Alþýðublaðið - 23.09.1940, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 23.09.1940, Qupperneq 3
MÁNUBAeUR 28. SW*T. 1»4§ ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðulvúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vifejáms- son (hfeima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hyerfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lau ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Kjotið og kaupið. ---------» -- HVAÐ eiga verkamenn og aðr ir launþegar að segja við þeim bo'ðskap kjötverðlagsnefnd' »r, senr þeír fá í þetta sinn svo að segja í sömu andráhni og hina nýju vísitölu kauplagsniefnd- ar? Um leið og kaupið á að hækka um 19»/o, 24°/0 eða í allra mesta lagi um 27 »loy mi'ðað við það sem greitt var fyrir stríðið, á kjötið að hækka í verði um allt að 68°/o! Þetta eru þá efnd- irnar á því samkomulagi, sem gert var þegar gengi krönumiar var lækkað, að verölag á land- húnaðarafuröum innanlands skylidi ekki hækka nema jöfnUm .höndum og í sama hlutfalti og kaupgjaldið! Nú voru ákvæði gengislaganna utn verðlag á kjöti og mjólk að vísii tekin út úr þeim, þega.r lög- in vonu endurskoðuð um nýjár síðastliðinn vetur. En það var engu að' síður gengið út frá því á alþingi, enda ekki mótmælt af neinum alþingismanni, þegar fé- lagsmálaráðherra lét orð falla í þá átt, að verðlag á kjöti og mjólk ætti sizt að hækka meira , á inn.lendum markaði, en kaupgjaldiö. Það er því ómcgu- legt að líta öðru vísi á, en að með ákvörðun kjoíver'ðlagsnefnd- ar (hún var gerð' á móti atkvæði Alþýðuflokksmannsins, sem sæti á í nefndinni) sé raúnverulegá svikið’ það samkomulag, sem lá til gmndvallar fyrir ákvæðum gengislaganna um dýrtíðaruppbót kaitp verkamanna. Það er enginn að segja, að bændur eigi ekki að fá hækkað verð fyrir afurðir sínar, eins log allar aíðrir. Þeir fá líka stórkostlega hækkað verð fyr,ir allar þær afurðir, sem þeir geta flutt út. En það er ó- verjandi að miða verðhækkunina á kjötjnu á innlendum markaði viö þá verðhækkun, sem orðið heri" á erlendum markaði, og ætla að sel ja kjötið hér innanlands við álíka uþpsprengdu verði og hinar erlendu matvörur, meðan verka- naönnum og öðrum launþegum' á landinu er með lögum bannað að knýia frain kauphækkun til jafns við slíka verðhækkun.. Það er eitki annað sjáaimlegt, en að ákvörðun krötverðlagsnefnd ar hljóti undir slíkum krinígum- stæðum að leiða til þess, að kjöt- neyzla fari stóruni minnkandi í landinu. Verkamenn geta ekki veitt sér kjöt við slíku verði, meðan þeir fá ekki aðra kaup- hækkun en þá, sem leyfð er í gengislögunum. Maður skyidi því ætla, að það hefði verið eitthvað skynsanrlegra, svm að. ekki sé sagt heiðarlegra, með tilliti til þeirra lofprða, sem búið var að gefa verkamönnum um verðlag á inn- lendum afurðum. að ákveða að minnsta kosti verðið á saltkjöt- inu, sem ekki er hægt að flytja út, svo mikið lægra að allur al- menninigur gæti keypt það. En Framsóknarfioringjarnir og full- trúar þeirra í kjötverð- lagsnefnd eru ekki að'eins búnir að gleyma öllum geinum loforð- lum í sambandi víð ákvörðun dýr- tíðaruppbótarinnar á kiaup verka- manna. Þeir virðast líka vera að missa hæfileikann til þess að hugsa þó ekki væri nema lítið eitt frarn í tímann. Það er sami strí&sgróðahugurinn, sem gripið hefir þá og stórútgerðarmennina í Sjálfstæðisflokknum. Og ábyrgð artilfinningin fyrir velferð' þjóð- arheildarinnar virðist ekki vera miðið meirí en hjá þeim. Gleymd eru öl) hin mörgu að- vörunanorð, sem Tímimn lét fyrir tæpu ári