Alþýðublaðið - 04.09.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.09.1940, Blaðsíða 3
--------- álMÐUBLADIÐ ------------------- Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjérn &Uþý3uhúsinu við Hverfisgötu. r: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (<heima) Hringbraut 218. 4903: ViHij. S. Vilhjálms- son (heima) Brával-Iágötu 50. Afgreiðsla: Alþýðöhúsinu viS Hverfisgötu. Símar: 4-900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. F. Hættuleg fordæmi. Örbirgð og neyð vofir yfir Morð- nrlðnðm, ef bióðveriaF ilira. -----4----- Þeir viija þvinga þau til að taka aftur upp einhliða landbúnað fyrir Þýzkaland. MIÐViKUDAGUR 4. SEPT. 1940. AÐ gelur ekki hjá því farið, aö sú ákvörðun, sem brezka setuliðsstjórnin hér tök, að af-r lokinni ramnsókninini í máli þeirra tveggja Islendinga, sem nýlega voru teknir fastir fyrir að hafa í fórum sínum íeynilegar útvarps- stöðvar, veki alvarlegan ugg hér á landi. Enginn hugsandi íslendingur mun að vísu telja það annað en maklegt, að þessir tveir menn fái réttláta ráðningu þó aldrei væri nema fyrir það eitt, að hafa haft hér leynilegar útvarpsstöðv- ar þvert ofan í íslenzk lö<g, svo að ekki sé talað um það ábyrgð- arleysi, sem brezka setuliðs- stjómin telur vera sa;nn- að, að annar þeirra skyldi Istanda í sambandi við þýzka út- varpsstöð á þeim hættulegu tímum, sem nú eru, og lofa henni Upplýsinguin um ráðstafanir brezka setuliðsins hér á landi, enda var athæfi hans fordæmt einum rómi, bæði í ræðu og riti, af öllum hugsandi Islendinigum, Und'ir eins og það varð kunuugt. x En þrátt fyrir það, þótt áð minnsta kosti annar þessara manna hefði þannig ekki aðeins gerzt brotlegur gagnvart íslenzk- "lum lögutm, heldur og gagnvart Mnu brezka setuliði, var það á- reiðanlega von allra Islemdinga, -uð bæði hann og hinn maðurinn, setm tekinn var, yrðu dæmdir af íslenzkum dómstóli, og það því frentur sem því var yfirlýst fyrir hönd brezku stjómaritnnar, þeg- ar landið var hertekið, að setu- liðið myndi ekki blanda sér inn í innanlandsmál okkar. Og úr því að tmálið var ekki afhent ís- lenzkum dómstóli, hefði að iminnsta ko-sti átt að mega vænta þess, að fulltrúa frá íslenzku dóansmálastjóminni hefði verið gefið tækifæri til þess að fylgj- ast með rannsókninni. Það hefði verið betra fyrir báða aðila. En því miður var það ekki heldur gert. , Hitt mun þó vekja miklu meiri ugg meðal íslendinga, að brezka setuliðsstjómin skuli nú, að af- iokinni rannsókninini, hafa flutt báða mennina, sem teknir voru, til Englands til þess að hafa þá þar í haldi rneðan styrjöldin stendur. Því að þeir eru þó, hvað sem bnoti þeirra líður, íslenzk- ir ríkisborgarar og hafa framið Dnot sitt á íslenzkri grund, o-g við fáum ekki skilið, hvers vegna ekki var alveg eins hægt að hafa 'þá í haldi hér heinia á Islandi. Þetta er okkur viðkvEemt mál. Við höfum í viðskiptum okkar við erlent vald um margar aldir barizt fyrir því að fá að halda íslenzkum lögum og ekki viljað þýðast neinar utanstefnur. Og það' er því ekki nema cölilegt, að við óttumst alvarlega það for- dæmi, sem nú er skapað með brottflutningi þessara tveggja manna til