Alþýðublaðið - 24.09.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.09.1940, Blaðsíða 3
frRIÐJUDAGUR 24. IBPT. 1*4« —— ALÞfðöBUDIÐ -------------------------- Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lau i A L Þ Ý Ð U P R ENTSMIÐJAN ♦-------------—----i ————-----------f----♦ Svikamylla dýrtíðarinnar. SVIKAMYLLA DÝRTÍÐAR- INNAR heldur áfrain hröð- -«m skrefum. Allar vörutegundir Stórhæk'ka í verði, og svo virðist, að í kjölfar hinnar lítilfjörlegu kauphækkunar til verkamianna og annara, sem taka laun, komi. í tívert sinn gífurieg hækkun á inn- lendum fæðutegundum. Að þessu sinni kemur verð- hækkunin á kjötinu, sem er nær •eindæma mikil, og hækkunin á fiski iog kartöflum. Ekkert af þessum stórkostlegu verðhækkun- mm kemur nú til útreiknings á vísitöLu, og ekki fyrr en um nasstu áramót, en hvaða verð- hækkanir koma þá daginn eftir að vísitalan hefir verið reiknuð öt? Það er orðið almenninigí ljóst, hvað' snertir hinar erlendu vör- ur, að ])á hefir verðlagsnefnd haft þar tök á mörgu og komið í veg fyrir augljóst okur. Er og skiljanlegt, að erlendar vörur hækki í verð'i eins og nú er á- statt í Evrópu og þar sem flutn- ingsgjöld öll hafa hæk'kað svo gxfurlega. Það er líka eðlilegt, að inn- lendar vörur hækki eitthvað. En það skilur enginn maður, að þær þurfi að hækka miklu meira en sem nernur hækkun vísitölunnar ©g kaupsins til þeirra, sem taka laun. Það er þess vegna eðlilegt, að neytendur til dæmis hér í Reykja- vík fyllist mikilli gremju yfir þeirri gífurlegu og ósvífnu verð- hækkun, sem orðið hefir á kjöt- inu, kartöflunum o. s. frv. Þvi að ekki er annað sjáanlegt, en að verið sé vísvitandi að 'flá al- menning inn að skyrtunni. Enda mun verðið ekki vera miðað við möguleika okkar til að geta keypt vörurnar, heldur ei'nhverra ann- arra. Það eru stríðsgróðarm'enn hér á ferðinni, ni'ennirnir, sem haft er vakandi auga með í öll- um leitt illan bifur á. Það er líka þannig, að full- trúar framleiðendanna hafa, til dæmis í kjötverðlágsnefnd, öll þessir fulltrúar taka ekki minnsta tillit til neytendanna. Þar er allri samvinnu gefið langt nef, öllu samkomulagi neitað og hnefi valdsins notaður út í yztu æsar. Hvers vegna er ekki verðlags- nefnd látin fjalla um verðlag á innlendum afurðum, eins og hún fjallar um verðlag á erlendum vörum og eins og kauplagsnefnd reiknar út og ákveður kaup þeirra, sem taka Laun sín? Það er vegna þess, að það er ekki óskað eftir því, að neytend- umir hafi þárna neitt að segja. Það er ekki ætlast til þess, að aðrir en fulltrúar frámieiðend- anna korni nærri verðlaginú. Hér í blaðinu var skýrt frá því, í gær hvað fiskur kostaði nú. Upp úr bátunum hefir hann hækkað frá 50 p'g upp í 100°/o-eða meira. I gær var verÖhækkunin i smá- sölu enn ekki orðin nærri eins mikil. En hve mik-il verður hún á roorgun? Eftir venjunni er ekki hægt að búast við öðru, en að fiskurinn í smásölu hækki enn mikið næstu daga. Það er alveg rétt, að reynslan er sú, að kauphækkanir koma allt af seinna en dýrtíðaraukn- ingin ojg að kauplækkanir koma allt af seinna en verðlækkanir, en hversu lengi stendur stríðið? Hversu lengi geta menn treint fram lífið' eins og ástandið er? Eina vonin til þess, að menn þurfi ekki beinlínis að svelta hérna núna fyrstu vetrarmánuð- ina er su, að sumaratvinnan hefir verið óvenju góð, sæmiiegt kaupgjald og mikil vinna. Samt sem áður gerir ekki betur en að standist á daglegar þarfir og dagiegar tekjur. Krafa almennings er nú nú, að verðlagsnefnd fái tii úrskurðar verðlag á inhlendum afurðum og að full dýrtíðaruppbót komi á kaup allra launþega. Undanfarið iendra afúrða. Launþegarnir ein- ir hafa verið út undan, á þeim einum er níðst. =!”!= völd, 'Og það hefir sýnt sig, að ilMðoflokksfélag Reykjavíkiir heldur fund í Iðnó miðvikudaginn 25. sept. kl. 8,30 að kvöldi (gengið inn um norðurdyr). FUNDAREFNI: 1. Félagsmál. 2. Undirbúningur fulltrúakosninga til sambandsþings. 3. Ingimar Jónsson: Framtíðarskipulag alþýðusamtak- anna. (Álit 13 manna nefndarinnar.) 