Tíminn - 23.05.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.05.1963, Blaðsíða 6
ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA FRAMSÖKNARMANNA Þetta er ekki ríkis stjórn launþega Keflafík. Kosningaskrifstofa Framsókn arflokksins. Fullt af ungu fólki, sem er a® vinna vi3 kosninga- undirbúning. Og vlð aðkomnir, fhrnum, að þetta er fólk, sem liggur eitthvað á hjarta, því á- liuginn er auðsær. Fyrir fáeln- um árum var fylgi Framsóknar flokksins ekki mikið á Suður- nesjum, en nú er þetta breytt, eins og víða annars staðar. — Unga fólkið hefur tekið hönd- um saman tll þess að vinna að þjóðmálum og hefur fengið kos inn þingmann í kjördæminu. Tryggvi Kristinsson er 33 ára gamall lögreglumaður á Kefla- víkurflugvelli. Kvæntur Maríu Magnúsdóttur og eiga þau þrjú böm. — Hvað\launakjörum lög- reglumanna viðkemur, þá er svo sem ekkert sérstakt að segja. Opinberir starfsmenn hafa undanfarið barizt harðri baráttu fyrir bættum kjörum. Nú er þessi launadeila okkar fyrir kjaradómi og vonast mað- ur tiX, að eitthvað lagist. Ann- TRYGGVI KRISTINSSON ars er ekki gott að vita hvað til bragðs á að taka. Auðvitað er það óþekktur munaður, að fjölskyldumaður geti lifað af launum sínum, það er að segja, ef hann fær greidd laun eftir venjulegum kaup- taxta. Ég fæst við ökukennslu jafnframt starfi mínu sem lög- reglumaður, og ég held að flest ir starfsbræður mínir vinni meiri og minni aukavinnu. — f Þetta er misjafnt hjá mönnum eftir árstímum og aflabrögðum, en menn vinna í fiskvinnu og byggingavinnu og öllu mögu- legu, sem til fellur. Ég held, að alvarlegasta málið hjá íslenzk- um launþegum í dag sé sú stað reynd, að enginn getur lifað af þeim launum sem í dag eru greidd fyrir 8 stunda vinnudag. Um stefnu „viðreisnar“-stjórn arinnar sagði Tryggvi þetta: — Ég hafði svo sem ekki bú- izt við neinu góðu af þessari ríkisstjórn, en ég held, að það þurfi ekki að taka það fram, að hún hefur ekkert gert til þess að bæta kjör launþega. Hún er þess vegna ekki okkar stjórn. Ég vil taka það skýrt fram, að „viðreisnar“-stjórnin hefur með ráðstöfunum sínum stórrýrt hlut launþegans í afrakstri þjóð- arauðsins. Ég vil hvetja aila launþega til þess að koma henni frá — svipta hana völdum og það verður einvörðungu gert með því að kjósa B-listann. DYRTIÐIN VERSTA VERK RÍKISSTJÚRNARINNAR Hermann Sigurðsson 32 ára verkamaður. Hann vinnu í hrað frystihúsi. Hermann er kvænt ur Guðrúnu Emilsdóttur og eiga þau sex böm. — Ég tel dýrtíðina versta verk ríkisstjómarinnar, segir Hermann Sigurðsson. Við förum með 1500 krónur á viku — bara í matinn, og er þó ekki lifað nginu lúxuslífi. Ég veit ekki hvort menn skilja það, hvað þetta þýðir fyrir láglaunamenn. Vinnutíminn er frá 10—24 klst. á dag — og hrekkur ekki til.* Ég er búinn að halda heimili í 8 ár. Á þessum árum hefur þetta síðasta ár verið alvarleg- ast hvað afkomuna snertir og sömu sögu hafa flestir sem ég vinn með, að segja. Ég mun kjósa B-listann í þess um kosningum, í þeirri von, að með því sé ég að vinna að bættri afkomu launiþega. EC ÆTLfl AO KJOSA FRAMSÖKNARFLOKKINN Ólafur Hannesson, matsveinn er 35 ára, kvæntur Nönnu Jóns dóttur og þau eiga fjögur börn. — Ég ætla að kjósa Framsókn arflokkinn í þessum kosning- um. Með því tel ég mig vera að gera það sem mér sem laun þegar ber skylda til. Eðli stjórn- . málanna i lýðræðislandi hlýtur að vera það, að launþegar svari „viðreisnar“-stjórninni með því að svipta hana völdum. Gengisfellingin, verðbólgan og siðast en ekki sízt okurfext irnir hafa lent með fullum þunga á okkur launþegum. Sér- staklega er vaxtaokur slæmt á stöðum eins og Keflavík, þar sem erfitt er áð fá leiguhúsnæði og leiga er mjög há. Það