Engtands. En þó að við tefjum okkur hafa mjög gilda ástæðu til að gagnrýna slíka ráðstöfun brezku setuliðsstjórnarinnar, megum við ekki loka augunum fyrir þeirri sök, seim við eigum sjálfir á því, hvemig komið er. Því verður ekki neitað, að íslenzk stjórnar- völd hafa verið allt of andvara- ,tpus gagnvart þeim mönnum, sen* hér eins og aranars staðar, bæði hafa verið og era að verki fyrir Þýzkaland Hitlers og era þess jafnvel albúnir, að halda uppi njósnum fyrir það um ráðstafamir brezka setuliðsins hér, eins og nú hefir sýnt si-g, enda þótt þeim og öllum megi vera það ljóst, að með þvi er ekki aðeins vegið að brezka setuliðjnu hér, heldur og okkar eigin landi og þjóð stefnt í beinan vo-ða. i En þær vanrækslusyndir, sem íslenzk stjómarvöld bæði hafa gert og gera sig enn sék um í þessu efni, eru með tilliti til þess ástands, sem skapazt hefir við hemám Landsins, hættulegri en niokkru sinni áður. Ekki aðeins vegna þess, að hvers konar mold- vörpustarf hér á landi fyrir þýzka nazismamn, svo að ekki sé talað u-m hreinar og bein-ar njósn- ir í þjónustu hans,; getur injög hæglega átt þátt í því, að leiða þýzka árás og. þar með allar hörmungar ófriðarins yfir land- ið, heidur og veg-na þess, að með slíku andvaraleysi og íslenzk stjómarvöld hafa hingað til sýnt andspænis uradirróðri fimtntu her- deildarinnar hér, er brezka setu- liðinu svo að segja boðið upp á það, ef ekki beinlínis knúið til þess, að taka til sinna ráða og bianda. sér inm i okkar innan- landsmál, sem það upphaflega óskaði ekki eftir að hafa nein af- skipti af. Það var sjálfsögð varúðar- skylda íslenzkra stjórnarvalda, að hafa vakandi auga með þeim tveimur mönnum, sem teknir vora af brezka setuliðinu og nú hafa verið fluttir til Englands. Ví3ví að þeir voru báðir áður upp- vísir að því að hafa haft leyni- ÝZKALAND Ieggur nú allt kapp á að koma hagkerfi „verndarlancla“ sinna undir hag- kerfi sitt, og er einn liðurinn í þeirri viðleitni sá, að fá sem flestar þjóðir Evrópu til að taka lupp akuryrkju og landbúnað eða amka hann. ' í í i 1 grein, sem nýlega birtist í „Aftenbiadet" í Osló er farið hörðum orðum um þessa stefnu, eins og hún kemur niður á N-orð- urlöndum og segir í greininni m. a. þetta: „D-anska iðnráðið hefir þegar mótmælt þessari stefnu og lýst yfir því, að hún myndi leiða til fátæktar fyrir allar stéttar Dan- merkur, nema bændur. Það væri gott, ef fólk hérna imegin Skageraks (þ. e. í Noregi) gerði sér þetta einnig Ijóst, eins 'Og aðra ágalla á bví fyrirkomu- -lagi, sem verið er að þvínga -o-ss undir. Danska iðraráðið hefirrétti- lega bent á, að það eru að minnsta kiosti eims margir Danir, sem lifa á iðnaðarframleiðslu legar útvarpsstöðvar. Og ef nægilegt eftirlit hefði verið haft með þeim af okkar hálfu, hefði aldrei til þess komið, að þeir hefðu verið teknir fastir af hinu brezfca setuliði hér, hvað þá held- lur dæmdir o.g fluittir af landi burt af því. En þá varúðarskyldu vanraéktum við sjálfir og létum brezka setuliðið eitt um að hafa- hendur í hári fimmtu herdeildar- itínar. Einnig sú staðreynid felur í sér hættulegt fordaemi, sern viö verð- um alvarlega að varast að farið ýerði