Alþýðublaðið - 29.08.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.08.1940, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 2«. ágúst 1940 ---------- AIMÐUBLAÐIÐ ------------------------- Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. yilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. F. Kartoílurnar ©g framtíðin. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ivar hefðu bðrnin ver- 15, ef Snmargpf hefði ebki teklð pau að sér? -—--+---- 300 bðrn á prenrar iselmiliAan. ------------------- 13 pásund dvalardagar pelrra. ----"•---— SNEMMA í sumar var al- mennmigur mjög hvattur til þe-ss að auka kartöfluneyzlu sína. Töldu kartöfluspekingar landsins mikla hættu á þvi að ekki myndi takast að éta allnr kartöflubirgð- ir okkar og að þegar nýja fram- leiðslan kæmi á markaðinn síð- sumars, þá myndu verða óselj- anlegar allmiklar birgöir af upp- skeru síðasta árs. Án þess að það tækist, að fá almennimg til að neyta meira af kartöflum en venjulega, er nú uppskera síðasta árs á þrotum, svo að víða er varla hægt að fá kartöflur, þó að þær hafi verið í;il hér í Reykjavík fram á síðustu daga. Þetta stafar ekki af þvi i að brezka setuliðið hafi keypt 5 uiikið af kartöflum af okkur, því ■ að kaup þess hafa verið mjög . lítil. Nú bendir allt ti! þess að kart- öfiuuppskeran verði í haust að verulegum mun mmni en síðast- liðið haust, enda var þá met í uppskeru. Veldur hinni minkan.li uppskeru fyrst og fremst það að tíðin hefir verið mjög erfið. Fram leiðendur hafa í surnar haft jafn mikinn áhuga og síðasta sumar á því, að framleiða mikið og voru jafn vel ný garðlöud, all- víía tekin í;! ræktrnajr í vlor. Enn er ekki kartöfluuppsikeran byrjuð, þó eru menn farnir að reyna að fá nýjar kartöfluT keypt ar iQg jafnvel símað' austur um sveitir og boðnar 40 krónur í tunnuna. Sem vonlegt er vilja framleiðendur ekki taka upp strax jafnvel þó að þehn .sé boðið vel í framleiðsluna, enda virðist það rétt skoðun hjá þeirn. Ef ekki verður rifið upp úr görðunum fyr en á venjulegum tírna ætti framleiðslan að verða betri og meiri. Það ríður líka á því, að vel sé hugsað fyrir framtíðinni um þetta eins og annað. Næsta vor eba sumar fáum við ekki kart- öflur frá útlöndum, svo að við verðum algerlega að búa að okk- ir birgðum. Sagt er, að brezka setuliðið vilji gjarna kaupa allverulegt af hinni inýju framleiðslu okkar. Lík- legt er að við séum ekki aflögu- færír um þessa framleiðslu okk- ar, hvað sem kann að vera Um aðra. Enda mun það hafa verið látið fylgja að setuliðið myndi ekki vilja kaupa annað af þess- ari framleiðslu en viÖ sjálfir mætt uim missa. Vitanlega vilduim við gjama selja setuliðinu allt það af þess- ari framleiðslu, seim við gætum losað við okkur, eins og um aðra framleiðslu okkar, en við verðum fyrst >og fremst að hugsa um sjálfa okkur. Kartöflur eru mikil nauðsyn fyrir okkur og við verð- uim að horfa það langt fram í tímann, að enginn kartöfluskortur verði hér næsta sumar. Uppsker- an verður að ná saman. Er þess fastlega. vænst, áð þeir, sem ráða þessum málum, hafi >þetta í huga — og að reikninig- ar þeirra standist betur áætlun en reikningurinn, sem sýndi að uppskeran frá í fyrra myndi ó- nýtast vegna þess að húm yrði ekki notuð áður en nýja upp- skeran kæmi á markaðinn. ** HVAR hefðu þessi börn ver- ið, ef engin sumardvalar- heimili væru? Hvaða dvalar- stað áttu þessi 300 börn von á þessa 13 þúsund daga, sem þau hafa dvalizt á heimilunum, ef ekki hefði notið starfsemi „Sumargjafar“? Slíkar hugsan- ir hvarfla ósjálfrátt að okkur, þegar við sjáum og kynnumst starfsemi heimilanna, þar sem börnin eru tugum saman að leika sér, glöð og ánægð, mett kjarnmikilli íslenzkri fæðu. Flest mundu þau hvergi eiga höfði að halla, engan til að hugga sig og sefa, engan góðan leik- félaga eiga, aðeins göturykið og stopula fæðu. „Sumargjöf“ hefir í sumiar rek- 15 þrjú heimili, og hefir eitt þeirra, Austurborg, ekki starfað fyrr. Hefir ríkisstjórn