er því ekki um annað að ræða fyrir fjölskyldumenn en að reyna að byggja. Og þá kemur ríkistjórn in og lögskipar okurvexti, sem gerir menn annaðhvort að vinnuþrælum, eða vanskila- mönnum. Það er undarlegt að hugsa sér, að fyrir fáeinum árum sótt ust menn eftir' vinnu á Kefla- víkurflugvelli, en nú er það bú- ið, því þar fá menn ekki að vinna nema 9 klukkutíma á ■^ag. Nú dugar það ekki lengur til þess að framfleyta fjölskyldu, og því leita menn fyrir sér annars staðar, þar sem vinnutiminn er enn lengri. Svona verkar „viðreisn" þeirra nú hér á Suðurnesjum. ÓLAFUR HANNESSON RITSTJÓRI: ÖRLYGUR HÁLFDANARSON Nll ER £G EKKI LENGUR i VAFA — segir bústjórinn á Bessastöðum, Ingvi Antonsson Ég er nú ekki lengur í neinum vafa um það, að ég fylgi Fram- sóknarflokknum algjörlega að mál um. Að fenginni reynslu undanfar- inna „viðreisnar“-ára hefur þessi skoðun mín mótazt æ fastar. Kjör launastéttanna hafa stöðugt versn að. Föst laun og tekjur af dagvinnu ná stöðugt styttra og styttra til að hrökkva fyrir nauðþurftum. Þó að óvenjulegt aflamagn og góðæri til sjávar hafi veitt mjög miklar tekjur, hafa menn stöðugt orðið að leggja meira á sig og lengri vinnu, og varla hefur af því aukizt lífsánægja manna. Afkoma bænda hefur á þessum árum orðið stórum verri. Allur til kostnaður hefur aukizt gifurlega, sérstaklega hafa þó allar fram- kvæmdir orðið dýrari. En ekkert tillit fæst tekið til þess í verðlags grundvellinum, Stöðugt verður því erfiðara fyrii> landbúnaðinn að keppa um vinnuaflið við aðrar at- vinnugreinar. Til þeirra starfa fást menn nú ekki nema fyrir yfir borgun, sem búin svo alls ekki geta borið, af fyrrnefndum ástæð um. • ...sí?gð^. er. .þyf augljóst mái, að stefna núveraridi stjórnar f land- l)úiiftðimun hlýtur að leiða til land auðnar í stórum stíl.. Það getur enginn ætlazt til að ungir menn geti hafið búskap við slík skilyrði, meðan engin von er um að þeir geti borgað þá okur- vexti, sem nú eru, af því fjár- magni sem þarf til nýtízku bú- skapar. Unga fólkið hlýtur því að leita annarra leiða, en þó er engan veg inn létt að stofna heimili og eign ast hús í kaupstöðum, því hefur . . ...... INGVI ANTONSSON \ núverandi rikisstjórn m.a. séð fyrir. Hörmulegast af öllu er þó til þess að vita, þegar öldruðu bænd umir verða loks að gefast upp vegna þverrandi krafta, að þá skulu þeir verða að hverífa frá sínu ævistarfi óbættu, þegar jarðir þeirea seljast ekiki fyrir smán- arverð, og þeir standa uppi nær snauðir af veraldarauði og þrotn- ir af líkamsorku. Þannig er myndin, sem við blas ir eftir svokallað „vlðrelsnar“!- tímabil. Hvernig munu þá framkvæmda- áætlanir þessarra flokka reynast? Nei, Framsóknarflokknum treysti ég einum til að brjóta hér blað, svo að snúið verði við þess- ari óheillaþróun síðustu ára. ÞORF ABENDING IHALUSMANNA — eftir Eirík Þorkelsson, mjólkurfræðing, Rvík í ritlingi nokkrum, sem Sam- band ungra Sjálfstæðismanna sendi nýlega því fólki, sem kýs í fyrsta skipti 9. júní næst kom- andi, geta útgefendur þess, að á því kjörtímabili, sem nú er að Ijúka, hafi 33 alþingismenn stutt ríkisstjórnina, en 27 þingmenn verið henni andstæðir. í framhaidi af þessari staðreynd benda þeir einnig réttilega á, av þingmeir,- hlutinn, sem styður ríkisstjórnina, má ekki minnka nema um eitt þingsæti, ef hann á að vera örugg- lega starfhæfur. Minnki hann um tvö sæti, verða í stjórnarflokkun- um 31 þingmaður, en 29 í stjórnar andstöðunni, og vegna reglna um deildáskiptingu ALþingis myndu stjórnarflokkarnir samt ekki eiga meirihluta í efri deild, þar yrðu Framhald a 13. síðu. EIRÍKUR ÞORKELSSON 6 T f M I N N, fimmtudagurinn 23. maí 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.