Alþýðublaðið - 12.08.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.08.1940, Blaðsíða 4
MáNUDAGUR 12. ÁGtJST 1940 Kaupið bók-ina ®f MFHtrai ® Ifcfft ‘Hver var aS hlæja% Hver var að hlæja? og terosið með! ALpYÐUBLAÐIÐ er bók, sem þér f' þurfið að eignast. * MÁNUDAGUR Næturlæknir er í nótt Jónas Kristjánsson, Grettisgötu 67, sími 5204. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapótekum. ÚTVARPIÐ: 13,00 Skýrsla um vinninga í happ- drætti háskólans. 20,30 Sumarþættir (Gylfi Þ. Gíslason hagfræðingur). 20,50 Einsöngur (frú Guðrún Á- gústsdóttir): Lög eftir Sig- valda Kaldalóns: a) Ég bið að heilsa. b) Ég lít í anda liðna tíð. c) Svanasöngur á heiði. d) Betlikerlingin. e) Ave María. f) Sofðu, sofðu, góði. 21,15 Hljómplötur: a) Danssýning arlög eftir Offenbach. b) Valsar eftir Waldteufel. Sykurskammtur barnanna. Alþýðublaðið hefir verið beðið að koma þeirri orðsendingu til for- eldra þeirra barna, sem dveljast á sumardvalarheimilum Rauða kross ins og annarra félaga í Reykjavík, að þau geti vitjað ávísunar á auka- sykurskammt barnanna á skrif- stofu Rauða krossins, Hafnarstræti 5. kl. 1—4 næstu daga. Meistaramótið. Tilkynningar um þátttöku í meistaramóti Í.S.Í. eiga að vera komnar til Í.R.R. fyrir kl. 10 ann- að kvöld. Er ætlazt til að aftur verði tilkynnt þátttaka í boðhlaup- um, göngu og fimmtarþraut. Ber að senda tvö eintök af tilkynning- unum og tryggingarfé með. > ^ramWóWun^ommna. ornenna. 'WítrsY^oWa. lcxuaau.w. nV ST. FRAMTÍÐIN nr. 173. Fundur í bindindishöllinni í kvöld kl. 8V2. Inntaka, kosning og vígsla embættismanna. FRÁSÖGN GÍSLA JÓNSSONAR Frh. af 1. síðu. ur í hann. Um öll þessi leyfi varð að sækja til dönsku stjórn- arinnar. Dönsk stjórnarvöld vildu gera allt sem í þeirra valdi stóð, en þau eiga við mjög mikla erfiðleika að etja. Þó fór allt vel og við fengum allt það, sem við töldum nauðsynlegt til fararinnar. 21. júlí lögðum við svo af stað frá Fredrikshavn og héldum til Kristianssand í Noregi. Þar bið- um við frá mánudegi til laug- ardags eftir leyfi herstjórnar- innar í Oslo til að mega halda áfram. Eftir að við höfðum fengið það, héldum við tíl Stavangers, Haugasunds og Björgvinjar, innan skerja. Þar urðum við að bíða nokkuð, enda urðu Þjóðverjarnir að til- kynna hvorki meira né minna en 150 varðstöðvum um ferð okkar, ef þeir hefðu ekki gert það, áttum við á hættu að verða stöðvaðir eða jafnvel skotnir í kaf á leiðinni út úr Skerjagarð- inum. Þetta ferðalag gekk annars allt vel. Báturinn var gott sjó- skip og gekk 7—8 mílur. Við komum svo til Færeyja síðast- liðinn mánudag og fengum leyfi brezku hernaðaryfirvaldanna um að halda áfram.“ — Voruð þið aldrei stöðvað- ir? „Nei, við sáum aldrei báta eða eftirlitsskip. Flugvélar sá- um við margar við norsku ströndina. Allmikið af tundur- duflum á reki sáum við.“ — Hverjir voru með bátnum? „Það var aðeins skipshöfn- in. Lárus Blöndal var skip- stjóri, Gunnar Guðjónsson skipamiðlari, stýrimaður. Ég var fyrsti vélstjóri. Björgvin Frið- riksson annar vélstjóri, Úlfar Þórðarson læknir, matsveinn, en hásetar voru Theódór Skúla- son læknir og Konráð Jónsson verzlunarmaður. — Þetta var ágæt skipshöfn, þó að ég segi sjálfur frá.“ — Vildu ekki margir komast heim með ykkur? „Upp undir 300 íslendingar bíða í Danmörku og vilja kom- ast heim. Við höfðum bókstaf- lega engan frið fyrir þessu fólki, sem vonlegt var. En bæði var, að báturinn gat ekki tekið marga. Allt var takmarkað, sem við fengum að taka með okkur og svo fengum við fyrst leyfi til að 5 menn færu, en síðar urðum við að fá sérstakt leyfi fyrir 2 til viðbótar. Annars er þetta mál mjög þýðingarmikið fyrir ríkisstjórnina að leysa úr.