömm né heiður. hvort heldur er í innanlands eða ut- anríkismálum, en slá undir nára og hleypa á hundavaði. kyrjandi svo að kveður við: „Vakri Skjóni hann skal heita“. Á síðasta vetrardag 1963. 7.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.