Alþýðublaðið - 23.08.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.08.1940, Blaðsíða 2
föSTUDAGUR 23. ágúst 1940. ALÞÝÐUBLAÐ5Ð VERÐLAUNASAGAN SPORBDREKHI Þetta er eindæma spennandi sakamálasaga, frá upphaf i til enda, og þarf ekki að efa, að hún verðiur ekki síður vinsæl en sögurnar „Hákarl í kjöl- farinu“ og „Óveður í Suður- höfum“. — SPORÐDREKINN er am 200 síður að stærð í stónu broti, ódýr og skemmti- leg að öllum frágangi. — — Fæst hjá öllum bóksölum. — Lopi og band fyrirliggjandi í góðu úrvaii. Verðið óbreytt. Vcrksmiðjuixtsalan Sefjnn — IOunn Aðalstræti. Reykiavlk - Akoreyri Hraðferðlr alla daga. Blfreiðastöð Misreyrar. Bifreiðastöð Steindórs. i*v . í!J „Lagarf«$s“ fer á sunnudagskvöld 25. ág. vestur og norður, snýr við á Kópaskeri, aftur til Reykja- víkur. Skipið er fullt af vörum, og getur því ekki tekið vör- ur héðan. ja-, Súðin fer frá Reykjavík vestur um land til Akureyrar n.k. mánu- dag kl. 9 síðd. Kemur við á að- alhöfnum og eftir því sem flutn- ingur býðst. ifr<Htto\\un«3(opkir\ *A.W! fB\íevs\J(a\\a - lau.Qoaj.2,’1. Tækifæriskanp. Það, sem enn er óselt af drengja-sportblússum og telpukjólum, verður selt mjög ódýrt í dag og á morgun. Sparta, Laugavegi 10. Nýtt dilkakjöt Mýtt nautakjöt Saltfej ,t Verslunm Burtför er frestað til hádegis f á laugardag. Reiðhjólaviðgerðir eru fljót- ast og bezt af hendi leystar í Reiðhjólasmiðjunni Þór, Veltu- sundi 1. Kjðt & Fisku Símar 3828 og 4764. BETAMON er bezta rotvarnar- efnið. FORNSALAN, Hafnarstræti 18, kaupir og selur ný og notuð húsgögn, lítið notuð karlmanna- föt o. fl. Sími 2200. Fjrrri hliita Meistara mótsiDS er lohið Lauk með tveim mjog skemti leguin kapphiaupum M' [ EISTARAMOTINU, fyrri hluta, lauk í gær. Seinni hlutinn er boðhlaup, 10 km. hlaup, fimmtarþraut og ganga. I gærkveldi var keppt í f jórum greinum, 400 og 5000 m. hlaup- um, hástökki og sleggjukasti. Var veðrið hið bezta, enda ár- aiigur góður. Helztu úrslit urðu þessi: 400 m hlaup: 1. Ól. Guðmunds., I. R., 52,9 sek. 2. Sigurg. Ársælsson, Á., 53,0 — 3. Brynj. Ingólfsson, Sf., 53,2 — 4. Baldur Möller, Á., 53,6 — Hástökk: 1. Sig. Sigurðsson, í. R., 1,70 m 2. Sig. Nordahl, Á., 1,65 — 3. Ari Kristinsson, Húsav., 1,60 — 4. Oli' er Steinn, F. H., 1,50 —■ 4. Pögnv. Gunnl., K. R., 1,50 — 5000 m hlaiup: 1. Sigurg. Ársælss. Á. 16:10,2 mín, 2. Jón Jónsson, K. V. 16:11,6 — 3. G. Þ. Jónss. Í. K. 16:13,0 — 4. Evert Magnúss.^X. 17:01,6 r— 5. Einar Halld. S. E. 17:29,0 — Sleggj’ukast: 1. Vilhj. Guðm. K. R. 40,70 m 2. Helgi Guðm. K. R. 33,33 — 3. Sig. Finnsson K. R. 20,17 — Á eftir þakkaði Erl. ó. Péturs- sion utanbæjarmönnum kamuna og -mannfjöldinn hrópaðl fer- falt húrra fyrir þeim. Pétain lætnr sækja 800 flflivélar til Norð nr-Afríkn ti! að af- henda hær Hitler! DE GAULLE herforingi, leiðtogi hinna frjálsu Frakka, flutti ræðu í London í gærkveldi, sem var útvarpað. Hann sakaði Vichy-stjórnina um, að hafa fyrirskipað, að send ar væru 800 flugvélar frá ný- lendum Frakka í Norður-Afríku heim til Frakklands, í því augna miði, að afhenda