Alþýðublaðið - 17.10.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.10.1940, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 17. OKT. 1940. ALPÝ®yBLA©i© xti Skipstjóra- os stýrinaBBafélaps Bvfknr Kauptaxti Skipstjóra & stýrimannafélags Reykja- víkur á togbátum, þ. e. mótorbátum og línuveiðagufuskip- um, sem fiska með botnvörpu, skal vera sem hér segir: 1. Skipstjóra, vönum botnvörpuveiðum, greiðist 2 hásetahlutir og frítt fæði. 2. Stýrimanni, vönuni botnvörpuveiðum, á skipi með skipstjóra vönum nefndum veiðum, greiðist IV2 hásetahlutur og frítt fæði. 3. Stýrimanni, vönum botnvörpuveiðum, á skipi með skipstjóra óvönum nefndum veiðum, greiðist 2\há- setahlutir og frítt fæði. Sigli skipið með aflann til sölu á erlendum markaði, og verði fyrir töfum í ferðinni af völdum ófriðarins, sjó- tjóns eða vélarbilunar, sem nemur meir en 6 sólarhring- um samanlagt í ferð, greiðist skipstjóra og stýrimanni kaup það, dýrtíðaruppbót og stríðsáhættuþóknun, sem greidd er á samskonar skipum á flutningum með ísvarinn fisk á erlendan markað, samkvæmt kauptaxta Skipstjóra- & stýrimannafélags Reykjavíkur þann tíma, sem tafirn- ar tóku samanlagt lengri tíma en 6 sólarhringa í ferð. Útgerðarmaður tryggi afla skipsins á sinn kostnað. Ónýtist afli af völdum sjótjóns, skiptist vátryggingarupp- hæðin á sama hátt og andvirði aflans. Skipseigandi tryggir á sinn kostnað hvern skipstjóra og stýrimann fyrir dauða eða örorku af völdum ófriðar, eða ósörmuðum orsökum, samkvæmt lögum, þó skal enginn skipstjóri eða stýrimaður vera tryggður fyrir minni upp- Jhæð en kr. 21.000.00 — tuttugu og eitt þúsund krónur. % Kauptaxti þessi gildir frá 15. október 1940 til 31. des- ember 1940. Þannig samþykktur á félagsfundi 14. október 1940. Kaupi Blikbdósir nndan skornn neítóbaki (tveggja og þriggja krónu stærð fyrir 5 aura dósina. Sé um að ræða 50 dósir eða fleiri í einu, er verðið 6 aurar. Dósirnar verða að vera óskemmdar og með loki. Verzlun Guðmundar Guðjónssonar Skólavörðustíg 21. Verzlunio á Klapparstfs 11 Selur allar nýlendu- og hreinlætisvörur. — Kynnið ykkur verðið. — Áherzla lögð á vörugæði. Gapfræðaskólinn í Reykjavik verður settur mánud. 21. okt. , f Nemendur 2. og 3. bekkjar mæti kl. 2. Nemendur 1. bekkjar mæti kl. 4. Kennarafundur laugard. 19. okt. kl. 10. INGIMAR JÓNSSON. Frá Petsamo til Reykjavíkur ---o--- Frásðgn Finns Jónssonar alpingismanns --->--- Niöurlag. Bifreiðar biðu okkar á járn- brautarstöðinni í Rovaniemi og þó kominn væri háttatími var einskis annars úrkosta en að halda áfram ferðinni, því þarna eru þeir fáu gististaðir, sem til eru, fullir af ferðamönnum, enda enginn, sem getur hýst svo mikinn mannfjölda í senn. Var nú ekið til Hotel Pohjan- hovi (Norðurhof), sem er stærsta og bezta hótelið í Rova- niemi, byggt úr steinsteypu og í funkisstíl, til þess að drekka þar kaffi. Að lokinni þeirri at- höfn kom í ljós að bílarnir, sem áttu að vera 10 30 manná bílar, voru ekki nema 8V2, því fleiri voru ekki til. Var því úr mjög vöndu að ráða að þjappa far- þegunum í þá, en J. Hólmjárn gekk að því af miklum dugn- aði. Fór fyrsti bíllinn á stað kl. 2, en sá síðasti kl. 4 um nóttina. Veðrið um nóttina og næsta dag var hið bezta, — hreinviðri og sólskin og voru menn í sólskinsskapi þrátt fyrir örð- ugt ferðalag og hlökkuðu til að komast um borð í Esju. Ettir Isbafsveginnm. íshafsvegurinn