4. Önnur mál. r - , /. Félagar! Mætið vel og stundvíslega. • STJÓRNIN. löndum >og fólk hefir yfir- hafa framleiðendur íslenzkra af- urða viljað fá jafnvel meixa en svarar tll auxningar á verði er- N ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fr, sendi- herra Ðana er sextíu ára í dag. IDAG er sendiherra Dana á íslandi, Frnnk lé Sage de Fontenay sextíu ára. Kom hann hingað til lands í janúar- már.uði 1924 og hefir því dvalið hér sextán og hálft ár. Herra de Fontenay er mikill fræðimaður og vísindamaður um sagnfræðileg efni, >og hefiij lagt sérstaka stund á menningarsögu þar á meðal mennimigarsögu og tungu austrænna þjóða. Hann les um tuttugu tungumál og hefir ritað margt og mikið um sagn- fræðileg efni. Alþýðublaðið náði tali af sendi- herranum á heimili hans í til- efni af afmælinu. — Þér eruð fæddur í Dan- mörku? —Já, ég er fæddur á Norður- Sjálandi, en þar átti. faðir minn. búgarð. En eins og nafnið bend- ir til er ég franskur i ættir fram. Ég tók stúdentspróf frá Friðriks- borg sumarið 1899 og lauk há- skójapröfi í sögu, A studentsár- um mínum dyaldi ég á Garði og kynntist.þar íslendingum, sem ég endurnýjaði svo kunningsskap við þegar ég kpm hingað til Isiands. Meðal þeirra, sem ég kyrintist á studentsárum mínum voru Jón Proppe, Guðmundur Finnbogason og sér Gísii Skúlason á Stóra- Hrauni. . — Þér lásuð ísienzku, áður en þér komuð hingað til iands? — Já, ég fékk mikinn áhuga á íslenzkum fræðum á skólaárum minum, einkum fornkvæðunum. Á stúdentsárum mínurn héit ég á- fram að stunda norræn fræði. Þá naut ég tilsagnar Finns Jóns- sjonar prófessors og tók þátt i æfingum hjá honum. Þá fór ég >að geta lesið íslenzku. Svo ias ég sögu Sverris konungs hjá Steen strup. — Þér hafið ritað mikið um / menningu Asiuþjóða? — Já, ég hefi kynnt mér hana nokkuð. Á stúdentsárum mínum þegar ég var að lesa sögu Spán- ar, ias ég sögu Mára. Þá vaknaði áhugi minn á austurlenzkum fræð um. Fyrst las ég sögu og tungu Araba og því næst sögu Indlands, Kína og Japans. De Fontenay hefir, eins og áð- úr er sagt, ritað juörg fræðirit og ritgerðir. Hann var einn beirra sem gáfu út Veraldarsögu Gyld- endals og sanidi af því riti um 900 blaðsíður. Meðal annara rita hans eru: „Islandsk Digtning í det 19. Aarliiundrede“. Er það fyrirlestur sem fyrst var fluttur í „Dansk- islandsk SamfuiuT* í marz 11)26, en síðán haldinn aukinn og end- Urbættur fyrir -dönskum lýðhá- skóiakennurum á Laugarvatni í í ágúst 1939. Var hann síðan enn úimbættur og birtist í riti um ferð. Iýðháskóiakennaranna ása,ryt öðmm fyrirlestrum, er þeir hlýdd'u, sem kemur út nú í sttm- ar. I erindi jressu eru sett fram yiðhorf til fagurfræðiiegs rnats á skálcískap Jónasar Haligrínissonar iitariýsingpm hans, skáldskapar- nýgerfingum hans og máíhreins- „íslenzkuw skáldskapur í 1000 ár í „Lögrétta“, Rvk. 1930. Bend- ir höf. þar á, að íslenzkur skáld- skapur það ár hafi átt 1000 ára afimæli, ef taiið sé frá Agli. „Arabisk menningaráhrif“ í í „Skími“ Rvk., 1913. Hefir rit- gerð þessi, nokkuð breytt, verið prentuð á dönsku í ,,Dansk-is lands Samfunds Aarbog“ 1934. Þetta er fyrsta greinargerð um orð af arabiskum upprnna í nor- : rænum málum og fyrsta safn slíkra orða, er út hefir komið. Fylgir með menningarsögulegt mat og niðurskipun. „Höfðingjabragur með Aröbum og íslendinguim í fornöld" í • í „Skírnir“ Rvk. 1934. am :f' ’ Er þetta algerlega fmmlegur samanburður á menningU' og hugs unarhætti Forn-Araba og Forn- íslendinga, og er bent á sam- svip, sem talinn er stafa af því að báðar þjóðir búa að vissu leyti við svipuð náttúruskilyrði oglífs kjör. „Uppmni 'Og áhrif Múhammeds trúar“, fyrirlestrar fluttir við há- ■ skóla íslands veturinn 1939—1140. En auk þess, sem hér er nefnt Fr. la Sage de Fontenpy, hefir de Fontenav skrifað fjölda fræðigreina, sem of langt yrði upp að telja. De Fontenay hefir ferðast viða uim landið og kýnnst mönnum af öllum stéttum. Síðast í sumar ferðaðist hann landveg nærriþví hringferð uim landið, eða frá Kirkjubæjarkiaustri til Seyöis- f jarðar. Og ennþá hefir hann hinn sama áhuga og á háskólaárum sínum á Islandi, fólkinu, sem þar býr og íslenzkum fræðum. Dðkkn ensku efnin \ eru komin. G. Blarnason & Ffeldsted e. m. Landakotskólinn. Kennsla hefst þriðjudaginn 1. október kl. 10 árd. Vegna aukins hitakostnaðar greiðist kr. 10,00 aukagjald yfir veturinn. Börnin komi með læknis- vottorð. SKÓLASTJÓRINN. Bðyttjavík - Akoreyri Hraðferðir alla daga. . . . ■■.!;'• •.'•>.■•' • - ’ -'■'; Bifreiðastðð Akureyrar. Bifreiðastðð Steindðrs. Auglýsingum, JL sem birtast eiga í Alþýðublaðinu samdægurs, sé í siðasta lagi skilað til afgreiðslunnar fyrir kl. 11 Vz árdegis. Neðanmá lssagan sem að undanförnu hefir komið í AÍþýðu- blaðinu, kemur bráðlega út sérprentuð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.