eftir í framtíðiinni. eins og landbúnaði, nefnilega 30 o/o af hvoru um sig. Vaknar því eðlilega sú spuming, hvað verða eigi um þá tvo þriðju hluta þjóð- arinnar, sem eiga ekki því láni að fagna að hafa áður lifað á Landbúnaði. j { ri i , , Þessa sama getum við spurt, og ekki síður Svíþjóð. Auk þess þurfum vér að reikna með um 101/2,°/o þjóðar vorrar, sem lifir á fiski- og hvalveiðum. Ef vér hætt' um við þessar atvinnugreinar og og þar með einnig við útflutn- ingsverzlun vora, þurfum vér ekki síður en Danir að horfast í augu við „fátækt og örðugleika", svo notuð séu sömu orð og í yf- irlýsingu iðnráðsins danska. Það fer ekki hjá því að hið nýja fyrirkornulag muu leiða til þess, að vér getum ekki boðið almenningi hér á landi hin sömu lífskjör og fyrir ófriðinn, en þá vorai lífskjör alls almennings hér á landi eins og annars staðar á Norðurlöndum ein hin beztu í heiminum. Skerðing útf iutningsverzl unar, vorrar, sem framkvæmd mun verða með hinu nýja fyrirkomu- lagi Þjóðverja, getur ekki gert annað en að auka fátækt vora og og neyð“. Samtíðin, 7. hefti yfirstandandi árgangs er nýkomið út. Efni: Viðskiptasam- band vort við New York, Ófram- færinn einræðisherra, Ingólfur Kristjánsson: Tvö um kvöld (kvæði), Þeir vitru sögðu .... Hans Klaufi: Hin gömlu kynni (saga), Frú Tabouis segir frá, Ég er tengdamóðir, Rotturnar í Khöfn, Úr bréfi, Gaman og alvara, Bóka- fregnir o. fl. isljiyi og ftxarfjSFinr. Ferðasö'guþættir eftir Pétur Sigurðsson. (Nl.) Paö er nú koinið þar með nú- tímamanniinn, aö hann mennir he'zt ekkert að fara nema í flug- vél og bíl, 'Og sumir era farnir að örvænta urn sáiina, að hún leggii Uipp í ferðalag sitt héðan úr heimi, þreytt og mædd, nema hún fái að fara í bíl. Svo hefir -einn kunningi minn kveðið: „Burt frá heimsins harki og skríl Ihéðan mænir sáli'n þreytt, en fái hún ekki að fara í bíl, þá fer hún sjálfsagt ekki neitt.“ Bið hann afsökuínar, ef vísan •er ekki rett. Ég „pikkaði" hana upp, eins 'Og vinir mínir, V-estur- Islöndingarnir, mundu segja. Ég fór því austur yfir Rey-kja- heiði í bíl, en þegar austur í Keiduhverfið kom, ætlaöi ég að njóta bMðu dagsins og fegurðar Jandsins og fara hægt yfir á reið- Tijóli mínu, en vegurinn eyðilaigði þá skemmtun að mestu. Fór ég því með áætlunarbíl frá Lindar- brekku og austur í Ásbyrgi, en þar varð ég eftir. Ég hafði einu sinni áður kiomið um þessar slóð- ir, lá þá úti yndisfagra sumarnótt í Kelduhverfinu, en gat ekki skioðað Ásbyrgi. fcg undi mér svo nokkrar klu'kkustundir í Ásbyrgi, og hóf ég þessa ferðasögu mína þar. Slórliuga hafa fommenn verið, og ekki ber guðshuigmynd þeirra vo-tt Um kotungssál. Ef þetta eina hestspor — Ásbyrgi — sem kvað vera endurminning frá yfirreið guðanna, -getur verið jarðarbúum' slí-kt yndi og skjól, er ekki að furða, þótt rriénn hafi jafnan talið hinar máttugu verar átrúnaðar þerrra hæli bezt. Fögur og mikil- fengleg eru víða í mannhcimi spior hinna skapandi afla, sem birtast ýmist í hinni mildu .og 011011 móðurlegu fegurð eða féiknstöfum hinma hrikalegustu náttúrufyrirbrigða, en Ásbyrgi er eitt hið markverðasta þeirra. Engir rónnærskir keisarar hlóðu slikar hallir