er, svo sem áður segir, 531 km. á lengd. Hann er af svipaðri gerð og beztu vegirnir heima, en miklu breiðari, og er stöðugt unnið að umbótum á honum. Venjulega er vegalengd þessi ekin á 15 klst., en að þessu sinni varð tíminn nokkuð misjafn, því tveir bílarnir, er síðast lögðu á stað, biluðu nokkuð á leiðinni. Kom annar þeirra að Esju kl. 8 um kvöldið, en hinn kl. 10, 0g höfðu farþegarnir þá ferð- ast 36—38 kl.stundir án hvíld- ar frá því þeir fóru úr svefn- vögnunum, en alls 58 kl.stundir frá Stokkhólmi. Rúmlega miðja vega fr.á Ro- vaniemi á ferðamannastöðinni í Ivalo, sem liggur 295 km. það- an, var stanzað til þess að drekka kaffi. Ivalo er smábær sem stendur á bökkum hinnar lygnu Ivaloár, en þar hefir fundizt lítilsháttar gull, eða alls um 1000 kg. frá því það fannst fyrst árið 1868, og hafa þó um skeið verið notaðar vélar til vinnslunnar. Voru margir ferðamennirnir orðnir syfjaðir og sváfu í sætum sínum, en hresstust við kaffið svo söng- urinn gat hafizt á ný. Enn var ekið sem leið liggur norður á bóginn. Landslagið er þarna mishæðótt, aflíðandi heiðar og dalir á víxl. Hæstu heiðarnar eru um 600 metrar og eru dal- irnir þaktir skógi og hlíðarnar nokkuð uppeftir, en efst gróð- urlitlar mosaþembur. Nyrzt norður við íshafið er smávax- inn birkiskógur í dölum og á láglendi, svipaður _ eins og heima og þó um 500 km .norð- ar en nyrztu tangar íslands. Skógurinn ljíómar í sólskininu og haustskrúðinu, víða blikar á vötn og ár, en byrgi vegavinnu- manna og fátæklegir bjálkakiDfar sjást meðfram veginum með mjlög löngu millibili. Stöku sinn- um sjást hreindýr hlaupa yfir veginn, enda lifa 25 000 af íbú- um Lapplands aðallega á hriein- dýrarækt. Af 40 000 hreinidýrum, sem slátrað er á ári hverjlu, er alhnikið . flutt út til nálasgra landa. Styrjöldin við Rússa hefir kost- að Finna offjár og mikið tjón. Sjást þess allmikil rnerki á þeirri leið, er við fórum. 1 Rovamemi hafa allmörg hús orðlð fyrir sprengjum, þar á ineðal síma- stöðin og sjúkrahúsið. Hins veg- ar er hin mdkla járnbrauitairbrú yfir Kemáána, sem rennur eftir miðjlum bænum, nær óskemmd. Næstu mer'ki ófriðarins sáum við' í Vertaniemi, 348 km. frá Rovaniemi. Þar hefir ferðamanna- Sitöðim verið brennd tii ösku. Um 14 km. þaðan, skammt frá vegin- uim við Pasvikána, sem rennur norður í Ishaf', er verið að reisa rafstöð eina mikla við Janisfoss- inn. Fállhæð vatnsins verðuir 22 metrar og afl stöðvarinnar 37 000 hes.töfl. Mun ætlunin að nota afl þetta annaðhviort til þess að reka nikkelnámurnar við Salmijarvi eða til reksttvrs jámbrautar í Norðuir-Finnlandi. Meðfram veg- inuim frá Virtaniemi til Perkina, en svo heitir syðsta hafnarþoirpið við Petsampfjörðinn, á 180 km. vegalengd, brenndu Frnnar flesta sveitabæina, svo Rússar h'efðu þeirra ekki not, þar' á meðal sveitaþiorp eitt, er Salmijárvi heitir, er stóð 80 kim. frá Láiiia- hamari. / Á þessu sama svæði höfðu > Rússar síðan höggvið sköginn og reist smá bjálkabyrgi me'ðfram veginum með litlu millibili. Voru þau girt með gaddavir og enu nú flest rifin, en girðingarnar stanaa víða eftiir. — Var ætlað, að Rússar hefðu verið þarna með 30 þúsund hermenn, en Finnar höfðu aðeins 800 manns, enda náðu Rússar þorpuinum við Pet- samo og stóru svæði í Norður- Finnlandi á sitt vald, en urðu þó fyrir miklu manntjóni. Petsamofjörðurinn er 16 km. á lengd og 1,5 