lánað hús- næði Máileysingjaskólanis fyrir s'ofnunina. Er húsið hið hentug- asta og sérstaklega rúmgóður og þægilegur garður í kring. Þar er svokölluð „rennibraut“, nýtt tæki, sem bömin eru ákaflega hrifin af, gefið af starfsfólki Rafveit- unnar. Forstöðu þessa heimilis er Þórhildur ólafsdóttir. Þarna hafa dvalizt, öðruhverju 70 börn í sutnar, alls 3381 vistardaga, Meðaljöldi er 52,8 börn á dag.. Annað heimilið er Grænaborg. Það mun vera mönnum svo'kunn- ugt, að óþarfi er að tala frekar um það. Þar hafa dvalizt 155 böm, að meðaltali 58,4 á dag, alls 4441 vistardaga. Forstöðu- kona heimilisins er Gnðrún Step- ihensen. — Bæði þessi heimili verða í vetur að láta af hendi húsnæði sín unidir skóla. Er því útiliokað, að hafa þar dagheimili á veturna. Þriðja heimilið er Vesturborg. Hafa þar dvalizt 128 böm, að meðaltali 66,5 á dag, alls 4858 dvalardaga. Forstöðúkona þessa heimilis er Bryndís Zoéga. Vest- Urborg starfaðá í allan fýrravet- ur, og er það von „Sumargjaf- ar“, að svo verði aftur í vetur. Þó munu öll heimilin hætta störf lum í dag, iog ef vetrarstarf- serni verður, hefst hún væntan- lega í október. Þess er að gæta við þessar tölur, að sum bömin fluttust milli heimilanna svo að tala bama, sem dvalizt hafa á heimilunum er meiri, samanlagt, en heildar- tala þeirra sem verið hafa á veg- um félagsins. i 1 i ísak Jónsson bauð í gær blaða- mönnum að kynnast starfsemi „Sumargjafar“, og skýrði hann frá ofannefndu, Sagði hann, að alis væri kostnaður nú þegar orð- inn ca. 15000 kr., ©ða ca. 1.25 á ðag fyrir hvert barn. Af þessu munu aðstandendur bamanna greiða 30—50-%, „Sumargjöf" hitt. Þetta er mikill kostnaður fyrir félag eins og „Sumargjöf", og ef við eigum að halda uppi slíkri starfsemi -í; vetur, verðum við að fá styrk. Við álítum, að minnsta starf- semi, sem bærinn getur komizt af með, sé dagheimili og vist- arheimili fyrir börn, sem hvergi eiga höfði sínu að halla á dag- inn, eða ekkert heimili eiga af einhverjum ástæðum. Þar fyrir utan er afleitt að þurfa að láta duglegar sérmenntaðar stúlkur eins og forstöðukonumar okkar ganga atvinnulausar, eða ekki fást við það starf, sem þær hafa áhuga á. Reykvíkinngar verða aö skílja nauðsynina á starfsemi þessari. Það er bæjarheill í veði og bæjarbúar verða að rétta fraan hjálparhönd. Er líklegt að þess verði leitað, og er það von okk- ar, að Reykvíkingar ipg stjóm Reykjavíkurbæjar skilji nauðsyn þessa máls og ljái þvi stuön- ing sinn óskiptan. KAUPI GULL og silfur hæsta verði. Sigurþór, Hafnar-' stræti 4. Tilkynninotil Garðstddenta Vegna þess, að Stúdentagarðurinn getur ekki starfað á komandi vetri, hefir Garðstjórn ákveðið að reyna að sjá Garðbúum fyrir vistarverum. Garðbúar, sem vilja njóta að- stoðar Garðstjórnar, snúi sér til skrifstofu Stúdentaráðs í Háskólanum, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 4—5 s.d. Sími 3794. — Um leið mælist Garðstjórn til þess, að skrifstofa Stúdentaráðs verði látin vita um þau herbergi í Reykjavík, sem kynnu að fást leigð stúdentum í vetur. Þeir, sem vilja sinna þessu, geri aðvart sem fyrst á skrif- stofu Stúdentaráðs í háskólanum kl. 4—5 mánudaga, mið- vikudaga eða föstudaga. Sími 3794. Stjórn Stúdentagarðsins. Við rðstir bernsfcnheimilis míns. Ferðasöguþættir eftir Pétur Sigurðsson. ------«----- ii. NDANFARIN ÁR hefir mig oft langað til þess að sjá Fljótin að sumarlagi. Nú kom tækifærið. Pétur Björnsson, kaup- maður á Sigiufirði, bauð mér sinn ágæta reiðhes., og séra ösk- ar Þortáksson lánaði mér reiðföt, og ég lagði af stað ei-nn samain ínn yfir Siglufjarðarskarð. Ofur- lítil rigning hafði næstum breytt áformi mínu, en veðrið fór brátt batnandi. Hesturinn var eins og hugur manns, og hefi ég sjaldan komið heim aftur úr reiðtúr jafn óþreyttur og í þetta sinn. Siglu- fjarðarskarð er mokkuð sérstakur fjallvegur, og hafa myndast ura hann kynjasögur. Margir hafa orðið þar úti, og var það trú manna, þegar ég var dr-engur, að þar hefðu rikt draugar