“ — Hvernig er lífið í Dan- mörku? „Það gengur að mestu sinn vanagang. Atvinnulífið hefir beðið mikinn hnekki og fjárhagslífið er í hættu. Loftá- rásir höfðu verið gerðar á Ála- borg og Nyborg og fleiri borg- ir. Ég varð einu sinni að bjarga mér undan sprengjuregni.“ — En í Noregi? „Skemmdir sáum við engar í Kristianssand og sáralitlar í Stavanger. En allmiklar skemmdir voru í Björgvin. 100 hús höfðu brunnið þar. 6—7 ol- íugeymar liöfðu verið sprengdir í loft upp og stórskipalagið var allmjög skemmt.“ HANNES Á HORNINU Frh. af 2. síðu. hugsanlegt en að Grindavíkurveg- ur verði sameinaður þessum vegi hjá Krísivík, þá yrði líka strax mikið meiri not að veginum. Og það mun einnig verða snúið sér að því fyrr eða síðar að brúa Ölf- usá hjá Óseyrarnesi. Þá er sjálf- lagður afleggjari af þessum vegi til Eyrarbakka eftir Hafnarskeiði, og þá geta menn sagt að samgöngu- leiðirnar séu farnar að batna milli Árnessýslu og Suðurnesja — ásamt Reykjavík.“ EHnAIViU BIO w® lorð i vænáum! I Skemmtileg og spennandi leynilögreglumynd, um fífldjarfan sakamálafrétta- ritara, — sem spáir því', að ákveðinn maður verði myrtur. Aðalhlutverkin leika: Barry K. Barnes, Valerie Hobson og Alastair Sim. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. IB NYJA BIO B 1 BaskervilSehunMnn i Frægasta sagan um SHERLOCK HOLMES eftir Sir A. Conan Doyle, sem amerísk stórmynd frá Fox. Aðalhlutverkið: Scherlock Holmes leikur — BASIL RATHBONE. Aðrir leikar- ar eru: Richard Greene, Wendy Barrie 0. fi. Jarðarför konunnar minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Guðrúnar Guðmundsdóttur, fer fram frá fríkirkjunni miðvikudaginn 14. ágúst, og hefst með bæn á Urðarstíg 7 A klukkan 1%. Guðlaugur Hannesson, börn, tengdabörn og barnabörn. SVEINN SÆMUNDSSON Frh. af 2. síðu. Sveinn eru þjóðfélaginu ómetan- legir. Hitt er þó ef til vill meira um vert — og ekki sízt um ,mann í svo ábyrgðarmiklu em- bætti — að Sveinn er alveg ó- venjulegur ágætismaður, . hjálp- fús og raungóður og hinn bezti drengur í hvívetna. S- SOMALILAND Frh. af 1. síðu. ítalir hafa ekki enn náð til að- alvarnarstöðvanna og ekki hefir enn komið til stórkostlegra við- ureigna. Brezkar sprengjuflug- vélar hafa gert mikinn usla í liði ítala. BRÆSLUSÍLDARAFLINN Frh. af 1. síðtt. mokuðu skipin upp aflanum. Hesteyrarverksmiðjan og verk- smiðjan á Sólbakka taka nú einnig á móti síld. Fyrirspurn. Er það satt, að enn séu í gangi svo að segja allir radió- vitar á írlandi og einnig land- tökuradiovitar á Skotlandi norðanverðu? Og ef svo er, hvaða þörf er þá á því að hætta útsendingu frá. íslenzku radiovitunum — og er. ekki unnt að fá því breytt? Sjómaður. fTinn Sakamáiasaga eftir Seamark ósigrandi „Til yíirumsjónarmannsins við Sootland Yarcl, Leyndarskjal nr. 36. Þess er óskað, að þér takizt á hendur að rannsaka einkalíf Lazard igreifa. Hann á heima í St .James Square. í tíu ár hefir hann verið sendiherra stjórnar sinn.ar hér í London. Ennþá vantar fullkomnar sann- anir á glæpum hans, en þær fást bráðum og verða þá sendar Sootland Yard. Hann veit, að ég hefi hann grunaðan og mun því reyna að fara svo varlega sem hægt er. Fyrir klukkutíma sí'ðan braust hinn inn til mín og reyndi að myrða mig. Og hann mun endur- taka þá tilraun á morgun ve,gna þess, að sú fyrri