til lofs og dýrðar sigurfrægð sinni, ei-ns og þetta mikilfenglegasta hringleikhús heinrsins, sem guðirnir sjálfir vígðu skapfestu og stórhug hins raorræna anda, en ekki blóðugum hrýðjuverkum kúgunar og of- beldis. Segja má, að hin ferlegu öfl, sem fjallgarðinn hlóðu, er skiiur að SuðurLand og Norður- Land, hafi skipt sarangjarnlega, er þaui 'létu SuðurLand fá í sin-n hlut: Þingvelli, Geysi og Gull- fosfl en Norðurland: Mývatns- sveit, Ásbyrgi og Dettif-oss. Við kfhgang hins afgirta Ás- byrgis er skráð þessi stutta en markvissa þrédikun, og þyrfti slík að hljóma oft og hátt í eyr- um landsins barna: „Hér er öllum frjálst a'ð dvelja. Hér e-r griðarstaður. Gerist ekki griðniðingar með því að spilla gróðri eða landi, kveikja eld á hlóðum, ganga óþrifalega um, skilja við opin hlið. — Umgengni lýsir innra kianni.“ Því miður hefir þessi jörð vor, bæði fyrr og síðar, alið í brjóst- um sér svo óverðugar og litlar sálir, að rænt hafa helgidöma, svívirt átrúnað sinn, vanhelgað, skemmt og saurgað alla fegurð og fótumtroðið fi'ekjulega hvern helgan rei-t. Öll viðleitni smekk,- vísra og góðra manna til þess að uppræta slíkan vesaldóm, er hrósverð. Það hefir löngum verið skoðun manma, að engir óþrifa- gemlingar væru verðugir neins guðsríkis, og minna allir fagrir og heilagir staðir á þá eðlilegu og mannlegu sko’ðuin. Er ég hafði notið nokkurra sælustunda í þessu fornhelga byrgi ásanna, steig ég á bak reið- hjóli mínu- og hélt að Skinna- s-tað. Hefir mig lengi lan-gað til að hitta húsbóndann þar — séra Pái Þorleifsson. Hefi ég lesið ýniiislegt eftir hann, bæði um menniragu og ómenningu, og fleira, er mér hefir geðjast mæta vel. Það var nokkuð gestkvæmt á Skinnastað um þessar mundir. Upprunalega var það ætlan mín, að fara með „Esju“ þan-n 11. mánaðarins frá Kópaskeri og austur fyrir Land, en, svo var á- ætlun skiparana breytt, og varð ég þá að breyta minni líka. Ég lét mér nú nægja að gista eina nótt á Skinnastað, en atvikin komu því þannig fyrir, að ég dvaldi þar einn dag í hakaleið- inni. Ég héit áfram alla leið út á Kópasker, en það er í fyrsta sinni á æfinni, sem ég hefi neynt að nota skurðina meðfram vegin- (um í staðinn fyrir veginn sjálfan, en svo var hann gersamlega ó- hæfur með köflum fyrir reiðhjól. Á Ieiðinni út eftir skoðaði ég Grettisbæli. Ekki hefir verið á- rennilegt að sækja Gretti þang- að heim í slæmu erindi Ég mældi bergraftana, sem lagðir voru hlið við hlið í 'j>ak yfir bæl- lið, og voru þeir um 5 fet á lengd og ein alin -og 17 þuml- ungar að þvermáli. Ekki hefðu tveir menn eiins og ég farið langt með þá. Með naumindum gat ég látið síga vat-n undir annan enda steinsins, sem var yfir inngangin- um. Hægt er að skríða inn í bæl- ið, en lágt er nú orðið uindir loft og langt frá því að litlir menn, hvað þá stórir, geti staðið þar Uppréttir. Bréf var þar inni til Grettis, milli tveggja steina. Ekki yar það langt eða mierkilegt, en ritað af einhverjum heilhuga að- dáanda kappans. Á Kópaskeri tók góðkunningi — Sigurður Gunnarsson kennári — á móti mér, en til hans var Mka ferðinni heitið. Ég dvaldi svo Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.