og forynj- ur. Meira að segj’a kvað svo ramt að um eitt skeið, að fjandinn Jpgðist fyrfr framan Almenning- ana í hvalslíki, svo að ekki varð farið sjóleiðina til Siglufjarðar úr Fijótum, en ógn og dauði héldu völdum á fjallinu. Var fjallið þá vígt, og breyttist mjög um til batnaðar. Oft hefi ég farið þessa leið einn, bæði vetur og sumar, í björtu og dimmu, en aldrei séð draug. Fyrsti bærinn innan við fjallið er Hraun. Kom ég þar við og drakk káffi hjá þeim feðgunum Guðmundi Davíðssyni og Einari syni hans. Þetta er eitt af hinum gömlu og myndarlegu heimilum landsins, sem eiga sína sérstöku sögu. Hraun er mikil og góð jörð. Þar er æðarvarp og tölu- verð veiði í vatninu — Mikla- vatni, tún stórt og engjar miklar og góðar. Fallegt er að líta yfir hlnar grösugu hlíðar, þegar farið er inn með MiklavaSnínu, og fjallgarðurinn þar fyftr dfan er elnn hinn fallegasti á landinu. Hann er hrfkalegur og fjölbreyti- legur í lögun. Hlíðamar era ið- grænar allt upp til hæstu tinda, en drifhvítar fannir á víð og dreif Um allan fjallgarðinn. Þessi fjöll þykir mér einnig falleg að vetrar- lagi, þegar hvergi sést á dökkan díl. En nú er sumar og búsældar- Tegt í sveitum. Þá er fallegt að horfa inn til Stíflufjallanna. Þau eru há og hrikaleg. Þegar bílveg- urinn kemur alla leið inn Áustur- Fijótin, inn Stífluna, yfir Lág- heiði, út í Ólafsfjörð og þaðan norður í Svarfaðardal, mun roönnum þykja gaman að fara þessa leið. Þegar ég reið Upp frá brúnni, senr er á ánni rétt innan við enda Miklavatns, þá rifjuðust upp i'ornar minningar. Mundi ég þá bezt eina för um þessar slóðir. Kom ég þá frá Holtskirkju í Austur-Fljötum og hafði verið fermdur þann dag. Nú einis og þá lagði ég leið mína’áð Barði, en í þetta sinn fór ég ekki lengra. I fyrra skiptið reið Dúi Grímsson með mér, og fórum við þá að Krakavöllum, því að þar var þá heimili mitt. Árið úður hafði ég roisst föður minn og orðið að yf- irgefa bernskuheimilið. Á Barði fékk ég góðar viðtök- ur hjá séra Guðmumdi Benedikts- syni, og var ég þar um nóttina. Þegar ég var háttaður, leit ég út um gluggann og sá þá ógleym- anlega sjón. Öll fegurð er ódauð- leg og alltaf ný. Þótt roenn hafi séð eitthvað, sem er vérulega fal- legt, þúsund sinnum, þá er það alltaf jafn yndislegt. Aldrei geta menn, til dæmis, séð svo margar fagrar konur, að konufegurð hrifi ekki hugi þeirra. Svo er og um sólarlagið. Oft hefi ég séð sól- ina, blóðrfóða og guðdómlega stíga dans í stkó,gu,nujm> í Kaniada, þar sem eimreiðim þeyttist áfram með ástfangna uinmusta og eigin- menn, heim til kvenna þeirra. Og j oft hefi ég' séð fagurt sólarlag s við vesturströnd Noregs, og ekki j éíður í Reykjavík og viðar hér á landi, en þetta kvöld sá ég alveg sérstakt sólarlag. Ofurlitil átta- breyting lyfti lítils háttar undir ský^#tókann, svo að björt rönd greimRídiimin frá hafi. Kom þá úr vesturátt, fram undan hæðun- uini, eldvagn mikill, glóandi og geislabjartur og ók sinni Ijóma- reið eftir hafsins breiðu braut. Neðri rönd þessa eldlega risa- hjóls risti stöðugt dýpra og dýpra í hafflötinn, en annað eins af efri rönd sólarinnar var hulið þykku og diromu skýjabandi, stóð svo eldeyjan þar á rnilli — milli hafs og himins, og sýndist ótrúlega löng. Slíkri fegurð vildu menn geta haldið lengur en nokk- ur augnablik. Nú skildi ég skáld- ið, sem kvað: „Dvel hjá oss guðs sól, hverf ei með hraða“. Næsta morgun var bjart og rigningarlaust, en þykkt loft. Verra gat það verið, hugsaði ég, en nú var ferð minni heitið alla leið inn á afrétt. Ég veit ekki, hvort við mennimir getúm með réttu móti talað um elsku okkar til eins eða anniars. Ef til vill er það allt ímyndun og eiginigimi, en mér finnst ég elsika fjöllin. Nú ætlaði ég að njóta dagsins inni í þrengslum fjállannia, þar sem spor smfladnengs|hs lágu. Þegar ég reið inn eyrarnar í Flókadalnum, þá tætti sólin sund- ur silfruð skýin og hellti geislum Frh. á 4. sf&u. \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.