síðan falla um hættuna, se.m þjóðinni gæti stafað af því, a'ð „skrúfa“ skapaðist á milli kaup 'lags og verðlags í landinu. En þá var líka verið að hugsa um það, að halda niðri fciupi verka- manna. Nú er ekki lengur talað um hættuna af slíkri skrúfu, þeg ar u.m jjað er áð ræða að hækka verðið á afurðum bænda. Nú gengur Timinn — og þeir sent a'ð honum standa, fram fyrir skjöldu í því að skapa skrúfu milli verðlags og kauplags íland- inu, þrátt fyrir j)á hættu, sem framtíð þjóðarinnar stafar af slíkri þróun. Það getur ekki hjá því farið að slíkum svikum verði á sínum tíma svarað af verkamönn- uim og ö'ðrum launþegum lands- ins. Eniginn mun geta fur'ðað sig á því, þó að um nýjár í vetur, þegar gengislögin falla úr gildi, verði gerðar allt aðrar og alvar- legri kröfur um kauphækkun, en hingað til. Hvernig ættu líka verka menn og aðrir launþegar annars að geta lifað í þessu landi, j>eg- ar þannig er að þeim búið, eins og samanburður á síðustu kjöt- hækkuninni og kauplagsvísitöl- unni ber raunveruiegan vott um? Hraifef’iIfT nlla daga. Blfresðasföð Akoreyrar. Eifrelðastöð Síeiötíórs. Skaðsamleg skrlf nm vlðkvæm vandamál. -----«--- Hversu lensi á paD að viðgauoast, að rikis- stjóruiu sé oplnberleoa sðkuð um landráð! HERNÁM landsins, yfirráð erlends hervalds yfir landi voru til hernaðaraðgerða, hefir vitanlega í för með sér mikla erfiðleika fyrir þjóðina og ekki sízt fyrir fulltrúa henn- ar, ríkisstjórnina. Öll þau mál, sem þetta snerta, eru ákaflega viðkvæm og hættuleg, og mun ríkis- stjórnin gera allt, sem í liennar valdi stendur, til að halda fram rétti okkar og draga úr afleið- ingum hernámsins, Enginn mun Öfunda ríkis- stjórnina af þessu hlutverki, og enginn maður, sem mark er á takandi, mun efast um það, að hún geri skyldu sína að fullu í þessum málum. Fyrir nokkrum dögum barst sú fregn út um bæinn, að brezku hernaðaryfirvöldin hefðu farið fram á það, að loft- skeytatækin yrðu tekin úr tog- urunum. Þegar í síað og þessi málaleitun eða krafa kom hing- að, tók ríkisstjórnin málið til meðferðar og lýsti yfir því, að þetta myndum við telja alls- endis óþolandi. Þarf ekki að geta þeirra raka, sem ríkis- stjórnin mun hafa borið fram máli sínu til stuðnings. Þau eru öllum íslendingum ljós. Síðan hefir málið verið rætt milli rík- isstjórnarinnar og herstjórn- arinnar. Herstjórnin hér mun ekki liafa fullt vald til rieinna fullnaðarákvarðana, og verður því að senda kröfur eða tilmæli íslenzkra stjórnarvalda til yfir- hersíjórnar Bandamanna, á- samt umsögn flotastjórnarinn- ar hér. Hverjum einasta sönnum ís- lendingi ætti að vera skiljanleg sú erfiða aðstaða, sem við eig- um við að búa nú. Þetta kemur og berlega fram í blaða- mennsku hjá fjórum aðalblöð- um landsins síðan hernámið varð. Það ríður á því að um við- kvæm og erfið utanríkismál sé ekki skrifað af æsingum meðan þau eru rædd, það ríður á því að þjóðin sætti sig við það, að málin séu í hÖndum fulltrúa hennar, og hún treysti því að þeir geri það, sem hægt er að gera jaeim til lausnar. Ekkert mál af því tægi fær heppilegri lausn fyrir að um það séu skrif- aðar hatrammar æsingagreinar og í sambandi við það birt ó- sannindi til að sverta og sví- virða ekki aðeins hið erlenda setulið, heldur og einnig full- trúa þjóðarinnar. Það er aðeins eitt þlað í land- inu og einn flokkur manna, sem vinnur að því leynt og ljóst að breiða út slúðursögur, róa und- i ir með rógi um menn og mál- efni og koma af stað lýðæsing- um. Þetta blað er Þjóðviljinn, málgagn kommúnista. Gróu- sögur, sem