þær Þjóð- verjum. De Gaulle sagði, að með þessu ráðlagi væri í rauninni verið að opna Þjóðverjum og ítölum leið til nýlendna Frakka. Menfi- irnir, sem áður störfuðu fyrir ættjörð sína, sagði hann, og nú skípa stjórn Frakklands, hafa svikið land sitt. Vichy-stjórnin hefði það höfuðhlutverk, að telja Frökkum trú um, að þeir væru gersigruð þjoð, og fá stjórnir nýlendnanna, sem enn hafa ekki gefizt upp, til þess að gera það nú þegar. Hann lét í ljós sterka trú á því, að Bretar og bandamenn þeirra myndu vinna sigur að lokum. Þá mun Frakkland rísa upp á ný, jafnvoldugt og áður fyr, sagði hann. Útbreiðið Alþýðublaðið. UM DAGINN OG VEGINN Ólögleg sala kærð. Hættulegt að kaupa og hættulegt að selja. ► Ódýrar vörur og tap ríkisins í tolltekjum. Vegabætur og ► einkennileg vinnuaðferð. Útgjöld loftvarnanefndar og end- \ urgreiðsla síldarútvegsnefndar. -------- ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. AÐ ER TALIÐ, að síðan hinir erlendu hermenn komu hing- að, hafi töluvert kveðið að því að þeir seldu innlendum mönnum ýmsa hluti, aðallega sígarett- ur og sælgæti, en þó ýmislegt annað eins og leðurstígvél og jafn- vel nærföt. í fyrsta lagi er her- mönnunum þetta alveg óleyfilegt. Foringjar þeirra vita ekki af þess- ari verzlun. Að öðru leyti er þessi verzlun algerlega ólögleg sam- kvæmt íslenzkum lögum. Ríkis- sjóður tapar miklum tekjum við slíka vérzlun og skaðast hann því mikið ef mikil brögð eru að. EINHVERJIR brezkir hermenn munu hafa verið kærðir fyrir her- stjórninni fyrir þetta verzlunar- brall og munu þegar hafa verið látnir sæta hegningu. Þá munu einhverjir íslendingar hafa verið kærðir fyrir að kaupa slíkar vör- ur og munu þeir einnig verða að þola hegningu. Ég segi frá þessu til þess að aðvara menn um það, að það er ekki aðeins lögbrot að selja þessar vörur, heldur og að kaupa þær. SAGT ER, að þessar vörur her- mannanna hafi verið hræódýrar, en samt farið hækkandi eftir að hermennirnir komust að því, hve hátt verð er á öllum hlutum hér. Sígaretturnar munu til dæmis hafa verið meira en helmingi ódýrari, en verðmunur hafi hins vegar jafn- vel verið enn meiri á öðrum varn- ingi, sem þannig hefir verið seldur í blóra við íslenzk lög. VEGABÆTUR eru nú í fullum gangi á leiðunum héðan til Hafn- arfjarðar, veginum inn að Elliða- ám og á Þingvallaveginum. Þing- vallavegurinn á, að minnsta kosti á stórum kafla, að breikka mikið og hækka. Er það stór bót, því að þessi vegur hefir alltaf verið helzt til mjór, svo að bifreiðar hafa átt mjög erfitt með að mætast á hon- um. EN ÓMÖGULEGT ER ANNAÐ en að maður hugsi sem svo, þegar maður sér vinnutarögðin í þessari vegaviðgerð, hvort ekki sé eitthvað taogið við stjórn verksins. Þarna er, að ég held, eingöngu unnið með hestvögnum að ofaníburði. I-Ivers vegna eru vörubifreiðar ekki not- aðar? Ég hygg að það sé um helm- ingi dýrara fyrir ríkissjóð að hafa þessa aðferð. Verkið gengur miklu seinna mð hestvögnum, hver ferð til að sækja ofaníburð tekur lengri tíma en ef bifreið gerði það og samt sem áður flytur