fcm. á breidd. Standa þrjú smáþorp við fjörð- inn og heita þau Perkina, Trifona (eftiir hinum heilaga Trifon) og Liinahamari. — Þarna noirðurfrá hafa fundizt elztu leifar, sem til eru af mannabústiöðum í Finn- landi. Efu þær langt aftan úr forn.esikju, frá því tímabiii, peg- ar talið var að ís hafi legið yfir landinu, líkt og nú er í Græ'n- landi. í Liinahamari stendur gömul fisikveiðistöð og fiskiye'rksimiiðja, er Elfring konsúll, sem kiinnur er hér á landi, reisti á sínum tíma. Þar hefir verið unnið að bygging- um á nýjium bryggjum, srníði á olíugeymuim og nýj.Um mann- virkjium, diaga og nætur í a.Rt sumar. —: Skagerak og Erniar- sund eru lokuð fyrir Svíuin •:>" Finnum, og var því ráðist í að nota íshafshafnirnar til aðdrátta og útflutnings. Va'rð þarna mikið im slkipakomur í sumar og um- ferð nær ótrúlega mikil um veg- inn. Þegar mest var taldist svo til, að um 1000 til 1500 smálestir væru fermdar og affermdar á hverjium degi. Og öllum þessum flutningi var ekið 530 km. leið á bílum, en síðan d.reift pieð jiárn- brautum um Finnland og Svíþjóð eða fluttar á skipum til annarria landa. Nú hafa stórveldin því sem. næst stöðvaö þessa flutninga. Lágu nú 28 skip pama á firðin- um ög fengu litla eða enga af- grciðslu. Þrjú skip vissi ég til að hefðu beðið með fullfeumí í '7—8 / vikur og ekki fengið að fara. — Draumarnir um að gera þenn- an klettótta og eyðiliega stað að stó.rhöfn virðast þegar að engu oirðnir. Er mijög dregið úr um- ferð á Ishafsveginum; þó mætt- um v.ið allmörgum bifreiðum, einlkum þýzkum herflutninjgabif- reiðum, og eru Þjöðverjar að flytja her yfír Finnland til Norð- uir-Noregs. Esja lá við bryggju í Trifona, jiegair við fconmni j>angaö,'0g var okkur farþegunuun tekið með kostium og kynjlum af hinum á- gætu skipverjuim, og mun flest- um hafa fund'izt þei.r vera fcomnir heim tll sín, j>ótt enn vairi löng leið fyrir höndum. Fer'ðiin hafði fram að þessu verið erfið, en þó tekizt ágæt- lega. Mátti að mestu leyti þaikka það forstjióranuim fyrir ferða- skrifstofu sænsku. ríkisjárnbraat- anna, hr. A Ekfnan, sem sá um förina af nnestu prýði og fylgdi okkur sjálfur alla leið til Rova- niemi. Fararstjóm frá Kaup- mannahöfn ti.l Stoikkhólms hafði H. J. Hólmjárn annast af miiklum dugnaði, en á Leiðinni frá Stokk- hóhni til Liinahama'ri var svo til ætlast, að við hefðum báðir far- arstjórnina, þó að framkvæmd- irnar að vísu lentu mest á Hölm- jánii. loksfns nm borð 1 Esjn. Þegar fcomi'ð var um borð í Esju á föstudagskvölidið j>. 4. okt. gengu irnenn brátt til hvíldar. Hafði konum og börnum fyrst og frenist verið fcomið fyrir í rúm- uim og síðian körlum, meðan hvíl- urnar entust. Hýstu skipverjar einnigi farj>ega í herbergjuim sín- um af venjulegri gestrisni, en mokkrir fílefldir karlmenn urðu þó að sofa i Teýksal skipsins, í flatsæng á göngunmm á fyrsta fairrými eða í Íestinni. Á laujgardaginn vair fagurt veð- ur, fjörðurinn spegilsléttur og glaðasólskin. — í fornöld fengu menn byr og gott veður hjá Finn- um, en nú höfðum við fært þeim góðviðri í stað rigningar og súldar, er gengið hafði þar í landi mest aílt sumarið. Esja hafði fært sig snemma um morg- uninn frá Trifoma og var nú lögst yið bryggju í Liinahainiari til þess að taka þar vatn og 200 tunnur af olíu, sem sænska ríkisstjórnin Frh. á 3. síöu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.