búnar eru til í her- búðum þessa þjóðlausa lýðs, er dreift út meðal almennings og eftir að þær eru búnar að ganga um dálítinn tíma, eru þær birtar í blaðinu sem frétt- ir. Auk þess notar þetta fólk hvert éitt og einasta tilefni, sem gefst til svívirðinga, æs- inga og árása og gerir úr hverri mýflugu úlfalda. Þetta skapar hættulegan ótta hjá fólki, alls konar ímyndanir, auknar sögu- sagnir og vaxandi úlfúð. Þegar í sumar birti málgagn kommúnistaflokksins grein, þar sem það hélt því fram, að ríkisstjórnin hefði vitað um hernámið, áður en það skall yf- ir, og að í raun og veru hefðu ráðherrarnir samþykkt það. Ríkisstjórnin sá ekki einu sinni ástæðu til að mótmæla þessu sem slík. Það var látið nægja að önnur blöð mótmæltu því. Virðist ríkisstjórnin álíta þá fyrirlitningu nægja, sem vitað er að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sýnir þessum flokki og þessu blaði. En það nægir ekki. Það er vitað að töluvert margir sækja eftir æs- ingafréttum og æsingaskrifum. í krafti þessa starfar blað kom- múnista. Því gengur líka til að koma af stað sundrungu og upplausn í hinu íslenzka þjóð- félagi. Og vita menn fyrir hverja er starfað, þegar að því er unnið? Út af því máli, sem gert er að umtalsefni í upphafi þessarar greinar, birtir blað kommúnista eina róg- og æsingagreinina í gær. Þar stendur meðal annars þessi klausa: „Þjóðstjórnarblöð- in leyna lesendur sína öllu því, sem þau vita um þessi mál, svo að Bretinn verði ekki ónáðaður af íslenzku almenningsáliti meðan hann er að kúga ríkis- stjórnina.“ Þannig spila þessir rúss- nesku „agentar“ sig einu ætt- jarðarvinina á þessum tímum. Það ætti að nægja, að menn viti á hverra útgerð þau róa. En samt sem áður virðist vera komin full ástæða til þess, að æsinga- og róg-skrif um hættu- legustu málin, sem nú steðja að, séu ekki leyfð lengur. Sameining allrar þjóðarinnar til varnar gegn hættunni, sem að henni steðjar, er, sem stend- ur hið eina nauðsynlega. XX>OöööOööööí Rúgmjöl aðeins kr. 0.60 pr. 1 kgr. HVEITI, bezta teg. 0.70 kgr. Flest til slátrurs og sultu- gerðar bezt og ódýrast. Komiö! Símið! Sendið! BMEKKA Ásvallagötu 1. Súni 1378 TjarnarMðin Sími 3570. >oc<>oooocxxxx I-------™----------— Aiþjrðifloklsfélai stofoað á Hellissandi ' * ijil.Íí \*é i . AGNAR JÖHANNESSON ér nú á ferðaliagi um Snœfells- sýslu. S/ofnaðj hann Alþýðu- flokksfélag að Hellissíandi I fyira-' kvöld. Er þar mikill áhugi meðal yngri manna fyrír málefnum Alþýðu- fiokksins. 1 bráðabirgðastjórn félagsins voru feosnir: Arrboe Clausen, Einar Snæbjörnssion og Karl El- íasson. FramhaldsaÖalfundur verð ur haldinn innan skamms. Hrastalindor seldar. NÝLEGA var „Þrastalund- ur“ seldur. Sigurður Jón- asson forstjóri hefir undanfar- ið átt „Þrastalund“, en seldi hann Páli Melsted stórkaup- manni. Lögfræðis- og fasteigna- skrifstofa Gunnars Sigurðsson- ar og Geirs Gunnarssonar sá um söluna. Samkvæmt útreikningi kauplagsnefndar er vísitala farmfærslukostnaðar í Reykjavík að meðaltali mánuðina júlí til september 1940, miðað við 100, mánuðina janúar til marz 1939, 136. Kaupuppbætur samkvæmt lögum um gengisskráningu og ráðstafanir í því sambandi verða því: í 1. flokki 27,0% - 2. — 24,0% - 3. — 19,3% Viðskiptamálaráðuneytið, 21. sept. 1940. Nýkomið: Bómullargarn í mörgum litum. Dúnhelt og fiðurhelt léreft. Damask. Flúnell. Tvisttau. Léreft hvítt og mislitt’ Gar- dínutau. Leggingar á kjóla. Stoppgarn o. fl. Verslnnin Ðyngja, Langaveg 25.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.