hestvagn vit- anlega miklu minna af ofaníburði en flutningabifreið. MÉR VAR að detta í hug hvort hér gæti verið um einhverja Fram- sóknarpólitík að ræða, það er áð segja að vegamálastjóra hefði ver- ið skipað að taka hestvagnana í stað bifreiðanna, en svo sá ég að það gat ekki verið, því að það oft er maður búinn að sjá í Tímanum sagt frá því, að bændur ættu fullt í fangi með að hanga við búskap- inn vegna þess hve dýrt kaupafólk væri. Þess vegna getur ekki verið að sveitahændur og börn þeirra fari með hesta sína um hásláttinn í vegavinnu. Sökin hlýtur því að vera hjá vegamálastjóra. Eða er ekki svo? ODBUR SKRIFAR MÉR og spyr: ,,í hvað hefir loftvarnanefnd eytt 37 þúsundum króna? Eftir fréttum og tilkynningum í blöðum og útvarpi í vor þegar nefndin tók til starfa, virtist starfið eiga að verða mest sjálfboðaliðs starf. Það hefir auðvitað þurft að kaupa bifreiðaakstur, prentun á loft- varnamiðum og smíði á hljóðnem- um, Gétur þetta hafa kóstað svona mikið? Ekki getur maður haldið að greidd sé leiga eftir þessi loft- byrgis stæði; það væri óafsakan- legt, því hefði verið beðið um slíkt pláss opinberlega án leigugjalds, myndu fyrst og fremst öll þau byrgi, sem valin eru, hafa verið boðin ásamt öllum öðrum kjallara- byggðum húsum hér í bæ, ókeyp- „ÞAÐ VÆRI ÞVf FRÓÐLEGT að heyra sundurliðun á þessum framkvæmdum. En hver borgar svo þennan kostnað og þann, sem tilfellur hér eftir? Verða það smá- borgararnir eða borgar Bretinn?“ »ÉG SÁ í ALÞÝÐUBLAÐINU að til stæði að síldarútvegsnefnd með samþykki ríkisstjóranr endur- greiddi fersksíldareigendum bæði í fyrra og nú 5% af nettóágóða sín- um og að þessi upphæð myndi nema 50 þús. kr., það er frá fyrra ári 1939. Mér datt strax í hug að það gæti verið að hvern einstakling hefði kannske munað þetta eitt- hvað á erfiðu árunum, en að fara að skipta 50 þús. á 150 eða 200 út- gerðarmenn og skipshafnir tel ég ekki rétt. Það dregur hvern svo lítið, og nú hafa þessir menn gott. aflaár. Væri ekki þessum pening- um betur varið bæði fyrir þá, sem hlut eiga að máli og aðra í fram- tíðinni, ef komið væri upp fyrir þá á Siglufirði myndarlegu baðhúsi og kannske þetta hrykki þá líka til byggingar á snotru og aðgengi- legu húsi fyrir sjómenn og aðra ferðamenn til að koma saman á bæði til toóka- og tolaðalesturs að stytta sér stundir við og rabba saman?“ VEGNA BRÉFS, sem ég hefi fengið með fyrirspurnum skal. ég upplýsa að Alþýðublaðið með greinum Vilmundar um stállungað og Jónas er uppselt, ep greinarnar hafa verið sérprentaðar í lítinn bækling og fæst hann í afgreiðslu Alþýðublaðsins. Hannes á hofninu. WöööööOÖÖOOC Kartöflur Sérsíakiega géðar Aðeins 0,35 1 kg. BREKKU Ásvallagötu 1. Sími 1678 Tjarnarbúúin Simi 3570. >DOOOOOOOOOO< Það bezta er aldrei of gott. Nýtt dilkakjöt, Nautakjöt a£ ungu. Kálfakjöt. Grænmeti, lækkað verð. Kaupið í matinn þar, sem úrvalið er mest. Jóib MatSalesefla. Símar 910,1 og 9202. STÚLKA vön netahnýtingu óskast. Upplýsingar í símum 5172 og 1972.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.