misheppnaðist. Hann stepdur í nánu sambandi við Tansy, skart- gripasalann. Ungfrú j Mercia var í góðri trú, þegar hún lét Tansy hafa upplýsingarnar. Hún vissi ekki, hvernig lá i málinu. Og það var Lazard greifi, sem ráðlagði Tansy að flýja, og fela sig. Seinna held ég, að ég geti gefið yður upplýsingar um dvalarstað Tansys. Lazard hefir fram að þessu verið óþekktur glæpa- maður, en þeim mun þekktari sem sendiherra þjóðar sinnair. En það er ekki vafi á því, að hann er stór- glæpamaður af verstu tegund. Og þeir, sem vinna að glæpaverkunum fyrir hann kalla hann hinn mikla yfir- mann sinn. Hann er óvenjulega gáfaður maður, en ro .ar gáfurnar aöallega til þess að auðga^sjálfan sig á óheiðarlegan hátt. Ég hefi í vörslum mínum full- j komna játningu hans. Þér munið fá þessa játningu í ! hendur jafnskjótt og þér hafið tekið hann fastan. E.s. — Valmon Dain myrti ekki WiIIard Lyall.“ Shangnessy horfði fast á Delbury .— Ég ætla að fara og bera saman fingraförin. — Eftir fimrn mínútur kom hann aftur með bréfið og fingrafarabókina undir hendinni. —Jæja, hver var svo útkoman? spurði Delbury hvatlega. — Það qru fingraför draugsins, það er ekki vafi að því, sagði Shangnessy. Dedbury leit á fingr.aförin. — Þá er hann or'ðinn geggjaður, sagði hann, settist og strauk fingrunum gegn um hárið. Þaö er ekki minnsti vafi á því, að hann e(r orðinn alveg simarvit- laus. Að halda því fram, að Lazard greifi sé aðal glæpamaðurinn í London. Það nær ekki nokkurri minnstu átt. Greifinn, sem er einhver allra vinsæl- asti maðurinn I allri Lundúnaborg. Hann gæti ekki verið stórglæpamaður þótt hann vildi. Það þekkja hann svo margir. Hann er alltaf me'ðal opinberra em- bættismanna frá því hann fer á fætur á morgnana og þangað til hann fer a'ð hátta á kvöldin. — Eftir á að hyggja, sagði Irlendinguri.nn — þá er nú þetta verk, sem unnið er meðan aðrir sofa. — Ætli'ð þér að segja, mér, að þér trúið öðru eins og þessu? Nei minn góði, það nær nú ekki nokkurri átt. Það kemur ekki til mála. Það getur ekki veriö satt. Samkvæmt reynslu minni af „draugnum“, þá vil ég heldur trúa honum en LazarJ greifa. — Ég ætla að bíða og vita, hvað yfirmaður minn segir um þetta mál, sagði Delbury hugsandi. — Ef til vill hafið þér á réttu að standa. Mér finnst nú samt einna líkast því að verið sé að gera gys að okkur öllum. Þeir biðu eftir yfirmanni sínum. Þeir voru ekki á eitt sáttir um þetta mál. Delbury hélt áfram rann- sóknum sinum í Highgate, en Shangnessy snéri sér að öðru máli. Meðan þetta gerðíst sat Valmon Dain í vinnustofu. sinni í Kimgsway. Hann tók af sér heyrnartækin og briosti lítið eitt. Loks ivir&ist honum rofa ofurlítið fram undan. Ef Sootlamd Yard færi að rannsaka einka- líf Lazard greifa á sania hátt og það var nú aðj rannsaka eimkalíf Lyalls heitins gat ekki hjá því farið„ að eitthvað misjafnt kæmist upp um hann innan skamms. Hann sá í huganum sjálfan sig ganga um aftur sem f.jálsan mann, þegar hann þyrfti ekki leng- ur að dyljast eins og hver annar óbótamaður. En hann hafði nú ednu sinni ákveðið að loa Ijondon við alla hættulegustu glæpamennina, og hann ætlaði ekki a& hætta við hálfkárað verk. - Hann horfði á morgunverðarborðið sitt og brosti., HonUm var það Ijóst, að enda þótt hann væri ágætur uppfinningamaður, var hann samt sem áður mjög: lélegur ,matreiðslumaður.. — Valmion, sagði hanm við sjálfan sig. —- Þú átt skilið góðan morgunverð núna. Það hljóta að vera

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.